Dagur - 27.12.1985, Síða 2

Dagur - 27.12.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 27. desember 1985 _matarkrókuL Friðjón Ámason veitingamaður á Akureyri: Landið þitt ísland iokabindi og lykilbók í tilefni þess að út er komið 6. bindi hins mikla ritverks Lundid þitt Is- l;ind sem jafnframt er lokabindi og lykilbók að öllu ritverkinu, efndu Bókaútgáfan Örn og Örlygur og Prentsmiðjan Oddi hf. til blaða- mannafundar og útgáfuhátíðar í húsakynnum prentsmiðjunnar að Höfðabakka í Reykjavík. Þar greindi Þorgeir Baldursson forstjóri prentsmiðjunnar frá því að það hefðu verið mikil tímamót í ís- lenskri prentsögu þegar bókaútgáf- an ákvað að flytja prentun þessara bóka inn í landið, en tvö fyrstu bindin voru prentuð í Danmörku. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðunar- töku bókaútgáfunnar hefði verið sú að prentsmiðjan hefði þá tckið í notkun nýjar og afkastamiklar prent- og bókbandsvélar sem gátu annað jafn viðamiklu verkcfni og bækurnar Landid þitt ísland \ raun- inni eru. Þorgeir gat þess einnig að það væru að sama skapi mikil tíma- mót í íslenskri prentsögu þegar lok- ið væri við frumprentun allra sex bindanna því þetta verk ætti sér enga hliðstæðu hérlendis. Örlygur Hálfdanarson bókaútgef- andi greindi frá efni hinnar nýju bókar og gaf jafnframt yfirlit varð- andi umfang alls verksins. Hann gat þess að fyrri útgáfan sem kom út 1966 og 1968 hefði verið tveggja binda verk, alls 696 blaðsíður. Upp- flettiorð beggja bindanna voru 2660, myndir voru 47 og allar svart- hvítar, staðanöfn voru 5686 og nöfn á mönnunt, verum og vættum 1923. Nýja útgáfan er sex bindi, blaðsíð- urnar 1869 (þriðjungi stærri en í fyrri útgáfu), uppflettiorðin um 4600, myndir rúmlega 1400 og nær allar í lit, staðanöfnin eru 14.300 og nöfn á mönnum, verum og vættum um 4300. Aðalhöfundar fimm fyrstu bindanna eru þeir Þorsteinn Jóseps- son og Steindór Steindórsson en Helgi Magnússon bókavörður ann- aðist ritstjórn. Lokabindið er 416 blaðsíður og hefst það á sérkafla um Bessastaði eftir Einar Laxness sagnfræðing. Á eftir kaflanum urn Bessastaði er annar sem ber heitið Leiftur frá liðnum öldum. Þar er í tugum ljós- mynda og litaðra teikninga dregið fram það líf sent lifað var í landinu til sjávar og sveita. Verkmenning fyrri alda og kjör fólks koma t.d. vel fram í myndum er sýna hlóðaeld- hús, eyðibýli, kvíaból, hlaðnar fjár- borgir, yfirgefin amboð, ferðabúnað og steinatök þar sem þolrif manna voru reynd og prófuð í verstöðvun- Innanhússmót KRA í knatt- spyrnu verður haldið dagana 27. og 28. des. 1985. Til leiks mæta lið frá KA, Þór og Vaski. Mótið hefst kl. 18.15 á föstu- daginn og eru það yngstu knatt- spyrnumennirnir sem þá spila. Leikið verður til kl. rúmlega 23 og lýkur fyrri degi keppninnar um. F.in myndanna er úr baðstof- unni í Glaumbæ í Skagafirði. Sú mynd fylgir einnig bókinni sérprent- uð, 58x68 cm, ætluð til innrömmun- ar þeim sem það vilja. í síðari hluta bókarinnar er lykill að fyrri bindunum fimm. Svo sem alkunna er þá er Landið þitt ísland í handbókarformi og uppflettiorðin eru staðanöfn. Uppflettiorðin eru alls um 4600, eins og áður segir, en staðanöfn í öllum bindunum eru hins vegar 14.300. Þá eru í bókun- um um 4300 nöfn á mönnum, verum og vættum. Það hefur því stundum viljað vefjast fyrir mönnum að finna nöfn sem ekki eru uppflettiorð, en með þessum lyklum, nafnaskrám bókarinnar, er úr þessu bætt. lyiinningar Huldu Á. Stefánsdóttur Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gcfið út fyrsta bindi minninga Huldu Á. Stefánsdóttur. Hulda hefur skráð bók sína sjálf en Hjörtur Páls- son bjó hana til prentunar. Á bókarkápu segir m.a.: í fyrsta bindi endurminninga sinna segir Hulda Á. Stefánsdóttir frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernskudögum í Hörgárdal, en breiddin í frásögn hennar tengir sögu og samtíð og bregður ljósi yfir liðinn tíma, m.a. með gömlum bréf- um og óbirtum kveðskap. Fólk, at- vik og staðir verða Ijóslifandi í frá- sögn Huldu. Mannlýsingar hennar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum lífsskilningi. Þar er dregin upp mynd af gömlum búskaparháttum og daglegu lífi í sveit og bæ fyrir áratugum. Alþýða og höfðingjar, karlar og konur, bændur og Hafnarstúdentar, hefð- arkonur og heldrimenn koma við sögu í ólíkum verkahring og mis- jöfnu umhverfi sem vel er lýst. Þess vegna verða minningar hennar náma fyrir alla sem unna mannfræði- menningarsögu og þjóðlegum fróð- leik í víðum skilningi. Öll frásögnin er eðlileg og yfirlætislaus. Penninn leikur í höndum Huldu sem kann þá list að segja sögu, þannig að mál og stíll hlýði höfundinum og hrífi með sér lesandann. Minningar Huldu Á. Stefánsdótt- ur munu, ef að líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeint löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum.“ Bókin Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápumynd er mál- verk sem Kristín Jónsdóttir listmál- ari málaði af Huldu þegar hún var um tvítugt. með leik Þórs og KA í meistara- flokki karla. Daginn eftir hefst keppnin kl. 12.15 og er reiknað með að mótinu Ijúki kl. 15.50 með verðlaunaafhendingu. Er hér gullið tækifæri fyrir knattspyrnunnendur að sjá marga góða leiki og víst er að ekkert verður gefið eftir frekar en fyrri daginn. Pað er ekki í kot vísað þar sem er Friðjón Arnason veitingamaður í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. Friðjón er Akur- eyringur að upplagi og nam veitinga- og hótel- rekstur bœði hér heima og í Florida í Banda- ríkjunum. Ef allt fer að óskum, opnar Friðjón ásamt eiginkonu sinni og bróður veitingahús á efstu hœð Alþýðuhúss- ins nýja. Ef veitingar verða í sama stíl og kemur fram í uppskrift- um hans verður ekki amalegt að fá sér í svanginn á „Fiðlaran- um, “ eins og nýi veit- ingastaðurinn á að heita. Friðjón segir að fyllt kartöfluhýði sé al- gert sœlgæti. Pá er ekk- ert eftir nema setja á sig svuntuna og byrja mats- eldina. Ekki sakar að bjóða gestum í mat og smakka góðgætið. Rœkjur í bjór fyrir ca. 6 manns 1 flaska pilsner (eða bjór eftil er) 1 lárviðarlauf chilipipar á hnífsoddi 1 msk. franskt sinnep 1 tsk. malaður svartur pipar 400 g rœkjur 2 tsk. borðedik 1 hvítlauksrif saxað. Hellið ölinu/bjórnum á pönnu ásamt laufinu, piparnum og sinn- epinu, látið sjóða niður um ca. Vs. Takið af hitanum, bætið rækj- unum út í ásamt ediki og hvítlauk og hrærið vel saman. Kælið í ca. 30 mín., síið vökvann frá rækjun- um og berið fram með ristuðu brauði og smjöri og skreytingu eftir smekk. New-River salat fyrir ca. 6 manns 3A haus Iceberg rifið 'A haus rauðkál rifið 150 g rœkjur 3 mandarínur klofnar í báta 50 g saxaðar möndlur 3-4 litlir tómatar skornir í báta 100 g ferskir sveppir skornir í sneiðar. Framangreind atriði eru blönduð vel saman og borin fram með New-River dressingu eða annarri dressingu eftir vali. New-River dressing 150g hunang 150 g appelsínusafi 50 g sítrónusafi !A tsk salt !A tsk. paprika. Hrært vel saman. Fyllt kartöfluhýði fyrir ca. 6 manns 6 stórar bökunarkartöflur 12 ostsneiðar (óðalsostur) 150 g bacon saxað smátt 150 gferskir sveppir saxaðir smátt 1 dós sýrður rjómi. Burstið kartöflurnar vel undir rennandi vatni, þerrið og nuddið þær utan með fínu salti. Bakið f ofni við ca. 175°C hita í 1 klst., látið kólna og dustið saltið af. Skerið hverja kartöflu til helm- inga, skafið innan úr hýðinu en skiljið eftir ca. 5 mm þykkt kart- öflulag innan á hýðinu. Brúnið baconið á vel heitri pönnu, bætið sveppunum út í og steikið þar til þeir verða meyrir. Takið af hitan- um og bætið kartöfluskafinu og sýrða rjómanum út í. Leggið eina ostsneið í hvern kartöfluhelming, fyllið með fyllingunni (kartöflu/ bacon/sveppa-massanum) og bakið í ofni við ca. 200°C hita í ca. 5 mín., eða þar til fyllingin byrjar að brúnast ofan. Krydda má fyllinguna með salti og pipar eftir smekk. Borið fram eitt sér með skreytingu sem smáréttur. Frosinn appelsínubúðingur fyrir 6-8 manns 2 msk. (ca. 12 blöð) matarlíms- duft leyst upp í 'A bolla af köldu vatni 6 eggjarauður V/2 bolli appelsínusafi 2 bollar sykur % bolli appelsínulíkjör !/i l rjómi, þeyttur saxaðar möndlur og súkkulaðispœnir. Hitið matarlímslausnina að suðu. Þeytið eggjarauðurnar í skál, blandið þeytta rjómanum varlega saman við. Blandið appelsínusaf- anum, sykrinum og líkjörnum út í matarlímslausnina, þeirri lausn síðan varlega saman við þeytta rjómann með eggjarauðunum. Hellið í litlar skálar og frystið í a.m.k. 4 klst. Takið úr frysti ca. !Á klst. áður en bórið er fram og skreytið að vild með þeyttum rjóma, súkkulaðispónum og möndlum. Inmmhússmót KRA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.