Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 15.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. maí 1986 ÞJOflLÍF Blað félagshyggjufólks Fœst á blaðsölustöðum um allt land Áskriftarsími, 91-621880 Meðal efniS: Sœnski kratisminn og velferðarríkið Sjálfstœðisflokkurinn og Iðja Glasabörn og tœknifrjóvganir Grandi og verkakonurnar Örn Ólafsson skrifar um íslenskar unglingabcekur Hugo Þórisson skrifar um kennsluhcetti í íslenskum skólum Sigurður Steinþórsson skrifar um Kröflucevintýrið Picasso Kynferðismál Kvikmyndir HelgiHjörvar Ární Sigurjónsson Skák á Akureyri: Bogi og Hilmar skólameistarar Skólaskákmóti Akureyrar 1986 er nýlokið, en keppendur eru á grunnskólaaldri og keppt var í tveim flokkum, í eldri flokki kepptu nemendur í 7.-9. bekk en í yngri flokki nemendur í 1 .-6. bekk. Keppnin hefur far- ið fram í skólunum fyrr í vetur, og sigurvegari í hverjum skóla vann sér rétt í úrslitakeppnina. Skólaskákmeistarar Akureyrar 1986 urðu: Hilmar Ólafsson, Lundarskóla í yngri flokki og Bogi Pálsson, Gagnfræðaskóla í eldri flokki. Peir taka þátt í kjör- dæmismótinu, sem fer fram á Húsavík nk. laugardag en þar verður keppt um titilinn „Skóla- skákmeistari Norðurlands eystra“. Hraðskákmót um Einisbikar- inn var háð í sl. viku, og var keppnin hörð á milli Gylfa Pór- hallssonar og Jóns Björgvinsson- ar, það fór svo að þeir komu jafn- ir í mark fengu 2VA vinning af 26 mögulegum, þurfti því einvígi og sigraði Gylfi 21/2 v. gegn IV2 v., annars varð röð efstu manna þessi: Priðji varð Arnar Þor- steinsson með 19 v., fjórði varð Ólafur Kristjánsson með 18 v., fimmti Sigurjón Sigurbjörnsson 16 v. og sjötti Rúnar Sigurpáls- son 13ÍÓ v. Þetta er í fjórða sinn sem Gylfi vinnur titilinn. Skákfélag Akureyrar verður með minnsta kosti tvö mót í hverjum mánuði í sumar. Næstu mót eru 15 mín. mót á föstudag- inn 16. maí kl. 20.00 og 10 mín. mót föstudag 23. maí kl. 20.00, teflt er í Barnaskóla Akureyrar og er öllum heimil þátttaka í þessum mótum. G.Þ. Þjóðarátak gegn krabbameini: 27 milljónir söfnuðust! Uppgjöri vegna landssöfnunar Krabbameinsfélags Islands „Þjóðarátak gegn krabba- meini“ er nú að mestu lokið. Heildarupphæð söfnunarfjár er um 27 milljónir króna, eða meira en 100 krónur á hvern íbúa þessa lands. Safnanir af sama toga fóru fram á hinum Norðurlöndunum sömu daga og hér. íslendingar voru með langhæsta framlag á hvern íbúa. Svíar koma næstir á eftir íslendingum með um 65 krónur á hvern íbúa. Hinar þjóð- irnar eru með enn minna, Finnar með innan við 50 krónur á íbúa. Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum. Nærri lætur, að um 1700 manns hafi tekið þátt í söfnunarstarfinu. JC hreyfingin og kvenfélög um allt land lögðu fram mikla og ómet- anlega vinnu. Við sögu komu fleiri félög s.s. aðildarfélög Krabbameinsfélagsins og hundr- uð einstaklinga, sem gáfu sig fram til sjálfboðaliðsstarfa. Krabbameinsfélag íslands vill nota þetta tækifæri til að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, er lögðu fram krafta sína. Söfnunarféð verður félag- inu mikil lyftistöng í því mikla starfi, sem framundan er og til að hrinda í framkvæmd margvísleg- um verkefnum, sem ekki hefur verið unnt að takast á við sökum fjárskorts.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.