Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR — 15. maí 1986 viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðarL Prófmál sem má ekki tapast Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Norðlendinga fyrir skömmu var skýrsla Hagvangs h.f. um kosti og galla þess að flytja Byggðastofnun til Akureyrar kynnt. Á fundinum ítrekaði fjórðungsstjórn þau rök sem færð hafa verið fyrir því að stofnunin skuli staðsett á Akureyri. í skýrslu Hagvangs er tekið fram að skýrslan sé unnin í samræmi við markmið verkefnisins og í henni sé ekki að finna endanlegt svar við því hvort flytja eigi Byggðastofn- un til Akureyrar. Þegar skýrsla Hagvangs er skoðuð kem- ur í ljós að hún er vart til þess fallin að vera grundvöllur ákvarðanatöku. í skýrslunni kemur það sjónarmið mjög oft fram, þegar lagt er mat á gildi þess að flytja Byggða- stofnun norður, hver áhrifin á bæjarlífið á Akureyri verði. Hvað landið í heild varðar telur Hagvangur velgengni Byggðastofnunar best tryggða með áframhaldandi veru í Reykjavík. Bent er á óhagræði Sunnlendinga og Vestlend- inga að sækja til Akureyrar en ekki minnst orði á óhag- ræði Norðlendinga og annarra íbúa landsbyggðarinnar að sækja suður. Minna má á að 3-5 flugferðir eru á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur auk þess sem samskipti með fjarritum ættu að bæta úr brýnustu samskiptaþörf á full- nægjandi hátt. Þannig má lengi metast um hagræði og óhagræði. Sú röksemd sem fram kemur í skýrslunni að erfiðara sé fyrir stjórnarmenn að sækja fundi á Akureyri hlýtur að miðast við að stjórnarmenn séu allir alþingismenn eða búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Slík röksemdafærsla er nánast brosleg og ekki sæmandi fyrirtæki á borð við Hagvang. Flutningur Byggðastofnunar til Akureyrar er prófmál um flutning stofnana til landsbyggðarinnar. Allir sem til þekkja vita að að starfsemi Byggðastofnunar varðar málefni landsbyggðarinnar og þó einkum landshluta fjar- læga höfuðborginni en henni er ekki ætlað að gegna þjón- ustuhlutverki á höfuðborgarsvæðinu. Það er því eðlilegt að starfsemin verði flutt nær starfsvettvangi sínum en nú er. Stofnunin heyrir ekki undir daglega stjórn ráðherra eða ráðuneytis og er með sjálfstæða fjáröflun. Dagleg samskipti við stofnlánasjóði og aðrar lánastofnanir eru vegna ráðgjafar og gagnkvæmra upplýsinga og því eru ekki yfirþyrmandi ástæður til nábýlis við höfuðborgina. Með flutningi út á land getur sú þjóðfélagshyggja sem er að baki landsbyggðarstefnu haft aukin áhrif á þá starfs- menn er koma til með að vinna að byggðamálum m.a. vegna eigin búsetuhagsmuna þeirra. Þetta er veigameira sjónarmið en margur hyggur. Hér er ekki verið að halda því fram að áhugaleysis gæti í störfum starfsmanna Byggðastofnunar. Hitt er þó ljóst að þau viðfangsefni sem þeir fást við eru þeim ekki nærtæk í daglegri lífsbar- áttu og vafalaust ekki huglæg utan afmarkaðs vinnutíma. Þetta myndi breytast ef starfslið væri í umhverfi þar sem byggðavandans er að leita. Verði það tækifæri ekki notað sem nú er fyrir hendi missa menn trú á því að tilfærsla valdakerfisins sé mögu- leg eftir þeim leikreglum sem landsbyggðarfólk hefur sætt sig við hingað til. Þetta er því alls ekki mál Norðlend- inga eða Akureyringa einna. íbúar annarra landshluta vita að ef tekst að koma Byggðastofnun til Akureyrar verður eftirleikurinn hægari fyrir þá að sækja sín mál. Flutningur Byggðastofnunar er tvímælalaust prófmál - mikilvægt prófmál - og því máli megum við ekki tapa. BB. - segir Kristín Sveinsdóttir, sem sæti á í undirbúningsnefnd fyrir hundasýningu á Akureyri 30. maí næstkomandi verður haldin fyrsta hundasýningin á Akureyri, en slik sýning hefur verið árlegur viðburður í Reykjavík undanfarin ár. Undirbúningsnefnd hefur unn- ið mikið starf fyrir þessa sýn- ingu, einn af meðlimum henn- ar er Kristín Sveinsdóttir. Kristín var fengin í viðtal dags- ins í dag til að fræða lesendur örlítið um hvað þarna er á ferðinni. „Það er lengi búið að standa til að halda sýningu hér fyrir norðan og nú verður loksins drifið í þessu. Á sýningarnar fyrir sunn- an hefur alltaf verið fenginn er- lendur dómari og sú sem kemur núna er finnsk og heitir Gitta Ringwall og mun hún koma hing- að norður einnig. Guðrún Ragn- ars Guðjónsen, formaður Hundaræktunarfélags íslands mun einnig koma á sýninguna. Við höfum verið að ræða um það að þetta sé óhentugur tími því hundar ganga yfirleitt úr liárum á vorin og eru þá ekki eins fallegir og þeir geta verið, en það þarf að panta dómara með árs fyrirvara og það er því erfitt að ráða við þetta.“ - Má koma með alla hunda á þessa sýningu? „Það hafa allir hreinræktaðir hundar rétt á að koma á sýningu af þessu tagi. Það eru margir sem misskilja þessar sýningar, halda að hundarnir þurfi að sýna ein- hverjar kúnstir, en svo er ekki. Það eru margir hræddir við að koma með hunda sína, ef þeir hafa t.d. aldrei verið í ól, eins og flestir sveitahundar. Ég er búin að hringja í marga hundaeigend- ur og það eru margir sem bera því við að hundurinn verði æstur innan um aðra hunda, gelti og slíkt. En það er ekkert að óttast því það er fyrst og fremst vaxtar- lagið sem er dæmt. Dómarinn skoðar einnig feldinn og hreyf- ingarnar. Það er hægt að sjá hvort allt er í lagi með hundinn út frá hreyfingunum. Hundur getur verið haldinn einhverjum sjúk- dómi sem sést á hreyfingum hans.“ - Hvernig fer sýningin fram? „Hundarnir eru látnir ganga og skokka einn hring með eigendum sínum eða þeim sem sýnir þá. Síðan er stoppað hjá dómaran- um, hann skoðar líkamsbygging- una, lyftir upp skoltunum og skoð- ar tennurnar. Þetta er allt og sumt. Á sýningunni er keppt í þremur flokkum. Það er hvolpa- flokkur, í hann má koma með hvolpa sem orðnir eru 6 mánaða. Það er öldungaflokkur, í hann fara hundar sem cru orðnir 7 ára og eldri og síðan fara allir hinir í einn flokk. Það er valinn falleg- asti hundur í hverjum flokki og síðan er valinn fallegasti hundur sýningarinnar. Ég efast um að þeir hundar sem fara á þessa sýningu hafi ver- ið sýndir áður eða fengið dóm, nema eitthvað af poodle hundun- um. Eigendur poodle hunda hér í bænum hafa fengið hingað danskan dómara til að dæma sína hunda.“ - Hvernig hafa undirtektir verið? „Þær hafa verið nokkuð góðar. Sumir hafa mikinn áhuga og aðrir eru að hugsa sig um. Það er enn hægt að láta skrá hunda á sýning- una, en það eru að verða síðustu forvöð því það þarf að senda upplýsingar um hundana suður þar sem verður útbúin sýningar- skrá. Ég vil hvetja alla eigendur hreinræktaðra hunda til að vera með, það er gaman að taka þátt í þessu. Það er gott að hafa hund- inn sinn dæmdan ef farið er út í ræktun, það er orðið allt of mikið af skyldleikaræktuðum hundum á íslandi. Það er gott fyrir hunda- eigendur að koma saman og ræða ntálin og ég vona að sýningin stuðli að hundamenningu í bænum. Það þarf að gera átak í hunda- haldi í bænum. Það eru margir mikið á móti hundahaldi í bæjum og hugsa áreiðanlega sem svo að hundaeigendum væri nær að passa hunda sína en að rjúka upp til handa og fóta og halda sýn- ingu. Það er því miður allt of mikið af lausum hundum, þeir fara jafnvel í hópum um bæinn. Það eru margir hræddir við hunda og því skiljanlegt að þeir séu á móti hundahaldi. Þeir sem stunda það að hleypa hundum sínum lausum, skemma mikið fyrir hinum sem passa sína hunda. Það getur auðvitað komið fyrir alla að missa hundinn sinn út, en það eru allt of margir sem beinlínis hleypa hundunum laus- um því maður sér mikið sömu hundana á flækingi. Foreldrar taka oft hvolpa sem leikföng fyrir börn, en þetta eru engin leikföng, fólk verður að gera sér grein fyrir því. En vandamálið er bara hver á að gera eitthvað í þessum málum, það bendir hver aðilinn á annan og ekkert er gert.“ - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.