Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 3
27. desember 1985 - DAGUR - 3 verður milli jóla og nýárs og verður opinn á eftirgreindum tíma. Föstudaginn 27. desember kl. 10-22. Laugardaginn 28. desember kl. 9-16 Mánudaginn 30. desember kl. 9-22 Priðjudaginn 31. desember kl. 9-13 Hjalteyrargötu 4 - simi 22275 kvikmynditL Páll H. Jónsson. ,Mig hefur kngi langað É að skrifa skáldsögu“ - Rætt við Pál H. Jónsson, sem sent hefur frá sér sína fyrstu skáldsögu Fyrsta skáldsaga Páls H. Jónssonar er komin út og heitir hún Blindálfar. Áður hefur Páll gefið út Ijóðabœk- ur, leikrit, ritað ævisögu og þrjár barnabœkur, tvær þeirra hafa hlotið verðlaun Frœðsluráðs Reykjavíkur. - Páll, hvað kemur til að þú ferð að skipta um form og skrifa skáldsögu núna? „Mig hafði lengi langað til að skrifa skáldsögu, en svo kom þetta einhvern veginn af sjálfu sér. Ég var búinn að skrifa þessar þrjár bamabækur og ég skrifa yfir- leitt ekki bækur til þess að skrifa bækur, heldur vegna þess að ég hef gaman af því, eitthvað kallar á mig til þess. Það var eins með þessa skáld- sögu, eftir að ég fékk hugmynd að henni lét hún mig ekki í friði, ég byrjaði á henni fyrir um það bii þremur árum, en bókin sem nú kemur út er mjög mikið önnur en sú sem ég byrjaði á. Sagan gerist 1964, aðalpersón- urnar eru tvær, blindur maður, rithöfundur er hefur tapað sjón- inni, er einstæðingur á sjötugs- aldri, býr einn í sínu húsi eftir að hann missti konuna og hefur þjálfað sig í að vera sjálfbjarga. Hann fær allt í einu þá hug- dettu að skrifa eina bók enn og auglýsir eftir vélritara, auglýsing- unni svarar átján ára gömul stúlka sem býr í borginni. Sagan er algjör skáldsaga og ekki staðsett.“ - Gæti hún gerst á Húsavík? „Það held ég ekki. Ef lesendur vilja endilega láta hana gerast á einhverjum ákveðnum stað, verða þeir að vera svo elskulegir að finna það út, en að minnsta kosti gerist hún ekki í Reykja- vík.“ - En hvað svo, er þetta ástar- saga? „Svo kemur þessi unga stúlka sem ekki veit nein deili á rithöf- undinum og hann veit engin deili á henni og sagan fjallar um sam skipti þeirra og vinnu, samlíf þarna í húsinu nokkrar vikur. Sagan er dramatísk, hvorki gam- ansaga eða tragidía. Þau eru bæði einstæðingar sitt á hvorri bylgjulengd, það er fjallað bæði um árekstra og samstarf og margt frá fyrri árum kemur í ljós. Stúlkan á við mjög erfið vandamál að stríða, sem maður er ekkert að ljóstra upp hver eru.“ - Sagan heitir Blindálfar? „Já, þetta er ekki huldufólks- saga, lesendurnir verða að gera það upp við sjálfa sig hverjir þessir blindálfar eru. Allir kann- ast við orðtakið að vera eins og álfur út úr hól, það er þó engan veginn þemað í þessari sögu. Ýnisir atburðir sem gerast um- hverfis fólkið eru mjög örlagarík- ir og snerta samstarf þeirra og samlíf. Ástarsaga í venjulegum skiln- ingi er þetta ekki, en hún fjallar mikið um einsemdina, vináttuna og kærleikann þrátt fyrir það. Ég held að þessi bók geri æði miklar kröfur til lesenda. Hand- ritið fékk góða dóma, ég hef nú ekki séð neina gagnrýni um bók- ina, en það hefur verið hringt til mín og þakkað fyrir bókina af mjög mikilli hjartahlýju." - Áttu von á verðlaunum? „Engan vegin, enda er bókin ekki í þeim „bransa“.“ Páll H. Jónsson er fæddur að Mýri í Bárðardal, sonur Jóns Karlssonar og Aðalbjargar Jóns- dóttur, hann fór sem fósturbarn að Stafni í Reykjadal til Páls H. Jónssonar bónda þar og Guðrún- ar Tómasdóttur konu hans. „Ég er orðin 77 ára gamall, ör- yrki og ellilífeyrisþegi, hef búið hér á Húsavík í 10 ár með seinni konu rninni Fanneyju Sigtryggs- dóttur húsmæðrakennara frá Laugum. Árin 1961-1966 vann ég í Reykjavík sem forscjóri fræðslu- deildar sambandsins og ritstjóri Samvinnunnar. Þar missti ég heilsuna að fullu og þar missti ég konuna mína, brotnaði meira og minna niður en kom svo norður, stofnaði nýtt heimili og hef átt ákaflega góða daga fyrir utan allmargar legur á sjúkrahúsum. Áður var ég kennari á Laugum aðallega söngkennari í nærri þrjátíu ár. Þar áður var ég bóndi, stofnaði nýbýli í Fremstafelli, bjó þar í sex ár en hafði ekki heilsu til að halda áfram bú- skap,“ svarar Páll þegar ég bið hann að segja mér brot af ævisög- unni. ... IM Sundurlaust Leikstjóri: Þráinn Berteisson. Handrit: Þráinn Bertelsson, Ari Kristinsson. Kvikmyndataka og klipping: Ari Kristinsson. Tónlistarumsjón: Guðmundur Ingólfsson. Búningar: Dóra Einarsdóttir. Aðaihlutverk: Eggert Þorleifs- son, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigurjóns- son, Flosi Ólafsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurveig Jónsdótt- ir. Framleiðandi: Þráinn Bertels- son, Nýtt líf 1985. Þór og Danni part þrí er kom- in á hvíta tjaldið. Fyndnir eins og áður, nú svolítið á kostnað lögreglunnar. Það er sumsé Löggulíf. Þessi kvikmynd er svona eins og safn af bröndurum. Sem hver og einn út af fyrir sig er fyndinn. En sem heild er myndin óttalega slöpp. Kar- akterasafnið er skrautlegt, og 'eikararnir skila því vel af sér, pað er að segja hlægilega. Eggert Þorleifsson, í hlutverki Þórs, er einstakur grínleikari, það er hreint ótrúlegt hvað maðurinn getur verið hlægi- legur, hversu smávægilegt sem atvikið er, hann gerir það fyndið. Karl Ágúst á ágæta kafla en einhvern veginn fannst mér fyndnin ekki vera honum eins eðlileg. En stjarna nwndarinnar þótti mér Flosi Olafsson. í hlutverki Varða varðstjóra, Kristján G. Arngrímsson skrifar sem tekur embætti sitt hátíð- lega og má ekki vamm lögregl- unnar vita. Úr þessu býr Flosi til kómískt hátíðlegan karakt- er eins og honum einum er lagið. Annars er ég úti á hálum ís þegar ég skrifa um leikarana, þannig að ég held ég komi mér í land. Heildarmyndin er slöpp, já. Það vantar ósköp einfald- lega skikkanlegt handrit að myndinni. Annars hefði hún orðið verulega flott. Eins og margar virkilega góðar hug- myndir eru þarna með - en því miður í skipulagslausri hrúgu. Oftar en einu sinni hló ég mig alveg í drep, því húm- orinn flóir út úr. Og það út af fyrir sig gerir Löggulíf að fínni mynd. (Smánöldur: Ég bjóst ekki við að sjá hinn almenna borg- ara aka um með öryggishjálm, né heldur hef ég tekið eftir því áður að löggur gangi um með púða á rassinum. Þetta voru neyðarleg mistök.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.