Dagur - 28.11.1985, Page 16

Dagur - 28.11.1985, Page 16
D&CKJE Akureyri, fímmtudagur 28. nóvember 1985 ar - Kuuainaar - Knuuinaar - AKUREYRI Skipagötu 12 ■ Sími 21464 Kjúkímgar eru gceðafceða í gær var opnaöur nýr gæsluvöllur á Akureyri, sá áttundi sem á að halda opnum allt árið. Völlurinn er austast á Eiðsvelli. Völlurinn verður opinn kl. 13.00 til 16.00 virka daga. Krakkarnir í hverfinu voru orðnir óþreyjufullir að komast á nýja völlinn og stilltu sér hinir ánægðustu upp með gæslukonunum þcgar Ijósmyndara Dags bar þar að í gær. Mynd: KGA Hefur heiðagæsinni fjölgað stórlega? - Harðnandi „Ég er nú ekki mjög gamall maður, en frá því aö ég fór aö fara í göngur um 1960, hef ég ekki séð jafn mikið af gæs og eins nauðbitið land eftir hana og í sumar,“ sagði Björn Yngvason bóndi á Skútustöð- um í Mývatnssveit í samtali við Dag. I ár var fallþungi dilka af af- rétti Bárðdælinga og Mývatns- Geysi- harður árekstur Geysiharöur árekstur tveggja japanskra fólksbifreiða varð í hádeginu í gær á mótum Þing- vallastrætis og Dalsgerðis. Annarri bifreiðinni var ekið vestur Þingvallastræti en hinni suður Dalsgerði. Á gatnamótun- um skullu bifreiðarnar saman og er talið að ísing hafi valdið því að bifreiðin sem kom suður Dals- gerði hafi ekki náð að stöðva í tæka tíð. Bifreiðarnar voru báðar mjög mikið skemmdar og voru fluttar í burtu meö kranabifreið. Hins vegar sluppu allir sem í þeim voru án meiðsla og verður það að teljast mildi eins harður og áreksturinn var. gk.- samkeppni um stráin á afréttum sveitarbænda mun minni en í fyrra og vilja sumir kenna aukn- um ágangi heiðagæsar á beiti- löndum, ásamt rysjóttri tíð. Björn benti á að þegar spretta væri lítil eins og í sumar ykist álagið á grösunum og þess vegna hefði verið meira áberandi en ella hversu landið var nauðbitið. „Ég veit að á smábletti hér rétt sunnan við sveitina skiptu gæsa- hreiðrin hundruðum í vor og út frá því gæti ég giskað á að fugl- arnir hafi skipt nokkrum þúsund- um á öllu svæðinu í sumar,“ sagði Björn. Ævar Pedersen hjá Náttúru- fræðistofnun sagði að það væri ákaflega misjafnt á milli ára hversu mikið kæmist upp af ung- um en ekki ættu að vera stórar sveiflur frá ári til árs hvað varð- aði fjölda fullorðinna fugla. Ævar sagði að heiðagæsinni hefði fjölgað hér á landi á síðustu tveim áratugum en engar ákveðnar tölur væru fyrirliggj- andi til þess að spá út frá. „Þetta svæði hefur ekki talist til stórkostlegra gæsabyggða hingað til og ég gæti giskað á að á þessu svæði væru 250-300 pör fullorðinna fugla í eðlilegu ári. Ég dreg það því stórlega í efa að gæsin sé völd af miklum sveiflum á fallþunga dilka á milli ára, nema beinlínis að stór hópur fugla hafi flutt sig um set annars staðar frá, en það er ekki heldur mjög sennilegt, “ sagði Ævar Pedersen. Pess má að lokum geta að sú tilgáta hefur komið fram meðal Þingeyinga að gæsin sé í stórum stíl að flýja af hálendinu sunnar vegna virkjanaframkvæmda og ýmiss ónæðis og þar sé e.t.v'. komin skýring á hinum gífurlega gæsafjölda á þessum slóðum. - BB Önnur bifreiöin mikið skemmd á árekstursstaö í gær. Mynd: - KGA. Jólaverslun á Akureyri: Fólk farið að huga að innkaupum - Búist við að verslun aukist veru- lega strax eftir helgina Nú er ekki nema tæpur mán- uður til jóla og þrír kaupmenn sem við ræddum við í gær voru á einu máli um að fólk væri þegar farið að huga að jólainn- kaupunum í einhverjum mæli. Annars kváðust þeir eiga von á því að verslunin tæki fyrst verulega við sér eftir helgina. „Ég myndi segja að jólaversl- unin væri byrjuð þótt hún eigi eftir að taka verulegan kipp eftir helgina,“ sagði Árni Þorvaldsson hjá Vöruhúsi Kaupfélags Eyfirð- inga. „Við erum þegar farnir að merkja aukningu í versluninni í hinum ýmsu deildum hér í Vöru- húsinu og eflaust spilar eitthvað inn í að nú erum við með afslátt- ardaga fyrir félagsmenn okkar og standa þeir yfir til 4. desember.“ Þorbergur Aðalsteinsson hjá Bókvali á Akureyri sagði að fólk væri farið að kíkja eftir jólabók- unum þótt aukningin væri ekki veruleg ennþu. Þannig var t.d. fyrsta sendingin af bókinni „Birt- an að handan" eftir Sigrúnu í Torfufelli uppseld í versluninni í gær og einnig sagði Þorbergur að góð hreyfing væri á bókinni um meistara Kjarval. „Það er kominn smákippur í þetta, mikið skoðað og athugað," sagði Birkir Skarphéðinsson hjá versluninni Amaro er við slógum á þráðinn til hans. „Verslunin tekur þó mun seinna við sér en áður var þegar allt var komið á fullt um 10. nóvember. Ég reikna með að úpp úr helginni fari jóla- verslunin virkilega af stað og auðvitað byggist það á veðri og færð hvernig hún verður. Ef færð verður góð verður meiri verslun hér því þá fáum við viðskiptavini allt frá Langanesi og vestur í Húnavatnssýslur,“ sagði Birkir. Opið á laugar- dögum - í desember Eins og fram kemur hér að ofan eiga kaupmenn von á því að jóla- verslunin taki verulega við sér strax eftir helgina. Opið verður á laugardögum í desember lengur en venjulega, einnig fimmtudag- inn 19. desember og á Þorláks- messu. Laugardaginn 7. desember verður opið kl. 10-16. Laugar- daginn 14. desember kl. 10-18, fimmtudaginn 19. desember kl. 9-22, laugardaginn 21. desember kl. 10-22 og á Þorláksmessu kl. 9-23. Á aðfangadag og gamlárs- dag verður opið kl. 9-12. Samvinnubankinn með útibú á Akureyri? „Kemur vissulega til greina“ - segir Geir Magnusson bankastjóri „Það kemur vissulega til greina að Samvinnubankinn setji á stofn útibú á Akur- eyri. Margir hafa spurt um það af hverju Samvinnubankinn er ekki með útibú í þessum mikla samvinnubæ,“ sagði Geir Magnússon bankastjóri I sam- tali við Dag. Um áramót ganga í gildi ný lög sem gera bönkum hægara um vik að ákveða sjálfir hvar þeir starf- rækja útibú en áður en um leið eru þeim sett skilyrði um að bankarnir megi ekki leggja meira húsnæði undir starfsemi sína en sem nemur 65% af eigin fé bank- anna. Eins og er eru flestir bank- anna yfir þessum mörkum og það eitt gerir Samvinnubankanum óhægt um vik með stofnun nýrra útibúa. Ýmsar vangaveltur eru nú í gangi um framtíð Kaupfélags Svalbarðseyrar og meðal þess sem nefnt er í því sambandi er framtíð útibús Samvinnubankans á Svalbarðseyri. Geir sagði að ekki væru uppi nein áform um að leggja niður starfsemi bankans á Svalbarðseyri. Hins vegar væri það vissulega athugandi að sett yrði á stofn útibú á Akureyri og útibúi bankans á Svalbarðseyri yrði breytt í afgreiðslu frá því. -yk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.