Dagur - 17.03.1986, Blaðsíða 3
17. mars 1986 - DAGUR - 3
Febrúar:
Atvinnu-
leysi á
Norðurlandi
I febrúarmánuði voru á land-
inu öllu skráðir 23.810
atvinnuleysisdagar á landinu
öllu. Þetta jafngildir því að
1100 manns hafi verið á at-
vinnuleysisskrá allan mánuð-
inn en það svarar til 0,9% af
áætluðum mannafla á vinnu-
markaði samkvæmt spá Þjóð-
hagsstofnunar.
Þetta er mun minna atvinnu-
leysi en verið hefur í febrúarmán-
uði undanfarin ár og þarf að fara
allt aftur til ársins 1982 til að
finna minna atvinnuleysi í febrú-
ar. Það ár var fjöldi atvinnuleys-
isdaga 20.465 en hámarki náði at-
vinnuleysi í febrúar árið 1984 er
56.479 atvinnuleysisdagar voru í
febrúar.
A Norðurlandi eystra voru
4510 atvinnuleysisdagar í febrú-
ar en á Norðurlandi vestra 2330
dagar. Skiptingin milli kynja var
þannig að á Norðurlandi eystra
voru atvinnuleysisdagar karla
2182 en hjá konum 1986. Á
Norðurlandi vestra voru atvinnu-
leysisdagar karla í febrúar 1188
en hjá konum 1142. gk-.
Hvað er betra en útreiðartúr á góðum degi? Og ekki er verra að fararskjótinn
sé svona glæsilegur. Mynd: KGA.
Keppt í dorgveiði á
Mývatni um páskana
Það er ekki á hverjum degi
sem keppt er í fískveiðum hér
á landi en ein slík keppni verð-
ur þó haldin á Mývatni hinn
29. mars n.k.
Hér er um að ræða dorgveiði-
keppni á ís og stendur keppnin
yfir í 5 klukkustundir, frá kl. 11
til 17 en skráningu lýkur í Hótel
Reynihlíð klukkustundu áður en
keppni hefst.
Hver keppandi fær keppnis-
númer og velur sér keppnisstað
er hann tilkynnir keppnisstjórn
og sér sjálfur um að koma sér á
keppnisstað.
Mótslok verða í Hótel Reyni-
hlíð og þar verða afhent verðlaun
fyrir flesta fiska, besta gæðamat
fiska, fyrsta fisk dagsins, stærsta
fisk dagsins, flestar tegundir,
fjölskylduverðlaun verða veitt,
einnig verðlaun fyrir flesta fiska
barna yngri en 12 ára og stærsta
fisk er börn veiða.
Forsvarsmenn keppninnar
vilja sérstaklega leggja áherslu á
að hér er um hentuga skemmtun
fyrir fjölskyldur að ræða og er
veittur sérstakur fjölskyldu-
afsláttur af keppnisgjaldi.
Helgardvöl á Hótel Sögu
í vetur hefur Hótel Saga boðið
upp á sérstaka „helgardvöl í
höfuöborginni‘% sem mælst
hefur einstaklega vel fyrir
meðal fólks af landsbyggðinni.
Hægt er að velja um tveggja
eða þriggja nátta gistingu en
auk þess er boðið upp á veit-
ingar og skemmtanir, sem gera
helgarferðina ógleymanlega.
Það hefur sennilega ekki farið
framhjá neinum að sýningin
„Laddi á Sögu“ hefur verið eitt
aðal aðdráttaraflið í íslensku
skemmtanalífi í vetur. Sýning
Ladda þykir einstaklega vel
heppnuð, enda ekkert til sparað
að gera hana sem glæsilegasta.
Auk Ladda fara þarna á kostum,
þeir Eiríkur Fjalar, Þórður hús-
vörður, Búfræðingurinn, Mann-
fræðingurinn, James Bond,
Rauða ljónið og allir hinir gems-
arnir.
Á eftir sýningu Ladda er al-
mennur dansleikur en fyrir dansi
leikur hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar sem af mörgum er
talin ein besta hljómsveit lands-
ins um þessar mundir. Þarf engan
að undra, því auk Magnúsar eru í
hljómsveitinni, heimsfrægir tón-
listarmenn á borð við Eyþór
Gunnarsson (Mezzoforte) og
Kristin Svavarsson (fyrrum
saxófónleikara Mezzoforte).
Söngkona hljómsveitarinnar er
Ellen Kristjánsdóttir.
Það er Gildi hf. sem sér um all-
an veitingarekstur á Hótel Sögu.
í Grillinu er boðið upp á
„dögurð“ að morgni brottfarar-
dags, en „dögurðurinn“ er eins
konar sambland af morgunverði
og hádegisverði. Til þess að gest-
ir geti sofið fram eftir, er „dög-
urðurinn" borinn fram frá kl. 11
til 14.30.
Hótel Saga sér að sjálfsögðu
um að panta miða í leikhús eða í
óperuna, en flestir nota föstu-
dagskvöldið til þess að bergja á
menningunni og byrja þá á sér-
stökum leikhúskvöldverði í Grill-
inu. Þá sér hótelið um að panta
bílaleigubíl fyrir gesti.
Laddi í einu hlutverkanna í sýningu sinni.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Norðurlandi eystra.
Vistheimilið
Sólborg
Saumakona óskast til starfa frá 1. apríl n.k.
Stöðuhlutfall 80%.
Nánari upplýsingar í síma 21755 virka daga frá
kl. 10-16.
Forstöðumaður.
Tölvuskráning
Óskum að ráða starfsmann til starfa við tölvu-
skráningu og almenn skrifstofustörf til áramóta.
Þarf að geta hafið störf 1. apríl.
Um heilsdags starf er að ræða. Reynsla í skrif-
stofustörfum æskileg. Góð laun í boði.
RAÐNINGARÞJONUSTA
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri ■ simi 25455
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða á Akureyri,
Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu 1986
Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið
að aðalskoðun bifreiða 1986 hefjist 24. mars nk.
og verði sem hér segir:
24. mars skoðun á Dalvík (Víkurröst).
25. mars skoðun á Dalvík (Víkurröst).
26. mars skoðun á Dalvfk (Víkurröst).
1. apríl A- 1 tll A- 250
2. apríl A- 251 til A- 500
3. apríl A- 501 tll A- 750
4. apríl A- 751 til A- 1000
7. apríl A- 1001 tll A- 1250
8. apríl A- 1251 til A- 1500
9. apríl A- 1501 til A- 1750
10. apríl A- 1751 til A- 2000
11. apríl A- 2001 til A- 2250
14. aprll A- 2251 til A- 2500
15. apríl A- 2501 til A- 2750
16. apríl A- 2751 til A- 3000
17. apríl A- 3001 til A- 3250
18. apríl A- 3251 til A- 3500
21. apríl A- 3501 til A- 3750
22. apríl A- 3751 til A- 4000
23. apríl A- 4001 til A- 4250
25. apríl A- 4251 tll A- 4500
28. apríl A- 4501 til A- 4750
29. apríl A- 4751 til A- 5000
30. apríl A- 5001 til A- 5250
2. maí A- 5251 til A- 5500
5. maí A- 5501 til A- 5750
6. maí A- 5751 til A- 6000
7. maí A- 6001 til A- 6250
9. maí A- 6251 til A- 6500
12. maí A- 6501 til A- 6750
13. maí A- 6751 til A- 7000
14. maí A- 7001 til A- 7250
15. maí A- 7251 til A- 7500
16. maf A- 7501 til A- 7750
20. maí A- 7751 til A- 8000
21. maí A- 8001 til A- 8250
22. maí A- 8251 til A- 8500
23. maí A- 8501 til A- 8750
26. maí A- 8751 til A- 9000
27. maí A- 9001 til A- 9250
28. maí A- 9251 til A- 9500
29. maí A- 9501 til A- 9750
30. maí A- 9751 til A-10000
2. júní A-10001
og hærri númer
Skoðun léttra bifhjóla fer fram
14. til 18 apríl nk.
Eigendum eða umráðamönnum skoðunarskyldra bifreiða
ber að koma með bifreiðir sínar að skrifstofu Bifreiðaeft-
irlitsins í Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti og verður
skoðun framkvæmd þar mánudaga til föstudaga frá kl.
08.00 til 16.00. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja
bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram full-
gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts 1986
og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi
gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoöun ekki fram-
kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd.
Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu
vera vel læsileg, og í skráningarskírteini skal vera
áritun um að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt
eftir 31. júlí 1985.
Ennfremur skal athygli serstaklega vakin á nýjum
reglum um aurhlífar bifreiða og tengi- og festivagna.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á
réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og
bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máii.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
12. mars 1986.