Dagur - 29.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 29.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.____________________________ Framsókn norð- lenskra byggða Stefán Valgeirsson, alþingismaður, vakti athygli á því í grein í Degi nýlega, að um næstu helgi verði kosið um grundvallarmál í sveitarfélögum í Norðurlandskjördæmi eystra. í öllum þéttbýlisstöðum þar hafa framsóknarmenn haft forystu á því kjörtíma- bili sem nú er að ljúka. Þessi forysta hefur reynst sveitarfélögunum mjög farsæl, þrátt fyrir aflatakmarkanir og óhagstæðar ytri aðstæður. í byggðakosningunum er kosið um það hvort breyting verði á í þessum efnum, hvort framsóknarmenn muni áfram fara með forystuhlutverkið eða hvort frjálshyggju- mennirnir og leiftursóknarlið Sjálfstæðis- flokksins taka völdin. í Norðurlandi eystra eru ekki aðrir kostir fyrir hendi hvað sem hver segir. Vilji menn koma í veg fyrir valdatöku íhaldsins er sá kostur öruggastur að kjósa B-lista framsóknarmanna. Kjósi menn aðra framboðslista, sem litla eða mjög takmarkaða möguleika hafa til áhrifa að kosningum loknum, getur það leitt til þess, þótt með óbeinum hætti sé, að menn séu með því að styðja íhaldið til áhrifa. Eftir því sem atkvæð- in dreifast meira aukast líkurnar á valdatöku íhaldsaflanna. Framsóknarflokkurinn setur það ofar öðr- um stefnumálum sínum að gripið sé til allra tiltækra ráða til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi hvar sem er í landinu. Með því að kjósa lista framsóknarmanna er jafnframt strikað undir kröfuna um fulla atvinnu. Þeir sem nokkuð eru komnir til ára geta leitt hugann að því hvernig umhorfs var í sveitarfélögunum á Norðausturlandi í lok viðreisnaráratugarins. Menn geta litið á sitt eigið sveitarfélag og gert í huganum úttekt á því hvað hafi áunnist síðan. Staðreyndirnar tala sínu máli, fyrir þá sem á annað borð vilja sjá og skilja. Viðhorf sjálfstæðismanna til íbúa landsbyggðarinnar eru öll á einn veg - Reykjavík öll - jafnvel þótt þeir séu sjálfir búsettir úti á landi. Atvinnumálin verða ekki leyst nema með félagslegum hætti, samvinnu fólksins. Á þeim stöðum á Norðurlandi þar sem félags- rekstur er ekki í öndvegi hefur atvinnuástand verið lakast síðustu árin. Þetta gefur vísbend- ingu um það hvað mundi gerast ef íhaldsöflin næðu undirtökunum í sveitarstjórnum á Norðurlandi eystra. Eini raunhæfi kosturinn til að varna því er að kjósa B-lista Framsókn- arflokksins. Skotta stillti sér upp fyrir framan húsbónda sinn eins og þaulvöl Ijósmyndafyrirsæta. G.Kr. „Hún Skotta er næm á þetta“ Halldór Sverrisson og „Skotta“ voru rétt hætt að veiða þegar ég hitti þau á „Árnagarði“, höfðu fengið einn þorsk sem Halldór sleppti því eins og hann sagði: „Eg er á togara og hef ekkert að gera við þorsk.“ En Halldór sagði að Skotta hefði verið hálf hneyksluð á sér að henda veið- inni. „Hún er ansi næm á þetta,“ sagði Halldór. „Hún veit alveg hvenær komið er á hjá manni.“ - Hvað veiða menn helst hérna? „Það er silungur, bæði sem er að ganga og einnig niðurgöngu- fiskur nú, og það kemur fyrir að menn fái lax.“ Þegar ég bað um að fá að taka mynd af þeim sagði Halldór að Skotta væri vön fyrirsæta og ekki bar á öðru en henni líkaði ljóm- andi vel þegar athyglin beindist að henni. G.Kr. Húsavíkurkórinn: Söngferðalag til Norðurlanda Húsavíkurkórinn sem er sam- kór Kirkjukórs Húsavíkur og kórs Tónlistarskólans er á söngferðalagi á Norðurlöndum þessa dagana. Á leiðinni út söng kórinn í Reykjavík en á þriðjudags- morgun var haldið til Osló. Kórinn er nú í Fredriksstad sem er vinabær Húsavíkur í Noregi. Einir formlegir tónleikar verða haldnir og einnig farið í skoðun- arferðir og fleira. Pann 31. maí fer kórinn til Karlskoga í Svíþjóð sem einnig er vinabær Húsavík- ur. Á sunnudag heldur kórinn tónleika í kirkjunni og mun þá m.a. syngja fyrir sænsku kon- ungshjónin. Pessir tónleikar verða þáttur í 400 ára afmæli bæjarins. Síðan heldur kórinn til Karlstad og þaðan til Oslóar þar sem þriðju tónleikarnir verða haldnir á vegum íslendingafé- lagsins. Söngferðalaginu lýkur 1. júní. Kórfélagar eru 42, söng- stjóri Ulrik Olafsson og undir- leikari Ragnar L. Þorgrímsson. Fararstjóri í ferðinni verður Björn H. Jónsson, en auk hans taka 70 manns þátt í henni og komust færri að en vildu. Að sögn Bjarna Pórs Einars- sonar hefur undirbúningur fyrir ferðina staðið í tvö ár eða síðan kórinn fékk boð um að koma til Norður-Noregs, þótt síðar væri hætt við þá ferð. Kórinn er vel æfður, hann hélt tónleika og kaffisölu til fjáröflunar á annan í hvítasunnu og var aðsókn mjög góð. Bjarni sagði að mjög margir hefðu styrkt kórinn til fararinnar Samningar hafa tekist á milli eigenda Sjallans og forráða- manna veitingahússins Baut- ans h.f. um að rekstur eldhúss- ins í Sjallanum verði á þeirra vegum um óákveðinn tíma. „Eg vil ekkert um það segja hvort við erum hættir við eða ekki,“ sagði Jón Kr. Sólnes, einn stjórnarmanna hlutafélags- ins Akurs, þegar hann var spurð- ur hvort hlutafélagið væri hætt við að selja Sjallann. Hins vegar má telja fullvíst að eigendur kjúklingastaðarins „Crown chicken“ á Akureyri séu ekki lengur inni í myndinni sem á ýmsan hátt. Sóknarnefnd hefði veitt styrk að upphæð 240 þúsund krónur og bæjarsjóður 200 þús- und krónur. Einnig stæðu vonir til að styrkveiting fengist úr norskum sjóði er menntamála- ráðuneytið hefur með að gera. IM kaupendur Sjallans, en samn- ingaviðræður þar um voru vel á veg komnar. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar framkvæmdastjóra Baut- ans/Smiðjunnar verða engar stór- vægilegar breytingar á matsölu í Sjallanum þótt nýr aðili annist eldamennskuna. „Við göngum á engan hátt inn í reksturinn að öðru leyti en því að við tökum að okkur matsöl- una. Það má eiginlega segja að við séum verktakar að þeim þætti en Sjallinn mun eftir sem áður bjóða fólki upp á að fá mat send- an heim eins og verið hefur,“ sagði Stefán. BB. Sjallinn: Bautinn annast matsölu í Sjallanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.