Dagur - 18.03.1986, Page 5
18. mars 1986 - DAGUR - 5
Stefán Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn.
„Fjármagnið fer
allt í hafnar- og
vatnsveituframkvæmdir“
- Rætt við Stefán Jónsson, sveitarstjóra á Þórshöfn
„Það er útlit fyrir að nóg verði
að gera hér í sumar,“ sagði
Stefán Jónsson sveitarstjóri á
Þórshöfn í samtali við Dag. Á
Þórshöfn hefur ekkert
atvinnuleysi verið í nokkur ár.
„Við höfum aldrei þurft að
flytja inn fólk í vinnu hingað.
Menn hafa bara tekið að sér
meiri vinnu,“ sagði Stefán.
Á Þórshöfn eru nú 418 íbúar
og brúttótekjur sveitarfélagsins
eru um 12 milljónir króna, þar af
eru 7,6 milljónir í útsvar.
í næsta mánuði hefjast fram-
kvæmdir við bryggjuna, en þar á
að byggja nýtt dekk. Dekkið sem
fyrir er er ónýtt. Reiknaði Stefán
með að nýja dekkið myndi kosta
um eina milljón króna, en aðrar
framkvæmdir við bryggjuna á
Þórshöfn eru áætlaðar um 8 millj-
ónir króna. í vor er fyrirhugað að
hefja byggingu nýrrar bryggju
með löndunarkanti fyrir loðnu-
skip og togara.
„Svo til öllu fjármagni sveitar-
félagsins í ár verður stefnt í
höfnina og vatnsveitufram-
kvæmdir,“ sagði Stefán, en gera
á stórátak í vatnsveitumálum
sveitarfélagsins í ár, enda sagði
Stefán að bærinn væri svo til
vatnslaus í dag.
„Við rætur Gunnólfsvíkurfjalls
eru lindar sem við ætlum að
virkja, en þessar lindar gefa af
sér nægilegt vatnsmagn fyrir
þorpið. Vatnsþörf þorpsins er 15
sekúndulítrar, en þessar lindar
gefa af sér um 28 sekúndulítra.
Þessar framkvæmdir kosta á bil-
inu 9-11 milljónir króna og við
erum að vinna í því núna að
útvega lánsfjármagn.“
Þórshafnarbúar vonast til að
geta gert heilsugæslustöð sem þar
á að rísa fokhelda í haust. „Við
fáum 9 milljónir af fjárlögum í ár
í heilsugæslustöðina og okkar
hlutur er 1,7 milljónir. Við von-
um að hún verði fokheld í
haust.“ Heilsugæslustöðin verður
450 fermetrar og þar verður að-
staða fyrir tvo lækna, hjúkrunar-
fræðing, tannlækni og ritara.
Sagðist Stefán vona að þegar hin
nýja heilsugæslustöð yrði komin í
gagnið myndi ganga betur að fá
lækni á staðinn, en eins og fram
hefur komið í Degi þá hefur
gengið illa að fá þangað lækna og
hefur enginn fastur læknir verið
þar í tvö ár.
Á Þórshöfn hafa tvær íbúðir í
verkamannabústöðum verið í
byggingu undanfarið, í svoköll-
uðu parhúsi. Þegar er flutt inn í
aðra og hin er svo til tilbúin.
„Það var talsverð ásókn í þessar
íbúðir, en ég held að fólk sé að
átta sig á hversu miklar afborgan-
ir þarf að borga af þessum íbúð-
um. Það er gífurlegur fjár-
magnskostnaður af tveggja millj-
óna króna láni. Fólk þarf að
borga um 10 þúsund krónur á
mánuði í afborganir af vöxtum,“
sagði Stefán.
Sveitarfélagið á fjórar íbúðir
sem ætlaðar eru öldruðum, en
þær voru teknar í gagnið árið
1982. Hafa þær fullnægt þörf
undanfarinna ára, að sögn
Stefáns. Sveitarfélagið á íbúðirn-
ar, en leigir þær á rekstrarkostn-
aði, sem í dag er 3800 krónur á
mánuði. Engin þjónusta er inni-
falin í því verði.
„Við tókum upp heimilisþjón-
ustu við eldra fólk árið 1982, en
hún hefur gengið skrykkjótt. Jú,
fólkið sækist eftir þessari þjón-
ustu. en það hefur verið erfitt að
fá fólk til starfa."
Lokið var byggingu leikskóla á
Þórshöfn árið 1983 og hefur hann
verið fullsetinn síðan og að sögn
Stefáns eru yfirleitt um 6-10 börn
á biðlista eftir plássi.
Eins og áður sagði verður öllu
fjármagni sveitarfélagsins stefnt í
hafnar- og vatnsveituframkvæmd-
ir og því verða engar gatnagerð-
arframkvæmdir í ár. Bundið slit-
lag er á 2,3 kílómctrum á Langa-
nesvegi, Fjarðarvegi, Hafnar-
götu og Eyrarvegi, en þða er tæp-
lega helmingur gatna á Þórshöfn.
„Meðaltal bundins slitlags í
bæjum hér á landi er 87%, en
hér á Þórshöfn er bundið slitlag á
62% gatna. En það er ekki hægt
að gera allt í einu.“ sagði Stefán
Jónsson sveitarstjóri á Þórshöfn.
-mþþ
Múrarar athugiö
Áríöandi fundur haldinn aö Skipagötu 12, fimmtu-
daginn 20. mars kl. 18.00.
Fundarefni:
Samningarnir.
Mætiö allir. Stjórnin
Til sölu notaðar
verslunarinnréttingar
Borö ★ Eyjar ★ Skápar ★ Hillur
ásamt ýmiss konar hefluöu timbri.
Allar upplýsingar veittar í Bókval sími 26100.
%
Harmonikuunnendur
við Eyjafjörð
Árshátíð félagsins verður haldin í Lóni við
Hrísalund laugardaginn 22. mars og hefst með
borðhaldi kl. 20.00.
Forsala aðgöngumiða á sama st
föstudaginn 21. mars kl. 17-19.
Nánari upplýsingar í símum
24305 og 23469.
AKUREYRARBÆR
Auglýsing um lausar
íbúðarhúsalóðir:
Lausar eru til umsóknar fjölbýlishúsalóöir viö
Hjallalund 2-4-6 og 8-10-12 eöa sem eitt svæöi.
Meö umsóknum skulu fylgja hugmyndir að bygg-
ingum á'lóöunum eöa svæöinu sem einni heild.
Upplýsingar um þessar lóðir og aðrar lausar
íbúöarhúsalóöir eru veittar á skrifstofu bygginga-
fulltrúa Akureyrar í viðtalstíma kl. 10.30-12.00
f.h.
umsoKnarrresiur er in i. aprn nK.
Akureyri, 14. mars 1986
BygQingafulltrúinn Akureyri.
Fermingargjafir
Ódýrar kommóður, ódýrir stólar,
ódýr skrifborð, ódýrir fataskápar.
Tilvalið í fermingargjöfína.
Einnig úrval af svefnpokum og fleiru
til fermingargjafa.
Greiðsluskilmálar og staðgreiðsluafsláttur.