Dagur - 28.11.1985, Page 1
68. árgangur Akureyri, fimmtudagur 28. nóvember 1985 152. tölubiað
1960*1985
Gullsmiðir
Sigtryggur
, &
Pétur
Akureyri
Kristnesspítali:
Neyöar-
áætlun
pakkað
saman
- Hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar ganga ekki út
í næsta mánuði
Hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar í Kristnesi munu að
öllum líkindum halda áfram
störfum sínum og hlíta úr-
skurði ríkislögmanns þar sem
hann kemst að þeirri niður-
stöðu að uppsagnirnar hafi
verið ólöglegar.
Að sögn Bjarna Arthurssonar,
framkvæmdastjóra Kristnes-
spítala, hefur því neyðaráætlun
um útskrift sjúklinga af spítalan-
um verið pakkað saman.
Viðræður eru nú hafnar milli
launadeildar fjármálaráðuneytis-
ins og Hjúkrunarfélagsins og
milli launadeildarinnar og Starfs-
mannafélags ríkisstofnana sem
fer með samningamál fyrir hönd
sjúkraliða.
Bjarni sagði að ekki færi hjá
því að vart yrði við áhuga hjá
sjúkraliðum og hjúkrunar-
fræðingum á að færa sig um set
og fá sér vinnu á Akureyri þar
sem þeir fengju 20% hærri laun
fyrir sömu störf. -yk.
„Við byrjuðum að safna fyrir viku,“ sögðu þessir guttar, sem ásamt félögum sínum í Þorpinu á Akureyri eru að efna í mikla áramótabrennu. Mynd: KGA
Veitukerfið lengdist um 23 km
- 80% íbúa í Mývatnssveit njóta nú hitaveitu
Kristnesspítali.
Nýlega lauk framkvæmdum
við stækkun veitukerfis hita-
veitu Skútustaðahrepps í Mý-
vatnssveit. Eftir stækkunina
njóta u.þ.b. 80% íbúanna yls-
ins frá hitaveitunni, sem hefur
verið starfrækt frá árinu 1971.
Við þessar framkvæmdir
lengdist veitukerfið verulega, eða
urn 23 kílómetra. Vatnið var leitt
norður um frá Reykjahlíð, á
svokallaða Grímsstaðabæi og svo
suður um vatnið til Skútustaða og
Álftagerðis.
Að sögn Arnaldar Bjarnasonar
sveitarstjóra í Skútustaðahreppi
var verktilhögun við þessar hita-
veituframkvæmdir mjög
skemmtileg. Notaðar voru lagnir
úr hitaþolnu plasti og þær settar í
einangrun og síðan var allt saman
að mestu plægt niður í kantinn á
þjóðveginum, þannig að af þessu
hlutust engin náttúruspjöll. Ef
Sameinast kaupfé-
lögin við Eyjafjörð?
- Sjá Iréttaskýrinqu á bls. 6-7
Einhvern næsfu daga koma
viðræðunefndir Kauplélags
Svalbarðseyrar og KEA sam-
an til fundar til að ræða um
hugsanlega sameiningu þess-
ara tveggja kaupfélaga.
Kaupfélag Svalbarðseyrar á í
miklum fjárhags- og rekstrar-
örðugleikum um þessar mundir
og ákvað fulltrúafundur félags-
ins fyrir skömmu að fara fram á
það við stjórn KEA að fram
færu viðræður um sameiningu
félaganna. Stjórn KEA sam-
þykkti beiðnina og hafa bæði fé-
lög valið menn til þessara við-
ræðna.
Þessi mál eru í Dagsljósinu í
dag á bls. 6-7.
eitthvað er var frekar um vega-
bætur að ræða.
Arnaldur Bjarnason sagði að
þetta efnisval gæfi aukna mögu-
leika á hitaveitu í strjálbýli.
Miklu auðveldara væri að vinna
með plastefnin en þau efni sem
notuð hafa verið til þessa, stál-
pípur og „astbef-einangrun. auk
þess sem plastefnin eru mun
ódýrari.
Efnið sem notað var er innlend
framleiðsla og verkið var unnið
af heimaverktökum, Sniðli h.f.
Framkvæmdir þessar kostuðu um
19 milljónir króna.
íbúar í Skútustaðahreppi eru
nú 590 að tölu. íbúum fækkaði
eftir að uppbyggingunni við
Kröflu var lokið og eins á um-
brotatímabilinu en síðustu ár
hefur íbúum fjölgað að nýju og
hafa þeir aldrei verið fleiri en nú.
Atnaldur lét þess getið í lokin
að aðalskipulag Reykjahlíðar
lægi nú fyrir en að því hefur verið
unnið á undanförnum árum.
- BB
Videólundur og Hljóðmyndir sf.:
Móttökudiskur
á leiðinni
Fyrirtækið Hljóðmyndir sf. á
Akureyri hefur að undanförnu
verið að byrgja sig upp af tækj-
um til töku og klippingar á
sjónvarpsefni. Náin samvinna
er milli Hljóðmynda og Vid-
eólundar sem fær skerm til
móttöku á sjónvarpsefni um
gervihnetti í dag eða á
morgun.
Steindór Steindórsson hjá
Hljóðmyndum sagði í samtali við
Dag að ætlunin væri að koma upp
fullkomnu upptökuveri fyrir
hvers kyns sjónvarpsefni og einn-
ig er meiningin að gefa almenn-
ingi kost á því að koma og leigja
sér tíma í verinu. Þannig gætu
menn fengið að koma og klippa
sjálfir myndir sem þeir hefðu
tekið.
Skermurinn verður notaður til
móttöku á erlendu skemmtiefni
sem síðan yrði sent út í kapal-
kerfi Videólundar. Auglýsingar
greiða kostnað af sjónvarpsefn-
inu sem sent er unt umræddan
gerfihnött og þarf Videólundur
ekki að greiða fyrir afnotarétt af
efninu. -yk.