Dagur - 26.11.1985, Page 1
68. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 26.
150. tölublað
Filman þín
áskiliöþaö
besta!
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Jafnréttisspilið
jUm helgina hélf Jafnréttisnefnd Akureyrar ráðstefnu um jafnrétti kynja í skólastarfi. Þau Kristín Aðalsteinsdóttir og Tryggvi Gíslason kepptu í Jafnréttis-
spilinu í kaffíhléi á föstudaginn. Áhorfendur voru margir. Tryggvi sigraði með yfírburðum, enda mun vera sjaldgæfí að konur sigri í þessu spili. Mynd: KGA
Sovésk sendinefnd í heimsókn til Akureyrar:
Fimm ára viöskipta-
samningur undirritaður
Brauðgerðir:^'
Mörgum
sagt upp
- ef 30% vörugjald
verður lagt á brauð
og kökur
Svo sem fram kom í Degi s.l.
föstudag hefur 30 af 70 starfs-
mönnum Brauðgerðar Kr.
Jónssonar & Co. veríð sagt
upp störfum vegna ótta for-
ráðamanna fyrirtækisins um
mikinn samdrátt í brauðsölu,
nái frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um 30% vörugjald á brauð
og kökur fram að ganga.
Páll Stefánsson hjá Brauðgerð
KEA sagði að uppsagnir hefðu
ekki komið til tals hjá þeim
ennþá.
„Eg hef persónulega ekki trú á
því að frumvarpið nái fram að
ganga á Alþingi. Ég ætla því að
reyna að þrauka með allan mann-
skapinn enn um sinn og sjá hvað
setur,“ sagði Páll Stefánsson.
Sömu sögu er að segja af
Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa-
vík. Par hefur engum verið sagt
upp í brauðgerðinni og menn
vilja sjá hvað gerist á Alþingi á
næstunni.
Þorsteinn G. Húnfjörð, for-
stjóri Húnfjörð h.f. á Blönduósi,
sem rekur m.a. Brauðgerðina
Krútt, sagði að uppsagnir hefðu
verið ræddar en ekki verið gripið
til þeirra enn. Hjá brauðgerðinni
vinna nú 12-15 manns og sagði
Þorsteinn að ef hækkunin kæmi
til framkvæmda yrði hann að
segja upp helmingnum af starfs-
fólkinu, því samdráttur í sölu
yrði örugglega verulegur.
Við opnuðum nýja brauðbúð
hérna 15. september s.l. en höf-
um ekki fengið eins góðar viðtök-
ur og við væntum. Það er hrika-
legt að fá þessa hækkun í bakið ef
af verður og við horfum til þess
með örvæntingu að þurfa að loka
versluninni aftur og draga saman
seglin,“ sagði Þorsteinn G. Hún-
fjörð að lokum. BB.
í þessari viku er sendinefnd
frá sovésku samvinnusam-
tökunum Centrosoyus í heim-
sókn á Islandi. Erindið er að
ganga frá nýjum fimm ára við-
skiptasamningi milli Centros-
oyus og Sambands íslenskra
samvinnufélaga.
Jón Sigurðarson framkvæmda-
stjóri Iðnaðardeildar Sambands-
ins undirbjó og tók þátt í samn-
ingaviðræðum í heimsókn sinni
til Moskvu fyrir nokkrum vikum.
Hér er um að ræða þýðingarmik-
inn rammasamning fyrir Iðnaðar-
deildina og er þetta þriðji samn-
ingurinn af slíkum samningum
sem gerður er.
Sovésku fulltrúarnir hitta í
heimsókn sinni forstjóra Sam-
bandsins, viðskiptaráðherra og
ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu-
neytis, alþingismenn og ýmsa
framámenn í ýmsum fyrirtækjum
samvinnuhreyfingarinnar. Á Ak-
ureyri munu þeir skoða Sam-
bandsverksmiðjurnar og annan
iðnað og þar verður „prodokoll"
samningurinn formlega undirrit-
aður af fulltrúum sovéska sam-
vinnusambandsins og Val Arn-
þórssyni formanni stjórnar Sam-
bandsins.
Tilboð opnuð í innréttingar VMA:
Norðurverk með
lægsta tilboðið
- Ólíklegt að bóknámsálma verði tekin í notkun næsta haust
Móttökuskemiur
til Ólafsfjarðar
Síðastliðinn föstudag voru
opnuð tilboð í innréttingar í
bóknámsálmu Verkmennta-
skólans á Akureyri. Þrjú til-
boð bárust og voru þau öll inn-
an við kostnaðaráætlun sem
hljóðar upp á kr. 12.594.062.
Aðalgeir og Viðar buðu
12.511.785 krónur í verkið sem er
99.3% af kostnaðaráætlun. Hý-
býli bauð 12.183.770 kr., eða
96.7% af kostnaðaráætlun.
Norðurverk átti lægsta tilboðið
en það nam 11.557.556 kr. eða
91.9% af kostnaðaráætlun. Að
sögn Magnúsar Garðarssonar,
byggingarfulltrúa Verkmennta-
skólans, verður nú farið yfir til-
boðin og ef engar skekkjur
breyta niðurstöðutölum Norður-
verki í óhag verður tilboði þess
tekið.
Ef ekki kemur fram hækkun á
fyrirhugaðri fjárveitingu til bygg-
ingar Verkmenntaskólans frá því
sem gert er ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpi er útséð um að hægt
verði að hefja kennslu í bók-
námsálmunni næsta haust eins og
vonir stóðu þó til að tækist. Slíkt
skapar ekki einungis vanda fyrir
Verkmenntaskólann heldur einn-
ig Gagnfræðaskólann sem leigt
hefur Verkmenntaskólanum
stofur. Sömuleiðis koma þessar
tafir á framkvæmdum við Verk-
menntaskólann í veg fyrir að
hægt verði að rýma „Iðnskóla-
húsið“ fyrir hugsanlega háskóla-
deild á Ákureyri. -yk.
í Ólafsfírði hefur Skúli Pálsson
starfrækt kapalkerfíð Vídeó-
skann um árabil. Fyrir nokkru
síðan festi hann kaup á mót-
tökuskerini til þess að taka á
móti útsendingum sjónvarps-
efnis frá gervihnöttum.
Skúli sagði að eftir því sem
hann best vissi væri skermurinn
á leiðinni frá Svíþjóð og yrði
væntanlega settur upp innan
fárra daga. Um er að ræða 180
sentimetra skerm af gerðinni
Luxor sem á að geta tekið á móti
útsendingum frá 8 mismunandi
stöðvum.
„En ég sendi auðvitað ekkert
út í kerfið fyrr en ég fæ leyfi til
þess," sagði Skúli.
Skermur þessi kostar tæplega
200 þúsund krónur. Þess má að
lokum geta að Vídeó-skann
sendir út öll kvöld vikunnar,
nema á miðvikudögum, alls um
9-10 tíma af efni vikulega.
„Áskrifendur" eru á þriðja
hundrað en afnotagjaldið mánað-
arlega er 500 krónur. BB.