Dagur - 28.11.1985, Page 6

Dagur - 28.11.1985, Page 6
6 - DAGUR - 28. nóvember 1985 / dagsljósinu. Fréttaskýring á fimmtudegi: Yngvi Kjartansson Kaupfélag Svalbarðseyrar verður hugsanlega sameinað Kaupfélagi Eyfirðinga áður en langt um líður. Ástæðan er sú að Kaupfélag Svalbarðseyrar er komið í slík rekstrarvandræði að stjórnendur þess sjá sér ekki fært að rétta úr kútnum án aðstoðar. Því vilja þeir láta reyna á það hvort ekki sé unnt að sameina kaupfélögin og freista þess með þeim hætti að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins. En hvernig stendur á því að Kaupfélag Svalbarðseyrar er svo illa statt? Er þar fyrst og fremst um aö kenna breyttri vaxtapólitík sem hefur í för með sér gífurlega aukn- ingu fjármagnskostnaðar, eins og stjórnendurfélagsins halda fram? Hefur ekki verið haldið nógu vel utan um rekstur félagsins? Hafa ýmsir aðilar komist upp með að safna upp háum skuldum við fé- lagiö sem rýrir aftur greiðslugetu þess? sem er önnur skýring sem heyrst hefur og hafa stjórnendur félagsins reyndar að nokkru leyti tekið undir hana. Hefur félagið sökkt sér í óraunhæfar fjárfesting- ar í þeirri von að þær skiluðu arði án þess að nokkur trygging fyrir því væri fyrir hendi? Allar þessar spurningar og e.t.v. fleiri hefur borið á góma í viðræð- um Dags við aðila sem tengjast Kaupfélagi Svalbarðseyrar eða sameiningu þess við KEA á ein- hvern hátt. Hér á eftir verður reynt að varpa Dagsljósi á þessi mál og svara einhverjum af ofangreind- um spurningum. Svörin eru langt frá því að vera tæmandi og vekja sjálfsagt fleiri spurningar en þau svara. Tveggja milljóna króna tap á mánuði Á fulltrúafundi Kaupfélags Sval- barðseyrar sem haldinn var í síð- asta mánuði var samþykkt að leita eftir viðræðum við KEA um hugsanlega sameiningu þessara tveggja félaga. Pá lágu fyrir niðurstöður úr úttekt sem Björn Ingimarsson, starfsmaður SÍS hafði gert á rekstri félagsins fyrstu 7 mánuði þessa árs og fjár- hagsstöðu þess í lok tímabilsins. Þar kom fram að skuldir Kaupfé- Kaupfélag Svalbarðseyrar að líða undir lok? Tveggja milljóna tap á mánuði - fyrstu sjö mánuði þessa árs - Sambandið og Samvinnubankinn leggja hald á afurðir lags Svalbarðseyrar námu 278 milljónum króna en eignir um- fram skuldir voru taldar vera 11 milljónir króna. Það þýðir að skuldir félagsins námu 96,2% af eignum. Með öðrum orðum var eiginfjárstaða fyrirtækisins já- kvæð um 3,8%. Fyrstu sjö mánuði ársins tapaði félagið að meðaltali 2 milljónum króna á mánuði og var því ljóst að ekki hefði þurft að líða langur tími þar til eignir félagsins dygðu ekki fyrir skuldunum. MikiU fjármagnskostnaður Það virðist vera samdóma álit þeirra sem til þekkja að megin- vandi Kaupfélags Svalbarðseyrar eigi rætur sínar að rekja til of mikilla fjárfestinga sem rekstur- inn stendur ekki undir að greiða niður. Mikið af skuldum félagsins er í vanskilum og það hækkar enn fjármagnskostnaðinn. Mest hvílir á kartöfluverk- smiðjunni sem byggð var á óheppilegum tíma miðað við þróun lánskjara síðustu ár. Hefur félagið laðað til sín óskilvísa menn? En það er fleira en mikill fjár- magnskostnaður sem háir Kaup- félagi Svalbarðseyrar. Kaupfé- lagsstjóranum og þeim stjórnar- mönnum sem Dagur hafði sam- band við bar saman um að stór þáttur í vandanum væru skuldir viðskiptamanna við félagið. Ýmsum félagsmönnum hefur þótt kaupfélagið hleypa mönnum allt of langt í skuldum og voru það fyrst og fremst sauðfjár- bændur í Fnjóskadal sem lögðu hart að Karli Gunnlaugssyni kaupfélagsstjóra á fulltrúafundi í ágúst að hann segði upp vegna þessa, sem hann og gerði. Einn stjórnarmanna sagði í samtali við Dag að vel mætti orða það svo að kaupfélagið hefði lað- að að sér óskilvísa menn, að hugsast gæti að ákveðnir ein- staklingar hefðu flutt viðskipti sín til Kaupfélags Svalbarðseyrar af því að þar kæmust þeir upp með að skulda meira en annars staðar. Ef af sameiningu verður þarf Kaupfélag Svalbarðseyrar fyrst að fá þessa menn sem eru í van- skilum við félagið til að greiða sínar skuldir og kann svo að fara að sumir þeirra eigi ekki fyrir skuldunum. Að sögn Tryggva Stefánssonar stjórnarformanns getur vel farið svo að gengið ^ verði hart að þessum mönnum og Dyr utibus Samvmnubankans a Svalbarðseyri. Samvinnubankinn mun vera kann vej fara syo a^ ejn stærsti lánadrottinn Kaupfélags Svalbarðseyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.