Dagur


Dagur - 13.12.1985, Qupperneq 4

Dagur - 13.12.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 13. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON AÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRIMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Erum mgir eftirbátar í fikrúeftumotkun leiðari Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á notkun ávana- og fíkniefna hér á landi, sem nýlega hefur verið kynnt, má ætla að um eitt þúsund manns á aldrin- um 16-36 ára neyti kanna- bisefna reglulega. Þessi rannsókn og niðurstöður hennar voru fyrst og fremst ætlaðar sem tilraun til að bæta úr þeim skorti sem hefur verið á marktækum gögnum um útbreiðslu og notkun ólöglegra fíkniefna hér á landi. Rannsóknin byggir á 600 manna úrtaki sem valið var af handahófi úr þjóðskránni Samkvæmt niðurstöðun- um verður ekki séð að út- breiðsla og notkun kanna- bisefna sé minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, en erfiðara er að segja til um útbreiðslu annarra og þá oftast sterkari efna. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að meira hafi borið á innflutningi á sterkum ávana- og fíkniefnum síð- ustu ár. Útbreiðsla á amfet- amíni virðist vera svipuð hér á landi og í Noregi. í þessari skýrslu kemur enn fremur fram, að fíkni- efnamarkaðurinn á Islandi einkennist af því að fáir að- ilar einoki markaðinn og að þeir undirbjóði ekki hver annan. Svo virðist sem inn- flytjendur og seljendur við- haldi ákveðnu verðmynd- unarkerfi en það er bundið því að hópurinn þekkist að einhverju leyti. Sala efn- anna byggist aðallega á til- tölulega lokuðum markaði. í skýrslunni kemur einnig fram, að áfengi og tóbak séu samt sem áður lang- mest notuðu ávana- og fíkniefnin hér á landi og vandamál af þeirra völdum, t.d. varðandi dauðsföll og innlagnir á sjúkrahús, séu það mikil að önnur vímu- efnavandamál falli í skuggann. Margt má vafalaust læra af þessari könnun. Eitt er þó e.t.v. athyglisverðara en annað, við fyrstu skoðun, og það er sú staðreynd að ísland er ekkert einangr- aðra en önnur lönd hvað þetta varðar. íslendingar geta ekki skákað í skjóli þeirrar vonar að það hve af- skekkt landið er muni valda minni notkun þessara efna hér en annars staðar. Við erum engir eftirbátar ann- arra Norðurlandaþjóða í fíkniefnanotkun. Hér er kominn upp seljenda- og neytendamarkaður sem fyrr en varir getur stækkað svo um munar. Það er eðli fíkniefnanotkunar, að hringurinn stækkar sífellt, fleiri ánetjast, rétt eins og um frumuskiptingu sé að ræða. Mikið er í húfi að menn haldi vöku sinni og að þetta leiði ekki til óviðráðanlegs krabbameins í þjóðarlíkam- anum. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-85015: Innlend stálsmíði. Háspennulínur. Opnunardagur: miðvikudagur 15. janúar 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 16. desember 1985 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 11. desember 1985 Rafmagnsveitur ríkisins. $ SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÍLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Til sölu IBM System/34 tölva með línuprentara Tölvan er með magasíni fyrir segulplötur, 256k minni, og 193 Mb diskarými (3 diskar), og fjarvinslubúnaði fyrir 1 línu (geta verið 2). Prentarinn er IBM 5211 Model 2, 300 LPM. Til afhendingar í maí/júní 1986. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar veita: Þórarinn Magnússon, tölvudeild Iðnaðardeildar, sími 96-21900 og Ragnar Pálsson, Tölvudeild SÍS, sími 91-28200. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Sennkomajólin Jólasveinarnir eru lagðir af stað ofan úr fjöllum. Á sunnudaginn, 15. des- ember, kl. 3 e.h. koma þeir til byggða. Ef veður leyfir getið þið heyrt þá og séð á svölum Vöruhúss KEA, Hafnarstræti 93. Þá verða þeir örugglega komnir í besta jólaskap og raula fyrir okkur nokkrar vísur. Kaupfélag Eyfirðinga Halló krakkar Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar ® (96) 24222*^^

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.