Dagur - 17.03.1986, Síða 5
17. mars 1986 - DAGUR - 5
Sumardvöl þroskaheftra
Á vegum Vistheimilisins Sól-
borgar var um árabil rekin sér-
stök sumardvöl fyrir þroskaheft
börn og unglinga. í flestum tilvik-
um var tekið á leigu heimavistar-
húsnæði við skóla í nágrenni
bæjarins til sumardvalarinnar.
Dvalartími var mismunandi
eða frá einni viku til ÍV2 mánaðar
fyrir hvern þátttakanda. Flestir
þátttakenda nutu ekki annarrar
þjónustu en dagvistar annan
hluta ársins, enda þjónusta þessi
í aðra röndina hugsuð til hvíldar
fyrir fjölskyldur þeirra er þátt
tóku í sumardvalarstarfinu. Við
yfirtöku Svæðisstjórnar málefna
fatlaðra á rekstri Vistheimilisins
Sólborgar hefur sérstök opinber
fjárveiting fengist til þessarar
starfsemi sem mun á komandi
sumri verða rekin á ábyrgð
svæðisstjórnar.
Til rekstursins verður nýtt
aðstaða sú sem Foreldrafélag
barna með sérþarfir og Styrktar-
félag vangefinna hafa komið upp
að Botni í Flrafnagilshreppi, en
þar skortir nú aðeins herslumun-
inn til að fullbúin séu í þessu
skyni tvö hús sem félögin hafa
unnið að endurbótum og bygg-
ingu á.
Á sl. árum hefur þjónusta þessi
einungis staðið til boða tiltölu-
lega fámennum hópi m.a. vegna
takmarkaðrar fjárveitingar og
skorts á hentugu húsnæði. Von-
Þingeyskir
leiðsögumenn
í landssamtök
leiðsögumanna
Aðalfundur Félags leiðsögu-
manna í Þingeyjarsýslum var
haldinn á Flótel Húsavík síðast-
liðið fimmtudagskvöld. Stjórn
var endurkjörin. Formaður er
Sigrún Ingvarsdóttir.
Rætt var um atvinnuhorfur 1'
sumar. Ferðaskrifstofum og fleiri
aðilum sem hafa með ferðamál
að gera hefur verið sent bréf til
kynningar á félaginu.
Félagsmenn fengu aðild að
Félagi leiðsögumanna á aðal-
fundi félagsins sent haldinn var í
Reykjavík 27. febr. sl.
Fréttatilkynning
ast er til að sú aðstaða sem nú er
að rísa að Botni verði til þess að
fleiri geti nýtt sér sumardvöl en
verið hefur til þessa.
Svæðisstjórn vinnur nú að
undirbúningi sumardvalarinnar
fyrir komandi sumar. Með tilliti
til skipulags starfseminnar og alls
undirbúnings er nauðsyn á að fá
sem fyrst nokkra hugmynd um
fjölda þeirra sem munu óska eftir
þátttöku. í því skyni verður á
næstu dögum sent út bréf til
þeirra sem kunnugt er um að
áhuga hafa á sumardvöl og þeir
beðnir að gera grein fyrir óskum
sínum.
Á miðvikudag og fimmtudag 19.
og 20. mars, verður haldin ráð-
stefna um fjarkennslu í Borgar-
túni 6 í Reykjavík. Þeir sem
standa fyrir ráðstefnunni eru:
Fræðslumiðstöð iðnaðarins, Há-
skóli íslands, Iðnfræðsluráð,
Kennaraháskóli íslands, Náms-
gagnastofnun, Póstur og sími og
Stjórnunarfélag íslands.
í fjarkennslu þurfa kennarar
og nemendur ekki að vera á sama
stað í kennslu. Hún hefur alllengi
verið iðkuð hérlendis í formi
bréfaskóla og einnig var tungu-
málakennsla í útvarpi og sjón-
varpi fjarkennsla.
Með aukinni tækni er unnt að
takast á við sífellt flóknari verk-
efni í fjarkennslu. Að líkindum
er þekktasta dæmið um hana
fjarkennsla Opna háskólans
breska, Open University, en víða
um lönd hafa augu manna beinst
að þessu kennsluformi nú síðustu
árin, vegna þess að með því má
nýta þekkingu og leiðsögn
kennara á mörgum stöðum í
einu. Með fjarkennslu fá þeir að-
stöðu til náms, sem vegna búsetu
sinnar, starfa eða efnahags, geta
ekki stundað reglubundið skóla-
nám.
Hérlendis hefur vaknað mikill
áhugi á því að kanna hvort fjar-
Svör þurfa að berast til skrif-
stofu svæðisstjórnar fyrir 1. apríl
nk. Þar munu jafnframt liggja
frammi umsóknareyðublöð til
útfyllingar fyrir þá sem ekki fá
send bréf eða fyrirspurn og er öll-
um sem áhuga hafa bent á að
snúa sér til skrifstofunnar með
beiðnir sínar.
Svæðisstjórn væntir þess að
heyra sem fyrst frá þeim sem mál
þetta varðar svo takast megi með
góðum fyrirvara að skipuleggja
sumardvölina og vinna að nauð-
synlegum undirbúningi. Lesið
auglýsingu sem birtist með til-
kynningu þessari.
Fréttatilkynning
kennsla geti leyst vandamál
þeirra, sent búa fjarri helstu
menntastofnunum. Má í því
sambandi nefna að menntamála-
ráðherra hefur nýlega skipað
nefnd til þess að kanna þessi mál
og á Alþingi hafa verið flutt
þingsályktunartillaga og frum-
varp um málið. Ráðstefnunni í
næstu viku er ætlað að auka
þekkingu manna hérlendis á
þessu máli, svo auðveldara verði
að gera sér grein fyrir því hversu
vel fjarkennsla hentar íslenskum
aðstæðum.
Margir fyrirlesarar verða á ráð-
stefnunni bæði innlendir og er-
lendir, eins og dagskráin ber með
sér.
Samhliða ráðstefnunni verður
haldin sýning á námsgögnum fyr-
ir fjarkennslu, erlendum og inn-
lendum, og verður hún opin frá
hádegi, fimmtudaginn 20. mars á
ráðstefnustað.
Tekið er á móti þátttöku-
tilkynningum á ráðstefnuna í
skrifstofu Háskóla íslands, í síma
(91) 2-50-88.
Nánari upplýsingar veita ráð-
stefnustjórarnir, Margrét S.
Björnsdóttir, endurmenntunar-
stjóri Háskólans, i' síma 2-37-12
og Þuríður Magnúsdóttir, for-
stöðumaður Fræðslumiðstöðvar
iðnaðarins í síma 68-70-00.
Ráðstefna um
fjarkennslu
UiögnL
Það kostar mikiö fyrir svona litla
þjóð, að vera sjálfstæð, var
sagt á dögunum. Að sjálfsögðu
er mikið til f því. Það andlega
og líkamlega atgervi, sem ís-
lenski þjóðflokkurinn ræður yfir,
hefur líka kostað sitt.
Að lifa af Sturlungaöld, var
afrek út af fyrir sig fyrir svona
litla þjóð. Við skulum muna, að í
þann tfð var talið sjálfsagt og
eðlilegt að höggva menn í herð-
ar niður og þótti sá naumast
maður með mönnum, sem ekki
stundaðí slíkt sport af kappi.
Það var heldur ekki svo lítið af-
rek fyrir svona litla þjóð, að lifa
af móðuharöindi, eldgos og
svartadauða. Og ekki má
gleyma danskri kúgun öldum
saman, möðkuðu mjöli, við-
reisnarstjórn og vinstri stjórn að
ógleymdri tvö hundruð prós-
enta verðbólgu. Að lifa þetta allt
af, sýnir og sannar ótvíræða
yfirburði stofnsins, ekki síst
þegar haft er f huga að hér er
um svo litla þjóð að ræða.
Af framanskráðu má þaö Ijóst
vera, aö út úr öllum þessum
eldraunum komu afburða menn
og konur. Það væri allt of langt
mál, að fara að telja upp öll þau
undur og afrek, sem unnin hafa
verið aö undanförnu. Ég ætla
þvi rétt aðeins að nefna nokkur.
Við getum státað af sterkasta
manni heims og þurfum i því
sambandi ekki einu sinni að
miða við mannfjölda. Nú, við
„eigum" fallegustu stúlku f
heimi, og þurfum þar heldur
ekki að miða við mannfjölda. En
svo við miðum nú við mann-
fjölda, þá „eigum“ við flesta
stórmeistara allra þjóða og
erum yfirleitt sterkasta skákþjóð
í heimi. Og að lokum erum við
svo nýbúnir aö sanna umheimi,
að við erum þeir sjöttu bestu f
handbolta. Þetta er vissulega
stórafrek, því samkvæmt frá-
sögn fjölmiðla er einmitt sjötta
sætið það eftirsóknarverðasta
af öllum.
Og nú líður óðum að enn ein-
• ■ «
um sigrinum. Framundan er
raulkeppni sjónvarpsstöðva. Sú
keppni hefur um mörg undan-
farin ár verið haldin án okkar ís-
lendinga, - hvernig sem það
hefur nú verið hægt. En við höf-
um verið svo hræddir við að
sigra, að við höfum ekki þorað.
En loksins höfum við yfirunnið
hræðsluna og nú mega hinir
fara að vara sig.
Lengi vel sáu frændur vorir,
Norðmenn, um neðsta sætið í
þessari keppni og unnu það oft-
ast með miklum sóma. En svo
tóku þeir upp á því að sigra,
þannig að þeirra pláss er laust
til umsóknar.
Sumum finnst reyndar
neðsta sætið ekki nógu gott. En
þótt við hrepptum það, höfum
við tvö hundruð og fimmtíu þús-
und gildar afsakanir í málinu:
Þetta er nú í fyrsta skipti, sem
við erum með og þar að auki er
það næstum því aiger sigur fyrir
okkur að lenda í neðsta sæti, -
svona litla þjóð. Högni.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 114., 117. og 121. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Hrafnagilsstræti 10, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eign Db. Benedikts Söebeck, fer fram eftir kröfu Gunn-
ars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. mars 1986, kl.
16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Sunnuhlíð 12r, Akureyri, þingl. eign Hall-
gríms B. Valssonar, ferfram eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggva-
sonar hdl. og Ragnars Steinbergssonar hrl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 21. mars 1986, kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Strandgötu 41, neðri hæð, Akureyri, talinni
eign Auðar Guðjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Ragnars
Steinbergssonar hrl. og Brunabótafélags íslands á eigninni
sjálfri föstudaginn 21. mars 1986, kl. 13.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni Hafnarstræti 88, efri hæð að norðan, Akureyri,
þingl. eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeild-
ar Landsbanka fslands, bæjargjaldkerans á Akureyri, Trygg-
ingastofnunar ríkisins og Jóhanns Salberg Guðmundssonar
hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. mars 1986, kl. 16.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Fjólugötu 8, neðri hæð, Akureyri, þingl.
eign Bjargar Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes
hrl., Skúla Bjarnasonar hdl. og Tryggingastofnunar ríkisins á
eigninni sjálfri föstudaginn 21. mars 1986, kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var.í 105., 107. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Strandgötu 19, efri hæð, Akureyri, talinni
eign Ólafs A. Hilmarssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar
Landsbanka íslands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 21. mars 1986, kl. 17.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Hjallalundi 1a, Akureyri, þingl. eign Gunn-
ars Sveinarssonar, fer fram eftir kröfu Björgvins Þorsteinsson-
ar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Gunnars Sólnes hrl..
Róberts Á. Hreiðarssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Árna
Guðjónssonar hrl., Ólafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 21. mars 1986, kl. 14.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Glerárgötu 34, vörugeymslu a baklóð A-
hl., Akureyri, þingl. eign Braga Kjartanssonar, fer fram eftir
kröfu Steingríms Þormóðssonar hdl. og Verslunarbanka
íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 21. mars 1986, kl. 17.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Sólvöllum II, Akureyri, talinni eign Halldórs
I. Tryggvasonar o.fl., ferfram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl.
og Gunnars Sólnes hrl. á eigninní sjálfri föstudaginn 21. mars
1986, kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.