Dagur - 19.02.1986, Side 5

Dagur - 19.02.1986, Side 5
19. febrúar 1986 - DAGUR - 5 Flestir sjálfboðaliðanna gera sér enga sérstaka rellu út af af- leiðingum þessara tilrauna, sér- staklega þeir sem eru stranda- glópar og þurfa á peningum að halda til að komast heim. Benny Butler frá Skotlandi fékk eindregnar ráðleggingar frá lækni skammt frá Mannheim þess efnis að hann skyldi drífa sig heim þar sem hjartað í honum væri ekki eins og það ætti að vera. Engu að síður var hann þrem dögum síðar kominn til Iphar Institute í von um að þessi ágalli hans uppgötvaðist ekki og hann fengi að taka þátt í tilraun. „Hvað annað gat ég gert? Ég er blankur og einhvern veginn verð ég að vinna mér inn peninga fyrir farinu heim,“ sagði hann. Ungur maður frá Birmingham hafði eytt heilu ári í ferðalög sem hann hafði fjármagnað með því að taka þátt í lyfjaprófunum. Þegar hann kom aftur heim til Englands fyrir skömmu komst hann að því að hann hafði enga von um vinnu og átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Innan viku var hann kominn aftur til Iphar Institute, bitur og fullur eftirsjár. Pað er ekki óalgengt að sami maður hafi tekið þátt í yfir 20 til- raunum. Þrátt fyrir að hver stofa krefjist þess að heill mánuður líði frá því að síðustu tilraun lauk þar til sjálfboðaliði tekur þátt í nýrri tilraun er ekkert sem kemur í veg fyrir að maður færi sig milli stofn- ana og taki þátt í nýrri tilraun ör- fáum dögum eftir að þeirri síð- ustu lauk. Pað er jafnvel mögu- legt að taka þátt í fleiri en einni tilraun í senn hjá mismunandi stofnunum. Sumir sjálfboðaliðar lofa sjálf- um sér því að taka bara þátt í einni eða tveimur tilraunum en verða svo háðir þessari einföldu gróðalind og jafnvel áfall hræðir þá ekki frá því að koma aftur og aftur. Lee Faulkner féll þrisvar í yfirlið á meðan hann tók þátt í einni tilrauninni. „Þetta var allra síðasta sinn hjá mér,“ sagði hann eftir á en tveim vikum síðar var hann byrjaður í þriðju tilrauninni á tveimur mánuðum. Doktor Muller við Iphar Insti-' tute segir að „mjög fáir hafi dáið úr afleiðingum tilrauna." Stofn- unin gerir að, sögn forsvars- manna, allar nauðsynlegar ráð- stafanir til að forðast læknisfræði- leg óhöpp. Fyrir þátttakendur eru lyfja- prófin ekki ósvipuð því að taka þátt í Rússneskri rúllettu því um helmingur þátttakenda fær mein- laus platlyf. Það er gert til að læknar geti borið saman áhrif raunverulegu lyfjanna miðað við þá sem fá platlyf en halda e.t.v. að þeir séu að prófa raunveruleg iyf • NATIONAL ENQUIRER Hugsanir.. . FYRST VIÐ GETUM EKKI FLOGIÐ, Á HANN ENGAN MÖGULEIKA. Kynfræðifélag Islands stofnað í Reykjavík Tvísýn keppni á Skákþingi Akureyrar Senn iíður að lokum Skákþings Akureyrar en nú eru búnar sex umferðir í öllum flokkum, en alls verða tefldar níu umferðir. Staða efstu manna í opna flokknum er þessi: Efstur er Gylfi Þórhallsson með 4Vi v. í öðru til sjötta sæti eru Arnar Þorsteinsson, Friðgeir Kristjánsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Tómas Hermannsson og Þór Valtýsson allir með 4 v. Helstu úrslit í fimmtu og sjöttu umferð urðu þessi: í fimmtu umferð vann Gylfi Tómas, Arnar vann Friðgeir, Þór vann Sveinbjörn Sigurðsson og Sigurjón vann Boga Pálsson. í 6. umf. Friðgeir vann Gylfa, Sigur- jón vann Sveinbjörn og jafntefli varð hjá Arnari og Þór, einnig varð jafntefli hjá þeim Tómasi og Jakobi. Sjöunda umf. verður tefld á fimmtudaginn í Verk- menntaskólanum. í unglingaflokki er Tómas Her- mannsson efstur með 5 v. í 2.-4. sæti eru Skafti Ingimarsson, Bogi Pálsson og Rúnar Sigurpálsson með 4'/2V. í drengjaflokki er Valdimar Sævarsson efstur með 4 v. og í 2.-5. sæti eru Örvar Arn- grímsson, Eiríkur Hauksson, Hreinn Hringsson og Gestur Ein- arsson allir með 3Wv. Þrjár síðustu umf. í unglinga- og drengjaflokki verða tefldar á laugardaginn í Barnaskóla Akur- eyrar. Febrúar 15 mínútna mótið verður í Barnaskóla Akureyrar n.k. föstudag kl. 20.00 Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Verió velkomin og kynnist þvi hvernig hægt er að matreiða allan venjulegan mat i Toshiba örbylgjuofninum á ótrúlega stuttum tima. Hvers vegna margir róttir verða betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þór er óhætt að láta börnin baka. Og siðast en ekki sist. Svo þú fáir fullkomíð gagn af ofninum þinum holdum við matreiðslunámskeið fyrir __________________________elgendur Toshiba ofna. Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna SIEMENS Þvottavélar, eldavélar, ísskápar og fleira, einnig smá heimilistæki í úrvali til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu eia afa og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauöristar með hita- grind, eggjasjóðarar, straujárn með og án gufu, hraðgrill og ótal margt fleira. Tótu barnastóllinn Sérstaklega hentugur og þægilegur i flutningi. PETRA Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Búsáhöld í úrvali smá heimilistæki í urvali. Nyjung t.d. hradsudukanna, nytsöm til margra hluta. JA — NYLAGNlR w mor « Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400 Verslið hjá fagmanni. Aðalfundur Ungmennafélags Framtíðar verður haldinn í Laugaborg laugardaginn 22. febrúar nk. kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Ungmennafélagar og allir þeir sem áhuga hafa á starfsemi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin. Sýnikennsla á Stofnað var í Reykjavík, þann 9. desember sl. Kynfræðifélag íslands. Undirbúningsnefnd hafði þá starfað um nokkurn tíma, eftir að fjöldi fólks hafði lýst áhuga fyrir stofnun slíks félags. Á stofnfundinn komu rúmlega tuttugu manns úr ýmsum áttum, sálfræðingar, félagsráðgjafar, læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar o.fl. Á fundinum var greinargerð undirbúningsnefndar lesin, samþykkt lög fyrir félagið og tvær tillögur til bráðabirgða, sem tengjast lögunum, samþykkt árgjald fyrir starfsárið 1985-1986 og kjörið í stjórn félagsins. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum, en Nanna K. Sigurðar- dóttir félagsráðgjafi var kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru: Sig- tryggur Jónsson sálfræðingur, rit- ari, María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, gjaldkeri og Kjartan Magnússon krabba- meinslæknir og Hope Knútsson iðjuþjálfi, meðstjórnendur. Félagið er ætlað fagfólki, sem hefur menntun á sviði heilbrigð- is-, félags- eða sálarfræða, svo og öðrum, sem fást við kynfræði í starfi sínu. Markmið þess er að efla fræði- greinina kynfræði (secologi) á Is- landi og stuðla að samstarfi fagfólks, sem fæst við meðferð, kennslu eða rannsóknir á sviði kynfræða. Þar sem starfsgrundvöilúr fé- lagsins er ákaflega breiður, er ætlunin sú að innan félagsins starfi sérstakir vinnu- eða áhuga- mannahópar um sérstök verkefni eins og t.d. meðferð kynlífs- vandamála, fræðistörf. kennslu o.s.frv. Aðalfundur félagsins verður haldinn í maí nk., en þeir sem ganga í félagið fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. Umsókn um aðild að félaginu berist stjórn fé- lagsins á þar til gerðum umsókn- areyðublöðum, en þau er hægt að fá hjá stjórnarmönnum. Pósthólf félagsins er 1771 - 121 Reykja- vík. örbylgjuofiium verður fyrir viðskiptavini okkar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 8 e.h. í Hafnarstræti 91, 4. hæð. Járn- og glervörudeild. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.