Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 11
15. maí 1986 - DAGUR - 11 Athugasemd við ummæli Sigurðar Jóhannessonar í Degi 12. maí Ég þakka Sigurði Jóhannessyni fyrir áhuga hans á innra starfi Alþýðuflokksins. Við munum hins vegar ekki verða við tilmæl- um hans um ritskoðun greina frambjóðenda Alþýðuflokksins. - Raunar trúi ég því ekki að slík ritskoðun fari fram í hans flokki, sérstaklega með tilliti til ummæla fulltrúa Kvennaframboðsins, sem gekk í flokk hans, um að val hennar á flokknum hefði m.a. stafað af því, að þar mættu allir hafa sínar eigin skoðanir án afskipta flokksforystunnar. Það er misskilningur hjá Sig- urði, að misræmis gætí í grein- um okkar Gísla Braga Hjartar- sonar. (Raunar nefnir hann ekki nöfn okkar, sem höfunda grein- anna). - Hafi Sigurður lesið greinarnar með þeirri athygli, sem honum er ásköpuð, hlýtur hann að hafa áttað sig á því að við Gísli Bragi ræddum um mis- munandi tímabil. - Ég ræddi urn tímabilið 1974-1982 en Gísli Bragi um skýrslu, sem út kom 1982 og fjallaði um horfur í atvinnumálum til framtíðar litið. Við Alþýðuflokksmenn tókum mark á þessari skýrslu og ef Sigurður man 4 ár aftur í tímann mótaðist atvinnumálastefna okk- ar í kosningunum 1982 mjög af því. Það er mjög neyðarleg túlkun á afstöðu okkar Alþýðuflokks- manna, að við viljum rífa niður og tökum ekki þátt í því, sem jákvætt er. - Ég skil Sigurð svo, að hann eigi fyrst og fremst við atvinnumál. Alþýðuflokkurinn hefur haft þá stefnu og hefur enn, að styðja hvers konar uppbyggingu atvinnu í þessum bæ. - Alþýðuflokkurinn hefur stutt allar hugmyndir, sem fram hafa komið í bæjarstjórn, til styrktar atvinnulífi þessa bæjar, án tillits til þess, hvaðan þær hafa komið. - Viti Sigurður Jóhannes- son um dæmi annars væri ekki nema sanngjarnt gagnvart kjós- endum, að hann nefndi þau. Ástandið í atvinnumálum okk- ar Akureyringa væri betra en raun ber vitni, ef aðrir flokkar i bæjarstjórn, þ.ám. Framsókn- arilokkurinn hefðu haft sömu stefnu í atvinnumálum og Alþýðuflokkurinn. Þróun þessa bæjar árin 1974- 1982 varð vegna áhrifa jafnað- armanna í stjórn bæjarins, en ekki vegna „Framsóknaráratugs- ins“, eins og Sigurður gefur í skyn. Þvert á móti varð þessi þróun þrátt fyrir þátttöku Fram- sóknarflokksins í þeim meiri- hluta, sem á þessum árum stjórn- aði Akureyrarbæ. Freyr Ófeigsson. Minni hópar eru velkomnir á skrifstofuna til fundar við frambjóð- endur í Eiðsvallagötu 6. Mælum okkur mót sem fyrst í síma 21180. Framsóknarfélögin á Akureyri. Frambjóðendur framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri em fúsir til að heimsækja vinnustaði og sitja fyrir svömm. UMSE Óseyri 2 • Opið milli kl. 1 og 5 þriðjudaga og fimmtudaga. Sumarþúðir UMSE Arskógi 1. fl. 18. júní-25. júní 1?14 ára 2. fl. 30. júní-7. júlí 10-12 ára 3. fl. 9. júlí-16. júlí 10-12 ára 4. fl. 5. ágúst-12. ágúst 12-14 ára Þetta eru sumarbúðir fyrir alla hressa krakka, sem hafa áhuga á íþróttum, útiveru, hestum og sjóferðum. Innritun 15. maí kl. 20-22 í síma 24011 og aðra daga í síma 21963 eftir kl. 20. U.M.S.E. Gúmmívinnslan hf. Til sölu 5% af hlutafé Gúmmívinnuslunnar hf. aö nafnviröi kr. 100.000. Uppl. gefa Finnbogi Jónsson Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 26200 og Þórarinn Kristjáns- son hjá Gúmmívinnslunni í síma 26776. Úrval af veiðivörum. Fyrir byrjendur sem lengra komna S M (96)21400 AKUREYRARBÆR ||| Unglingavinna Akureyrar Skráning 13,14 og 15 ára unglinga sem óska eft- ir vinnu í sumar er hafin. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4, í síma 24169 kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Skráningu lýkur þriðjudaginn 20. maí. Forstöðumaður unglingavinnu. Okkur vantar matreiðslumann konu eða karl í tvo til þrjá mánuði í sumar. Fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. gefur Gunnar Hilmarsson í síma 96-51151. Hótel Norðurljós, Raufarhöfn. auglysir eftir starfs- fólki í eftirfarandi störf: Matreiðslufólk, aðstoðarfólk í eldhús og framreiðslufólk Hér er um að ræða bæði fullt starf og íhlaupa- vinnu. Þeir sem áhuga hafa hafi samband í síma 22644 eftir kl. 6 á daginn. lu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.