Dagur - 18.03.1986, Page 12

Dagur - 18.03.1986, Page 12
 Akureyri, þriðjudagur 18. mars 1986 Næg atvinna á Olafsfiröi - Tveir nýir bátar í flotann og sá þriðji er væntanlegur Næg atvinna hefur verið í Olafsfirði að undanförnu og útlitið bjart framundan. Floti Olafsfirðinga hefur verið að stækka að undanförnu, tveir bátar hafa verið keyptir til staðarins, annar frá Drangs- nesi og hinn frá Bakkafirði og heyrst hefur að þriðji báturinn til stækkunar flotans sé vænt- anlegur. „Þessi þróun er geysilega mikilvæg og getur skipt sköpum hvað varðar atvinnulíf hér í bænum, sagði Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri í samtali við Dag. „Það hefur verið talað um að þessi uppbygging sé það sem skipt getur sköpum varðandi atvinnulífið hér ef til lengri tíma er litið.“ Nú er unnið af krafti við undirbúning þess að koma af stað kavíarvinnslu á Ólafsfirði en áform um rækjuverksmiðju hafa verið lögð á hilluna í bili a.m.k. Unnið er að fjármögnun kavíar- vinnslunnar og markaðsmálum, og gera menn sér vonir um að hægt verði að hefja starfsemi í sumar. gk-. AKVA: Beðið eftir við- brögðum eiiendis „Viö erum þessa dagana að bíöa eftir viðbrögðum erlendis frá við þessari fyrstu sendingu okkar,“ sagði Júlíus Kristjáns- son hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri er við spurðum hann hvað væri að frétta af vatnsútflutningi AKVA. Júlíus sagði að rétt fyrir mán- aðamótin síðustu hefðu farið fjórir gámar til Danmerkur með vatnsfernum, alls um 34 tonn. Það væri ekki fyrr en alveg þessa dagana sem vatnið væri að koma á markaðinn ytra og því biðu menn nú spenntir eftir við- brögðunum. „Við höldum að okkur hönd- um þar til við höfum heyrt hvern- ig varan líkar erlendis," sagði Júlíus. „Það er ýmislegt sem þarf að líta á eins og t.d. hvernig umbúðirnar sem við erum með falla fólki, það er vant því að kaupa vatn á plastflöskum en við erum með vatnið á XA líters fernum.“ Júlíus sagði að aðalmarkaðs- svæði fyrir AKVA yrði í Banda- ríkjunum. Þó væri hugsanlegt að talsvert yrði flutt út til Danmerk- ur til sölu þar en á Kaupmanna- hafnarsvæðinu er skortur á góðu vatni og t.d. hefur ein pökkunar- stöð á Jótlandi pakkað talsverðu af vatni til neyslu í Kaupmanna- höfn og þar í kring. gk-. rri i / / a • Tokum a moti pöntumim í fermingaveislur. Utvegum sali ef með þarf. Leitið upplýsinga hjá Hallgrími eða Stefáni í síma 21818 Hver var að tala um bárujárn? Mynd: - KGA. Tryggvi Gíslason: „Forsenda fyrír eðlilegu skólahaldi „Annar áfangi Síðuskóla verð- ur að vera fullbúinn þann 1. september n.k. Það er frum- forsendan fyrir því að hér megi verða eðlilegt skólahald næsta vetur,“ sagði Tryggvi Gíslason formaður Skólanefndar Akur- . að 2. áfangi Síðuskóla verði tilbúinn í haust“ eyrar í samtali við Dag. Eins og málum er háttað, er í Síðuskóla eru nú eingöngu ljóst að Barnaskóli Akureyrar og Bjarg: 3 af 5 sjúkraþjálf- urum hafa sagt upp Miklar mannabreytingar eru væntanlegar á Endurhæfingar- stöð Sjálfsbjargar á Akureyri. Þrír af fimm starfandi sjúkra- þjálfurum eru að hætta störf- um og einn að fara í barns- burðarfrí. Verið er að fá fólk í þeirra stað. „Ef fram fer sem horfir nú, verður einn sjúkraþjálfari í 60% starfi á stöðinni eftir 1. júní,“ sagði Valdimar Pétursson fram- kvæmdastjóri á Bjargi. „Við höf- um engar staðfestar ráðningar í höndunum á þessari stundu, en höfum nokkra erlenda sjúkra- þjálfara í takinu, en ekkert er fastákveðið enn.“ Auglýst hefur verið eftir fólki á öllum Norðurlöndunum, Þýska- landi, Hollandi, Englandi. Milli 5 og tíu umsóknir hafa borist. „Við höfum haft samband við þetta fólk og komum til með að ráða það sem okkur líst vel á. Sumt af því er tilbúið til að koma strax og aðrir síðar. Allt er þetta fólk viðurkenndir sjúkraþjálfarar með mislanga starfsreynslu. Sumir jafnvel nýkomnir úr námi,“ sagði Valdimar. Þeir sjúkraþjálfarar sem nú eru að hætta á Bjargi eru flestir að fara til sams konar starfa á öðrum stöðum. „Reykjavík dregur að, þar sem von er á hærri launum,“ sagði Valdimar og bætti við: „Það er staðreynd að ríkið borg- ar sjúkraþjálfurum lægstu laun á markaðinum í dag. Þess vegna fer fólk til starfa á einkastöðvum sem borga mun betur. Hins vegar býður ríkið ýmislegt sem aðrir bjóða ekki, svo sem full laun fyrir hluta úr vinnutíma, frítt barna- heimilispláss og fleira sem flokk- ast sem fríöindi." Endurhæfingarstöðin á Bjargi er rekin samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og þar segir að ríkið beri ábyrgð á rekstri slíkra stöðva. gej- barnadeildir, þ.e. frá 0. bekk til og með 6. bekk. Að sögn Tryggva er hugmynd skólanefnd- ar sú, að 7. bekkur verði næsta vetur í Síðuskóla, bæði til að létta álaginu af Glerárskóla og eins vegna þess að nemendur núverandi 6. bekkjar í Síðuskóla hafa oft þurft að fara á milli skóla undanfarin ár. Það er því vilji allra hlutaðeigandi aðila að þessi árgangur fái að vera áfram í sama skóla næsta vetur. Glerárskóli geta ekki tekið við fleiri nemendum og Oddeyrar- skólinn er mjög illa settur hvað varðar búnað og húsnæði. Ef Verkmenntaskólinn flyst úr húsnæði Gagnfræðaskólans næsta vetur skapast hugsanlega eitthvert svigrúm til að bæta við nemendum þar og létta þannig á öðrum skólum. En ef Síðuskól- inn verður einnig í húsnæðishraki í haust, virðist engin leið fær til að leysa þann vanda. BB. Opið stórmót i ■ ■■■ / ■ | ■ bndds a Akureyri Opið stórmót í tvímenningi á vegum Bridgefélags Akureyrar verður haldið helgina 5.-6. aprfl n.k. Spilað verður eftir Mitcel-fyrirkomulagi og mun Ólafur Lárusson annast keppnisstjórn. Spilað verður í Félagsborg á Akureyri og hefst keppnin klukk- an 13 laugardaginn 5. apríl. Sama fyrirkomulag verður haft og er á íslandsmótinu í tvímenningi, þ.e. tvær lotur verða spilaðar fyrri daginn og ein seinni daginn. Mjög vegleg verðlaun eru í boði. Öllu spilafólki, hvar sem er á landinu er heimil þátttaka á þessu móti. Til þess að gera keppnina sem mest spennandi verður árangur keppenda reikn- aður út í tölvu, þannig að hann liggur fyrir fljótlega eftir að spili er lokið. Vigfús Pálsson mun koma að sunnan með tölvu eina góða í farteskinu og annast þá hlið mála. Skráning keppenda er þegar hafin. Þórarinn B. Jónsson (vs.22244, hs.21350), Páll Jóns- son (vs.25200) og Grettir Frí- mannsson (hs.22760) taka á móti skráningum. Þátttökugjald er 1800 krónur á par.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.