Dagur - 18.03.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 18.03.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. mars 1986 Inntaksinannvirkið við Kolku. Virkjunin við Sleitustaði: Erfiðleikar í vetur vegna vatnsskorts Utflutningsmiðstöð iðnaðarins og Iðnlánasjóður: Efna til kynningafunda utan Reykjavíkur Fimm adilar á Sleitustöðum í Skagafiröi réðust á síðasta ári í mikið stórvirki, byggingu raf- orkustöðvar. Var áin Kolka sem rennur norðan við þorpið virkjuð. Fljótlega í byrjun síð- asta árs voru hafnar fram- kvæmdir við aðveituskurðinn frá fyrirhuguðu stíflustæði í ánni að þeim stað sem inntaks- mannvirkið skyldi rísa. Að- veituskurðurinn sjálfur er mik- ið mannvirki, á fjórða hundrað metrar að lengd og vegna stór- grýtts jarðvegs þurfti mikilla sprenginga við. Stíllan og inn- taksmannvirkið voru svo byggð sl. sumar. Sleitustaða- menn fengu Braga Þ. Sigurðs- son vélsmið á Sauðárkróki til að smíða 200 kílówatta túrbínu og hófst rafmagnsframleiðsla um miðjan desember sl. Blaöið liafði tal af Þorvaldi Óskarssyni á Sleitustöðum og innti hann eftir gangi mála í vetur. Porvaldur kvað hið mikla þurrviðri í vetur hafa sett strik í reikninginn. „Vatnsmagn í Kolku hefur verið mun minna en menn nokkurn tíma bjuggust við og raforkuframleiðslan á tímabili mun minni en reiknað var með. Við erum reyndar ekki þeir einu sem hafa fengið að kenna á vatnsskortinum, það hafa fleiri hérna í nágrenninu einnig gert. En aðstæður hafa lagast núna undanfarið, vatnsmagnið er orð- ið þrisvar sinnum meira en þörf er á og keyrt er með fullum afköstum. Viö seljum RARIK umframorkuna, u.þ.b. 100 kíló- wött og kemur það sér vel, þar sem frekar lág spenna er á lín- unni milli Sauðárkróks og Hofsóss. Rafbúnaðurinn reynist vel og aðveituskurðurinn hefur staðið fyrir sínu, en af reynslunni í vetur er ljóst að við verðum að fá okkur nýja túrbínu sem nýtir lágmarksvatnsmagnið betur. En ég vil taka það fram að ekki er við framleiðandann að sakast, það bjóst bara enginn við þessari vatnsþurrð í vetur.“ Aðspurður sagði Þorvaldur fjárhagsáætlun- ina hafa gert ráð fyrir sex millj- óna króna stofnkostnaði og að fyrirtækið borgaði sig upp á fimm árum, en ljóst væri að hann væri orðinn talsvert meiri og þess vegna lengra þangað til af- raksturinn skilaði sér. „Mér finnst þetta fyrirtæki okkar vera vel þess virði að hafa lagt í það og er bjartsýnn," sagði Þorvaldur að endingu. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Iðnlánasjóður hafa ákveðið að efna til kynningarfunda utan Reykjavíkur, unt útflutnings- og lánamál. Miklar umræður fara nú fram um nauðsyn útflutnings- átaks á íslandi. Markmið þessara funda, er að kynna hvað felst í störfum, sem lúta að útflutnings- og markaðsmálum, hvers krafist er af útflytjendum vara og þjón- ustu og hvaða framtíðarmögu- leikar eru í útflutningi. Einnig verður fjallað um hvaða styrkja- og fjármögnunarmöguleikar eru fyrir hendi á sviði iðnaðar. Starfsemi Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins var endur- skipulögð eftir að framlag til reksturs hennar, var aukið veru- lega í upphafi ársins 1985. Meg- inþættir starfseminnar falla nú í fjóra flokka. í fyrsta lagi er stefnumörkun, en þar hefur verið lögð áhersla á að marka braut, þar sem talið er að við eigum mikla möguleika á að ná árangri í útflutningi. Útflutningsmiðstöðin vill leggja áherslu á útflutning fullunninna matvæla, einkum á sviði framleiðslu úr fiskafurðum og einnig á vélar, tæki, veiðarfæri og tækni tengda sjávarútvegi. Einnig hefur verið lögð áhersla á að valdir verði ákveðnir markað- ir og lagt verði út í sameiginlegt kynningar- og söluátak fyrir fleiri greinar samtímis. í öðru lagi er unnið að áróðri inn á við, eins og þessir fyrirhuguðu kynningar- fundir. Of fáir gera sér grein fyrir mikilvægi útflutnings- og mark- aðsstarfsemi. Því er unnið að ým- iss konar kynningum á mikilvægi og eðli þessarar starfsemi. Þessar kynningar beinast að almenningi, skólakerfinu, atvinnulífinu og opinberum stofnunum. í þriðja lagi, eru menntunar- og þjálfun- armál. Allar góðar hugmyndir um útflutning og góður vilji er lít- ils virði, ef ekki er til staðar menntað og þjálfað starfsfólk á sviði útflutnings- og markaðs- mála. Því hefur verið lögð mikil áhersla á þennan þátt. Samstarf hefur verið tekið upp við kennara í markaðsmálum í framhalds- skólum landsins. Þann 10. mars var Útflutnings- og markaðsskóli íslands settur, en þar mun fara fram kennsla í útflutnings- og markaðsmálum fyrir starfsmenn í atvinnulífinu. í undirbúningi er síðan að skipuleggja námsdvöl íslendinga erlendis. í fjórða lagi veitir Útflutningsmiðstöðin ein- stökum fyrirtækjum aðstoð og ýmiss konar fyrirgreiðslu tengda útflutningi. Áhersla hefur verið lögð á stofnun samstarfshópa meðal útflutningsfyrirtækja, og hafa tveir hópar þegar verið stofnaðir með fjárhagslegum stuðningi Iðnlánasjóðs. Mikið starf er framundan í undirbúningi og framkvæmd þess útflutningsátaks, sem nú er hafið. Það er miður, að við skulum hafa látið svo langan tíma líða án þess að hefja þetta átak. Við höfum misst af góðæri undanfarinna ára, bæði á Islandi og erlendis, sem hefði gert útflutningsátak okkar auðveldara. Um þessar mundir eru aðstæður erfiðari en áður hafa verið. Má þar nefna minna fjármagn til ráðstöfunar hérlend- is og ýmsir efnahagserfiðleikar meðal annarra þjóða. Til þess að láta framtíðar- draumana verða að veruleika, verður að skapa almennan áhuga og skilning á þeim möguleikum, sem bíða okkar. Með það í huga, hefur útflutningsmiðstöð iðnað- arins og Iðnlánasjóður, ákveðið að efna til fundarhalda um þessi mál á næstu mánuðum. Fundir hafa þegar verið haldnir í Kefla- vík, Borgarnesi og Akranesi. Næsti fundur verður haldinn 17. mars á Akureyri. Iðnráðgjafar og atvinnumálanefndir viðkomandi svæða boða til þessara funda. Samhliða þessum fundarhöld- unt, verða framhaldsskólar á við- komandi stöðum heimsóttir og útflutnings- og markaðsmál kynnt. Markmiðið er að glæða áhuga ungs fólks, á störfum og menntun, sem tengjast útflutn- ingi og markaðsmálum. Einnig er ætlunin að halda kaffistofufundi fyrir starfsfólk í stærri fyrirtækj- um á viðkomandi stöðum. Keppendur í tölti. Sigurvegarinn í skeiði. Björn Sveinsson mættur með hestakerruna Myndir: Herm. Sæmundsson ískappreiðar við Sauðárkrók Á dögunum voru haldnar ískappreiðar á Áshildarholts- vatni við Sauðárkrók. Það var Hestaíþróttadeild Skagafjarð- ar, sem er deild innan hesta- mannafélaganna þriggja í Skagafirði, sem stóð fyrir mót- inu. Veður var hið besta er mótið fór fram og það vel sótt af fólki og hestum. Keppt var í þrem greinum, tölti, brokki og skeiði. í tölti sigraði Jakobína Jónsdóttir á Viðari, í 250 m brokki Ingimar Ingimarsson á Þótta og í 150 m skeiði Páll Bjarki Pálsson á Sólfaxa. Að lokinni keppni ók Björn Sveinsson frá Varmalæk um ísinn á heimasmíðaðri hesta- kerru og gaf börnum kost á að reyna ökutækið. Það þarf ekki að orðiengja það að þau tóku boðinu fegins hendi. þá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.