Dagur - 26.11.1985, Page 8

Dagur - 26.11.1985, Page 8
8 - DAGUR - 26. nóvember 1985 _______________lesendahorniá_ myndlist- Gönguleióin illfær í hálku Brekkubúi hringdi: Ég er ein þeirra fjölmörgu sem á leið á Brekkuna á hverjum degi og oftast nær geng ég upp göngustíginn sem liggur upp með Skátagilinu, þ.e. frá Útvegsbank- anum og upp í Oddagötu. Með- fram þessum göngustíg er hand- rið en á efsta hluta þess var eitt sinn ekið og handriðið brotið niður. Þrátt fyrir að þar sé stígur- inn brattastur og erfiðast að kom- ast þar upp í hálku hefur hand- riðið ekki verið lagfært. Ég veit að það eru margir sem eiga erfitt með að komast þarna upp í hálku, sérstaklega gamalt fólk. Nú langar mig að beina þeirri spurningu til bæjaryfirvalda hvort ekki standi til að lagfæra þessa gönguleið eða a.m.k. hand- riðið? Núna er verið að setja girðingu við Gilsbakkaveginn, væri ekki tilvalið að gera þetta í leiðinni? Svar: Dagur sneri sér til Stefáns Stef- ánssonar bæjarverkfræðings og bar þetta undir hann. Stefán sagði að girðingin við Gilsbakkaveginn væri alveg óháð þessu, hún væri sett upp af örygg- isástæðum. Samkvæmt Miðbæj- arskipulaginu væri reiknað með að umrædd gönguleið yrði aðal- gönguleiðin upp á Brekkuna, en allar framkvæmdir og lagfæringar á Skátagilinu væru enn í bið- stöðu. Sjálfsagt væri þó að fara og skoða aðstæður efst á stígnum og vita hvað hægt væri að gera. Stefán vildi þakka fyrir ábending- una, því það væri nauðsynlegt að fá ábendingar frá bæjarbúum um það sem betur mætti fara. Gunnar Dúi kominn aftur - Nokkur orð um Gunnar Dúa og málverkin hans að Jaðri Þó svo að sýningu Gunnars Dúa sé lokið í golfskálanum að Jaðri ætla ég að skrifa um hana nokkr- ar línur, hún á það skilið sýningin sú arna. Fyrir mörgum, mörgum árum vorum við Gunnar Dúi skóla- bræður í Handíða- og myndlista- skólanum í Reykjavík. Mér fannst Gunnar dálítið sérstakur og sérkennilegur náungi og finnst það enn. Með okkur tókst góð vinátta, enda er maðurinn vin- fastur og enginn veifiskati. Að samveru okkar lokinni í skólan- um skildu leiðir. Gunnar setti saman bú og hóf störf við bíla- málun og var fyrr en varir búinn að byggja yfir sig og fjölskylduna í Reykjavík, svo og starfsemina. Hann er meistari í húsa- og bíla- málun, en húsamálun hafði hann lært hjá Hauki Stefánssyni á Ak- ureyri og hjá honum hafði hann einnig stigið sín fyrstu skref á listabrautinni, eins og svo margir aðrir. Gunnar hafði litla þolinmæði til að teikna model, en þegar að málverkinu kom var hann í ess- Ragnar Lár skrifar inu sínu og fór þá gjarna hamför- um og er mér ekki grunlaust um að hann geri það enn. Ég þykist vita að Gunnar máli sínar bestu myndir undir innblæstri, (inspira- tion). Þá hlustar hann gjarna á góða tónlist og lætur gamminn geysa, enda mjög tónelskur og lagviss maður. Bestu myndir hans á sýningunni að Jaðri eru einmitt gerðar undir slíkum kringumstæðum. Gunnar Dúi varð fyrstur til að halda málverkasýningu að Jaðri á sl. vori. Þar var mikið af lé- legum myndum. í mörgum þeirra var hann að eltast við eftiröpun ýmiss konar og fórst það óhönd- uglega. Þegar Gunnar Dúi sýndi í Reykjavík í kringum 1970 sýndi hann safamikil og kröftug olíu- málverk en ég þekkti ekki þann Gunnar Dúa á vorsýningunni. Síðastliðið sumar hefur Gunnar greinilega komist í gamla og góða essið sitt og vona ég að hann haldi því striki. Gunnar hætti á sínum tíma í bílasprautuninni, enda var hann þá búinn að stórskemma heilsuna í eiturgufum verkstæðisins. Eftir spítalavist og stóráföll í einkalíf- inu tók hann sig til og settist í listaskóla á Spáni. Þar og í Hol- landi, Belgíu, Frakklandi og víð- ar dvaldi Gunnar við nám og málverk næsta áratuginn eða svo og sýnir þetta lífshlaup hans at- hyglisvert áræði. Nú er Gunnar Dúi sestur að í heimahögunum á Akureyri. Hann býr að Jaðri og þangað eru þeir velkomnir sem hafa áhuga á að skoða myndir hans, þó svo að ekki sé um opin- bera sýningu að ræða. Vonandi heldur Gunnar sínu striki og mál- ar af þeim frumleik sem honum er gefinn og lætur innblásturinn ráða, já og músíkina. R.Lár. Laufabmuð - Laufabmuð Erum farin að taka niður pantanir í okkar vinsæla iaufabrauð Brauðgerð KEA sími 21400. s___________________________________> Hagstofan: Vísitala bygg- ingarkostnaðar Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta nóvember 1985. Reyndist hún vera 247,29 stig, eða 3,89% hærri en í fyrri hluta október (des- ember 1982=100) Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (október 1975=100) er 3.664 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 40,3%. Hækkun vísi- tölunnar um 3,89% á einum mánuði frá október til nóvember 1985 svarar til 58,1% árshækkun- ar. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur vísitalan hækkáð um 9,4% og jafngildir sú hækkun 43,2% verð- bólgu á heilu ári. Af þessari 3,89% hækkun vísi- tölunnar stafa 2,1% af hækkun á töxtum útseldrar vinnu hinn 16. október sl., 0,8% af hækkun á verði steypu og 1,0% af hækkun ýmiss byggingarefnis, jafnt inn- flutts sem innlends efnis. Tekið skal fram, að við upp- gjör verðbóta á fjárskuldbinding- ar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnað- ar, gilda hinar lögformlegu vísi- tölur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember, og taka gildi fyrsta dag næsta mán- aðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreiknings- mánuði gilda hins vegar ekki nema sérstaklega sé kveðið á um það í samningum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.