Dagur


Dagur - 25.11.1985, Qupperneq 9

Dagur - 25.11.1985, Qupperneq 9
25. nóvember 1985 - DAGUR - 9 ±>ækur Magnús Magnússon: Á söguslóðum Biblíunnar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bók Magnúsar Magnússonar, hins kunna sjón- varpsmanns í Bretlandi, sem nefnist Á söguslóðum Biblíunn- ar. Hér er skyggnst að baki frægra þátta sem sýndir voru í breska sjónvarpinu og síðar í því ís- lenska. Þetta er bók sem veldur deilum og vekur spurningar. - Hvaða leyndardóma hafa forn- leifafræðingar uppgötvað að undanförnu? - Hvernig koma þessar uppgötv- anir heim og saman við frásagnir Biblíunnar? - Hvað gerist þegar sagan og Biblían er endurskoðuð í ljósi nýjustu fornleifafunda? Magnús Magnússon vinnur hér úr ógrynni lítt kunnra heimilda og kynnir lesandanum niður- stöðurnar á alþýðlegan hátt sem nýtur sín vel í vandaðri þýðingu Dags Þorleifssonar. Þessi bók er eins konar vega- handbók um söguslóðir Biblí- unnar og um leið lykill að Aust- urlöndum nær - þeim löndum sem Islendingum eru í sénn fram- andi en þó svo nálæg í sögu og menningu. Bókin var sett í Leturvali en prentuð og bundin í Ungverja- landi. Um viðreisn íslands Deo, regi, patriae Út er komin hjá Erni og Örlygi bók þeirra Páls Vídalíns og Jóns Eiríkssonar Um viðreisn Islnnds sem kom út í Sórey 1768 og hefur lengst af gengið undir nafninu Deo, regi, patriae - Guði, kon- unginum og föðurlandinu. - Rit- ið er að frumstofni samið af Páli Vídalín árið 1699, og nær ætíð við hann kennt, þótt meiri hluti þess sé saminn af Jóni Eiríkssyni og rit Páls nánast sögulegur inn- gangur að því sem Jón hafði fram að færa. Talið er að ritið hafi í upphafi verið ætlað sem varnarrit fyrir Innréttingar Skúla Magnússonar, þegar þær stóðu sem höllustum fæti, er og fullvíst að þeir Jón og Skúli kostuðu útgáfu ritsins í fé- lagi, og Skúli dvaldist langdvöl- um í Sórey hjá Jóni meðan á undirbúningi þess stóð. En þó að Deo, regi, patriae hafi e.t.v. í upphafi verið ætlað sem vamarrit fyrir Innréttingarnar, varð viðr fangsefni þess miklu víðtækara, eða almenn viðreisn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum þjóðlífsins, en þó fremur öllu öðru helgað atvinnuvegum og efnahagslífi. Deo, regi, patriae hafði mikil og varanleg áhrif á sögu landsins og þróun á sínum tíma, og ef til vill hefir ekkert rit orðið áhrifaríkara í stjórnmála- sögunni. 68 eintök af bókinni eru tölusett og árituð. Bókin er sett, umbrotin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar. Arnarfell annaðist bókbandið. Bókarskreyting er unnin af Ernst Bachmann. fVtur Hcintt'ittss'ífi Hin eilifci leit (aitiny HeitiUrfnsiii eiu Ég geng frá btvnum Tvær nýjar Ijóðabækur Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér tvær nýjar ljóðabæk- ur. „Ég geng frá bænunt" eftir Guðnýju Bcinteinsdóttur frá Grafardal í Borgarfirði og „Hin eilífa leit“ eftir Pétur Beinteins- son bróður hennar. í Grafardal í Borgarfirði stóð samnefndur bær. Þar bjuggu hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einarsson. Börn þeirra voru átta. Á heimilinu í Grafar- dal var ljóðagerð og kveðskapur dagleg iðja og hvers konar Ijóð- list í hávegunt höfð á heimilinu. Hörpuútgáfan hefur áður gefiö út ljóðabækur eftir Einar, Sigríði og Sveinbjörn og í undirbúningi er útgáfa ljóðabókar eftir Hall- dóru systur þeirra. Guðný Beinteinsdóttir andað- ist 29. maí 1968, en Pétur Bein- teinsson andaðist 2. ágúst 1942. Bók Guðnýjar er 44 bls. og bók Péturs er 88 bls. Bjarni Þór Bjarnason gerði myndir á bóka- kápur. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. Guðmundur Ármann og Bjarni Einarsson Um fugla og frelsi - Ný Ijóðabók eftir Bjarna Einarsson með dúkristum eftir Guðm. Ármann komin út Út er komin á Akureyri Ijóðabókin Hvar stend ég þegar ég flýg eftir Bjarna Einarsson. I bókinni eru 48 Ijóð og 6 dúkristur á rísspapp- ír eftir Guðmund Ármann myndlistarmann. Þeir Bjarni Einarsson og Guðmundur Ármann komu við á ritstjórn Dags með nýju bók- ina og gáfu um hana eftirtaldar upplýsingar. Hvar stend ég þeg- ar ég flýg er gefin út í 180 ein- tökum, er til sölu hjá höfund- um, Teiknistofunni Stíl og í bókabúðum auk þess sem geng- ið verður í hús á Akureyri og hún boðin til sölu. Hún er 90% handunnin, eins og þeir félagar orða það. Ljóðin voru skrifuð í Gautaborg á síðustu 5 árum. Bjarni var spurður um inni- hald bókarinnar. „Um það vil ég sem minnst segja. En titillinn segir mikið. Flugið er tákn frelsins. Og hvar stendur maðurinn þegar hann er frjáls?“ spyr Bjarni og veltir vöngum. Bætir svo við að í bók- inni séu vistfræðilegar tilhneig- ingar Guðmundur fær orðið næst. „Ég byrjaði á að lesa ljóðin og sá að ekki var vænlegt að mynd- skreyta hvert ljóð. Þannig að ég gerði myndir sem mér fannst að sá andi sem ég upplifði við lest- urinn kæmi fram í. Myndirnar geta því staðið með fleiri en einu ljóði." Næst eru þeir félagar inntir eftir hvernig samstarf þeirra hafi komið til. „Ég komst að því fyrir tilvilj- un að Guðmundur var að vinna dúkristuseríu um fugla og frelsi. Ég gekk á hann og spurði hvort hann væri ekki tilbúinn að myndskreyta bókina þar sent hún væri á sömu bylgjulengd- inni. Hann var til í það og hér er árangurinn," segir Bjarni og bendir á rauðu bókina, Hvar stend ég þegar ég flýg. Bjarni er fæddur árið 1955, hann er doktor í fornleifafræð- um frá Gautaborgarháskóia og hefur frá því í apríl verið for- stöðumaður Minjasafnsins á Akureyri. Hann hefur áður birt ljóð í Lesbók Morgunblaðsins og í ljóðheftinu Vélrit. Guð- mundur er fæddur árið 1944, út- skrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966. Á árunum 1966-1971 var hann við nám í Vallands konsthögskola í Gautaborg. Guðmundur starfar nú við kennslu í Myndlista- skólanum á Akurevri, einnig við auglýsingar og myndlist. Hann hefur sýnt víða bæði heima og erlendis. „Ljóð og myndlist eru mjög samtvinnuð. Dúkristan er lík ljóðinu, það verður að velja og hafna. Myndformið er hnitmið- að og einfalt á svipaðan máta og ljóðið," eru lokaorð þeirra fé- laga. - mþþ Eftir uppskeruna Eftir uppskeruna dansa skuggarnir nagllegir á ökrunum. í villtri vímu tæla þeir líflausan skuggann í dansinn. Hœgt og bítandi bráðna ég niður í dansgólf og finn hvassa fœtur skugganna í augum mér. minn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.