Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 11
31. janúar 1986 - DAGUR - 11 Síðasta Ijósið sem slökkt er í hverjinu er hjá okkur Kara Guðrún Melstað á línunni. - Halló, er það Kara Guðrún Mclstað. - Jú, það er hún. - Þetta er á Degi, mig langar til að biðja þig um að segja okk- ur eitthvað frá Þýskalandi þar sem þú býrð ásamt manni þín- um Alfreð Gíslasyni. - Já, það er alveg sjálfsagt, hvað viltu vita? - Eigum við að byrja á Essen, borginni sem þú býrð í? - Petta er um 650 þúsund manna borg, stærsta borgin í Ruhrhéraðinu. Hún er rétt við hollensku landamærin. Við erum ekki nema 15 mínútur að keyra á flugvöllinn í Dusseldorf. Við búum í útjaðri borgarinnar, í gömlu og rólegu hverfi. - Hvað hafið þið búið þarna lengi? - Síðan í ágúst 1983. - Hvernighefurykkurlíkað? - Mjög vel. Þetta var að vísu svolítið erfitt til að byrja með. Ég kunni ekki málið, hafði bara menntaskólaþýskuna. En ég fór í tíma til gamallar konu, hún var harður.kennari, en mjög góður. Þar lærði ég mikið. Það er regla úti í Pýskaiandi að hafa þýskt tal á öllum myndum og viðtölum, þannig að þetta sfast fljótlega inn í mann. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar maður var að versla og svoleiðis. Pjóðverjar eru feimnir við að tala ensku, þannig að ef menn búa í Þýska- landi verða þeir að læra þýsk- una. En það leið langur tími að mér fannst þar til ég náði virki- lega góðum tökum á þýskunni, þannig að ég gæti haldið uppi samræðum. - Nú fóruð þið út með tveggja mánaða gamlan son ykkar, var það ekkert mál að vera með svona lítinn gutta þarna úti? - Það var náttúrlega eins og ég segi dálítið erfitt fyrst, á með- an ég kunni ekki málið og þurfti að ieita læknis og annað slíkt. En við vorum heppin. Við kynntumst eldri hjónum sem voru nágrannar okkar og þau hafa reynst okkur vel. Hafa passað og aðstoðað okkur mikið. Liðið sem Alli spilar með í handboltanum hefur líka reynst okkur vel, það hefur staðið við allt sem lofað var. Ég hef verið heima. Það er allt annað fyrirkomulag í Pýska- landi en hér heima. Börn kom- ast ekki á barnaheimili fyrr en þriggja ára gömul. Það er mikið skipulag á þessum málum hjá Þjóðverjunum, fólk eignast yfir- leitt ekki börn fyrr en um þrí- tugt og þá eru mæðurnar heima fyrstu árin. Oftast eiga hjón ekki nema tvö börn. Ég er lærður kennari. en það er svo mikið atvinnuleysi í kenn- arastéttinni sem og í öðrum stétt- um þannig að það þýðir ekki einu sinni að reyna. Ég hef að- eins unnið við tískusýningar. Lenti í því fyrir tilviljun, það er ein eiginkonan í liðinu módel og einhverju sinni vantaði eina til að sýna og ég hljóp í skarðið. Það var mjög gaman. En ég veit ekki hvort nokkurt framhald verður á þessu, það er svo erfitt að fá atvinnuleyfi. - Hefurðu hug á að fara í frekara nám? - Já, ég er að spá í að fara í gluggaútstillingar. Þaö er þriggja ára nám og auðveldast til að komast að í því er að fá vinnu hjá einhverri stórverslun. - Þið eruð þá ekkert á leið- inni heim? - Það kemur ekkert annað til greina hjá okkur en að koma heim og í síðasta lagi eftir svona 4-5 ár, þegar sonur okkar, Elfar þarf að byrja í skóla. En við höf- um það gott úti og það gengur vel hjá okkur. Þannig að við verðum eitthvað lengur. - Var það aldrei nein spurn- gff ing að fara út? - Nei, í rauninni ekki. Þróun- in varð bara þannig. Það er draumur allra landsliðsmanna í handbolta að komast út til Þýskalands og spila þar og á þeim tíma sem Alla bauðst að fara út þá vorum við bæði búin með skóla og við áttum barn. Það var því bara spurning hvort við ættum að setjast að hér eða fara. Og það var sjálfsagt að prófa. - Hvernig eru Þjóðverjar? - Þeir eru mjög ákveðnir, ég held ég geti örugglega sagt frekir. En þeir standa við það sem þeir segja. Þeir eru mjög nákvæmir og skipulagðir. Yfir- leitt mjög gott fólk og að mörgu leiti líkir íslendingum í um- gengni. Viðmótið er ákaflega hlýtt, t.d. þegar maður fer í búðir, þá ertu númer 1, 2 og 3. Þeir hugsa mikið um viðskipta- vininn og kveðja með virktum þegar búið er að versla. - Auðvelt að aðlaga sigþýsk- um siðum og venjum? - Já, ég hef átt mjög auðvelt með það. Þjóðverjar taka að vísu daginn snemma og fara snemma að sofa. Oftast er síð- asta ljósið sem slökkt er í hverf- inu hjá okkur. - Svona í lokið, nú er Alfreð mikið að heiman, bæði við vinnu og æfingar. Hvernig er að vera ein allan daginn í útlönd- um? - Auðvitað gæti það verið ósköp leiðinlegt. En það þýðir ekkert að sitja auðum höndum heima. Menn verða að gera eitt- hvað sjálfir. Og ég hef ekki ver- ið í neinurn vandræðum með tímann. Geri alveg það sarna og ef ég væri hér heima. - Við sláum þá botninn í þetta samtal okkar, Kara Guðrún. Ég þakka þér kærlega fyrir og gangi ykkur vel. - Sömuleiðis takk. -rnþþ & JÍ| M W-M . . Skagfírðingar Árshátíðin verður í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, laugardaginn 8. febrúar. Matur, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir þurfa að hafa borist fyrir miðvikudagskvöld- ið 5. febrúar í símum 21195 Pálína, 21456 Björk, 26822 Hólmfríður eða 25196 Jón. Miðaverð kr. 700.- Nefndin. ENDURSKOÐUNARMIÐSTÖÐIN HF. - N. Manscher hefur opnað skrifstofu á Akureyri og jafnframt yfir- tekið rekstur Endurskoðunarþjónustunnar sf. Veitt er þjónusta á sviði endurskoðunar, bókhalds- aðstoðar, tölvuvinnslu, framtalsgerðar og rekstrar- ráðgjafar. Lilja Steinþórsdóttir, löggiltur endurskoðandi veitir skrifstofunni forstöðu. Endurskoóunar- mióstöóin hf. N.Manscher Gránufélagsgötu 4, 600 AKUREYRI sími: 96-25609 ^lðnaðarhúsnæði Við leitum að góðu iðnaðarhúsnæði fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Æskileg stærð um 300 fm að grunnfleti. r »« Sjúkraþjálfar Kristnesspítali óskar að ráða sjúkraþjálfa við nýja endurhæfingadeild. íbúðarhúsnæði til staðar. Uppl. gefur framkvæmdastjóri í síma 31101. Kristnesspítali. Afgreiðslustarf í Grímsey Útibú Kaupfélags Eyfirðinga í Grímsey óskar eftir að ráða afgreiðslustúlku, vana verslunarstörfum. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar um starfið veitir Steinunn Sigur- björnsdóttir í síma 96-73110, á kvöldin í síma 73112. Kaupfélag Eyfirðinga. Móðursystir mín, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Hrísalundi 8f, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánud. 3. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sóley Hansen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.