Dagur


Dagur - 27.12.1985, Qupperneq 14

Dagur - 27.12.1985, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 27. desember 1985 Getur einhver leigt mér 3ja herb. íbúð? Skilvísi og góöri um- gengni heitið. Uppl. í síma 23886. ibúð óskast: Óska eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. Er einn í heimili. Uppl í síma 96- 63132 eftir kl. 19.00. Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í síma 21012. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsum með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Jólaglögg og líkjörar í flöskum. Víngerðarefni, sherry, vermouth, rósavín. Bjórgerðarefni frá Dan- mörku, Þýskalandi og Englandi. Gernæring, vitamín, essensar, síur, felliefni, sykurmælar, vatns- lásar, tappavélar, bjórkönnur, alls konar mælar og fleira og fleira. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin, Skipagötu 4, sími 21889. Hestamenn - Hestamenn. Tökum að okkur tannröspun og járningar á hestum í vetur. Útveg- um skeifur. Vanir menn. Einar Jónasson, sími 25068. Einar Örn Grant, sími 22029. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan 1 hátt á nýjan GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, sími 23347. : Leikfélag ] Akureyrar m : Jóíaæviniýri ■ Söngleikur byggður á sögu eftir ^ Charles Dickens. jFöstud. 27. des. kl. 20.30. ■ Laugard. 28. des. kl. 20.30. ^Sunnud. 29. des. kl. 16.00. “ Mánud. 30. des. kl. 20.30. : Miðasala opin í Samkomuhúsinu J sýningardagana frá kl. 14.00 ■ og fram að sýningum. : Miðapantanir í ; síma 24073. ATHUGIB SUF vinningsnúmer: 24. des. 4377 Minningarspjöld minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- verslúninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Óiafsdóttur Brekku- götu 21 Akureyri. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins „Framtíðin". Spjöldin fást í Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer Helgamagrastræti 9, Bókabúð Jón- asar, Versluninni Skemmunni og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Allur ágóði rennur í elliheimilis- sjóð félagsins. Maðurinn minn, ÓLAFUR MAGNÚSSON, pípulagningameistari, Brekkugötu 25, verður jarðsunginn mánudaginn 30. des. kl. 13.30 frá Akureyr- arkirkju. Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Droplaug Pálsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi ÞÓRHALLUR JÓNASSON, Hafnarstræti 33, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. des- ember kl. 11.00 f.h. Lilja Guðlaugsdóttir, Margrét Þórhallsdóttir, Karl Eirfksson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Valdimar Þórhallsson, Inga Hjáimarsdóttir, Gylfi Þórhallsson, Eyþór Þórhallsson og barnabörn. „íslendingar þurfa meira en bamatrú“ - Tveir ungir mormónatrúboðar í viðtali Darron og Michael John. Eflaust hefur dyra- bjöllunni verið hringt hjá þér ogþú farið til dyra og búist við öðru en því að tveir ungir menn, snyrtilegir og kurteisir, kynni sig sem menn frá „kirkju Jesú Krists, hinna síðari daga heilögu. “ Það kemur fyrir að þessir ungu kurteisu mennfái ekkert svar, heldur sé útihurðinni skellt að stöfum. Þeir segja að það sé óþægilegt þegar þvílíkt gerist, en ekki dugi að gefast upp heldur fara og hitta nœsta mann og byrja á sömu kynningunni, við erum frá kirkju...,og svo framvegis. Þessir tveir ungu menn birtust við útidyr mínar fyrir skömmu og vildu tala um sín hjartans mál. Þeir eru í einfaldari skýringu mormónar. Margir hafa talið mormóna fjölkvænismenn. Það var reyndin fyrr á árum, eða um það leyti þegar íslendingar hófu för sína til Vesturheims og margt hefur verið ritað um. Þeir Darron Allred og Michael John Miller eru Bandaríkjamenn báðir, enda mormónstrúin útbreidd í því stóra landi og upprunnin. Darron er frá Utah þar sem eru höfuð- stöðvar Mormóna. Michael John er frá New York ríki en býr einn- ig í Utah. Báðir eru þeir komnir af mormónafjölskyldum. Faðir Darrons er sálfræðingur og hygg- ur sonurinn á samskonar nám. Michel John segist ætla í raf- magnsverkfræði. Báðir hafa þeir lokið einu ári f háskóla. Munu þeir væntanlega snúa sé að nám- inu loknu að trúboðsstarfi hér á íslandi. Sóttu þeir um að fá að stunda trúboð í tvö ár. Ekki vissu þeir neitt um ísland er ákveðið var að þeir færu þangað. Því þurfti að byrja á því að kynna sér land og þjóð í gegnum þá menn sem starfað höfðu hér á landi áður. íslenskukennslu fengu þeir hjá þeim líka. Darron sem kom hingað í september 1984 talar mjög góða íslensku. Michael John kom í ágúst s.I. Fær hann því ekki að fara heim til Utah fyrr en í júní 1987. Darron fer hins vegar heim um mitt næsta ár. - Hvað tekur þá við hjá þér? „Ætli maður fari ekki að huga að því að gifta sig,“ segir hann. Að sjálfsögðu held ég áfram námi í Brigham Young-háskólan- um. Það er mormónaháskóli sem einnig er opinn öðrum en morm- ónum.“ - Nú þarft þú John Michael að vera hér í eitt og hálft ár til við- bótar. Færðu að fara heim í milli- tíðinni? Nei, það er ekki leyft. Trúboð- ið felst í því að vera í burtu í tvö ár.“ - Er það ekki erfitt að vera að heiman svo lengi? „Það getur verið mjög erfitt stundum,“ segir Darron. Það má ekki gleyma því, að við förum í trúboð af fúsum og frjálsum vilja. Þetta er nokkurs konar reynslu- tími hjá okkur.“ - Eru þá öll ykkar verk tengd trúnni, eða hafið þið tómstundir? „Allt okkar líf er trú. Tóm- stundir fara í að lesa í Mormóns- bók og Bíblíunni." - Þeir trúbræður hafa báðir lært á hljóðfæri, Darron á tromp- et í átta ár og John Michael á píanó og gítar í svipaðan tíma. Þeir segja báðir að ekki sé leyft að hafa hljóðfærin með í trúboðs- ferðir. Það taki of mikinn tíma frá trúboðinu. „Við erum með hugann við trúboðið allar stundir. Annað er ekki hægt,“ segir John Michael. - Hver sér ykkur fyrir pening- um til að vera hér á landi í tvö ár? „Söfnuðurinn styrkir okkur til að komast á áfangastað. Að öðru leyti sjáum við um okkur sjálfir. Ég var búinn að safna peningum til að komast í þessa ferð og lifi á þeim núna,“ segir Darron. Sama er að segja um John Michael. „AHir trúboðar kosta sitt starf sjálfir. Það eru talin forréttindi að fá að fara í trúboð, þess vegna borgum við allt sem við þurfum.“ - Samkvæmt reglum sem mormónar setja sér gagnvart trúboði, verða menn að vera orðnir 19 ára þegar þeir hefja starfið. Þá eru þeir „kallaðir,“ eins og það heitir hjá þeim. Ævinlega er mikill fjöldi af ungu fólki sem sækir um að komast í trúboð, en fáir eru útvaldir. Á ís- landi telur söfnuðurinn 110 manns. Flestir eru í Reykjavík. Einnig er 50 manna söfnuður í Keflavík og tengist sá hópur her- stöðinni. Það eru hermenn og fjölskyldur þeirra. Töluverð hreyfing er í þeim hópi vegna tíðra flutninga manna þar. - Hvernig hefur svo ísland og íslendingar tekið á móti morm- ónatrúboðunum ungu sem báðir eru um tvítugt? Þeir voru sammála um það félagarnir að þeim liði vel á ís- landi. Hér væri fallegt land og fallegt fólk. Einnig væri margt gott fólk hér. Misjafnt fólk er að sjálfsögðu hér eins og annars staðar. - Hvernig gengur svo trúboðið á íslandi? „Það gengur ágætlega. Þó ekki séu það margir sem gangi í söfnuðinn hverju sinni, er trúboðið fyrir mestu og að kynna fólki það sem mormónatrú hefur upp á að bjóða. Okkur finnst að Islendingar þurfi meira en barna- trú.“ gej- Leiðrétting í afmælisgrein um Jónínu Guð- mundsdóttur, sem birtist í blað- inu á Þorláksmessu, urðu þau mistök í fyrirsögn að sagt var að hún yrði níræð á jóladag. Það átti að vera 95 ára, enda kemur fram strax í upphafi' greinarinnar að hún er fædd 1890. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.