Dagur - 07.03.1986, Síða 10

Dagur - 07.03.1986, Síða 10
r-poppsíðan 10 - DAGUR - 7. mars 1986 ísland veröur nú í fyrsta sinn virkur þátttakandi í Söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu, sem fram fer í Björgvin 3. maí nk. Undirbúningur fyrir þátttöku íslands er vel á veg kominn. Mikill áhugi var fyrir samkeppni, sem sjónvarpið efndi til um gerð sönglags, sem yrði framlag íslands til keppninnar, og bárust alls 287 lög. Af þeim hafa verið valin tíu lög í íslensku úrslitakeppnina. t>au verða kynnt í fimm sjónvarpsþáttum. Hinn fyrsti þeirra verður á dagskrá föstudaginn 7. mars kl. 22.00 en hinir verða síðan fluttir 8., 9., 11. og 12. mars. Tvö lög verða kynnt í hverjum þætti. Þátttaka íslenska sjónvarpsins í þessari söngvakeppni er ekki einvörðungu merkt nýmæli í sögu Ríkisútvarpsins heldur verður þetta jafnframt mikilvæg land- kynning. Þátttökuríkin verða 20 og áætlað er að um 600 milljónir manna fylgist með beinni útsend- ingu norska sjónvarpsins frá keppninni í maí nk. Landskeppni um verðlaunalag Aðurnefndir kynningarþættir ís- lensku laganna verða hver um sig 12 mínútur að lengd. f þeim verða lögin kynnt af Jónasi R. Jónssyni, en þau verða leikin af 15 manna Stórsveit sjónvarpsins, undir stjórn Gunnars Þórðarson- ar og Þóris Baldurssonar. Hljóm- sveitina skipa margir kunnustu hljóðfæraleikarar landsins. Söngvarar verða Björgvin Hall- dórsson, Pálmi Gunnarsson, Erna Gunnarsdóttir og Eiríkur Hauksson. Gunnar og Þórir út- settu fimm lög hvor. Stjórna þeir flutningi þeirra í þáttunum fimm og í undanúrslitakeppninni, sem sjónvarpað verður beint úr sjón- varpssal laugardaginn 15. mars nk. kl. 20.55. í undanúrslitakeppninni verð- ur íslenska lagið valið, sem sent verður til Björgvinjar í loka- keppni, en þar verður það flutt af íslenskum listamönnum. Norsku sigurvegararnir, Bobbysocks sem sigruðu í söngvakeppninni fyrir ári með laginu „La det svinge“, koma til íslands í boði Ríkisút- varpsins og Flugleiða, gagngert til að koma fram í íslensku undanúrslitakeppninni. Fjórir erlendir kynningarþættir Hvert þátttökuland lætur gera sérstaklega myndband með sigur- lagi sínu og annast breska ríkisút- varpið BBC dreifingu á þeim til þátttökulandanna. Þetta efni verður flutt í sjónvarpinu í fjór- um 25 mín. þáttum dagana 20., 22., 25. og 27. apríl nk. íslenski kynningarþátturinn Þegar íslenska sigurlagið hefur verið valið, verður búinn til stuttur myndbandsþáttur til kynningar á því. Sá þáttur mun hafa verulegt gildi sem landkynningarþáttur sem hundruðir milljóna manna um allan heim munu sjá, eins og fyrr greinir. Landkynning af þessu tagi hlýtur að verða mikil- vægur stuðningur við útflutnings- verslun og ferðaiðnað þjóðarinn- ar. Kynningartækifæri sem þetta býðst íslendingum nánast aldrei. Ekki verður tekin ákvörðun um gerð myndbandsins fyrr en ljóst er hvaða lag verður valið vinn- ingslag íslands. Söngvakeppni í Björgvin Hámarki nær svo söngvakeppnin í beinni sjónvarpsútsendingu norska sjónvarpsins frá Björgvin 3. maí nk. Eftir að vinningslagið hefur verið valið, verður ákveðið hvaða íslenskir listamenn fara þangað til að flytja það í keppn- inni. Reikna má með að mestur hluti þjóðarinnar muni fylgjast með þessari dagskrá, þar sem ís- land er nú með í fyrsta sinn. Flutningur í hljóövarpi Rás 2 flytur sérstakan kynningar- þátt um söngvakeppnina fyrr og síðar laugardaginn 8. mars kl. 14.00-16.00, og verða þar flutt fyrstu tvö íslensku lögin. fslensku lögin verða síðan flutt tvö í senn, eftir að kynningarþættir þeirra hafa verið fluttir í sjónvarpinu. Þessi flutningur á Rás 2 verður í sérstökum dagskrárliðum, sem nánar verða auglýstir síðar. Þar að auki verður vakin athygli á keppninni með margvíslegum hætti í dagskrá Rásar 2 í mars og apríl. Erlendu keppnislögin verða ennfremur flutt þar, strax og kynning þeirra hefur farið fram í sjónvarpinu. Rás 1 samtengist sjónvarpinu bæði í íslensku undanúrslita- keppninni hinn 15. mars og í lokakeppninni hinn 3. maí, þann- ig að hægt verður að hlusta á báða þættina um land allt. Unnið er af fullum krafti að undirbúningi keppninnar og verður mjög vandað til alls frá- gangs og ekki síður til útsending- ar íslensku dagskrárinnar en þeirrar erlendu. Björn Björnsson og Egill Eð- varðsson hjá Hugmynd hf. sjá um skipulag, undirbúning og framkvæmd söngvakeppninnar fyrir Ríkisútvarpið. Hljómsveitin Thompson Twins var stofnuð í Sheffield á Englandi árið 1977. Sá sem átti mestan heiður af því var tónlistarkennari sem hét Tom Bailey og var hann jafnframt „aðalmaður" hljómsveitarinnar. Auk hans voru sjö aðrir í hljóm- sveitinni, sem lék einhvers konar blöndu af hippatónlist 7. og 8. ára- tugarins og pönki. Sveitin gaf út tvær hljómplötur sem vöktu litla athygli og varð það til þess að hljómsveitin leystist upp og eftir urðu aðeins þrír meðlimir í Tomp- son Twins, þau Tom Bailey, Alann- ah Currie og Joe Leeway. Þau urðu því að byrja aftur alveg frá grunni. Þau vissu að tónlist hinnar upp- runalegu T.T. átti ekki upp á pall- borðið hjá almenningi og því urðu þau að finna eitthvað nýtt og ferskt sem myndi vekja athygli. Um þetta leyti var pönkbylgjan mjög að dala og ný stefna að ryðja sér til rúms í poppinu, svokölluð nýrómantík, þar sem útlit skipti síst minna máli en tónlistin. Þau breyttu því alveg um stíl, frá rifnum galla- buxum og leðurjökkum í litskrúðug- an fatnað og mjög svo frumlegar hárgreiðslur. Einnig tóku þau alveg nýja stefnu í tónlist. Pönkið höfðaði ekki til þeirra lengur og var því gróf- ur gítarsláttur látinn víkja fyrir létt- um og fallegum „melódíum" frá hljómborðum (synþesæsurum). Árið 1983 gaf tríóið út sína fyrstu breiðskífu sem hét „Quick step and side kick“, og varð lagið „Love on your side“ einna vinsælast af þeirri plötu. En platan dugði til þess að veita Thompson Twins þá athygli sem þau þurftu. í Bandaríkjunum voru þau sett í flokk með Duran Duran og Culture Club og urðu því ein af þeim hljómsveitum sem tók þátt í hinni svokölluðu „innrás" enskra poppara á bandaríska vin- sældalista. Thompson Twins hélt síðan í heljarmikla tónleikaferð um heim- inn og um haustið 1983 gáfu þau svo út lagið „Hold me now“, sem endanlega fleytti þeim á toppinn. í kjölfarið fylgdi lagið „Doctor, Doctor" og ný breiðskífa „Into the gap“. Önnur vinsæl lög af þeirri plötu voru „You take me up“ og ekki síst „Sister of rnercy". Öll þessi lög nutu töluverðra vinsælda hér á (slandi. Eftir útgáfu plötunnar fylgdu endalausar hljómleikaferðir, sjón- varpsviðtöl og blaðaviðtöl. Á endanum höfðu þau fengið nóg. Þau voru örmagna og Tom Bailey var orðinn nokkuð langt leiddur í eiturlyfjaneyslu. Thompson Twins tók sér því frí og fóru þau þrjú hvert í sína áttina, Tom til Nepal þar sem hann hélt til í munkaklaustri en hin tvö fóru til S.-Ameríku. Þau komu síðan aftur saman á árinu 1985 og hljóðrituðu nýja plötu „Don't mess“ with Dr. Dream“ sem út kom skömmu fyrir síðustu áramót. Lag af þeirri plötu „King for a day“ nýtur nú töluverðra vinsælda og er m.a. á vinsældalista Rásar 2. Auk plötuútgáfu hélt Thompson Twins nokkra hljómleika og tók m.a. þátt í „Live Aid“ tónleikunum sl. sumar. Metnaður Thompson Twins er að gera lög sem koma fólki í gott skap og plötur sem slá í gegn og enn sem komið er virðist þeim ganga allt í haginn hvað þetta varðar. • Nancy Reagan, eiginkona Bandaríkjaforseta, tók nú nýlega þátt í gerð myndbands við lagið „Stop the madness" ásamt hljóm- sveitinni New Edition og Toju Jackson. Lagið fjallar um það hví- líkt böl eiturlyfjaneyslan er og hætt- una sem henni fylgir. • Hljómsveitin The Joboxers, sem lítið hefur heyrst frá síðastliðin tvö ár hefur nú endanlega lagt upp laupana. Ekki hafa meðlimir hljóm- sveitarinnar þó sagt skilið við tón- listina því þrír þeirra leita nú log- andi Ijósi að söngvara í nýja hljóm- sveit. • Norðmönnum gengur erfiðlega að komast aftur niður á jörðina eftir að Bobbysocks unnu „Evróvisjón" og A-HA tríóið lagði heiminn að fót- um sér. Og nýjustu fregnir herma að enn muni verða bið á því að Norðmenn nái sér niður því í kjölfar A-HA eru nú komnar tvær nýjar hljómsveitir sem þegar eru farnar að láta að sér kveða á vinsældalist- um. Þetta eru hljómsveitirnar „Fra Lippo Lippi" og „2-Brave“. „Fra Lippo Lippi" hefur nú þegar náð töluverðum vinsældum með laginu „Shouldn’t have to be like that“, en „2-Brave“, sem reyndar þykir minna svolítið á Wham, bíður átekta eftir sínu tækifæri. • Hljómsveitin Tears for Fears hefur látið þau boð út ganga að árið 1986 muni þeir nota til að hvíla sig og sinna fjölskyldum sínum. Þeir ætla þó að gefa sér tíma til að vinna að safnplötu með bestu lög- um hljómsveitarinnar og hugsan- lega einu eða tveimur nýjum lögum. Platan á síðan að koma út næsta haust, hugsanlega í okt- óber. • Man einhver eftir hljómsveit sem hét ABC? Kannski man ein- hver eftir plötunni þeirra „The lexi- con of love“ og lögunum „Poison arrow" eða „Tears are not enough". Þessi lög voru mjög vin- sæl fyrir á að giska þremur árum en síðan hefur lítið heyrst í þeim félögum. Þeir gáfu að vísu út aðra plötu en hún þótti mun lakari en hin fyrri. Þeir hafa reyndar notið tölu- verðra vinsælda í Bandaríkjunum en Bretar hafa haft frekar lítinn áhuga á þeim. En nú stendur eitthvað mikið til hjá þeim í ABC. Þeir æfa stíft og gefa loforð um nýja plötu síðar á árinu og segja þeir að hún muni verða mjög í lík- ingu við hina stórgóðu plötu þeirra „The lexicon of love“. • Allt frá því að Live Aid tón- leikarnir voru haldnir hafa frægir popparar keppst við að gera góðverk. Það nýjasta er samtök sem stofnuð voru í Bretlandi. Mark- mið þeirra er að gera börnum sem þjást af ólæknanlegum sjúkdómum kleift að hitta uppáhaldspoppstjörn- urnar sínar. Formaður samtakanna er Paul Young.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.