Dagur - 17.02.1986, Síða 11

Dagur - 17.02.1986, Síða 11
17. febrúar 1986 - DAGUR - 11 „Við viljum mýið“ - segir Arngrímur Geirsson, en, Mývetningar hafa áhyggjur vegna breytinga á lífríki vatnsins N Gömul mynd tekin á Mývatni þegar veiðin var góð og silungarnir vænir. „Eins og er virðist vera tölu- vert af smáum silungi í Mý- vatni og hann er nokkuð vel á sig kominn holdafarslega séð. Hins vegar er ekki mjög bjart framundan, þar sem ekki virð- ist ætla að koma upp mý eitt árið enn hér í sveitinni, en það er eitt af skilyrðum fyrir því að góður silungur veiðst í vatn- inu,“ sagði Arngrímur Geirs- son formaður Veiðifélags Mývatns. Nokkrar breytingar hafa orðið á lífríki Mývatns á undanförnum árum og greinir menn á um hver ástæðan sé fyrir því. Árið 1982 varð mikið hrun á átu í Mývatni, en þá voru veiðitakmarkanir, en veiði var góð það vor og sumar, þegar kvótinn kláraðist. Ætluðu Mývetningar síðan að láta silung- inn sem eftir var vaxa og veiða hann næsta sumar. Þessi silungur skilaði sér ekki þar sem átustofn- inn í vatninu hrundi. Eftir þenn- an tíma hefur verið mikil lægð í vatninu og silungurinn lélegur. Af þeim sökum var lítið veitt árið 1984. Pað gerist svo á síðast sumri að hluti átunnar kemur til baka. Er um að ræða 2 tegundir krabbadýra sem bændur kalla sín á milli kornátu. Petta eru krabba- dýr sem kvikna í júlí og ágúst og lifa fram í október. Tilkoma át- unnar virkaði eins og vítamín- sprauta á lífið í vatninu og fiskur- inn sem veiddist síðla sumars í fyrra var í þokkalegu standi og sumt af honum var mjög gott. Síðastliðið sumar fóru fram miklar rannsóknir sem Jón Krist- jánsson fiskifræðingur stjórnaði. Niðurstöður þeirra rannsókna voru þær helstar að nokkuð mik- ið virðist vera af smærri silungi í vatninu sem ekki hefur náð að vaxa upp í þá stærð sem bændum þykir æskileg, en það er 500 gramma silungur. Svo kemur í ljós að vænni silungur er farinn að éta hornsíli sem mikið er af í vatninu en er engin kjörfæða fyrir bleikju og hún étur ekki ef hún hefur annað sem hún vill frekar. Mönnum hefur m.a. dott- ið í hug að mikill aukning á horn- síli eigi sinn þátt í því á átustofn- inn hrundi. Fiskifræðingar lögðu svo til í framhaldi af rannsóknun- um, að möskvastærð neta yrði minnkuð til að veiða smærri sil- ung og hlífa þeim stærsta og leyfa honum að éta hornsíli, jafnframt því að fá fram nokkuð öruggan hrygningarstofn. í framhaldi af þessum niðurstöð- um var gerð samþykkt veiði- bænda í janúar, þar sem leyft er að nota net með 39 mm möskva- stærð. Annað sem ekki er talið síður mikilvægt, er að þak var sett á möskvastærðir. Nú er óheimilt að nota stærri möskva en 45 mm sem ætti að tryggja að stærsti silungurinn fær að vera áfram í vatninu. Arngrímur sagði að með þessum aðgerðum væri verið að hlífa hornsílaætunum í vatninu og prófa að láta silunginn sjálfan hafa áhrif á vistfræðina með því að halda hornsílunum niðri. Veiðimálastofnun hefur unnið allmikið verk við rannsóknir í Mývatni. Tekin eru sýni reglu- lega af vatninu og sýni úr silungs- mögum. Þrátt fyrir það er ýmsum spurningum ósvarað varðandi þetta mál. Einnig á eftir að koma í ljós hvort nægjanlegt sé fyrir sil- unginn að hafa hornsíli til matar og kornátu þegar líða tekur á sumarið. Gísli Már Gíslason frá Náttúru- verndarstofnun Háskólans hef- ur stundað rannsóknir á mýi við Mývatn undanfarin ár og verið sannspár um mýgöngur við vatnið. Rannsóknir hans benda til þess að ekki verði um verulega uppsveiflu í mýstofninum á næsta sumri. „Þegar mýið er í blóma,“ eins og Arngrímur orðaði það, elur Mývatn miklu meira magn af silungi en þar er núna, auk þús- unda af ýmsum tegundum fugla, sem hefur fækkað verulega síð- ustu ár þegar átan hefur verið í lægð. Bleikjan og hluti af anda- stofninum eru keppinautar um ákveðnar fæðutegundir. „Við viljum sem sagt fá mýið,“ sagði Arngrímur og bætti við: „Bænd- ur eru farnir að átta sig á því æ betur eftir því sem árin líða, að ef menn ætla að hafa teljandi hlunn- indi af vatninu, verður að nota skynsemina í stað þess að gína yfir öllu sem mögulegt er. Það verður að fara að með vissri gát.“ gej- Gerð: 1 Herraskór St. 40-45 DÖkk gróir kÁður: 2.270. Ite: 1.090.- erð: 4 ý. kulda- Jgvél j. 35-41 jólubiátt .ður: 2.590, lú: 1.090.- I tilefni 100 ára afmælis KEA ög 50 ára afmælis skógerðarinnar, bjóðum við skó á alla fjölskylduna á stórlækkuðu verði. Þetta tilboð gildir dagana 17.-22. febrúar. St. 24-35 Gerð: 3 jfl Dömuakóflj Boxer 9 St. 36-41 fl Svartir Áður: 2.075. Nú: 1.090.- Gerð: 2 Herra- götuskór St. 40-45 Dökkgráir Áður: 2.180. Nú: 1.090.- Gerð: 5 Kv. kulda- skór St. 35-41 Grœnlr - Fbl - Futzia Áður: 2.270. Nú: 1.Q90.- Hr. ökkia- skór St. 40-45 Dökkgráir Áður: 2.600. Nú: 1.090.- Vinnu- og götuskór St. 40-45 Dökkbláir Áður: 1.995. ■*l1.090.- SKOGERÐIN AKUREYRI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.