Dagur - 18.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 18.03.1986, Blaðsíða 11
18. mars 1986 - DAGUR - 11 Þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengismál: Vafasamt að atkvæða- greiðsla fari fram við óeðlilegar aðstæður - segir í erindi Áfengisvarnarnefndar Degi hefur borist erindi frá Áfengisvarnarráði þar sem fjallað er um þjóðaratkvæða- greiðslu um áfengismál m.a. Fer erindið hér á eftir: 1. Aðeins tvisvar hefur verið gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu í áfengismálum á ís- landi, 1908 um hvort koma skyldi á banni við innflutningi og sölu áfengis og 1933 um hvort afnema Fjórði formlegi viðræðufundur samninganefndar iðnaðarráð- herra og RTZ Metals, Ltd. um byggingu og rekstur kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði var haldinn í Reykjavík 10. og 11. þ.m. Þá var aðalforstjóri RTZ Metals, Ltd. á ferð hér á landi í boði iðnaðarráðherra 19.-21. febrúar og kynnti sér aðstæður Kratar á Sigló: Kristján í efeta sætinu Um 200 manns tóku þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins á Siglufirði sem haldið var um helgina. Kristján Möller hlaut alls 150 atkvæði í 1. sæti og 201 atkvæði alls. Regína Guðlaugsdóttir hlaut 114 atkvæði í 2. sæti og 196 atkvæði alls. Ólöf Kristjánsdóttir hlaut 145 atkvæði í 3. sæti listans og 189 atkvæði alls og Jón Dýr- fjörð hlaut alls 189 atkvæði í 4. sæti listans. skyldi bannið. Aðrar ákvarðanir um áfengismál hefur Alþingi tek- ið án undangenginnar þjóðarat- kvæðagreiðslu. Mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á þann veg, svo sem undanþágan frá bannlögunum 1922, en hún fól í sér heimild til innflutnings veikra vína, og sam- þykkt nýrra áfengislaga 1954 en þá var rekstur vínveitingahúsa hér á landi. Upphaflega var gert ráð fyrir að ljúka mætti tilteknum áfanga í samningsgerðinni í þessum mán- uði þannig að leggja mætti fram á Alþingi því er nú situr frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1982, um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Á viðræð- ufundunum í Reykjavík 10. og 11. mars var ákveðið að hverfa frá þessum áformum og stefna að því að ljúka samningagerðinni í heild næsta haust, þannig að undirritun allra samninga RTZ Metals og íslenska ríkisins, svo og fylgisamninga, geti farið fram undir lok septembermánaðar 1986, takist samningar milli aðila. Með því móti mætti leggja málið í heild fyrir Alþingi strax í upphafi þings næsta haust. í framhaldi verður síðan stefnt að því að semja um einstaka verkþætti við byggingu verk- smiðjunnar fyrir 1. janúar 1987 og að byggingarframkvæmdir hefjist vorið 1987. Er þá við það miðað að framleiðsla frá fyrsta ofni verksmiðjunnar (árleg fram- leiðslugeta 14.400 tonn af málmi) hefjist á árinu 1989 og að síðari ofninn (árleg framleiðslugeta 14.400 tonn af málmi) verði tek- inn í notkun ári síðar, þ.e. 1990. heimilaður. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur því einungis farið fram um grundvallaratriðin bann eða ekki bann en aldrei um einstaka þætti áfengislaga. 2. Þá er í hæsta máta vafasamt að þjóðaratkvæðagreiðsla um heimildir til innflutnings, brugg- unar og sölu áfengs öls fari fram við þær óeðlilegu aðstæður sem nú eru í þessum málum þar eð vitað er að vafasamir dreifingar- hættir á áfengu öli, jafnvel lögbrot, eru og munu notuð sem höfuðröksemd fyrir því að rétt sé að fella úr gildi hömlur þær sem eru í lögum um dreifingu áfengs öls hérlendis. - Ef til þjóðarat- kvæðis á að efna þarf að sjálf- sögðu fyrst að koma á eðlilegu ástandi, þ.e. framfylgja gildandi lögum í þessu efni sem öðrum. 3. Einn forkólfa Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, mað- ur sem hefur farið með áfeng- isvarnarmál, lætur svo um mælt að það yrði ekki einungis til tjóns fyrir heilbrigði íslendinga, ef áfengu öli yrði bætt í það úrval áfengistegunda sem fyrir er, heldur og meiri háttar áfall fyrir þá stefnu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar sem mörkuð er í kjörorðinu: Heilbrigði öllum til handa um aldamót, - en einn þáttur þeirrar stefnu er að minnka áfengisneyslu hverrar þjóðar um a.m.k. 25% til alda- móta. íslendingar yrðu þá fyrsta þjóðin sem gengi í berhögg við þessa stefnu. 4. Að lokum má minna á það álit Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar áð óeðlilegt sé að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um einstaka þætti áfengislöggjaf- ar, þar vegi heilbrigðissjónarmið svo þungt að meiri nauðsyn sé að mynda samstöðu en efna til sundrungar. Dæmi þessarar stefnu sést glöggt í Bandaríkjun- um þar sem alríkisþingið hefur forgöngu um jafnveigamikla breytingu í áfengismálum og að hækka lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár, í sumum ríkjum jafnvel úr 18 árum, svo og í aðgerðum Sovétstjórnarinnar sem ganga í sömu átt. Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði: Samningsgerðinni verði lokiö næsta haust Kaupþing hf: Bókasala í febrúar Fyrirtækið KAUPÞING hf. hefur nú framkvæmt aðra mánaðarlegu könnun sína á sölu bóka fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Sams konar könnun var gerð vegna sölu í janúar, en í desember s.I. voru kannanir framkvæmdar viku- lega. Úrtakið í könnuninni voru 18 verslanir af 106 úr skrá útgefenda yfir söluaðila sína og áætlar KAUPÞING að það nái yfir um það bil 35-40% af heildarmark- aðnum. Við val úrtaksins var tekið tillit til búsetudreifingar i landinu. Verslunum er hverju sinni sendur sá heildarlisti sem kemur út úr næstu könnun á undan. Á þeim lista eru að jafnaði á bilinu 100-200 titlar en verslanir bæta við þeim titlum setn selst hafa til- tölulega vel, miðað við aðra titla, og ekki eru fyrir á honum. Eins og i fyrri könnunum var sala einstakra titla mjög mis- dreifð eftir verslunum án þess að það megi skýra með stærðarmun þeirra eingöngu. Því ber að var- ast að draga of ákveðnar ályktan- ir af niðurstöðunum, þrátt fyrir það hversu stórt úrtakið var. Sú breyting er nú gerð á fram- setningu niðurstaðnanna að efn- isflokkum þeim sem titlum hefur veriö skipt í er fækkað úr 6 í 3 og er birtur listi yfir þá 5 titla scm söluhæstir reynast í hverjum flokki. Barna- og unglingabækur: Lína langsokkur, Astrid Lindgren. Þú átt gott Einar Áskell, Gunilla Bergström. Ég vil lfka fara í skóla, Astrid Lindgren. Klukkubókin, Vil- bergur Júlíusson. Kalli og Kata í fjölleikahúsi, Margaret Rettich. Skáldsögur: Skilningstréð, Sigurður A. Magnússon. Á elleftu stundu, Denisc Robins. Gulleyjan, Einar Kárason. Stúlkan á bláa hjólinu, Régine Deforges. Njósnir á haf- inu, Alistair MacLean. Aörar bækur: Á ystu nöf, Shirley MacLaine. Samheita orðabókin, Útg. Háskóli íslands. íslenskir elsk- hugar, Jóhanna Sveinsdóttir. íslenska lyfjabókin, Helgi Krist- bjarnarson, Magnús Jóhannsson. Bessi Gíslason. Af mönnum ertu kominn, Einar Bragi. Aðalfundur Grávöru hf verður haldinn í kaffistofu fimmtud. 20. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaldbaks, Grenivík, Stjórnin. A|n IDCrVDADRZTD Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 19. mars 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Valgerður H. Bjarnadóttir og Freyr Ófeigsson til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. h Léttisfélagar og AKURCVm/ annað hestaáhugafólk! Gunnar Bjarnason f.v. hrossaræktarráðunautur lætur gamminn geysa í Dynheimum fimmtudag- inn 20. mars kl. 20.30. Sýnd verður m.a. kvikmynd af landsmóti hesta- manna á Þveráreyrum 1954. Allir velkomnir. Fræðslunefnd Léttis. Alliance Francaise Aðalfundur fransk-íslenska félagsins á Akureyri verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, mánud. 24. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Starfsmenn Tvo reglusama starfsmenn vantar sem fyrst við hreinlegan iðnað, bílpróf nauðsynlegt. Þeir sem áhuga hafa leggi inn nafn, heimilisfang og símanúmer á afgr. Dags fyrir 21. mars nk. merkt: „Reyklaus staður“. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi Starfsmaður Svæðisstjórn óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Starfið felst í að setja á stofn og sjá um leik- fangasafn og annast ráðgjafarþjónustu við fatl- aða og aðstandendur þeirra. Einnig að veita stofnunum á vegum svæðisstjórnar faglega ráðgjöf. Þar sem um er að ræða nýtt starf verður viðkom- andi að geta unnið sjálfstætt. Krafist er félagslegrar- eða uppeldislegrar menntunar. Launakjör eru skv. samningum BSRB og ríkisins. Skriflegar umsóknir skulu berast Svæðisstjórn Austurlands, Vonarlandi, 700 Egilsstöðum, fyrjr 15. apríl nk., þar sem tilgreint er um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 97-1833.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.