Dagur - 28.11.1985, Page 10
10 - DÁGUR -
28. nóvember 1985
málefni aldraðra.
Hús aldraðra:
í Húsi aldraðra fer fram mikil
starfsemi. Þar er opið alla
virka daga vikunnar og boðið
er upp á fjöhnargt, föndur,
keramikvinnu, sauma, spila-
daga auk hárgreiðslu og fót-
snyrtingar. Við brugðum
okkur í Hús aldraðra síðdegis
dag einn í vikunni og hittum
að máli Helgu Frímannsdótt-
ur en hún hefur umsjón með
húsinu og starfseminni.
„Hingað kemur fjöldi fólks
og það virðast allir hafa af því
ánægju að vera hér. Það er
sama fólkið sem kemur aftur og
aftur,“ sagði Helga.
Á þriðjudögum og föstudög-
um er opið frá kl. 14-18 og er
þá boðið upp á ýmiss konar
handavinnu. Er okkur Dags-
menn bar að garði var mikið um
að vera því eigendur Keramik-
stofunnar voru á svæðinu og
voru margir að búa til fallega
muni úr keramiki. Það var
greinilegt að jólin nálgast,
margir voru að búa til lítil jóla-
tré úr keramiki og setja má inn
í þau ljós sem veita birtu og yl.
Þá voru nokkrir að búa til
körfur og föt út íspinnaspýtum
og sagði Helga það mjög vinsælt
að vinna með spýturnar. Hún
sagði að líklega væri fólkið búið
að gera ýmiss konar hluti úr um
60 þúsund spýtum það sem af er
þessu ári og á því síðasta.
Meirihluti fólksins þetta síð-
degi var konur, nokkrir karl-
menn voru þó mættir. Flestir
spiluðu.
„Jú, kvenfólk er hér í meiri-
hluta á föndurdögunum," sagði
Helga og sagði ástæðu þess að
líkindum þá að konur væru
fleiri, þær væru oft hressari og
að handavinnan höfðaði ekki
eins til karla og kvenna.
„Karlmenn hafa dálítið verið
í bókbandi, en það er á stefnu-
skránni hjá okkur að koma upp
smíðaaðstöðu hér svo karlar
geti meira verið með.“
Á miðvikudögum er spilað í
Húsi aldraðra og sagði Helga að
þá kæmu að jafnaði um 70-80
manns að spila. En í föndrið
koma um 50 manns.
Á mánudögum og fimmtu-
dögum er öldruðum boðið upp
á leikfimi sem þær Bryndís Þor-
valdsdóttir og Ásta Guðvarðar-
dóttir sjá um. Fjölmargir aldr-
aðir stunda leikfimi sér til
heilsubótar.
Fólkið kemur aftur og aftur, svo því hlýtur að líka vel. Myndir: - KGA.
Margrét Þ.
Þórsdóttir
skrifar
Einu sinni í viku er öldruðum
boðið að koma í hárgreiðslu og
fyrir jólin verða dagarnir tveir
sem hægt er að fá hárgreiðslu.
Um hárgreiðsluna sér Björg
Finnbogadóttir. Fótsnyrtingar
sem Bente Ásgeirsson sér um
eru á miðvikudögum. Fyrir hár-
greiðslu og fótsnyrtingar eru
sérherbergi útbúin til þessara
hluta.
Einn laugardag í mánuði er
dansleikur sem er yfirleitt mjög
vel sóttur og mikið fjör.
Fyrirhugað er að bjóða upp
á fjölbreyttari námskeið á næst-
unni, má þar nefna að Ragn-
heiður Valgarðsdóttir verður
með námskeið í postulínsmálun
eftir áramótin.
Á þeim dögum sem föndrað
er les Helga framhaldssögu.|
Núna er hún að lesa „Frúin á
Mellyn“ sem er ástarsaga með
sakamálaívafi. í Húsi aldraðra
er boðið upp á kaffi og kökur og
skiptist fólkið á að vinna í eld-
húsinu.
Verkalýðsfélögin á Akureyri
gáfu Félagið aldraðra húsið 11.
Helga Frímannsdóttir hefur umsjón með
Húsi aldraðra.
Sigríður sagðist eiga heima
stutt frá þannig að hún hefur
hugsað um blómin í húsinu.
„Hér hef ég átt dásamlegar
stundir, fólkið sem hér er er
gott og ég er þakklát fyrir þetta
allt saman.“
mars 1983 en með þeirri höfð-
inglegu gjöf varð bylting í fé-
lagsmálum aldraðra á Akureyri.
„Það starf sem hér er unnið
er öldruðum geysilega mikils
virði. Mikið af því fólki sem
hingað sækir býr eitt þannig að
með því að koma hingað og
hitta fólk sinnir það að ein-
hverju leyti sínum félagslegu
þörfum,“ sagði Helga F.rí-
mannsdóttir.
Sigríður P. Sigurðardóttir sagð-
ist hafa sótt Hús aldraðra frá
upphafi.
„Ég er mest að sauma og
hekla, einnig hef ég búið til
ýmsa muni úr keramiki og þá
spila ég líka dálítið. Svo fer ég
auðvitað og dansa,“ sagði Sig-
ríður, en hún varð áttræð í
sumar.
„Það er ákaflega gaman að
koma hingað, alveg stórkostlegt
að hafa þetta hús. Ég hef verið
ekkja í 18 ár og það er gott að
geta komið hingað og hitt fólk
sem maður þekkir."
Guðrún og Margrét sátu og
bjuggu til muni úr íspinnaspýt-
um.
„Þetta er dásamlegur staður.
Þetta er okkar athvarf. Þegar
fólk er hætt að vera úti á vinnu-
markaðinum er gott að koma
hingað og hitta fólk. Þetta er
ómetanlegur staður fyrir okkur
eldra fólkið. Hér angrar maður
engan og hér er maður alltaf
veikominn,“ sögðu þær stöllur
önnum kafnar.
Fjórir karlmenn sátu við borð
og spiluðu bridds. Fjögur
hjörtu. Og allir einbeittir.
Þeir sögðust ekki vera mikið í
handavinnunni. „Er svoddan
klaufi,“ sagði einn og hinir
hlógu. Einn hafði þó verið í
bókbandi í fyrravetur og líkaði
vel.
Þeir sögðust frekast koma
þegar spilað væri, en kíktu
gjarnan inn hina dagana, því
hægt væri að fá ódýrt og gott
kaffi á staðnum. Og félags-
skapurinn væri líka góður og
gott að hafa stað til að hittast á.
Er öldruðum
geysimikils virði
- segir Helga Frímannsdóttir sem umsjón hefur
með starfsemi hússins
WpiU ðlUIIIIUI íbridge-tvímenningi-
verður helgina 7. og 8. desember á Hótel Húsavík og hefst kl. 13.00 á laugardag
Spilað verður eftir Mitchel-fyrirkomulagi og um gullstig. - Gisting og matur verður á hagstæðu verði.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Bridgesamband Islands
Mestu verðlaun í t tridgemóti hérlendis
i Stórglæsilegir ferðavinningar verða í verðlaun. 1. verðlaun • Ferð til Amsterdam fyrir 2. 2. verðlaun • Peningar. Auk þess er keppt um heildarverð- laun að verðmæti 350.000. Þátttakendum er bent á að láta skrá sig hjá stjórn Bridgefélags Akureyrar, stjórn Bridgefélags Húsavíkur eða hjá Ölafi Lárussyni hjá B.í í síma 91-18350.
Þeir sem aka hægar en að-
stæöur gefa tilefni til þurfa að
aðgæta sérstaklega að hleypa
þeim framúr er hraðar aka. Of
hraður akstur er hins vegar
hættulegur og streitu-
valdandi.
iJUMFERÐAR