Dagur - 07.03.1986, Side 5

Dagur - 07.03.1986, Side 5
r-hjátrú eða hvaðl 7. mars 1986 - DAGUR - 5 Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Andar framliðinna Peim hjátrúarfulla verður ekki um sel ef fugl flýgur inn í hús hans eða sest á gluggakistu og goggar i rúðuna. Þetta háttalag boðar ekkert gott og eins víst að dauðsfall verði í fjölskyldunni innan árs. Fuglar voru nefnilega taldir vera m.a. sálir fram- liðinna og verður þá þessi hjátrú vel skiljanleg því mannskepnan hefur gegnum tíðina verið ákaflega tortryggin í garð framliðinna og gripið til ýmissa varúðarráðstafana gegn því að þeir gerðu óskunda í mannheimum. Framliðnir voru og eru ekki alltaf við alþýðuskap eins og ís- lensku draugasögurnar bera vitni um svo ekki sé talað um hremmingar eins og vampírur sem þjökuðu Evrópubúa á miðöld- um. Sálir framliðinna í fuglslíki voru því ekki velkomnar í hús manna og svo rammt kvað að þessum ótta að enn er til fólk sem ekki vill hafa veggfóður með fuglamyndum í herbergjum sínum. Rómverjar Virðingarsess þann sem fuglar höfðu í fornöld má glögglega sjá hjá Róm- verjum hinum fornu. Þeir treystu „dómgreind“ þeirra miklu betur en sinni eigin. Hinir opinberu spámenn nutu mikillar virðingar, en aðalhlut- verk þeirra var að segja fyrir um framtíðina og túlka mannleg málefni af ýmiss konar teiknum og táknum meðal annars af flugi og háttalagi fugla. Þessir spámenn voru virðulegir eldri menn sem klæddust sérstökum kyrtlum og studd- ust við langa stafi. Þeir höfðu eytt fjölmörgum árum í það eitt að læra hin flóknu fuglafræði, hvað læra mætti af flugi fuglanna og kvaki þeirra. Páfagaukar Margir fuglar hafa haft um sig svo sterkan hjátrúarhjúp að slitur af honum hefur varðveist til okkar tíma þar sem skynsemin ríður húsum. Um þetta er hrafninn gott dæmi og er ég nýlega búinn að greina frá ýmislegu í sambandi við hann. Mikið hrafnager hefur búið um sig í sjávarkambinum fyrir neðan Drottningarbrautina og er þar upplagt að leita svara um framtíðina af flugi þeirra sem oft er hrein unun að fylgjast með. Annað dæmi kemur erlendis frá. Ferðalangar hafa eflaust tek- ið eftir því að í stórborgum má stundum sjá á meðal götusalanna og skemmtikraftanna, grænan páfagauk sem vinnur fyrir eiganda sínum með því að velja spjald fyrir viðskiptavininn þar sem spáð er fyrir um framtíðina. - Svona er komið fyrir rómversku spá- mönnunum. Spár Til þess að geta túlkað á jákvæðan eða neikvæðan hátt það sem fuglarn- ir sögðu um mannleg málefni skiptu spámennirnir himninum niður í reiti, á svipaðan hátt, segja menn, og fall- byssuskyttur í nútíma stríðsleikjum. Spámaðurinn gekk upp á næsta leiti og framkvæmdi helgiathöfn sem meðal annars fól í sér að dýri var fórnað og bænir beðnar, þá tók hann sér áhrifamikla stöðu með stafinn í hendi og beið eftir að sjá fyrsta fuglinn birtast við sjón- deildarhring. Ef fuglinn flaug inn í sérstakan reit á ákveðnum tíma, var um gott teikn að ræða - ef svo heppilega vildi til að ann- ar flygi fljótlega í kjölfarið. Ef seinni fuglinn lét ekki sjá sig eða hagaði sér á annan hátt mátti búast við illu. Spámaðurinn túlkaði síðan flug fuglsins fyrir þeim sem hafði borið fram ákveðna spurningu. Hér hefur aðeins verið tekið eitt dæmi af fjölmörgum um það hvernig spámennirnir unnu. Þeir voru í miklum metum og engum datt í hug að draga vísdóm þeirra í efa. Þeir voru látnir fremja athafnir sínar fyrir allar meiri háttar ákvarðanir og aö- gerðir sem valdhafar tóku sér fyrir hendur. Alexander mikli lét til dæmis alltaf spá í innyfli dýra fyrir allar orustur sínar - oftar en ekki var um fugla að ræða. HotBSSsí BÍIASAIA j C L C Cj, BÍIASAUNN VID HVANNAVíLll 5:24119/24170 Lada Sport árg. ’84. Ekin 10.000. Verð 270.000. Mazda 929 árg. ’83. Ekin 34.000. Verð 380.000. Range Rover árg. ’77. Verð 460.000. MMC Cordia árg. ’83. Ekinn 23.000. Verð 320.000. Erum með mikið af nýjum og notuðum bílum í hlýjum og rúmgóðum sýningarsal. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 10-17. KFUM og KFUK, ' Sunnuhlíð. Sunnudaginn 9. mars almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Bogi Pétursson. Allir velkomnir. hvimsumummn vsmmsnub Sunnud. 9. mars kl. 11.00. Sunnudagaskóli. Öll börn velkom- in. Sama dag kl. 20.00. Almenn samkoma, Ræðumaður Snorri Óskarsson frá Vestmannaeyjum. Fórn tekin fyrir innanlandstrúboð- ið. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. = COMBAC Frístandandi sturtuklefar með sjátfstillanlegum blöndunartækj- um. Hentar alls staðar fyrir heimili og vinnustaði. ■ Stærðir: 80x80 — 90x90 — 70x90 — 90x70 Auðvett í uppsetningu; aðeins þarfað tengja vatn og frárennsli. ÚTSÖLUSTAÐIri: Kaupfélag Þingeyinga Kaupfélag Húnvetninga Byggingavörudeild Byggingavömdeild Kaupfélag Eyfirðinga Byggfngavörudeild Hiti s/f Draupnisgötu 2 Kaupfélag Skagfirðinga Byggingavörudeild Kjörfundur framsóknarfélaganna á Akureyri Laugardaginn 8. mars nk. halda framsóknarfélögin á Akureyri kjörfund í starfs- mannasal KEA í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Kjörfundurinn hefst klukkan 13.30. Á kjörfundinum fer fram val á framboðslista framsóknarmanna til bæjarstjórn- arkosninga á Akureyri vorið 1986. Kjörfundur velur í 1. til 8. sæti á framboðslist- anum og er sú kosning bindandi. Kosið verður um eitt sæti í senn þar til skipan í 8 efstu sætin liggur fyrir. Einungis félagsbundnir framsóknarmenn eiga rétttil þátttöku á kjörfundinum. Við komu á kjörfundinn fær hver fundarmaður möppu með tölusettum kjörseðl- um og prentuðum nöfnum allra frambjóðenda á hverjum seðli. Kjörmaður skal setja kross við eitt nafn á seðlinum við hverja kosningu. Talning atkvæða fer fram strax að lokinni kosningu í hvert sæti. Ath. sjónvarp á staðnum. Eftirtaldir aðilar eru í kjöri: Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Ásgeir Arngrímsson, útgerðartæknir Áslaug Magnúsdóttir, blaðamaður Björgvin Yngvason, litunarfræðingur Hallgrímur Skaptason, skipasmiður Jóhannes Sigvaldason, tilraunastjóri Jónas Karlesson, verkfræðingur Kolbrún Þormóðsdóttir, húsmóðir Magnús Orri Haraldsson, nemi Ólafur R. Sigmundson, gjaldkeri Sigfús Karlsson, bankastarfsmaður Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi Snjólaug Aðalsteinsdóttir, húsmóðir Unnur Pétursdóttir, iðnverkakona Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, skrifstofumaður Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri Kjörnefnd framsóknarfélaganna á Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.