Dagur - 28.11.1985, Síða 5
28. nóvember 1985 - DAGUR - 5
—myndbönd—
Bustin’
Loose
Þetta er fjölskyldumynd með hin-
um stórgóðu leikurum Richard
Pryor og Cicely Tyson. Hún leik-
ur skólastjóra í skóla fyrir vand-
ræðabörn sem er lokað. Ákveður
að taka börnin út í sveit. Þarf til
þess bílstjóra sem getur gert við
skrjóðinn sem notast á við í
ferðalaginu. Sá sem verður fyrir
valinu er smáglæpamaður sem
nýlega hefur verið dæmdur og er
á skilorði. Barnahópurinn er
hinn furðulegasti samsöfnuður og
margt gerist áður en yfir lýkur.
Ágætis afþreying fyrir fjölskyld-
una. HS
Einkunnagjöf: ***
No Small
Affair
Engin smá-ást segir frá 16 ára
táningi með ljósmyndadellu. Fyr-
ir hálfgerð mistök lendir fögur
kona inn á myndfleti ljósmynda-
vélar hans og þegar hann stækkar
myndina verður hann yfir sig
hrifinn. Konan er töluvert eldri
og upprennandi poppstjarna.
Hún hefur lítinn áhuga á
stráknum, en honum tekst að
vekja athygli hennar - notar væg-
ast sagt nokkuð tvíeggja aðferð-
ir. Myndin er fyndin og skemmti-
leg, en jafnframt nærfærin. Jon
Cryer sem leikur strákinn gerir
það frábærlega og leikur Demi
Moore söngkonunnar er einnig
mjög góður. Skemmtileg lög eru
í myndinni og ekki sakar að geta
að þau njóta sín vel í Hi-Fi
Stereo. - HS
Einkunnagjöf: ***V2
Djass í Mánasal
Sjallans í kvöld
Björn Thoroddsen og félagar ræður ríkjum í Mánasalnum. í
leika djass í Mánasal Sjallans í lokin má búast við einni allsherj-
kvöld kl. 21.00. Þar mun Björn ar djassveislu og eru djassarar
m.a. kynna nýútkomna hljóm- hvattir til að mæta - já og jafnvel
plötu sína, en víst er að sveiflan taka með sér hljóðfærin.
Hvað er „Högni“
að meina?
- Athugasemd Kára Elísonar við skrif „Högna“
Kárí Elíson hafði samband við
blaðið og vildi gera athugasemd
við grein „Högna“ í síðustu viku.
Þar segir „Högni“, að „Kári, sá
sterki maður, hafi ekki haft er-
indi sem erfiði á heimsmeistara-
mótinu í kröftum". Kári Elíson
sagðist ekki átta sig fyllilega á
því, hvað „Högni“ væri að fara.
„Ég varð að vísu ekki heims-
meistari, en ég náði í silfrið,
þannig að m er finnst ég hafa haft
erindi sem erfiði,“ sagði Kári.
Jafnframt taldi Kári gæta lítils-
virðingar í skrifum „Högna“ í
garð lyftingamanna. „Þess vegna
langar mig að biðja „Högna“ að
gera nánari grein fyrir því hvað
hann er að meina,“ sagði Kári.
Haga-innréttingar
seldar hjá Skapta
- Sýning á innréttingunum um helgina
Fyrirtækið Skapti hf. Furuvöllum
13, hefur nú tekið í umboðssölu
Haga-innréttingar frá Bygginga-
félaginu Brúnás hf. á Egilsstöð-
um. Innréttingar þessar eru þær
sömu og Hagi hf. framleiddi, þ.e.
eldhúsinnréttingar, baðinnrétt-
ingar, fataskápar og þvottahús-
innréttingar.
Þeir hjá Skapta hf., munu að
sjáifsögðu halda uppi góðri þjón-
ustu, ábyrgjast stuttan afgreiðslu-
tíma og selja á sama verði og frá
framleiðanda.
Nú um helgina verða innrétt-
ingarnar kynntar og gefst þá Ak-
ureyringum kostur á að líta þær
augum og kynna sér verð í húsa-
kynnum Skapta hf. að Furuvöll-
um 13.
The Bawdy Ad-
ventures of
Tom Jones
Dónalegu ævintýrin hans Tom
Jones er ærslaleikur um ungan
mann sem nýtur mikillar kven-
hylli, enda liggja þær flatar fyrir
honum nánast hvar sem til hans
sést. Sagan gerist á Englandi á
átjándu öld og kvenmenn þess
tíma virðast samkvæmt þessari
mynd hafa haft mjög ákveðnar
skoðanir á því til hvers þær væru
nýtar. Þetta er bráðfyndin mynd
og tæpast hægt að segja að hún
sé klúr, þótt hún snúist um
bólfarir að mestum hluta. Falleg-
ar konur koma við sögu, jafnvel
Dynasty-dísin Joan Collins.
- HS
Einkunnagjöf: ***
Body
Double
Þessi mynd vekur manni nokkra
eftirvæntingu vegna þess hver
hefur gert hana. Sá er Brian de
Palma sem gert hefur margar
ágætar spennumyndir, m.a.
Dressed to Kill, Scarface og
Carrie. De Palma er framleið-
andi, leikstjóri, höfundur sögu og
kvikmyndahandrits. Það voru
Einkunnastigi:
★★★★★ Frábær
★★★★ Mjög góð
★★★ Góð
★★ Sæmileg
★ Afleit
Myndirnar eru fengnar
að láni hjá Myndbandaleigu
kvikmyndahúsanna
í Glerárgötu.
engin vonbrigði að horfa á þessa
mynd. Hún byrjar fremur hægt
en í henni er stígandi sem endar
með mikilli spennu og hápunkti.
í myndinni er ógeðslegt atriði
sem hvorki börn né þeir sem við-
kvæmir eru ættu að sjá.
Myndin fjallar um ungan at-
vinnulausan leikara. Hann fær til
afnota íbúð og kemst strax að
því að handan götunnar getur
hann með sterkum kíki séð nekt-
ardans gullfallegrar konu sem þar
býr. Hann er haldinn innilokun-
arkennd sem kemur nokkuð við
sögu. Hann verður vitni að morði
í íbúðinni handan við - leitar
morðingjans og kynnist heimi
spillingar og kláms. Þetta er mjög
vel gerð mynd. HS
Einkunnagjöf: ****+
Föstudagur 29. nóvember:
Husið opnað kl. 20.00.
15 verslanir á Akureyri halda
stórglaesilega sýningu á vörum
þeim er þær bjóða upp á
nú fyrir þessi jól.
Sýningin hefst kl. 23.00.
Sýningarfólklft er fró Módeisamtökunum
og héSan úr bænum. Pa5 hefur œft úndir stjórn
Unnar Arngrimsdóttur
og Alice Jóhannsdóttur.
Kynnir:
Inga Hronn
frá Módelsamtökunum.
SuitnuhliA 12
Síml 2R7§?. '
MiiiHari
perfect
PARIÐ
iBrtkkugotu 3 - Slmi 24989
||errobodio
Kápusalan
Hljómsveltin
MatseðUU
Rjómaloguft spergilsupa.
Sinnepsgljaftursvioavö^yi:
v m. Robertssosu, y
gufvsoftnu Qraenmeti
feraku salatl.
og <ÖisKötak. lejka fyrlr
dansl tll kl. 03.00.
ís meft perum og
súkkulaftisósu.
Verft kr. 650,-
Skotfélag Eyjafjarðar og Sjallinn
efna til villibráðarkvölds
laugardaginn 30. nóvember,
Borðhald hefst kí. 20.00.
Húsið opnað kl. 19.00. /Á
Skemmtiatriðl:
Besta vaxtarrœktarfólk
á landinu í dag: .
Siguröur Gestsson og
Hrafnhildur Vaibjórnsdóttir.
Þau eru einmitt nykomin helm
frá Norðurlandamótinú í Finniandi
þar sem þau svo sannartega
slógu i gegn.
Hvaö gerist að loknu boröhaldi
í Sjallanum?
Htjómsveitin
Veislustjóri hinn víðfrægi
•V Óttar Einarsson.
Matreiðslumeistarar Sjallans
töfra fram frábæra villibráðarrétti úr
rjúpum, gæsum, öndum, svartfuglum,
hreindýri, heiðarlambi, laxi, sjóbirtingi
og fjölda annarra smárétta.
Borðapantanir i síma 22970
milli kl. 14 og 20 alia daga.
leikur fyrir dansi.
Sporthúyd