Dagur - 28.11.1985, Síða 4

Dagur - 28.11.1985, Síða 4
4 - DAGUR - 28. nóvember 1985 Læríð að syngja og verðið rík!!! Sfe Linda Evans sem fræg er fyrir hlutverk Krystle í Doll- ars er komin í söngnám. Til þess hefur hún margar góð- ar ástæður. Hótel í Atlantic City hefur boðið frægðardís- inni vikulaun (já, takið eftir vikulaun) upp á 350 þúsund dollara (litlar 14 milljónir ís- lenskar) fyrir að koma fram sem söngkona í næturklúbbi hótelsins. I fyrstunni afþakkaði Linda, því hún taldi sig ekki syngja nógu vel. En nú eru nokkrar léttar söngæfingar á góðri leið með að gera hana klára í slaginn. Enda til nokkurs að vinna. Nú er það alvara! Það sem menn geta velt sér upp úr skilnaðar- málum og þá sérstaklega hjá þeim J.R. og Sú- ellen.' Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimild- um skilja þau loksins fyrir alvöru í næstu þáttaröð af Dallas. Það hefur einhvern veginn lekið út frá Southfork að Súellen muni ekki láta sér nægja að skilja við J.R. heldur muni hún kasta sér í fangið á Cliff! Og nokkuð áreiðanlegar heimildir herma að það endi með brúðkaupi hjá þeim. Þetta er þó ekki það eina sem yfir J.R. ræfil- inn dynur. Pamela gerir honum lífið leitt með aðstoð Mark Graison sem allir héldu að hefði látist í flugslysi (hefur slíkt ekki komið fyrir einhvern tíma í Dallas áður?) en snýr nú aftur til lífsins og tekur til við að ergja J.R. Ray og Donna Krebbs verða einnig illa úti. Loksins þegar hún ætlar að fara að eignast börn og fjölga í fjölskyldunni kemur brjálað naut og stangar hana. Auðvitað missir hún fóstrið. Það er greinilegt að milljarðarnir hjálpa lítið, þó vel séu ávaxtaðir, þegar óhöppin liggja alls staðar í leyni!!! Komdu eins og þú ert klæddur Hverjir kannast við hann þennan í fyrstu atrennu . . . í grímubúningi mætt’ann og gerði lukku. Flestir þekkja hann sem alvar- lega þenkjandi vandvirkan leikara. John Hurt heitir hann og er m.a. þekktur fyrir frábæran leik sem „fíla- maðurinn" í samnefndri kvikmynd. Ðananarog hunang = fallegt hár Muna ekki allir eftir fallega hár- inu á pabbanum í Húsinu á slcttunni? Hárgreiðslumeistar- inn hans hefur nú látið uppi leyndarmálið á bak við þetta fallega hár. Hárið á Karli/Mich- ael Landon er þvegið upp úr blöndu af stöppuðum banön- um, melónum, hunangi og jarð- arberjum, þannig að helmingur- inn er settur í hárið en hinn helminginn snæðir Karl á með- an þvotturinn stendur yfir!!! Enn um Dallas Skyldi ennþá vera einhver hér í bænum eða yfirleitt á meðal les- enda Dags sem nennir að horfa á Dallas? Fyrir þá sem hættir eru að horfa en voru hrifnir af Miss Ellie eru hér smáfréttir. Eins og margir vita átti Barbara sú sem leikur Miss Ellie við veikindi að stríða og lá' ið að hún yrði að hætta fyrir fullt og allt í Dallas. En sem betur fer fyrir alla hennar aðdáendur kom hún aftur, en þá kom babb í bátinn. Framleiðendur þáttanna vildu að Miss Ellie yrði látin verða veik og vera það nokkra þætti, og átti hún að dvelja þá þætti á sjúkrahúsi. Barböru Bel Geddes þótti alveg nóg að hafa átt við persónuleg veik- indi að stríða þó hún ætti ekki að látast vera veik í ofanálag, svo hún sagði nei takk!!! Betur að allir gætu neitað með jafn góðum árangri þegar sjúkdómar knýja dyra! # Grátur og hlátur Það er óhætt að segja að nú þegar úrslit liggja fyrir, skiptast þátttakendur í tvo hópa; þa sem gráta og þá sem hlæja og fagna sigri. Dæmi um hina fyrr- nefdnu er Sigurjón Fjeld- sted sem hefur verið borgarfuiltrúi Sjálfstæðis- fiokksins. Hann fékk „reisupassann" og kemst ekki inn eftir kosningarn- ar í vor. Sigurjón sagðist líta á þetta sem vantraust við sig og önnur líkleg skýring á „útreiðinni" væri sú að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsinga- samkeppninni fyrir próf- kjörið. Það gerðu hins vegar þeir Ární Sigfússon og Júlíus Hafstein, sér- staklega sá sfðarnefndl sem sennllega hefur eytt um hálfri milljón til að komast í baráttusætið. Árni vill hins vegar fá það sæti í stað „öruggs“ sæt- is sem honum var úthiut- að, hvers vegna er hulin aðferðir Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum að sjálf- stæðismenn í Reykjavík héldu prófkjör fyrir stuttu til þess að raða borgar- fulltrúakandidötum niður á framboðslista flokksins fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar. Eins og alltaf við slfk tækifæri voru margir um hituna en stólarnir fáir. Það sem vakti athygli margra var aðferðin sem flestir frambjóðendur not- uðu til þess að koma ágæti eigin persónu á framfæri við þá sem rétt áttu á þátttöku í prófkjör- inu. • Prófkjör og peningar Síðustu dagana fyrir próf- kjör birtust margar og stórar auglýsingar frá stuðningsmönnum fram- bjóðenda í dagblöðum, aðailega ( Mogga en eínn- ig i DV. Stuðningsmenn skrifuðu greinar í blöð í þeim tiigangí einum að upplýsa almúgann um ágæti sins manns og svo einkennilega vildi til að frambjóðendur sáu sig allt í einu knúna til að skrifa hjartnæma um hvað bæri að áherslu á við stjórnun Reykjavíkurborgar á kom- andi árum. Talið er að auglýsinga- kostnaður frambjóðend- anna nemi nokkrum millj- ónum og málið snerist skyndilega um það hver auglýsti mest og best en störf viðkomandí að borg- armáiefnum varð auka- atriði. á Ijósvakanum. Sögusteinn Þáttur Haraldar Inga Haraldssonar, Sögu- steinn, er á dagskrá hljóðvarps í fyrramálið kl. 10.40. I þessum þætti verða lesin tvö sögubrot um ólíkar söguhetjur. Þær eiga það þó sam- eiginlegt að vera útlendingar þar sem sagan gerist. Höfundar beggja þessara sögubrota færa líkur að því að söguhetjurnar hafi verið myrtar á eitri. Önnur sagan gerist á 18. öld á íslandi. Tvær erlendar konur berjast um ástir Fuhr- mans amtmanns á Bessastöðum. Hin sagan gerist á Sturlungaöld, þegar Þórður kakali er í farbanni við hirð Hákonar Noregskonungs. ——— ú tvarp M FIMMTUDAGUR 28. nóvember 11.10 Úr atvinnulííinu - Vinnustaðir og verkafólk. Umsjón: Tryggvi Þór Aðal- steinsson. 11.30 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá * Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðuríregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Neytendamál. Umsjón: Sigurður Sigurð- arson. 14.00 Miðdegissagan: „Sög- ur úr lífi mínu“ eftir Sven B.F. Jansson. Þorleifur Hauksson les eig- in þýðingu (4). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Spjallað við Snæfell- inga. Eðvarð Ingólfsson ræðir við Bæring Cecilsson. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fugl- inn sá.“ Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.55 „Ég byrjaði átta ára í fiski." Inga Huld Hákonardóttir ræðir við Sesselju Einars- dóttur, aldraða konu frá ísafirði sem býr nú í Kaup- mannahöfn. (Áður útvarp- að 23. f.m.) 20.30 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói - Fyrri hluti. 21.20 „Þangað vil ég fljúga.“ Símon Jón Jóhannsson tekur saman þátt um ljóð- skáldið Ingibjörgu Har- aldsdóttur. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsíns. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Fimmtudagsumræðan - Stefnan í peninga- og vaxtamálum. Stjómandi: Árni Gunnars- son. 23.25 Kammertónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 29. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund bam- anna: „Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Sigurlaug M. Jónsdóttir byrjar lestur þýðingar Torfeyjar Steinsdóttur. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Har- aldsson. (Frá Akureyri). I rás 21 FIMMTUDAGUR 28. nóvember 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómendur: Kristján Sig- urjónsson og Ásgeir Tóm- asson. Hlé. 14.00-15.00 í fullu fjöri. Stjómandi: Margrét Blöndal. 15.00-16.00 í gegnum tíð- ina. Stjómandi: Jón Ólafsson. 16.00-17.00 Bylgjur. Stjómandi: Árni Daníel Júlíusson. 17.00-18.00 Einu sinni áður var. Vinsæl lög frá rokktímabil- inu, 1955-1962. Stjómandi: Bertram Möller. 3ja min. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. Hlé. 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. Tíu vinsælustu lögin leik- in. Stjómandi: Páll Þorsteins- son. 21.00-22.00 Gestagangur. Stjómandi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 22.00-23.00 Rökkurtónar. Stjómandi: Svavar Gests. 23.00-00.00 Poppgátan. Spurningaþáttur um tón- list. Stjómendur: Jónatan Garðarsson og Gunnlaug- ur Sigfússon. 17.00-18.00 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.