Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 16
Vantar þig smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, ostapinna, ostabakka, smurbrauðstertur eða rjómatertur, hafið samband við smurbrauðsstofu Bautans sími 21818 og hún uppfyllir óskir þínar fljótt og vel. Ullariðnaður: „Verulegur halli“ - segir Jón Sigurðarson Allur ullariðnaður á íslandi er rekinn með verulegum halla um þessar mundir, að sögn Jóns Sigurðarsonar, forstjóra Iðnaðardeildar Sambandsins. í samtali við Dag sagði Jón að ullariðnaðurinn sæti við svipað borð og fiskvinnslan, megnið af afurðunum væri greitt í dollurum sem hækka nánast ekkert á sama tíma og allur kostnaður fer upp á við. Fyrstu 9 mánuði þessa árs hækkaði dollarinn ekki nema um 3-4% á sama tíma og kostnaður í vinnslu hækkaði um u.þ.b. 27%. Jón kvaðst áætla að tapið í ullar- iðnaði yrði um 8% á árinu. „Vöruþróun í ullariðnaði hefur verið sorglega lítil í ullariðnaði að undanförnu,“ sagði Jón. Hann kvaðst telja að mjög vel hefði verið staðið að markaðssetningu íslenskra ullarvara á eriendum markaði en menn hefðu e.t.v. sofnað á verðinum og ekki staðið sig í vöruþróun á síðustu árum. ■yk. Aðalfundur Höfða hf.: Fjárhagsstaðan ákaflega Kínverskir dagar I gærkvöldi var opnuð sýning á kínverskum listmunum í kjallara Möðruvalla í M.A. Það eru nemendur í 3. bekk samfélagsfræðideildar sem standa fyrir sýningu þessari, sem og fleiri uppákomum tengdum Kína og menningu landsins. Þarna getur m.a. að líta þennan glæsilega blævæng sem stúlkurnar eru að skoða. Mynd KGA. Fá bændur sauðfjárafurðir ekki greiddar 15. september? bágborin - Þar munar mestu um erfiðleika Kolbeinseyjar Útgerðarfélagið Höfði hf á Húsavík hélt aðalfund sinn í gær. Þar kom fram að fjár- hagsstaöa fyrirtækisins er ákaf- lega bág og munar þar mest um erfiöleikana vegna Kol- beinseyjar sem flestum eru nú kunnir. Höfði gerir hinsvegar út annan togara, Júlíus Havsteen, en hann hefur verið á rækjuveiðum allt þetta ár og er búinn að bera 950 tonn af rækju að landi. Aflaverð- mæti er komið í rúmar 30 millj- ónir króna. Ákveðið hefur verið að setja frystibúnað í Júlíus en með því að frysta stóra rækju um borð fæst mun hærra verð fyrir hana, að sögn Kristjáns Ásgeirs- sonar framkvæmdastjóra. Verkið verður unnið í Slippstöðinni í febrúar á næsta ári. Takist Húsvíkingum að endur- heimta Kolbeinsey verður líklega hafður sami háttur á næsta ár eins og gert hefur verið á þessu ári, að Kolbeinsey veiði upp í kvóta beggja skipanna en Júlíus verði á rækjuveiðum. -yk. Forsendur fyrir greiðslum vantar Samkvæmt lögum frá því í vor um framleiðslu, verðlagningu og sölu landbúnaðarafurða, skal mjólkurinnleg innan bú- marks greiðast bændum 10. næsta mánaðar eftir innlegg. Sauðfjárafurðir innan búmarks eiga að greiðast þannig að u.þ.b.75% af verðinu greiðist eftir sláturtíð eða 15. október en 25% eigi síðar en 15. des- ember. Hjá Kaupfélagi Eyfirðinga hafa greiðslur varðandi mjólkina gengið fyrir sig með eðlilegum hætti, þannig að mjólkin hefur verið greidd 10. næsta mánaðar eftir innlegg. 75% af haustgrund- vallarverði sauðfjárafurða var greitt út í haust, en hins vegar er ekki alveg ljóst hvernig verður með þau 25% sem eiga að greið- ast 15. desember. „Eins og málin standa í dag Verðjöfnunargjaldið óbreytt - Taxtar Rafmagnsveitna ríkisins hækka um áramót Iðnaðarráðherra hefur Iagt fyr- ir Alþingi frumvarp þess efnis að verðjöfnunargjald verði óbreytt á næsta ári frá því sem nú er eða 16%. Stefna stjórnar- innar var að fella verðjöfnun- argjald niður í áföngum en nú virðist eiga að fresta því a.m.k. um eitt ár. Páll Flygering sagði í samtali við Dag að iðnaðarráðherra hefði metið það svo að rétt væri að leggja til óbreytt verðjöfnun- argjald á næsta ári þar sem ríkis- sjóður réði ekki við að leggja Orkubúi Vestfjarða og Raf- magnsveitum ríkisins til það fé sem nauðsynlegt er talið til þess að mæta niðurskurði verðjöfnun- argjalds. Verðjöfnunargjald er lagt á raforku aðra en húshitunarorku hjá öllum rafveitum landsins að Orkubúi Vestfjarða og Raf- magnsveitum ríkisins undan- skildum. Verðjöfnunargjaldið er síðan notað til að greiða niður raforku hjá þessum tveim orku- veitum og fær Orkubúið 20% en Rafmagnsveiturnar 80%. Það hefur vakið athygli og þyk- ir sumum óréttlátt að á sama tíma og Hitaveita Akureyrar og fleiri hitaveitur eiga í miklum erf- iðleikum eru notendur þessara sömu veitna að taka þátt í því að greiða verðjöfnunargjald sem notað er til að greiða niður hitun- arorku hjá öðrum. Til dæmis um þetta má nefna að í kring um Ak- ureyri, á orkusölusvæði Raf- magnsveitna ríkisins, greiða not- endur niðurgreiddrar raforku minna fyrir húshitun en þeir sem fá sinn hita frá Hitaveitu Akur- eyrar. Á sama tíma greiða Akur- eyringar verðjöfnunargjald af rafmagni frá Rafveitu Ákureyr- ar. Páll kvaðst kannast við þetta en vissi ekki til þess að til stæði að breyta lögum um verðjöfnun- argjald í því skyni að rétta af hlut Akureyringa og annarra sem búa við háan húshitunarkostnað vegna erfiðrar stöðu hitaveitna. Hinsvegar sagðist hann vita til þess að gjaldskrá Rafmagns- veitna ríkisins yrði hækkuð þó nokkuð um áramót og eftir þá hækkun yrði húshitunartaxti þeirra ekki hagstæðari en hjá Hitaveitu Akureyrar. -yk. skortir forsendur fyrir þeirri greiðslu,“ sagði Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri. „í fyrsta lagi hefur yfirlit um búmark hvers og eins framleiðanda ekki borist frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Við vitum því ekki hversu mikil framleiðsla er innan bú- marks og hversu mikil utan, en okkur er óheimilt að greiða fyrir framleiðslu utan búmarksins. í öðru lagi hafa greiðslur frá ríkinu ekki borist en ríkið ætlaði að fjármagna þessa hröðu út- borgun með því m.a. að greiða útflutningsbætur og niðurgreiðsl- ur fyrirfram. Við vitum ekki hve- nær von er á þeim greiðslum eða hvort þær eru yfirleitt í farvatn- inu. Loks áttu afurðalán að hækka núna en sú hækkun hefur ekki séð dagsins ljós enn þá.“ Valur benti á að einungis þrír daga væru til stefnu og hann von- aði að þessi mál mundu skýrast sem fyrst. BB ísafjarðarútvarpið: Dómnum áfrýjað Mennirnir tíu sem dæmdir voru í sektir þann 3. desember s.I. fyrir rekstur ólöglegrar út- varpsstöðvar á Isafirði í verk- falli opinberra starfsmanna haustið 1984 ákváðu á fundi í gær að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Útvarpsstöðin sem nefnd var ísafjarðarútvarpið var starfrækt í tvo daga í verkfalli opinberra starfsmanna í fyrrahaust og var útsendingum hennar hætt um leið og Ríkisútvarpið tók að útvarpa fréttum. Fulltrúi sýslumanns á ísafirði kvað upp dóminn þar sem ákærðu var gert að greiða samanlagt 35 þúsund krónur í sekt auk málskostnaðar sem nemur 43 þúsundum króna. Verjandi tímenninganna er Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.