Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 31.01.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 31. janúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Karvd og sjónvarpið Ueiðari. í hinum nýja sjónvarps- þætti „Á líðandi stund“ á miðvikudagskvöld var Karvel Pálmason, alþingis- maður, aðalgestur. Um- ræðuefnið var hrikaleg lífs- reynsla Karvels í tengslum við uppskurð sem hann fór í til London. ígerð komst í holskurð á brjósti með þeim afleiðingum að honum var á tímabili ekki hugað líf. Karvel kaus að „opna þetta mál“ í viðtali við Helgar- póstinn í fyrri viku í þeirri von að það gæti orðið víti til varnaðar. Hann telur að mistök á mistök ofan hafi valdið því hvernig fór. Hann hafði reiknað með að þetta háalvarlega mál yrði tekið til alvarlegrar umfjöllunar 1 þessum þætti. Lítið varð um slíka umfjöllun, enda vart við öðru að búast í þætti sem hefur þró- ast út í það að verða hreinn skemmtiþáttur, þrátt fyrir markaða stefnu þess efnis að taka eigi fyrir alvarleg mál í bland við gamanmál. Karvel Pálmason átti ekk- ert erindi í þennan þátt, einkum vegna þess að ekki var tekið á máli hans með þeirri alvöru sem því ber. Fjölmargir áhorfendur þátt- arins hafa haft á orði, hvað Karvel hafi verið eitthvað argur í þættinum. Er það nema von. Hann má teljast heppinn ef hann kemst óskaddaður frá þessari reynslu og það hefði mátt reikna með því að tekið yrði á málinu án allrar léttúðar. Það er svo alveg sérstakt mál, að stjórnandi þáttarins skuli hafa haft undir hönd- um upplýsingar úr sjúkra- skýrslu, en ekki við stjórn- andann að sakast í þeim efnum. Dylgjur á borð við þær að Karvel hafi notið einhverrar sérstakrar fyrir- greiðslu umfram aðra vegna þess að hann er al- þingismaður eru ósmekk- legar, bæði gagnyart hon- um og þeim sem önnuðust hann. Ef þessi þáttur er dæmi- gerður fyrir þær breytingar sem eiga eftir að verða á umfjöllun sjónvarpsins á málefnum, með tilkomu nýrra yfirmanna, þá er þessi mikilvirki fjölmiðill á góðri leið með að verða í lík- ingu við ómerkilegt has- arblað. Því miður bendir ný fréttastefna sjónvarpsins til þess að sú sé að verða þró- unin. Áherslur hafa greini- lega breyst til muna og mátti svo sem verða breyt- ing á, en hins vegar verður að gera þær kröfur að vand- að sé til heimilda og ekki byggt á sögusögnum. Þess eru þegar dæmi að sjón- varpið hafi með orðavali tekið undir ásakanir annars aðila í deilumáli. Sjónvarpið á ekki að vera „töff“ heldur vandað. úr hugskotinu Magrir sjóðir (Sverris þáttr hinn síðri ok hinna) í síðustu grein var nokkuð fjall- að um þá hildi sem hann Sverrir okkar hefur háð til varnar okk- ar ástkæru tungu, hildi sem raunar ekki sér ennþá fyrir end- ann á. En þótt ætla mætti að það væri hið mesta afreksverk fyrir hvern meðalriddara að standa í stríði slíku, þá hefur vor ágæti ráðherra ekki látið þar við sitja, og þegar er færi gafst ákvað hann að halda á vit nýrra ævintýra og afreka. Sukkað í lánasjóði Skrímsli eitt mikið og ferlegt hefur undanfarna áratugi herj- að á lýð þessa kalda lands. Nefnist óvættur sá Lánasjóður íslenskra námsmanna, og gengu miklar sögur af sukki því og óreiðu sem í skjóli hans þrífst. Sá nú vor hugumstóri riddari, að við þetta varð ekki unað og ákvað að snúast einn gegn hin- um illa óvætti. Við skulum nú færa frásögnina af viðureigninni milli ráðherrans og hins spillta óvættar í dálítið dramatískan búning, með þeim venjulegu formerkjum sem allir skáld- verkshöfundar setja um það að ekkert í verkum þeirra hafi nokkurn tímann átt sér stað í raunveruleikanum. Það var einn morgun seint á síðasta ári. Ráðherra var á leið til vinnu sinnar og var dóttir hans við stýrið á bíl hans, enda bílstjórinn veikur. Vándir menn hafa viljað koma þeim kvitti á kreik að hún þiggi fyrir þetta viðvik drjúgan skilding úr sjóðum skattborgaranna, en svo ljótan hlut getur jafn góður og grandvar ráðherra og hann Sverrir auðvitað engan veginn látið viðgangast. Þetta hlýtur allt saman að vera tómur rógur og illmælgi, eiginlega hlýtur maður nú annars að ætlast til þess að stúlkan geri þetta lítil- ræði fyrir pabba, án þess að vera að ætlast til endurgjalds. En þetta var nú útúrdúr. Sem okkar ágæti ráðherra var nú þarna á leiðinni í vinnuna fór hann allt í einu að hugleiða það hversu mikið sukk og svínarí væri í kringum þennan bölvaða lánasjóð námsmanna. Hann ákvað þarna á stundinni að gera eitthvað f málinu. Og þegar á skrifstofuna var komið lét hann svo sannarlega hendur standa fram úr ermum, og fyrsta verkið var auðvitað að reka fram- kvæmdastjórann, enda hafði hann gerst sekur um þann alvar- lega glæp, að framfylgja gild- andi lögum og reglum, en slíkt má opinber starfsmaður auðvit- að alls ekki leyfa sér. Honum ber að haga sér eins og ráðherra býður og gefa skít í öll lög og allar reglur ef með þarf. Sparnaður Nú hefur því í rauninni hvergi verið mótmælt, að ekki megi ýmislegt laga í rekstri Lána- sjóðsins, og sjálfir hafa náms- menn verið allir af vilja gerðir við að reyna að hjálpa til við að finna viðunandi lausnir. Vel má vera að eitthvað megi spara í sambandi við sjóð þennan, en það má bara spara svo miklu víðar, og það jafnvel innan ráðu- neytis Sverris sjálfs, og ýmissa stofnana á þess vegum. Þar skulum við ekkert vera að tí- unda smáskítti eins og bíla- kostnaðinn, heldur tala um al- vörupósta, til að mynda fast- eignabrask það sem ráðuneytið stendur í (mjólkurstöðin o.fl.) á sama tíma og sagt er að ýmsir skólar á landsbyggðinni haldi ekki vatni. Sverrir er raunar ekki allsendis ókunnugur fast- eignabraski, því sem kunnugt er, þá átti hann á sínum tíma drjúgan þátt í byggingu byggða- stefnuhallarinnar með fína mötuneytinu við Rauðarárstíg- inn. Þá yrði nú ekki svo lítill sparnaður af því ef fyrirbæri á borð við Innheimtudeild Ríkis- útvarpsins yrði aflagt, og þess í stað tekið upp svipað inn- heimtufyrirkomulag og í Noregi eða Bretlandi. Sömu leið mætti einnig fara hin fáránlega Út- varpsréttarnefnd og sömuleiðis Útvarpsráð, hvort tveggja stofnanir sem gera meiri skaða en gagn, og eru raunar ekki annað en heimskulegur fjár- austur í vasa hátekjufólks. Hvað Lánasjóði viðvíkur, þá vissi maður ekki betur en að Ragga með brosið blíða hefði látið gera einhverja úttekt á störfum hans, gott ef ekki af fyrirtæki i eigu einhvers af ætt- mennum hennar. En sjálfsagt er sú úttekt markleysa ein, um það ætti fulltrúi sá sem Sverrir vill ekki láta fara úr stjórn sjóðsins, líklega vegna þess að hann er handhafi þess pappasnifsis sem flokksskírteinið í Sjálf- stæðisflokknum heitir, að geta upplýst hann. Af Fiskveiðasjóði Annars stal annar magur sjóður senunni frá Sverri og Lána- sjóðnum hans nú á dögunum. Sverrir ætti þó ekki að vera með öllu ókunnugur starfi sjóðs þessa frá því hann var í byggða- stefnubransanum hér á árum áður. Sjóður þessi hefur aðsetur við götu þá sem Austurstræti heitir, og þá náttúru hefur, að þar verður enginn hagvöxtur til, en því meira af honum safnast þar fyrir. Sjóður þessi nefnist Fiskveiðasjóður, og mun hlut- verk hans fyrst og fremst vera það að troða skuttogara inn á hvert einasta krummaskuð á landinu, og bjóða svo í þessa togara þegar reksturinn gengur ekki lengur. Þessi togaraupp- boð hafa meðal annars haft það í för með sér að málararnir í Slippnum hafa að undanförnu haft mikið að gera við það að mála yfir nöfn og númer togara, en mála þau svo aftur að upp- boði og sölu lokinni. Annars hefur þessi sjóður meðal annars afrekað það hér á Norðurlandi að nánast kljúfa heilan stjórnmálaflokk, og Reynir Antonsson skrifar stofna atvinnuöryggi þónokurra þingmanna í bráða hættu, en sjálfur er hann víst búinn að komast að því sama og allir skynibornir Reykvíkingar, að sjávarútvegur er dálítið áhættu- samur atvinnuvegur, og til að dreifa þessari áhættu mun hann víst vera farinn að leggja fé í alkóhólisma sem sagður er vax- andi atvinnugrein hérlendis og meira að segja með talsverða útflutningsmöguleika. Að minnsta kosti sá ég í blaði að hann hefði lagt fé í kaup á rúm- um í fyrrverandi kvennagraut- arskóla vestur í Dölum sem nú gegnir hlutverki endurhæfingar- stöðvar fyrir drykkjusjúklinga. En þó að afskipti pólitíkus- anna af togarabraski Fiskveiða- sjóðs hafi nú öll verið dálítið klaufaleg þá eru þau síður en svo neitt einsdæmi. Það allra nýjasta er auðvitað hama- gangurinn í Þróunarfélaginu, en svo mun Steingrímur hafa skírt Framkvæmdastofnun, og vita- skuld vildi hann fá nokkru um það ráðið hver sæi um upp- fræðslu þessa óskabarns. Ekki voru þó allir á sama máli. Scheving fór að tala um óþol- andi afskipti pólitíkusa, þótt vitaskuld væri hann nú ekki í stjórn þessa félags nema af því að hann var sjálfur handhafi þess pappírs sem sagt er að jafnvel Sankti-Pétur telji full- gildan aðgöngumiða að himna- ríki, fyrrnefnt pappasnifsi, flokksskírteini í Sjálfstæðis- flokknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.