Dagur - 15.05.1986, Side 9

Dagur - 15.05.1986, Side 9
íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson 15. maí 1986 - DAGUR - 9 Islandsmótið í knattspyrnu 2. deild „Leikurinn við Einherja verður erfiður“ - segir Gústaf Baldvinsson þjálfari KA en liðin leika á Akureyri á sunnudag KA-liðið í knattspyrnu var aðeins hársbreidd frá því á síð- asta ári að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Að móti loknu skildi eitt stig KA og UBK sem fór upp með ÍBV í fyrra. KA- menn hafa leikið vel í æfinga- leikjum í vor og nú síðast varð liðið bikarmeistari KRA með fullu húsi og vann m.a. Þór sannfærandi 3:2 í því móti. En nú fer alvaran að byrja og hvernig leggst keppnistímabilið sem framundan er í Gústaf Bald- vinsson þjálfara KA. „Við komum þokkalega vel undirbúnir í mótið. Það sem hef- ur helst háð okkar undirbúningi er það hversu dreifður mann- skapurinn er. Það eru 7 leikmenn fyrir sunnan og afgangurinn hér. Að öðru leyti höfum við æft mjög vel, betur en nokkru sinni áður. Ég er mjög bjartsýnn á góðan árangur ef byrjunin verður góð. En það verður erfitt í byrjun bæði eru andstæðingarnir erfiðir og svo það að nokkrir leikmenn eiga við meiðsli að stríða og leik- menn í prófum fyrir sunnan. Það er t.d. alveg öruggt að Stefán Ólafsson getur ekki leikið á sunnudag vegna meiðsla og vafa- mál er með þá Steingrím Birgis- son og Friðfinn Hermannsson." - Hvað með leikinn við Ein- herja á sunnudag? „Leikurinn við Einherja verð- ur erfiður. KA hefur alltaf átt í erfiðleikum með Einherja. í fyrra vorum við t.d. undir í hálf- leik er við lékum við þá í bikar- keppninni þó svo KA hafi unnið leikinn. Þegar ég þjálfaði Ein- herja þá varð jafntefli í leiknum við KA fyrir austan en KA marði sigur 3:2 á Akureyrarvellinum.“ - Hvar verður íeikið? „Leikurinn fer fram á malar- velli KA við Lundarskóla á sunnudag og hefst kl.16. Hann er þokkalegur af malarvelli af vera,“ sagði Gústaf að lokum. Gústaf Baldvinsson. Þorgrímur Þráinsson fyrirliði Islandsmeistari Vals. „Verður baráttu- leikur“ Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefst 1. deildin í knattspyrnu á laugar- dag en þá verður leikin heil umferð. Þórsarar fá Valsmenn í heimsókn en þeir eru núver- andi íslandsmeistarar. Dagur hafði samband við Þorgrím Þráinsson fyrirliða Vals og spurði hann m.a. um leikinn á laugardag. „Leikurinn við Þór verður fyrst og fremst baráttuleikur þar sem leikið verður á möl. En við Vals- menn munum eins og alltaf koma til með að leika til sigurs.“ - Hvernig leggst sumarið í ykkur Valsmenn? „Eigum við ekki að segja að ég sé svona hóflega bjartsýnn. Við höfurn orðið fyrir mikilli blóð- töku. En það koma alltaf tímabil þar sem mikið er um nýja menn. Þess vegna þarf að nota sumarið í sumar til þess að byggja upp nýtt framtíðarlið og ég á ekki von á því að Valur vinni neina titla á keppnistímabilinu,“ sagði Þor- grímur. Þess má geta að Þorgrímur kemur ekki til með að leika með Val í fyrstu leikjum liðsins þar sem hann hefur átt við þrálát meiðsli að strfða að undanförnu. Kemur það til með að veikja liðið mikið því hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfar- in ár. „Mætum ákveðnir tl leiks“ - segir Ómar Guðmundsson markvörður KS Knattspyrnulelag Siglufjarð- ar, KS leikur sinn fyrsta leik í 2. deildinni á Iaugardag en þá koma Völsungar frá Húsavík í heimsókn. Ég hafði sam- band við Ómar Guðmunds- son markvörð KS og spurði hann hvernig þeir kæmu undirbúnir til leiks að þessu sinni og um leikinn á laugar- dag. „Við komum ágætlega undir- búnir til leiks, æfingar hafa nú staðið yfir í um tvo mánuði, Þannig að við erum í nokkuð góðu formi, líkamlega og þrek- lega en það sem hefur háð okk- ur er hversu lítinn tíma allur hópurinn hefur getað verið saman. Það er ekki fyrr en núna á alla síðustu dögum sem við höfum verið svo til allir saman á æfingum. Við spiluðum við Tindastól hér á Siglufirði um helgina og unnum þá 3:0. Þá vorum við með okkar sterkasta hóp að undanskildum Jóni Kr. Gísla- syni en hann kemur bara í leik- ina til að byrja með. Björn Ingi- marsson er kominn aftur í okk- ar herbúðir en því miður meiddist hann illa í leiknum við Tindastól og verður frá æfing- um um tíma. Þá höfum við fengið mjög góðan spilara úr Grindavík, Sigurgeir að nafni. Þannig að við höfum í dag mjög góðan og stóran hóp, 16 leikmenn sem allir geta spilað vel. Þjálfarinn okkar Gústaf Björnsson er líka mjög góður spilari og æfingar hjá honum hafa verið fjölbreyttar og skemmtilegar.“ - Hvað hafa KS-menn sett markið hátt í sumar? „Við stefnum á að vinna okk- ur sæti í 1. deild að ári en það mark höfum við sett okkur áður. Ég tel að liðið í sumar sé ekkert lakara en árið ’83 en þá urðum við í þriðja sæti. Það er miklu meiri bolti í liðinu nú en var þá og það er geysilegur hug- ur í mönnum og við mætum mjög ákveðnir til leiks, það er öruggt." - Nú fáið þið Völsung í fyrsta leik, hvernig líst þér á það? „Leikurinn við Völsung verð- ur leikinn við góðar aðstæður. Malarvöllurinn hefur ekki verið eins góður í tvö til þrjú ár. Okk- ur hefur alltaf gengið vel með Völsunga og það hefur ekki vantað sigurviljann í KS-liðið gegn þeim. Það er aftur leikurinn við KA, laugardaginn 24. maí sem við erum hræddari við. Okkur hefur ekki gengið það vel á móti þeim. Engu að síður munum við berjast til sigurs í þeim leik eins og öðrum í surnar," sagði Ómar Guðmundsson. „Við vinnum Siglfirð- inga á laugardag“ - segir Björn Olgeirsson fyrirliði Völsunga Völsungar frá Húsavík sem leika í 2. deildinni í knatt- spyrnu eiga erfiðan leik á Siglufirði í fyrstu umferð sem hefst á laugardaginn. Eða hvað segir Björn Olgeirsson fyrirliði Völsungs um þann leik og sumarið í heild? „Þetta hefur nú ekki verið neitt allt of glæsilegt hjá okkur að undanförnu enda tíðarfarið búið að vera afleitt til þess að stunda æfingar og leiki. Þá hefur mann- skapurinn allur verið lítið saman og þjálfarinn fyrir sunnan. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu dög- um sem við erum að taka okkur saman. Við byrjuðum að æfa fyr- ir alvöru um miðjan mars en mörgum af þeim æfingaleikum sem við ætluðum að spila hefur þurft að fresta vegna tíðarfarsins. Ómar Rafnsson er úr leik og það er mjög slæmt fyrir okkur því breiddin er ekki það mikíl. Ég er þó á því að þetta verði öðruvísi sumar hjá okkur að því leyti að liðið á eftir að sækja í sig veðrið þegar líður á mótið en ekki það að við byrjum vel og svo hrynur allt á iniðju sumri eins og gerst hefur undanfarin ár. Eftir 5- 6 umferðir verðum við óstöðv- andi.“ - Hvað um leikinn á laugardag á Siglufirði? „Já við vinnum hann það er öruggt. Þetta er okkar ár í ár. Þeir unnu okkur í fyrra, við þá í hitteðfyrra og þeir árið þar á undan. Þannig að við vinnum á laugardag. Nú ef það er rétt að völlurinn þeirra sé með besta móti þó kemur það okkur miklu frekar til bóta en þeim. Vegna þess að við spilum miklu betri fótbolta en þeir. Jafntefli á laug- ardag er tap fyrir okkur," sagði Björn Olgeirsson að lokum. Knattspyrna: Fyrirliðar spá Blaöamaöur Dags fékk fyrir- liða 1. deildar liðanna til þess að spá um endanleg úrslit íslandsmótsins. Við byrjum á fyrirliða íslandsmeistara Vals, Þorgrími Þráinssyni: 1. Fram 2. ÍA 3. Valur 4. Þór 5. KR 6. ÍBK 7. UBK 8. FH 9. ÍBV 10. Víðir Sigurður Lárusson ÍA sagði að Valur, Fram, ÍA og Þór myndu berjast um titilinn en vildi ekki spá að öðru leyti. Nói Bjömsson Þór: 1. Þór 2. Fram 3. ÍA 4. Valur 5. KR 6. ÍBK 7. FH 8. Víðir 9. ÍBV 10. UBK Guðmundur Steinsson Fram sagði að Fram myndi vinna mótið en Valur, í A, Þór og KR kæmu í næstu sætum og FH, ÍBK, Víðir, ÍBV og UBK gætu öll fallið. Gunnar Gíslason KR spáði því að í 5 efstu sætunum yrðu Valur, Fram, Þór, KR og ÍA, ekki þó endilega í þessari röð. Hin liðin í deiidinni munu berjast við fallið. Valþór Sigþórsson ÍBK: 1. Frain 2. Þór 3. ÍBK 4. ÍA 5. Valur 6. KR 7. FH 8. UBK 9. ÍBV 10. Víðir Viðar Halldórsson FH: 1. KR 2. Fram 3. Valur 4. Þór 5. FH 6. ÍA 7. UBK 8. ÍBK 9. Víðir 10. ÍBV Guðjón Guðmundsson Víði: 1. Fram 2. ÍA 3. Valur 4. KR 5. Þór 6. Víðir 7. ÍBK 8. ÍBV 9. UBK 10. FH Benedikt Guðmundsson UBK spáði því að eitthvert þessara þriggja liða myndi sigra mótið, Fram, Þór eða ÍA. í næstu sætum kæmu Valur, ÍBK og KR þó ekki endilega í þessari röð og loks myndu UBK, Víðir og ÍBV berjast við falldrauginn. Ómar Jóhannsson ÍBV: 1. Fram 2. Valur 3. Þór 4. KR 5. ÍBK 6. ÍA 7. ÍBV 8. FH 9. UBK 10. Víðir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.