Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 15
—h vað er að gerastZ Nóg að gera í leikhúsim Um helgina sýnir Leikfélag Akureyrar bæði Silfurtúnglið eftir Laxness og Jólaævintýri, sem byggt er á sögu Dickens. Silfurtúnglið var frumsýnt þann 24. janúar s.l og hefur hlotið mjög góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. Haukur J. Gunnarsson leikstýrði og hannaði búninga og hafa hann og Örn Ingi leikmyndarhönn- uður horfið til ársins 1954 í Gaile Peters í Lautirmi Bandaríska blökkukonan Gaile Peters sem skemmti gestum Lautarinnar á Akur- eyri á sl. ári er nú aftur á leiðinni til Akureyrar. Gaile Peters er þekkt söngkona víða um lönd og að undanförnu hefur hún skemmt í London. Hún mun skemmta í Lautinni um helgina. Þegar hún skemmti hér á síðasta ári var mikil ánægja með söng hennar og var troðfullt hús í Lautinni öll kvöld er hún kom fram. Með henni kemur hingað Kristján Magnússon píanóleikari og leikur undir hjá henni ásamt fleiri hljóðfæraleikurum. allri umgjörð leiksins. Ingvar Björnsson hannaði lýsinguna og Edward Frederiksen útsetti tónlist, sem byggir á lagi Jóns Nordal við barnagælu Lax- ness, Hvert örstutt spor. 1 hlutverkunum eru: Vil- borg Halldórsdóttir (Lóa), Theodór Júlíusson (Feilan), Ellert A. Ingimundarsson (Óli), Árni Tryggvason (Laugi), Sunna Borg (ísa), Pétur Eggerts (aflraunamað- ur), Marinó Þorsteinsson (Peacock), Þráinn Karlsson (Róri), Þórey Aðalsteinsdóttir (sviðgæsla), Barði Guðmunds- son, Erla B. Skúladóttir, Sig- ríður Pétursdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Haraldur Hoe Haraldsson og Kristján Hjart- arson. Silfurtúnglið er sýnt á föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 20.30. á sunnudag kl. 16 er Jólaævintýri á fjölunum, söng- leikurinn vinsæli með Árna Tryggvason í aðalhlutverki sem nirfilinn Scrooge. Sýning- um á Jólaævintýri fer að fækka. Um helgina byrja leikhúsferð- ir Flugleiða til Akureyrar, ódýrar ferðir með flugi, gist- ingu, leikhúsferðum og mögu- leika á skíðaferðum í Hlíðar- fjall. Framsóknar- vistáKEA Síðasta spilakvöldið í fé- lagsvist Framsóknarfélagsins verður nk. föstudagskvöld 7. febrúar á Hótel KEA. Mikil aðsókn hefur verið á þeim tveimur spilakvöldum sem lokið er og hafa færri komist að en vildu. Er greinilegt að félagsvistin á enn sterk ítök í mönnum, þrátt fyrir sjónvarp og vídeó. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudagskvöldi fyrir viku. Það verður mikið um dýrðir í íþróttahöllinni á Akureyri n.k. sunnudag, en þá heldur- Lionsklúbbur Ákureyrar stór-bingó þar. Mjög vel er til þessa bing- ós vandað. Húsið verður opnað kl. 13.30 en bingóið íþrótör um helgina Um helgina hefst keppni í bikarmóti á skíðum á vegum Skíðaráðs Akureyrar, í Hlíðarfjalli. Er það svokall- að Pepsi-Cola mót í svigi og stórsvigi í flokki 15-16 ára unglinga. Á laugardag hefst keppni kl. 11, strákarnir keppa í svigi en stúlkurnar í stórsvigi. A sunnudag hefst keppni einnig kl, 11 og þá keppa stúlkurnar í svigi en strákarnir í stórsvigi. Það verður einnig bikar- mót í skíðagöngu. A laugar- dag hefst keppni kl. 11 og verður keppt í flokkum karla 20 ára og eldri, pilta 17-19 ára, kvenna 19 ára og eldri og loks stúlkna 16-18 ára. Keppt verður með hefð- bundinni aðferð. Á sunnudag hefst keppni kl. 11. Keppt verður í sörnu flokkum en nú styttri vega- lengd með frjálsri aðferð. íslandsmót yngri flokka í handbolta verður á dagskrá á sunnudag. Er það 2. um- ferð í Norðurlandsriðli. Lið KA, Þórs og Völsungs keppa og hefst fyrsti leikurinn kl. wbinsó í HöUinrú hefst klukkustundu síðar. Lúðrasveit Akurevrar leikur áður en bingóið hefst. Spilaðar verða 10 umferðir og eru glæsilegir vinningar á boðstólum. Aðalvinningur- inn er ný Skoda-bifreið en af öðrum vinningum má nefna sjónvarpstæki eða ferðavinn- ing með Samvinnuferðum- Landsýn, hljómtækja- samstæðu, heimilistölvu eða ferðasteríotæki, flugfar til Reykjavíkur og til baka fyrir tvo og fjölmargir aðrir eigu- legir gripir eru á boðstólum. Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, en stjórnendur bingósins verða félagar Li- onsklúbbsins og hinn stór- skemmtilegi grínari Hlynur Guðmundsson sem bregður sér í hin ýmsu gervi. Aðgangseyrir verður kr. 300 fyrir fullorðna og fylgir eitt spjald með. Fyrir börn kostar 200 krónur og spjald fylgir, en spjöldin kosta ann- ars krónur 150. 9.30 og verður leikið til kl. 12.30. Allir leikirnir fara fram í Glerárskóla. Meistaraflokks lið KA og Þórs í handbolta leika í Ak- ureyrarmótinu í kvöld í Höllinni og hefst sá leikur kl 20. Loks eru það úrslitin í firmakeppni Þórs í innan- hússknattspyrnu. Þau fara fram í Skcmmunni á laugar- dag og verður leikið í riðla- keppninni frá kl. 14 til kl. 18 en þá hefst sjálfur úrslita- leikurinn. _-bridds.. Færeyskar slemmur Á briddshátíðinni í jan. síðast- liðnum áttum við Akureyringar þrjú pör í tvímenningskeppninni og eitt lið í sveitakeppninni. Þeg- ar sú keppni var rétt hálfnuð mættum við sveit frá Færeyjunt og höfðum sigur. Eftirtalin spil komu fyrir í leiknum, spil sem sýna að gæfan var heldur okkar megin. A. Góð slemma, banvænt útspil N V 4 Á5 ¥ ÁD62 4 ÁK103 A 4 KG876 ♦ D74 4 «1042 ¥ 1083 ¥ KG95 ♦ D652 S 4 974 ♦ 3 4 93 ♦ 95 4 74 4 G8 4 ÁKG10862 Akureyringar spiluðu 5 lauf og unnu 6 þegar ekki kom út spaði. Færeyingarnir náðu 6 laufum og fengu út spaða. Sagnhafi spilaði upp á besta möguleikann þegar Itann drap á ás, tók trompin, tvo efstu í tígli og trompaði tígul. Þegar D- féll ekki svínaði hann hjarta D. Austur tók á kóng og annan slag varnarinnar á spaða. 13 stig til Akureyrar. Eins og lesendur sjá þá má vinna spilið með því að svína fyr- ir tígul D. B. Onnur slemma Hvað viltu spila á þessar hendur? ♦ Á 4 K9632 ¥ Á105 V-A ¥ G643 ♦ KG1083 ♦ Á75 ♦ ÁKG4 ♦D Hugsum okkur að þú sért að Umsjón: Höröur Blöndal spila 6 grönd í vestur og fáir út lauf. Lauf D á fyrsta slaginn og þú spilar litlum tígli á G. Ef Gos- inn á slaginn og norður fylgir lit, þarf að taka spaða ás, spila litl- um tígli á ás, taka spaða K og henda hjarta. Síðan spila tígli og hirða D af suðri. Akureyringarnir spiluðu 3 grönd á spilið, en Færeyingarnir 6 hjörtu sent töpuðust. 13 stig til Akureyrar. 31. janúar 1986 - DAGUR - 15 Til sölu er húseignin við Ðirkihlíð 9 á Sauðárkróki Um er að ræða einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr og gróðurhúsi. Kjallari er undir hluta bílskúrsins. Lóð er fullfrá- gengin. Húsið stendur á hornlóð og er ágætt útsýni yfir Skagafjörð. Glæsileg eign á góðum stað. Upplýsingar gefa Ágúst Guðmundsson í síma 95-5889 og Hákon Pálsson í síma 96-25797. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hafnars!ræti99og 104 Sími (96)-22311 (96)-25831 Heimahjúkrun Símatími hjá hjúkrunarfræöingi vegna heima- hjúkrunar er í síma 25831, frá kl. 12-13 alla virka daga nema miðvikudaga. Hjúkrunarforstjóri. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI LETTIB h HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR Stotnaó 5 nov '928 B O 8c« 3*8 - 602 Ak„r«yr. Nauðungaruppboð Laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 verður selt á nauð- ungaruppboði við Lögreglustöðina í Þórunnarstræti á Akureyri eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og ýmissa lögmanna, lausafé sem hér segir: Bifreiðarnar: Ad 116, A-849, A-990, A-1385, A-1093, Ad-1333, A-1649, A-1984, A-2002, A-2004, A-2006, A-2201, A-2459, A-2736, A-2832, A-2837, A-3104, A-3141, A-3184, A-3742, A-3901, A-3951, A-4067, A-4111, A-4567, A-4668, A-5638, A-6006, A-6345, A-6743, A-6881, A-6882, A-6973, A-7251, A-7583, A-7594, A-8029, A-8169, A-8220, A-8983, A-9380, A-9603, R-66138, R-56948, R-61136, R-46128, R-25349 o.fl. Þá verður selt: Sjónvörp, plötuspilarar, hátalarar, borðstofuborð, myndbandstæki, skápar, gítar, taska, tjald, gönguskíði, víravél 600 tonn, málverk, frystikista, 14 matarborð, trésmíðavélar o. fl. Ávísanir ekki teknar gildar, sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. 30. janúar 1986 Sigurður Eiríksson, aðalfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.