Dagur - 17.03.1986, Síða 8

Dagur - 17.03.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 17. mars 1986 Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar 1986 í Þelamerkurskóla: „Orð em til alls fyrst“ Ársþing Ungmennasamhands Eyjafjarðar, hið 65., var hald- ið í Þelamerkurskóla dagana 1. og 2. mars. UMF Öxndæla sá um þingið. Rétt til setu á þing- inu sem fulltrúar aðiidarfélag- anna áttu um 75 einstaklingar, og var mjög vel mætt á þetta þing. Auk fulltrúanna og stjórnar UMSE voru mættir allmargir gestir. Frá UMFÍ kom Pálmi Gíslason formaður, - frá ISÍ Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri, einnig mættu allmargir fulltrúar sveit- arstjórna hér á félagssvæðinu til að kynna sér starfsemi UMSE. Þingforsetar voru kjörnir þeir Ari Jósavinsson frá ÚMF Öxn- dæla og Þóroddur Jóhannsson frá UMF Mööruvallasóknar. Þegar kjörbréfanefnd haföi yfirfarið kjörbréf og þau samþykkt voru géstir þingsins kynntir. Því næst flutti fráfarandi stjórn skýrslu sína. Þar kom ýmislegt fram varðandi starfsemina árið 1985. Markviss þjálfun í ýmsum íþróttagreinum Nær allt árið var starfandi fram- kvæmdastjóri í V.2 starfi og var skrifstofa UMSE að Óseyri 2 Akureyri opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17. A skrifstofunni fara fram flestir stjórnar- og nefndafundir. Alls var skipað í um 15 nefndir og ráð á vegum sambandsins og mikil vinna lögð fram í þeim flestum. Eins og ætíð áður bar íþrótta- starfið hæst í starfi sambandsins, og flestar nefndir starfandi í tengslum við íþróttir. Voru mjög mörg íþróttamót haldin innan UMSE, en einnig keppti margt íþróttafólk frá sambandinu á mótum víða um land og einnig erlendis. Fræðslustarfsemi er allnokkur hjá Ungmennasambandi Eyja- fjarðar, og árið 1985 var m.a. haldið námskeið fyrir frjáls- íþróttaþjálfara, svokallað A-stigs námskeið, og voru um 15 þátt- takendur á því námskeiði. Kenn- ari var Jón Sævar Þórðarson úr Reykjavík. Einnig er rétt að geta um félagsmálanámskeið fyrir stjórnarmenn UMSE og forystu- menn aðildarfélaganna. Sóttu námskeiðið alls 22 félagar, og nutu ágætrar leiðsagnar Sigur- jóns Bjarnasonar frá Egilsstöð- um. Framkvæmdastjóri UMSE sótti framkvæmdastjóranámskcið sem haldið var á Núpi í Dýra- firði. En einnig sóttu fulltrúar frá UMSE flest þing og ráðstefnur sem haldnar eru á vegum UMFÍ og.íSÍ. Dagana 1.-4. mars 1985 fór í'ram í Hrafnagilsskóla merkileg ráðstefna sem UMSE annaðist. Var hér um að ræða ráðstefnu æskufólks í bændastétt, en slíkar ráðstefnur eru árlega haldnar til skiptis á Norðurlöndum. Alls komu 19 gestir frá hinum Norðurlöndunum en íslensku þátttakendurnir voru 7. Dagana 7.-31. júlí fóru svo 8 íslensk ung- menni, þar af 3 frá UMSE, til Kannonkoski í Finnlandi á nor- ræna ungmennaviku. Ungmennasamband Eyja- fjarðar hóf sumarið 1985 að nýju að starfrækja sumarbúðir fyrir börn og unglinga. Þessar sumar- búðir voru í ágætum húsakynn- um barnaskólans í Árskógi, og íþróttasvæði Reynis nýttist búð- unum mjög vel. Dvöldu milli 60 og 70 börn í sumarbúðunum þetta sumar og gekk starfið prýðilega. Var ákveðið að halda starfserninni áfram ef þess væri nokkur kostur. Aðeins helmingur sveitarfélaganna veitir fjárstyrk Á ári æskunnar voru haldnir Norðurlandsleikar æskunnar á Sauðárkróki. Ungmennasam- band Eyjafjarðar tók mjög virk- an þátt í þessum leikum, og sendi 170 þátttakendur af svæðinu, auk þess sem Dalvíkingar sendu 62 keppendur. Aðeins þátttakendur frá Akureyri gátu státað af fjöl- mennara liði, en víst er að börnin og unglingarnir frá UMSE stóðu sig með sóma og komu heim með fjölda verðlauna. Margs fleira má geta úr skýrslu stjórnar, en þetta verður látið duga. Því miður var ekki hægt að samþykkja reikninga sambands- ins á þessu þingi þar sem endan- leg niðurstaða lá ekki fyrir. Að loknum ávörpum og ræð- um gesta var gert kaffihlé, en síð- an voru nokkur mál kynnt þing- inu. Því næst var skipað í starfs- nefndir og hófu þær þegar störf. Var unnið í nefndum fram eftir kvöldi. Skyldu nefndir hafa lokið álitum sínum og þeim skilað full- frágengnum.fyrir kl. 10 á sunnu- dagsmorgun, þegar þingfundur var settur á ný. I áliti allsherjar- nefndar kom fram hvatning um aukið starf og stefnt skal að því að hafa framkvæmdastjóra í fullu starfi. Einnig er hvatt til útgáfu fréttabréfa með reglulegu milli- bili. Þá lýsir nefndin eindregnum stuðningi við sumarbúðastarf UMSE og telur það mikils virði. Þegar stjórnin hafði lokið máli sínu og allmargir fulltrúar sagt sitt álit á henni var orðið gefið laust fyrir gesti þingsins. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ og Sigurður Magnússon fram- kvæmdarstjóri. ÍSÍ fjölluðu um starfsemi sinna samtaka og tengslin við UMSE. Kynntu þeir ýmislegt sem er á döfinni hjá þessum landssamtökum. Mikið starf í íþróttanefnd Allsherjarnefnd telur brýnt að UMSE standi fyrir námskeiðum í stjórnunarstörfum í auknum Frá ársþingi UMSE 1986. mæli og efli einnig félagsmála- fræðsluna. Þá lagði nefndin fram áskorun til allra félaga UMSE að berjast gegn hvers konar vímu- efnum, sem svo mjög herja nú á æsku þessa lands. Nefndin benti á þá miklu þörf sem væri fyrir íþróttahús á starfssvæði UMSE, og hvatti ráðamenn til að hraða framkvæmdum sem mest við þau íþróttahús sem þegar væru hug- myndir um að reisa eða fram- kvæmdir hafnar við. Þá kom fram í áliti allsherjar- nefndar áskorun til Mjólkursam- lags KEA að hefja sem fyrst pökkun og sölu nýmjólkur í rör- fernum, sem væru hentugar til neyslu í skólum, dagheimilum og vinnustöðum. Ýmislegt fleira kom fram frá allsherjarnefnd og urðu nokkrar umræður um álitið en það síðan samþykkt einróma. Á þingum UMSE er ætíð mik- ið starf lagt fram í íþróttanefnd og kemur sú nefnd víða við. Svo var einnig nú, og urðu miklar og líflegar umræður um álit nefndar- innar. Tóku umræður nokkrar klukkustundir og sýndist sitt hverjum í skipulagningu og fram- kvæmd hinna ýmsu móta á veg- um UMSE. En eftir breytingar- tillögur á breytingartillögur ofan varð til álit í 10 greinum sem allir gátu sætt sig við. Glæsilegt tilbod í paskamatinn á öllu félagssvæðinu! Bayonne- skinka Verðlækkun: 149 kr. pr. kfíó frá janúarverði Takmarkaðar birgðir! Mátti glöggt greina á þeim fjölda sem tók til máls um álitið, að mikill áhugi er fyrir auknu íþrótta- og mótastarfi innan UMSE. Aðalsteinn Bernharðsson íþróttamaður ársins Var nú gengið til kosninga. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar næstá starfsár: Björn Ingimarsson, UMF Möðruvallasóknar, formaður. Klængur Stefánsson, UMF Möðruvallasóknar, varaformað- ur. Helgi Steinsson, UMF Skriðuhrepps, gjaldkeri. Pétur Þórarinsson, UMF Möðruvalla- sóknar, ritari. Valgeir Anton Þórisson, UMF Skriðuhrepps, meðstjórnandi. / varastjórn voru kjörnir: Guðrún Lárusdóttir, UMF Þorsteini Svörfuði. Stefán Árna- son, UMF Skriðuhrepps. Krist- inn Kristinsson, UMF Vorboðan- um. Endurskoðendur voru kjörnir: Birgir Marinósson og Finnur Sigurgeirsson. Þá voru kjörnir fjórir fulltrúar á þing ÍSÍ og loks skipuð uppstill- ingarnefnd fyrir næsta þing. Þegar kosningum var lokió var komið undir kvöld og þingstörf- um senn lokið. Var þingfulltrú- um nú boðið til veislu af UMF Öxndæla og þar fór fram afhend- ing verðlauna og viðurkenn- inga á vegum UMSE. Fyrst var tilkynnt um val á íþróttamanni UMSE árið 1985. Það sæmdarheiti hlaut Aðal- steinn Bernharðsson, frjáls- íþróttamaður. Skíðafélag Dalvíkur hlaut sér- staka viðurkenningu fyrir dugnað og atorku í starfi árið 1985, en eins og flestum er kunnugt hafa þeir stórbætt skíðaaðstöðu sína í Böggvisstaðafjalli. Styrk úr Menningarsjóði UMSE fékk UMF Möðruvalla- sóknar fyrir leikstarfsemi árið 1985. Loks var afhentur svokall- aður Sjóvábikar, sem er viður- kenning til þess félags sem hlýtur flest stig úr íþróttakeppnum hvers árs. Að þessu sinni var það UMF Svarfdæla á Dalvík sem bar sigur úr býtum í þessari stiga- keppni, en UMF Reynir Árskógsströnd kom næst að stigum. Eftir þakkir, árnaðaróskir og kveðjur var 65. ársþingi UMSE slitið. En svona í lokin má geta þess til gamans, að Ari Jósavins- son annar þingforsetinn hafði tölu á fluttum ræðum á þessu þingi. Alls voru fluttar 96 ræður af um það bil 30 einstaklingum. Vonandi reynist það rétt, að orð eru til alls fyrst.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.