Dagur - 26.11.1985, Side 5
26. nóvember 1985 - DAGUR - 5
_orð í belg___________________
Eiga skoðanir íslendinga
þátt í efnahagsvanda þeirra?
Pað hefur varla farið framhjá
neinum að íslendingar hafa átt
við umtalsverða efnahagsörðug-
leika að stríða undanfarin ár.
Fiskigengd hefur minnkað og því
orðið að taka upp skömmtunar-
kerfi á veiðar sem þó á trúlega
eftir að skila árangri í meiri land-
burði innan fárra ára. Bændur
geta nú framleitt mun meiri mat
en landsmenn þurfa að láta ofan í
sig og þar sem ekkert útlit er fyrir
að útflutningur landbúnaðar-
afurða verði ábatasamur í náinni
framtíð, nema þá að litlu leyti.
Því verður að beina hluta bænda-
stéttarinnar til annarra fram-
leiðslugreina eða hreinlega til
annarra starfa sem getur þýtt að
þeir verði að flytja af jörðum
sínum. Iðnskólar og verk-
menntabrautir mala jafnt og þétt
og skila úr kvörn sinni húsasmið-
um, skipasmiðum, mublusmið-
um, alls konar smiðum. En ekki
er endalaust hægt að byggja hús
þegar enginn er til að búa í þeim.
Ekki heldur skip þegar takmark-
anir eru á veiðum, fiskiskipaflot-
inn þegar of stór og kaupskipin
falla í verði á heimsmarkaði. Við
verðum eflaust að fara að fram-
leiða eitthvað sem hægt er að
selja útlendingum.
Launþegar hafa ekki misst af
því að skynja þessa þróun. Laun-
in sem dugðu fyrir daglegu vana-
bundnu lífi í 25 daga samfellt fyr-
ir nokkrum árum duga nú aðeins
fyrir sama lífsstíl í 18 daga og þá
er eftir að brúa hina 13 af mánuð-
inum þótt alveg sé sleppt að
reikna með að viðkomandi heim-
ili þurfi að borga af verðtryggðu
láni. Hér skal ekki gert lítið úr
þeim vanda sem steðjað hefur að
okkur síðustu árin. Minnkandi
framleiðsluverðmæti er stað-
reynd. En er ekki slík staðreynd
orðin að umhugsunarefni um af
hverju þetta stafi, hvað sé að og
hvort nauðsynlegt sé að búa
endalaust við sveiflukennd lífs-
skilyrði.
T aprekstrarstefnan
Sá hugsunarháttur hefur lengi
tíðkast hér að rekstur megi ekki
skila hagnaði. Slíkur hagnaður
yrði ekki til að bæta reksturinn,
byggja upp og auka velmegun í
þjóðfélaginu. Heldur renni hann
mestmegnis til einkaneyslu og
óhóflegra lífsskilyrða einhverra
fárra sem „ættu“ hin ábatasömu
fyrirtæki. Sjálfsagt hefur lífsmáti
einhverra framkvæmdamanna
orðið til þess að skapa þessar
hugmyndir, í það minnsta að ýta
undir þær. Þó er langt í frá að
núllrekstrarhugsunarhátturinn sé
séríslenskt fyrirbæri. Á síðasta
áratug fór alda um Vestur-Evr-
ópu og Norðurlönd sem kynnti
verulega undir þessum hugmynd-
um og óbeinar afleiðingarnar
blasa víða við.
Ein af afleiðingum núll- eða
öllu heldur taprekstrarstefnunnar
er sú að ríkið þarf oft að koma
fyrirtækjum á fót með því að út-
vega stofnfé til þeirra en það hef-
ur ekki legið á lausu á frjálsum
markaði. Og síðan þegar tap-
reksturinn hefur étið höfuðstól-
inn jafnt og þétt, verði það opin-
bera aftur að koma til skjalanna
og bjarga rekstrinum þó ekki sé
nema til að halda atvinnu
starfsmanna sem illa geta lifað af
vinnu hjá gjaldþrota fyrirtæki.
Hræðsla við útlendinga
Útflutningur frá íslandi hefur
alltaf búið við mikil reglugerðar-
ákvæði. Öll útflutningsverðmæti
fara í gegnum hönd hins opin-
bera sem síðan skákar fjármun-
um út aftur til innkaupa og fram-
kvæmda. Ekki er hægt að sjá
annað en að útflytjendum sé ekki
treyst til að fara með fjármál sín.
Þeir „steli“ verðmætum, fjárfesti
e.t.v. í útlöndum sem samkvæmt
viðteknum íslenskum hugsunar-
hætti jaðrar við landráð.
Hér á landi eru ríkjandi nei-
kvæð sjónarmið varðandi við-
skipti við önnur lönd. Þeir geta
keypt af okkur fiskinn. Lengra
nær hugsunarháttur margra ekki
enn þann dag í dag þótt einhverj-
ar breytingar hafi átt sér stað á
síðustu tímum.
Mikil hræðsla ríkir við fjárfest-
ingar útlendinga hér á landi. Þær
eru af mörgum talinn vafasamur
kostur og jafnvel beinlínis þjóð-
hættulegar þótt þær sem slíkar
flyttu í flestum tilfellum fjármagn
inn í landið og þannig ykjust um-
svif og atvinnustarfsemi fyrir ís-
lendinga auk þess að opna við-
skiptasambönd sem oft eru smá-
þjóð með óþróað atvinnulíf
lokuð.
„íslendingar geta ekki enda-
laust lifað á landslagi," sagði
Guðbergur Bergsson, rithöfund-
ur í Tómasi Jónssyni metsölubók
og hann bætir síðan við „við
étum ekki jökla, við drekkum
ekki fjallavötnin fagurblá,“ Við
höfum þó gert tilraun til þess
með því að virkja árnar. En hvað
stoðar að byggja virkjanir fyrir
dýrt erlent lánsfé, sem við verð-
um í öllu falli að endurgreiða
þegar ekki eru til kaupendur að
orkunni. Þeir eru ekki til m.a.
vegna þess að þeir eru ekki nægi-
lega velkomnir inn f landið með
framleiðslutæki og markaðssam-
bönd. Það er viðtekin skoðun að
við verðum sjálfir að hafa eignar-
höldin. Byggja iðjuver, sennilega
fyrir viðbótar lánsfé, og við trú-
um því að við komumst inn á
heimsmarkaði þar sem ákveðin
samskiptalögmál þeirra sem þar
eru fyrir hafa lengi verið ríkj-
andi.
Menn hafa reynt að halda því
fram að erlent fjármagn sé óhollt
fyrir íslenskt efnahagslíf eins og
m.a. hefur verið gert vegna hug-
mynda um byggingu stóriðju í
Eyjafirði þegar rökin um mengun
og náttúruspjöll höfðu þrotið.
íslendingar ættu að vera
minnugir þess sem gerðist hér á
5. og 6. áratugnum þegar hingað
barst fé annars staðar frá og ís-
landsbyggð breyttist úr þúsund-
árabasli í velferðarþjóðfélag. ís-
lendingar ættu einnig að minnast
þess að sæmileg lífsskilyrði í
landinu hafa alltaf byggst á sam-
skiptum við önnur lönd.
Það er kominn tími til að Is-
lendingar fari að átta sig á því að
einangrunarstefnan og taprekstr-
arhagfræðin bjóða þjóðinni upp
á sífelldan óstöðugleika, efna-
hagsörðugleika og samdrátt og ef
ekki þá óðaverðbólgu. Það er
kominn tími til að átta sig á sam-
henginu á milli eyðslu og öflunar
og gera sér grein fyrir því á hvern
hátt mætti gera öflunina auðveld-
ari. Eyðsluna þarf víst ekki að
kenna á íslenskri grund.
—bækuL
Skrítnar
skepnur
- Skopsögur eftir
Ephraim Kishon
Hörpuútgáfan á Akranesi sendir
nú frá sér nýja bók eftir spéfugl-
inn og húmoristann Ephraim
Kishon, í þýðingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur. Þessi bók Kis-
hons er eins og aðrar bækur hans
kjarnyrt og leiftrandi af kímni. í
henni eru bráðsmellnar skopsög-
ur um fjölskylduna og „atvik“
sem flestir þekkja.
Á síðasta ári kom út hjá
Hörpuútgáfunni bókin Hvunn-
dagsspaug eftir sama höfund.
Kishon er höfundur sem kitlar
hláturtaugarnar og gerir óspart
grín að sjálfum sér.
Yfir 50 bækur hans hafa verið
þýddar á 28 tungumál og seldar í
30 milljónum eintaka.
Umsagnir um bókina Hvunn-
dagsspaug:
„Ég hafði mjög gaman af að
lesa Hvunndagsspaug. Það er
gaman að vita að til eru menn
sem hafa kímnigáfu á þessum
síðustu og verstu tímum.“ Sig-
urður Helgason - DV.
„Þegar Kishon er í essinu sínu
er hann óneitanlega bráð-
skemmtilegur . . . Þýðing Ingi-
bjargar Bergþórsdóttur er vönd-
uð og smekkleg." Árni Berg-
mann - Þjóðviljinn.
„Fjölskylduþættir Kishons,
sem hér eru gefnir út á bók, eru
alls tuttugu og fjórir. Hver öðrum i
listilegar uppdregnir og bráð-
fyndnir. Þýðing Ingibjargar
Bergþórsdóttur virðist slík, að
ekkert fer forgörðum af Kishon-
kímninni.“ Jóhanna Kristjóns-
dóttir - Morgunblaðið.
Bókin Skrítnar skepnur er 159
bls. Prentverk Akraness hf. ann-
aðist prentun og bókband.
Frá Heimaey
k Fl
I \ Kaupmenn - Kaupfélög
1 1 Birgið ykkur upp af hinum
%i' Þ frábæru Heimaeyjarkertum.
Látið hinn hreina loga
sd&BKKR^SjfaHeimaeyiarkertanna veita
ofir
HEIMAEY, kertaverksmiðja,
Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905.
Iðntölvukynning -
Námskeið
Kúlulegusalan hf. - Tölvusalan hf. standa fyrir kynn-
ingu og námskeiði á iðntölvum dagana 28., 29. og
30. nóv. n.k. í samkomusalnum Áin, Skipagötu 13.
Fimmtud. 28. nóv. frá kl. 13-18. Kynning.
Föstud. 29. nóv. Námskeið á Tl 100 iðntölvum.
Laugard. 30. nóv. frá kl. 9-12 og 13-17. Kynning.
Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast og sjá það'
nýjásta á þessu sviði.
Námskeiðsþátttaka tilkynnist Árna Friðrikssyni Raf-
tákni hf. sími 96-24766 eða til Tölvusölunnar hf. sími
91-84779
Kúlulegusalan hf. - Tölvusalan hf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík.
Framtíðarstarf
Afgreiðslumaður á efnislager Slipp-
stöðvarinnar óskast til starfa sem fyrst.
Æskileg starfsreynsla við afgreiðslustörf.
Nánari upplýsingar um starfið gefur starfsmanna-
stjóri í síma 96-21300.
Sölumaður
Óskum að ráða hæfan starfsmann til sölu- og
skrifstofustarfa.
Framtíðaratvinna.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags, merkt:
„Sölumaður".
auglýsir eftir
blaðamanni
á Sauðárkróki.
Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst á næsta ári.
Til greina kemur fullt starf eða hlutastarf.
, Lysthafendur hafi samband við ritstjóra, helst
bréflega.
Strandgötu 31, 600 Akureyri Sími 24222.