Dagur - 28.11.1985, Side 3
28. nóvember 1985 - DAGUR - 3
Flugfélag Norðurlands:
„Reksturinn
gengur vel“
- segir Sigurður Aðalsteinsson
- Grænlandsverkefni 25% af veltunni
„Því er ekki að leyna að við
höfum sérstakan áhuga á verk-
efnum á Grænlandi og reynum
allt sem við getum til þess að
halda í okkar viðskipti þar og
helst að fá ný,“ sagði Sigurður
Aðalsteinsson framkvæmda-
stjóri Flugfélags Norðurlands í
spjalli við Dag í gær.
„Við höfum verið með verk-
efni á Grænlandi sl. 10 ár og þau
hafa beinlínis orðið til þess að
styrkja þetta félag. Ef þessi verk-
efni sem eru um 25% af okkar
veltu breytast verulega þá gæti
komið til breytinga á okkar hög-
um m.a. gæti það þýtt að við yrð-
um að fækka vélum eða finna
okkur verkefni annars staðar.“
Önnur Twin Otter vél Flugfé-
lags Norðurlands hefur nú verið
útbúin skíðum. Sigurður sagði
þó að í dag væru engin föst verk-
efni fyrir þá vél þannig útbúna.
„Að vísu erum við með samning
við olíufélagið ARCO sem er
með olíuleit í Jamesonlandi á
Grænlandi, og okkar vél hér út-
búin skíðum er varavél fyrir þá ef
þeir þurfa á henni að halda. Við
fáum greitt fyrir að hafa vélina til
taks svona útbúna ef á þarf að
halda, en það er ekki víst að við
fáum neitt verkefni þarna þótt
við vonum auðvitað að eitthvað
komi til.“
Sigurður sagði að rekstur FN
hefði gengið vel á þessu ári þótt
hann vildi ekki nefna neinar tölur
þar að lútandi. „Það hafa verið
mjög hagstæð skilyrði í þjóðfé-
laginu þetta ár, gengið hefur ver-
ið stöðugt en ef til vill á það eftir
að breytast þannig að við fáum
að greiða fyrir þetta góðæri.
Viðskiptin hafa verið góð og
flugið hefur gengið áfallalaust. Ef
maður kann að sníða sér stakk
eftir vexti hlýtur að ganga vel
þegar svona vel árar. Þetta verð-.
ur því gott ár hjá okkur og hagur
félagsins fer batnandi. Sem betur
fer hefur þetta oftast nær verið
yfir núllinu hjá okkur þótt árið
1983 hafi verið töluvert tap á
rekstrinum," sagði Sigurður
Aðalsteinsson. gk-.
Twin Otter vél FN sem hefur verið útbúin skíðum var í æfingaflugi í gær og á myndinni sést er verið var að lenda
henni á Akurevrarvelli. Mynd: KGA
Glerárkirkja:
Fokheld
fyrir jól
„Það hefur gengið mjög vel og
við stefnum ennþá að því að
gera fokhelt fyrir jólin,“ sagði
Ingi Þór Jóhannesson formað-
ur byggingarncfndar Glerár-
kirkju er við ræddum við hann
um kirkjubygginguna í gær.
„Við erum búnir að gera fok-
heldar báðar álmurnar, þökin eru
komin á þær, og þessa dagana
erum við að fá límtrésbita í stóra
þakið á kirkjuna sjálfa. Upp-
steypu við kirkjuskipið er að
ljúka þessa dagana þannig að ég
reikna með að ef vel viðrar takist
okkur að gera kirkjuskipið fok-
helt fyrir jólin. Þetta hefur geng-
ið mjög vel og betur en við þorð-
um nokkurn tíma að vona,“ sagði
Ingi Þór.
Hann upplýsti einnig að næst
yrði farið í að innrétta efri hæð
suðurálmunnar þar sem yrði um
200 manna salur og er stefnt á að
þar verði hægt að hefja starfsemi
strax næsta haust. „Ég vænti þess
að við getum byrjað á þessu eftir
áramótin.“
Ingi Þór sagðist ekki hafa tölur
handbærar um kostnað en bygg-
ing kirkjunnar hefur verið fjár-
mögnuð með 500 þúsund króna
framlagi frá Akureyrarbæ, sókn-
argjöldum, lánsfé, ýmiss konar
fjáröflun og þeim sjóði er til var
þegar hafist var handa um bygg-
inguna. gk-.
Glcrárkirkja í byggingu. Myndin er tekin í gær og á henni sést að kirkjan er
orðin hin myndarlegasta bygging. Mynd: KGA
pegar ne i
er hjálpin
og venjulegt þvottaefni ráöa ekki
viö. - Þá kemur DIDISEVEN aö
góðum notum. Didiseven fjar-
lægir alla mögulega og ómögu-
lega bletti á svipstundu. - Haföu
Didi viö hendina, þá ertu við öllu
búinn.
Stundum má ekkert út af bera.
Þú ert í þínu fínasta pússi, og
mikiö stendur til. En slysin gera
ekki boö á undan sér. Þú getur
alltaf átt þaö á hættu að fá Ijótan
blett á fötin þín. Blett sem vatn
sjón er sögu ríkarí
Didi kynning i Hagkaupum Akureyri
föstud. 29.11. og laugard. 30.11.