Dagur


Dagur - 07.03.1986, Qupperneq 7

Dagur - 07.03.1986, Qupperneq 7
7. mars 1986-DAGUR-7 „Betra liðið vann í kvöld“ - sagði Steingrímur Hermannsson „Ég verð að segja að betra lið- ið vann hér í kvöld. Markvarsl- an hjá Svíum var frábær og við hana réðum við ekki,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra eftir ósigur- inn gegn Svíum í gærkvöld. Steingrímur var mættur til leiks ásamt Matthíasi Mathiesen utanríkisráðherra og voru þeir kappar á fremsta bekk og spennt- ir mjög, enda báðir eldheitir handknattleiksáhugamenn. „Mér fannst þeir Kristján og Atli, stórskytturnar okkar, ekki komast í gang í þessum leik,“ sagði Steingrímur. „Þessir piltar voru stórkostlegir gegn Dönum, en því miður, þeir fundu sig ekki í kvöld. Þá fannst mér þáttur dómaranna í þessum leik vera hneykslanlegur, þeir dæmdu á okkur sóknarbrot í tíma og ótíma. En því miður, betra liðið vann í kvöld,“ sagði forsætisráð- herrann. Það sakar e.t.v. ekki að láta fara hér með frásögn af því þegar Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður útvarps heyrði fyrst af stórsigri íslands yfir Danmörku. Hann var staddur í Kaupmanna- höfn og kom á þingstað Norður- landaráðs. Sá hann þá Steingrím forsætisráðherra vera að „atast“ í lífvörðum sínum og og hermir sagan að forsetisráðherra okkar hafi sagt í sífellu: „Ja de var nu mál“!!! KK-Sviss. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut sími 22700. Þarfnast bíllinn viðgerðar? Önnumst allar almennar viðgerðir. Stillum vél og gerum bílinn gangvissan í vetrarakstri. ■ kjötborði Athugið: Kjúklingar og egg á mjög góðu verði Verslið í Sunnuh Opið til kl. 7 eh. á föstudögum og trá Kristján Arason. Verður hann ekki með gegn Spáni? Mynd: AE. Kristjan ekki með gegn Spáni? Flest bendir til þess að íslenska handknattleikslandsiiðið muni ganga til leiks gegn Spánverj- um í kvöld án stórskyttunnar Kristjáns Arasonar. Kristján hefur átt við þrálát meiðsli að stríða en hefur harkað af sér og barist af krafti í vörn og sókn. I leiknum gegn Dönum voru meiðsli í öxl farin að há kappanum verulega og sam- kvæmt síðustu fregnum úr her- búðum íslenska landsliðsins í morgun er talið líklegast að Kristján Hvíli í kvöld. Það er ekki að efa að íslenskir íþróttaáhugamenn geta unnt honum hvíldarinnar. Hann er hinn sterki maður íslenska liðsins ásamt Einari Þorvarðssyni og að sjálfsögðu er það okkur ljúft að þessi sterki leikmaður komi óskaddaður út úr keppninni. KK-Sviss. Vöfflutónleikar Hinir árlegu „ Vöíflutónleikar“ Passíukórsins verða haldnir í Lóni við Hrísalund sunnudaginn 9. mars kl. 16:00. ★ Kórsöngur og almennur söngur ★ Kaffi og rjómavöfflur Passíukórinn. Aðalfundur Grávöru hf veröur haldinn í kaffistofu fimmtud. 20. mars kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kaldbaks, Grenivík, Stjórnin. Rafverktakar Rafvirkjar vanir skipa- og annari almennri raflagnavinnu óska eftir vinnu nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar i síma 22119 eöa á skrifstofu rafvirkja- félags Akureyrar milli kl. 17.00 og 19.00. virka daga Umboðsmaður óskast. Óskum eftir umboðsmanni á Akureyri fyrir tímarit okkar: Mannlíf - Viðskipta- og tölvublaö- iö - Bóndinn - Gróandinn - Byggingamaðurinn. Fjölnir hf. simi 91-687474.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.