Dagur - 07.03.1986, Side 8
8 - DAGUR - 7. mars 1986
7. mars 1986 - DAGUR - 9
Sigurður Friðriksson skipstjóri á Stakfellinu í helgarviðtali
Hann á að baki 30 ára sjómennskuferil í haust,
hann Sigurður Friðriksson skipstjóri á Stakfellinu.
Sigurður er maður hress og hefur skoðanir á
hlutunum. Um þœr er hægt að lesa í þessu helgar-
viðtali.
Sigurður hefur búið á Þórshöfn um nokkurra ára
skeið ásamt konu sinni, Dröfn Þórarinsdóttur og
tveimur börnum. Við hittum Sigurð að máli á heim-
ili þeirra að Fjarðarvegi 39 kvöld eitt í síðustu viku.
Sigurður er fæddur á Daivík, en flutti
6 ára gamall á Árskógsströndina.
Þegar hann var 8 ára lagðist hann á
sjúkrahúsið á Akureyri og lá þar í 2
ár vegna beinsjúkdóms. „Æ, jú, það
var hálf ömurlegt að liggja á sjúkra-
húsinu," sagði hann.
Nánast alla sína starfsævi hefur
Sigurður verið sjómaður. Hann var á
Akranesi í 3 ár, á ýmsum skipum Út-
gerðarfélags Akureyringa í 10 ár og á
Brettingi frá Vopnafirði í 2 ár.
- Hvernig er að vera sífellt að
flytja á milli staða?
„Það er að vissu leyti erfitt á með-
an á því stendur. En þetta gengur
svona. Það eru ýmsar ástæður fyrir
flutningunum, t.d. þegar við fórum
til Vopnafjarðar, þá ætlaði ég upp-
haflega að fara 1-2 túra, en þetta
teygðist í 2 ár. Okkur var boðin
íbúð, þannig að við ákváðum að slá
til. Okkur leist vel á fólkið og allt
sem við sáum. Þetta var indæll tími
og við skildum við staðinn með
nokkurri eftirsjá. En kringumstæð-
urnar réðu því að við fluttum aftur til
Akureyrar. Það var sumarið 1975.
Ég réðist sem stýrimaður á Snæfellið
og fór út til Noregs að ná í skipið. Á
Snæfellinu var ég í 2 ár.
Síðan gerist það eftir nokkrar um-
ræður að ég ræðst hingað austur sem
skipstjóri á fyrsta togara þeirra Þórs-
hafnarbúa, sem þá hét Fontur. Þórs-
hafnarmenn keyptu þetta skip sunn-
an af Suðurnesjum og ýmsar aðstæð-
ur réðu því að kaupverðið var allt of
hátt, skipið fremur lélegt og illa við-
haldið. Þannig að ýmsar ástæður lágu
að baki þess að útgerðin gekk fremur
böksulega. Bilanatíðni var nokkuð
mikil og erfitt um vik að fá viðgerðir.
Þá var lítil þjónusta hér, þessi staður
var í rauninni ekki tilbúinn til að
þjóna togara á þessum árum. Þetta
endaði því með að þegar búið var að
koma skipinu í þokkalegt horf með
ærnum tilkostnaði, að það var selt á
uppboði. Þetta skip heitir nú Siglfirð-
ingur og er gert út frá Siglufirði.“
- Það gekk sem sagt illa með
Fontinn?
„Að því leytinu til, já, að það bil-
aði mikið. En ég er ekki reiðubúinn
til að viðurkenna að illa hafi gengið á
meðan það var í lagi. En vissulega
höfðu þessar bilanir mikið að segja.
Þetta voru ótrúlegustu bilanir sem
upp komu, það má eiginlega segja að
allt skipið hafi verið í niðurníðslu.
Það hefði þurft að gera gagngerar
endurbætur á skipinu öllu, ekki að
bíða eftir að hlutirnir biluðu.“
- Höfðu menn ekki skoðað skipið
nægilega vel áður en það var keypt?
„Það er nokkuð löng saga að segja
af hverju Þórshafnarmenn keyptu
þetta skip. En sannleikurinn er sá að
þeim bauðst skip úti í Noregi sem var
í alla staði betra skip en Fonturinn
var og að mig minnir að minnsta
kosti um 100 milljónum ódýrara. En
á þessum tíma var allur innflutningur
á skipum stoppaður af. Þannig að
Þórshafnarmenn áttu þennan kost,
annað hvort að taka Fontinn eða fá
ekkert skip. Það má því kannski
segja sem svo að þeir hafi neyðst til
að taka þennan kostinn. Á þessum
tíma stóðu þeir uppi með nýreist
frystihús og það vantaði hráefni. Þess
vegna var nú farið út í þetta, kannski
meira af kappi en forsjá. En sem sagt
þetta var hálfgert neyðarúrræði og
það tókst ekki að halda útgerðinni
gangandi."
Jafnvel sagt að
Þorshafnarbúum vœri fœrður
togari á silfuifati
Fonturinn var seldur til Siglufjarðar
seinni part vetrar árið 1979, síðan
liðu 3 ár, þangað til náð er í Stakfell-
ið til Noregs, en það var vorið 1982.
Skipstjóri á Stakfellinu var Ólafur
Aðalbjörnsson, en Sigurður var
stýrimaður. Ólafur fór í land eftir
hálft annað ár vegna heilsubrests og
þá tók Sigurður við skipinu. Sigurður
hefur verið skipstjóri á Stakfellinu
síðan haustið 1984.
- Stakfellið var mjög umdeilt skip
á sínum tíma.
„Það fóru fram miklar umræður
um skipið í þjóðfélaginu og þeir
höfðu hæst sem minnst vit höfðu á
útgerð. Erfiðasti tíminn var á meðan
skipið var enn í smíðum. Við vissum
það sjálfir að fengjum við gott og vel
búið skip gætum við staðið okkur
eins og aðrir í því að fiska. En við
gátum ekkert sannað á meðan skipið
var í smíðum. Það kom svo strax í
ljós fyrsta mánuðinn að við fiskuðum
vel og þá hljóðnaði þessi neikvæða
umræða. Ég vil leyfa mér að segja að
það hafi gengið afbragðsvel hjá
okkur.“
- Að hverju beindist gagnrýnin
aðallega?
„Gagnrýnin var af ýmsum toga, en
fyrst og fremst hefur forsagan haft
sitt að segja, þ.e. hvernig gengið
hafði með Fontinn. Fólk vildi meina
að þetta byggðarlag væri ekki í stakk
búið til að gera út togara. Þar væri
engin kunnátta fyrir hendi til að reka
skip. Nú, það var talað um að engir
peningar væru til og allt væri fengið
að láni. Jafnvel var sagt að verið væri
að færa Þórshafnarbúum togara á
silfurfati.
Þegar verið er að tala um þessi
mál, er ekki annað hægt en að minn-
ast á Stefán Valgeirsson alþingis-
mann. Hann var driffjöðrin í þessu
máli og aðalhvatamaðurinn að því að
skipið kom hingað. En hann fékk
ótæpiiegar ádrepur frá starfs-
bræðrum sínum á þingi og var húð-
skammaður af ýmsum mönnum í
þjóðfélaginu. Það var talað um að
með þessu tiltæki væri verið að setja
900 þúsund króna skuld á bakið á
hverjum Þórshafnarbúa. Svo var
reiknað út hversu mikið væri tekið úr
vasa hvers íslendings til að hægt yrði
að gefa Þórshafnarbúum togarann.
Við þessu gleyptu menn. Það eru
æði margir þannig að fregnir af verra
taginu eiga greiðari aðgang að hug-
um þeirra, en hinar.
En eftir að togarinn var kominn
hingað, þá held ég að menn hafi
neyðst til að viðurkenna að þeir
höfðu ekki rétt fyrir sér. Á sínum
tíma voru þessi togarakaup Þórs-
hafnarmanna kölluð skólabókar-
dæmi um hvernig ekki ætti að fara að
hlutunum. En ég held að þessu sé
þveröfugt farið. Þetta er kannski ein-
mitt skólabókardæmi um hvernig
fara á að þessum hlutum.
Margir frammámenn í þessu þjóð-
félagi eru búnir að viðurkenna það
opinberlega að þeim hafi skjátlast í
dómum sínum um þetta skip. Og það
er vissulega vel, þegar menn kannast
við að þeir hafi ekki haft rétt fyrir
sér. Þeir verða menn að meiri fyrir
vikið.“
- Nú hefur útgerð gengið vel hér á
Þórshöfn á síðari árum og jafnvel fáir
staðir sem standa jafnvel að vígi
hvað það varðar. Áttu skýringar á
velgengni ykkar?
„Það eru sjálfsagt margar skýring-
ar á því. Ég vil f fyrsta lagi nefna að
við höfum gott skip og vel útbúið.
Strax í upphafi var ákveðið að vanda
vel til áhafnarinnar. Allur undirbún-
ingur var því mjög góður. Menn
gerðu sér grein fyrir hvað var í húfi
og hvað það myndi þýða ef illa gengi
og spár fólksins í landinu myndu
rætast. Þá yrði ekki gaman að lifa.
Á þessum tíma var lítið um vana
togarasjómenn á staðnum, þannig að
sóst var eftir mannskap frá Akureyri.
Og í sannleika sagt var lítið sóst eftir
plássi af heimamönnum til að byrja
með. Mannabreytingar hafa ekki
verið miklar, þetta eru mest sömu
mennirnir og í upphafi. En ásókn
-
----------------------------------------------------------------------------------------------,
Mrn verÖa að hafa rnetmð í bm st
- metnað til að standa upp úr
heimamanna hefur aukist og nú er
töluverður biðlisti manna sem vilja
komast að á Stakfellinu.“
Ég vil ekki kerfi sem miðar
að því að ná
meðalmennskunni út úr öllu
- Hefur nálægð við miðin eitthvað
að segja í sambandi við að vel hefur
gengið hér?
„Þegar talað er um góða aðstöðu
til togaraútgerðar, þá er talið að
Vestfirðingar standi best að vígi
vegna nálægðar við miðin. Auðvitað
er það tími af árinu sem fiskur er á
þessari slóð en það er æði oft sem
langt er á miðin. Öll mið í kringum
landið eru okkar mið. Eftir að skrap-
dagakerfið var tekið upp og síðan
skömmtun á þorski þá þurfum við að
veiða bæði karfa og grálúðu. Og það
er enginn karfi á þessu landshorni.
Við verðum því að sækja vestur í
Víkurál eða suður fyrir land, eða
Rósagarð. Stóran hluta ársins er
langt á miðin. Þannig að skýringin
liggur ekki í því að stutt sé á miðin.“
Það er ekki hægt að tala við
skipstjóra án þess að minnast á
kvótamálin. Við skulum staldra ögn
við þau.
„Það sem verið er að gera með því
að hafa stjórn á fiskveiðum er til-
raunastarfsemi. Fiskifræðin er ung
vísindagrein hér á landi. Og í raun-
inni er fleiri spurningum ósvarað, en
mönnum hefur látið sér detta í hug
að til séu lausnir á. Stjórnun á fisk-
veiðum hlýtur því að vera ákaflega
erfitt mál og vandmeðfarið. Ég er
ekkert viss um að við séum búin að
finna bestu lausnina. En aðalatriðið
er það að eitthvað þurfti að gera. Það
þarf einhverjar takmarkanir, flotinn
er það stór og kröftugur. Úr því þessi
floti er staðreynd þá var það engin
spurning, eitthvað þurfti að gera.
Sérstaklega á þeim árum þegar var
slæmt útlit í náttúrunni fyrir lífsskil-
yrði fisksins.
Ég veit ekki hvort ég á að fara
að gera upp á milli þeirra aðferða
sem notaðar hafa verið. Fyrst var
það skrapdagakerfið og síðan afla- og
sóknarmark. Ég vel það kerfi og tel
það æskilegast og best, sem hvetur
hvern og einn til að skila því besta
sem hann getur. Ég vil ekki kerfi sem
miðar að því að ná meðalmennsk-
unni út úr öllu. Að mínu mati er afla-
markið því afleitasti kosturinn af
þessum. Sóknarmarkið er það besta
sem við höfum fundið upp ennþá, en
vonandi eru til betri kostir en það.
Við völdum aflamarkið í fyrra
vegna þess að framundan voru breyt-
ingar á skipinu. Því var breytt í það
sem kallað er hálffrystiskip, við heil-
frystum aflann um borð. Við bjugg-
umst við að verulegur tími færi í
þessar breytingar sem það gerði líka.
Þannig að við óttuðumst að ná ekki
nógum afla út úr sóknarmarkinu. En
það kom á daginn að þó við værum
stopp vegna breytinganna þá vorum
við búnir með kvótann okkar í
endaðan ágúst. Þá fórum við suður
fyrir land og keyptum fisk og lönduð-
um fyrir aðra.
í ár var sóknarmarkið valið fyrir
Stakfellið. í sóknarmarkinu felst að
árinu er skipt niður í fjögur tímabil.
Skipið má vera úti á sjó í 270 daga á
ári. Dögunum er skipt niður á tíma-
bilin. Það fyrsta tekur yfir janúar og
febrúar og þá má skipið vera að veið-
um í 40 daga. Næsta tímabil er mars
og apríl og þá þarf skipið að vera frá
veiðum í 12 daga. Síðan koma 2
fjögurra mánaða tímabil og þá þarf
að skila 63 dögum í höfn. Sem sagt í
stuttu máli, Stakfellið má vera á
veiðum í 270 daga á árinu og þarf að
skila 90 dögum í höfn. Aflahámark á
þorski hjá Stakfellinu er 1915 tonn,
en aðrar tegundir má veiða óheft.
Við klárum það án efa. Við reyn-
um að vísu að jafna því niður, en
óneitanlega er hagkvæmast að veiða
mest yfir sumarmánuðina þegar veið-
in er mest. En til allrar hamingju er
enginn vafi um það í mínum huga að
„Það sem gerír mann að fiskimanni er dugnaður, árvekni, gott minni og
brennandi áhugi á starfinu.“ Myndir: - mþþ
við náum þessum 1900 tonnum af
þorski. Það sem af er þessu ári erum
við komnir með um 500 tonn af
þorski fyrir utan annan afla.“
Hafið svo óendanlega
miklu sterkara
- Það er stundum talað um fiskna
skipstjóra og menn virðast trúa því
að skipstjórar séu misjafnlega
fisknir. En nú hafa mannfræðingar
komist að því að þjóðsagan um
fiskna skipstjórann eigi sér ekki stoð
í raunveruleikanum. Hvað finnst
þér, eru til fisknir skipstjórar?
„Ég er ekki á sama máli og þessir
vísindamenn. Ég hef mínar skoðanir
á því af hverju sumir menn standa
svolítið upp úr í sambandi við fiskirí.
Það er enginn vafi á því að þeir sem
veljast í þetta starf eru duglegir
menn. Misjafnlega duglegir þó og
þeir menn sem standa upp úr eru af-
burðaduglegir og áhugasamir. Þeir
eru athugulir og minnugir. Svo þurfa
menn auðvitað að vera með góð skip
og sambærileg við aðra. Óg ekki
skaðar að vera heppinn með úigerð-
arstað, að vera vel í sveit settur hvað
varðar fiskimið.
Það sem gerir mann að fiskimanni,
er dugnaður, árvekni, gott minni og
brennandi áhugi á starfinu. Menn
verða að hafa metnað í þessu starfi,
metnað til að skara fram úr.
Hafið er ein af höfuðskepnunum
og það er ekki sama hvernig sjómað-
ur umgengst það. Sjómaður verður
að umgangast hafið með ákaflega
miklum næmleik, hann verður að
bera virðingu fyrir því og hann verð-
ur að kynna sér eiginleika þess. En
það að bera virðingu fyrir hafinu er
það sem gerir góðan sjómann að því
sem hann er. Sjómenn verða að gera
sér grein fyrir því að ef aðgæsla og
árvekni eru ekki í fyrirrúmi þá yfir-
bugar hafið okkur. Hafið er svo mik-
ið sterkara en við og við getum um-
gengist það með sýna því virðingu,
gætni og einnig djörfung.
En ég vil ekki og get ekki kyngt
því að sjómannastéttin sé eina stéttin
í landinu sem ekki eigi sér neina af-
burðamenn.“
- Er það ekki oft á tíðum mikil
barátta að vera skipstjóri?
„Þetta er erfitt starf og krefjandi.
Og því fylgir mikil ábyrgð. Og ég
fullyrði að það sé hvergi eins áber-
andi í nokkurri starfsstétt að menn
eru dregnir til ábyrgðar fyrir mistök í
starfi.
Það þarf ekki annað en að líta á
meðalaldur skipstjóra er þeir fara í
land. Menn fara úr starfi 55-60 ára
gamlir og eru þá orðnir fullsaddir á
baráttunni.“
- Þú hefur aldrei orðið hræddur á
sjónum?
„Það kemur margt óvænt upp á á
sjónum. En til allrar hamingju hef ég
aldrei lent í neinu þannig að ég hafi
haft ástæðu til að verða hræddur. En
því er ekki að neita að oft á tíðum er
viss kvíði í manni. Ég tel að þessi
kvíði sé nauðsynlegur til að tnenn
haldi vöku sinni í starfinu. Þegar tak-
ast á skip og haf, þá er hafið svo
óendanlega miklu sterkara að illa
getur farið ef menn gæta ekki fyllstu
árvekni.
Jú, ég hef óteljandi sinnum lent í
vondum veðrum. En aldrei í beinum
lífsháska."
- Geturðu sagt okkur einhverja
sögu af stórviðrum á sjónum?
„Það er vandi að velja. Jú, ég man
eftir því er ég var mjög ungur, lík-
lega svona 15 ára, að ég var á togar-
anum Bjarna Ólafssyni frá Akranesi.
Við vorum að koma frá Vestur-
Grænlandi, vorum við Hvarf. Þá
lentum við í ansi slæmu veðri. Ég var
það ungur að ég gerði mér ekki grein
fyrir hversu vont veðrið í rauninni
var. Það var mjög mikill sjór og veðr-
átta við Grænland getur vægast sagt
verið leiðinleg. En við vorum sem
sagt á siglingu fyrir Hvarf og við
stóðum nokkrir ungir menn frammi í
lúkarsdyrum fram undir hvalbak og
vorum að horfa á sjóinn. Við vorum
á lensi sem kallað er, keyrðum undan
vindi. Þetta var mjög tilkomumikil
sjón. Nema hvað, í einum öldudaln-
um byrjaði skipið að síga niður að
aftan. Skipið seig það mikið að það
leit út fyrir að báðir björgunarbát-
arnir, sem í þá daga voru trébátar,
væru sjósettir. Allt afturskipið fór í
kaf. Og sjórinn freyddi yfir stefnið á
bátunum, en alla jafna voru þeir 3-4
metra yfir sjó. Við horfðum á þetta,
en áttuðum okkur ekki á hvað var að
gerast. En skipið reif sig upp úr þessu
og við fengum seinna þá skýringu, að
um leið og þetta gerðist hafði skip-
stjórinn, Jónmundur Gíslason gam-
alreyndur sjómaður, hringt niður í
vél og beðið um alla þá ferð sem
möguleiki var á að ná út úr vélinni.
Ef þarna hefði ekki verið gripið til
þess eina ráðs sem rétt var og á ná-
kvæmlega réttri sekúndu þá hefði
farið illa.“
Menn vilja skip
- í framhaldi af sögunni áðan, þar
sem þú sagðir að björgunarbátarnir
hefðu verið trébátar. Hafa öryggis-
mál sjómanna ekki breyst mikið
síðan?
„Jú, þau hafa breyst og eru að
breytast. Sjómenn eru að vakna til
betri meðvitundar um sín öryggis-
mál. Á undanförnum árum hafa ver-
ið gerðir góðir hlutir í öryggismálum
sjómanna, en þó vantar mikið á að
búið sé að gera allt sem gera þarf. En
eins og ég segi, númer eitt er almenn
vakning meðal sjómanna sjálfra. Því
miður má deila á okkur yfirmenn fyr-
ir að hafa ekki sinnt þessum málum
nógu vel. Ástæðan er ekki áhuga-
leysi, þetta á sér eflaust margar
skýringar. Við erum keyrðir áfram,
erum hluti af maskínu sem á að
moka upp fiski. Það hefur verið
númer eitt, tvö og þrjú. Hitt kemur
allt á eftir. En ég held ég geti fullyrt
að núna séu sjómenn að vakna til
meðvitundar um sín öryggismál, ég
heyri oft rætt um þessi mál í talstöð-
inni, en slíkar umræður heyrðust
varla fyrir nokkrum árum. Og
ég tel því að þessi mál komist í nokk-
uð gott horf eftir nokkurn tíma. Það
þurfa allir að leggjast á eitt til að svo
verði. Menn munu þurfa að sækja
námskeið í framtíðinni, en þá kemur
aðstöðumunurinn í ljós. Námskeiðin
eru haldin í þéttbýlinu og við eigurn
ekki eins gott með að sækja þau, sem
búum utan alfaravegar ef ég má orða
það svo.“
- Ef við víkjum þá að öðru, þið
eruð að reyna að fá annað skip?
„Draumurinn er að fá annað skip í
hráefnisöflun fyrir staðinn. Þegar er
búið að gera miklar breytingar á
Stakfellinu, það á aðeins eftir að
setja flökunarvél og alfrystingu um
borð svo að við séum komnir með
frystiskip. Á þessu ári verður útgerð-
in af tekjum sem nema 60-80 milljón-
um miðað við að um frystiskip væri
að ræða. Og það er vissulega slæmt.
En það er á margt að líta, það er
spurning hvort er betra að gera þessa
breytingu og útgerðin gangi. Eða
halda áfram í sama farinu. Við sjáum
fram á erfiðleika hér líka ef ástandið
lagast ekki verulega. Það hefur
teygst lengur úr hér m.a. vegna hag-
stæðra lána. Menn voru heppnir hér,
lánin voru tekin í hagstæðum gjald-
miðli og það hefur sitt að segja.
Skipakaupin hafa gengið brösug-
lega. Það er mikil ásókn í hvert skip.
Menn eru að átta sig á því að hvert
skip sem sett er á sölu getur verið
það síðasta. Afleiðingarnar hafa ekki
látið á sér standa, verð á skipum hef-
ur rokið upp úr öllu valdi og er í dag
komið út fyrir öll mörk skynseminn-
ar. Ég veit ekki hvaða hagsmunum
það þjónar að menn eru að bjóða 190
milljónir í skip eins og raðsmíðaskip-
in. Það er ekki hægt að borga meira
fyrir þau en skip eins og Kolbeins-
eyna. Þetta eru skip með ávísun upp
á 200 tonn af þorski og rækju það
sem eftir er. Það væri kannski annað
mál ef þessi skip hefðu kvóta eins og
önnur skip. En menn vilja skip og
bjóða í öll skip sem í boði eru.”
Við höfum setið lengi hjá Sigurði
skipstjóra á Stakfellinu. Mál til kom-
ið að kveðja og þakka fyrir sig. Við
spyrjum að lokum hvernig honum og
fjölskyldu hans líki á Þórshöfn.
„Okkur líkar alveg þokkalega, ann-
ars værum við ekki hér. Mannlíf er
gott og bömin hafa nóg að gera. Það
er mikið gert fyrir börnin hér og þau
vilja sjálfsagt hvergi annars staðar
vera en hér á Þórshöfn." -mþþ