Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. nóvember 1985 lesendahorniá Hvorki giftur né verið í Hrísey!!! - Bréfkorn frá Kára Valssyni til X-mundar Hrísey, mánudaginn 25. nóvember 1985. Herra X-mundur mánudagur Ragnarsson. Undirritaður leyfir sér hér með að grípa til pennans og ávarpa yður með fullkominni virðingu, og geri ég það fyrir áeggjan full- trúa hins fagra kyns frá snyrtingu í Frystihúsi KEA, Hrísey. Svo er mál með vexti, að með þessum starfshópi vaknaði áhugi á yður, þar eð þér sjáist ekki í fylgd með kvenpersónu, ekki var hringur á hönd yðar, þegar þér tókuð við- tal við Ingimar Eydal hérna um daginn, en eruð ekki laus við að gjóta augunum til kvenþjóðar- innar. Er þá nokkur furða, að uppi var fótur og fit á bryggjunni, þegar sú fiskisaga hafði komist á kreik, að yðar væri von til að gæða yður á vorri þjóðfrægu nautasteik? En engin vildar- meyja yðar kom auga á yður, hvernig sem á því stóð. Af kvenlegum næmleik getur starfsfólk frystihússins sér til, að þér séuð hvorki giftur né hafið ver- ið í Hrísey. Úr hvoru tveggja má bæta. Að skektu yðar ólastaðri mælum vér með því, að framveg- is verði farið til Hríseyjar með hefðbundnum farartækjum, þ.e.a.s. með sannkölluðum Öndvegisbílum Ævars Dalvík- ings á Litla-Árskógssandinn og þaðan með ferjunni, sem er besta Hríseyjarferjan í heimi. Pað hefur heldur ekki farið framhjá neinni, að þér hljótið að vera í góðum álnum verandi í föstu starfi hjá Degi. Pér hafið og ráð á því að vera í nýrri múnder- ingu - eins og þokkadísir í frétta- stofu sjónvarpsins - í hvert skipti, sem þér látið Ragnar Lár, hirðljósmyndara yðar, afmynda yður. í pásum í frystihúsinu er oft rætt um hið mikilvæga mál, hvernig á því standi, að þér sjáist hvergi berhöfðaður. Pér þurfið ekki að fara hjá yður vegna meintrar hárþurrðar undir der- húfunni. Gengi yðar lækkar ekki þess vegna með yngismeyjum á öllum aldri hér í Hrísey. Þær kannast við hinn forna ey- skeggska málshátt: Oft er flagð undir fögru skinni, en blíða undir berum skalla. Hitt þætti síður fýsilegt, ef þér reyndust vera ná- skyldur flokksformanni nokkrum, en þann ljóta grun vekur svipuð gerð neðri augnloka yðar og stjórnmálamannsins. Og aftur má bjarga málunum með því að kafa sjó héreyskrar al- þýðuvisku: Fyrr má vera fjanda líkt en ljótt sé. Að lokum: Leyfið þér velvilj- uðum rosknum manni að gefa yður ráð. Hugur rnanns er hlað- inn orku. Skotorkan, sem fram kemur í ofangreindum vangavelt- um eyjarskegglausra, verðskuld- ar það að vera beisluö yður í vil. Pað segi ég í grútfúlustu alvöru, laus við alla eigingirni. Ekki verður mér auðið að hirða púss- unartollinn, ef þér farið að ráð- um mínum og bætið hag yðar. Því að þó að jafnaldri minn Ron- ald fái að ráðskast við allan heim- inn, er fyrir löngu búið að veita mér lausn frá embætti sakir elli og sljóleika. Hins vegar vænti ég þess, að stéttarfélag hjúskapar- miðlara amist ekki við þessari ráðgjöf minni. Með virðingu yðar Kári Valsson, fyrrum sóknarprestur. ES. Séu heimildir Dóms- og kirkju- málaráðuneytis um framkvæmd hjónavígslu kannaðar til hlítar, kemur hvergi fram, að brúðguma sé bannað að skýla nekt skallans með derhúfu, er hann krýpur fyr- ir altari við hlið sinnar útvöldu. Sami. Hestamenn með „blettasótt" - Bréfritari skorar á akureyrska hestamenn að reyta illgresið úr eigin garði Dýravinur hringdi: Ég hef veitt þvt' athygli, að af og til er fjallað um hestamennsku og hestamenn í Degi, og þessum mönnum þá oftast til lofs. Það er svo sem ekkert við það að at- huga, því þetta „sport“ er stund- að af mörgum og á því skilið veg- legan sess í fjölmiðlum. En mig langar þó að nefna Ijóð á þeirra háttum. Hér og þar um bæjarlandið, eru blettir, sem einhverju sinni hafa verið tún, sem tilheyrt hafa býlum, sem nú hafa verið aflögð. Þessi býli hafa farið úr byggð vegna útþenslu bæjarins, en þrátt fyrir það hafa tún þeirra ekki ver- ið gjörnýtt undir byggingar. Á þessa bletti ráðast hestamenn gjarnan, girða þá með allt að því mannheldum girðingum, sem sjaldnast eru til augnayndis. Á þessi „frímerki" er hrossunum síðan beitt. Og það er ósköp ömurlegt, að sjá nokkur hross híma í örlítilli girðingu, þar sem ekki er stingandi strá eftir. Nú veit ég fyrir víst, að hesta- mannafélagið hér er með næga haga, þar sem félagsmenn geta komið hrossum sínum á beit. Kunnugir segja mér, að ástæðan fyrir þessari „blettasótt" hesta- manna sé sparnaður. Þeir tími ekki að greiða nokkrar krónur fyrir vetrarbeitina. Nú trúi ég þessu tæpast, því þeir sem ekki hafa efni á að borga beitargjald fyrir hrossin sín, þeir ættu alls ekki að eiga hross. /yoá Aðurfvrr Ef þetta er táknræn mynd fyrir umhverfi hest- húsa í landi Reykjavíkur fyrr og nú, þá lifa lang- flestir akureyrskir hestamenn í fortíðinni, segir bréfritari. Og fyrst ég á annað borð er farinn að tala um hestamenn, þá langar mig að víkja að hesthúsa- hverfunum á Akureyri. Ég rakst á bækling hjá kunningja mínum, sem hafði að geyma meðfylgjandi mynd. Hún á að sýna umhverfi hesthúsa hér áður fyrr og efri myndin á að sýna hesthús og um- hverfi þess í dag. Ef þetta er rétt, þá lifa langflestir hestamenn á Akureyri í fortíðinni, því það er með ólíkindum hversu miklu rusli þeir geta safnað umhverfis hús sín. Á þessu eru vissuiega undantekningar, því það eru til snyrtileg hús með snyrtilegt um- hverfi, en þau eru eins og vin í eyðimörk. Hestamenn gera sí- auknar kröfur til bæjarfélagsins og kvarta sáran yfir því að þeim sé ekki sinnt. Nú skora ég á hestamenn að reyta illgresið úr eigin garði með því að taka dug- lega til hendinni í hesthúsahverf- unum. Burt með ruslið og skíta- haugana. Lagfærið girðingarnar og málið húsin. Já, gróðursetjið tré, þar sem þau hafa frið fyrir ágangi. Það er hægt. Það eina sem þarf er viljinn. Ef hestamenn treysta sér ekki til að verða við þessari áskorun, þá skora ég á bæjaryfirvöld að láta framkvæma hreinsunina á kostnað húseig- enda. Framtíöin er í fiskeldinu Það er fallegt útsýnið af brekk- unni þar sem kirkjugarðurinn er. Og mér finnst alltaf notalegt að koma þar og gott til þess að vita að þar á maður vísa íbúð hvenær sem er. Bara verst að geta ekki ráðið því svona í og með hvenær maður flytur. En ég var að minn- ast á útsýnið, það er fleira að hugsa um, t.d. þessar fallegu tjarnir sem myndast í sambandi við flugvöllinn. Það er mikið tal- að um fiskeldi og þarna er mikið verk að vinna við að laga svæðið og undirbúa til þeirra hluta. Það er gaman að hugsa um hvernig þetta gæti orðið þegar búið er að gera þetta fínt og fylla tjarnirnar af silungi og laxi og alls konar skelfiski, jafnvel vatnarækju. Þá geta Flugleiðir auglýst og boðið hingað farþegum úr öðrum heimsálfum sem vilja kanna og kaupa slíkar vörur, að veiða sér til skemmtunar við Akureyrar- flugvöll. Því það er ekki víða í heiminum sem slíkt væri mögu- legt. En nú er bara að drífa í þessu sem allra fyrst og ég vona að mönnum finnist þetta ekki bara út í bláinn mælt. Einn af eldri kynslóðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.