Dagur - 29.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 29.05.1986, Blaðsíða 7
29. maí 1986 - DAGUR - 7 „Nauðsynlegt að Ijúka uppbyggingu Glerárhverfis" - segir Ásgeir Arngrímsson þriðji maður á lista Framsóknarflokksins á Akureyri í viðtali við Dag „Bærinn okkar hefur þanist mjög mikið út á s.l. tuttugu árum. En á sama tíma og bær- inn hefur þanist út um ein 70- 80% hefur íbúum ekki fjölgað nema um 40%,“ sagði Ásgeir Arngrímsson sem eins og kunnugt er skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum. „Á þeim árum þegar mesta líf- ið var í byggingariðnaðinum seld- ust íbúðir á Akureyri vel en þeg- ar verðtryggingin kom til sögunn- ar^og samdráttur í þjóðfélaginu fylgdi í kjölfarið, dróst salan verulega saman. Menn hættu að byggja eða kaupa sér íbúð og síð- an hafa íbúðir einna helst verið keyptar á félagslegum grundvelli. Hins vegar hefur eftirspurn eftir húsnæði vaxið að nýju upp á síð- kastið og það má m.a. merkja á auglýsingum í blöðum. Ég hef þá trú að á haustdögum, þegar ný lög um húsnæðislán taka gildi, lifni verulega yfir byggingariðn- aðinum að nýju.“ - Hvar á að byggja að þínum dómi? „Ég er mjög á móti því að dreifa byggðinni. Það er talað um að byggja þurfi nýtt hverfi norð- an Kotárgerðis og þar norður. Þessu er ég ekki sammála. Ég tel nauðsynlegt að leggja áherslu á að ljúka uppbyggingu Glerár- hverfis. Pað er svo mikil hætta á að lokafrágangur í Glerárhverfi dragist í mörg ár eða jafnvel ára- tugi ef hætta á uppbyggingu þar og hefja byggingaframkvæmdir í nýju hverfi. Pað er afar hvimleitt að búa efst í Glerárhverfi þegar hvasst er, því þá er mikið mold- rok þar og óvært fyrir börn að vera utan dyra, að maður tali nú ekki um óþrifnaðinn sem verður innanhúss. Þá vil ég nefna að nauðsynlegt er að hefja og hraða eftir fremsta megni ýmsum framkvæmdum í Glerárhverfi og það á sérstaklega við sundlaugina. Það er erfitt fyr- ir krakka að hjóla úr Glerár- hverfi yfir í Sundlaug Akureyrar í misjöfnu veðri og eins er leiðin hættuleg vegna mikillar umferð- ar. Brúin yfir Glerá norðan Nóta- stöðvar er einnig mjög brýnt verkefni. Þessar framkvæmdir auk þeirrar uppbyggingar sem fram fer við Síðuskóla skapa atvinnu fyrir iðnaðarmennina og það er af hinu góða. Grundvall- aratriðið í rekstri bæjarfélagsins er að atvinnan sé næg. Öðruvísi fæst fólk ekki til að flytja hingað. Á þetta atriði vil ég leggja höfuð- áherslu í bæjarstjórn.“ - Hvernig finnst þér málflutn- ingur andstæðinganna varðandi atvinnumálin hafa verið í kosn- ingabaráttunni? „Mér finnsl það áberandi í málflutningi sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna hvaö þeir hafa lítið til málanna að leggja hvað varðar úrbætur í atvinnu- málum. Þeir hafa einbeitt sér að því að rífa niður. Ég hcf hins veg- ar margar tillögur fram að færa sem myndu örugglega verða til góðs. Sem dæmi má nefna að ég Y Ásgeir Arngrímsson. vil fella niður aðstöðugjöld hjá nýjum fyrirtækjum í ákveðinn árafjölda, þá vil ég liðka til með gatnagerðargjöld eins og mögulegt er og fefla niður fast- eignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Þetta eru allt leiðir sem auðvelt er að fara. Sumt af þessu hafa önnur bæjar- félög reynt með góðum árangri og mér finnst vel þess virði að reyna þetta. Málflutningur hinna flokkanna í atvinnumálum er vægast slappur og þeir liafa engin ráð sem duga.“ - Nú er vitað að undirstaða góðs atvinnulífs víða eru góðar liafnir. Hvernig er ástand hafnar- mála á Akureyri? „Það hefur ekki farið mjög mikið fyrir hafnarmálunum í kosningabaráttunni en staða þeirra er allgóð. Á skipulagi er gert ráð fyrir höfn norðan Útgerðarfélagsins og tengist hún Slippstöðinni á vissan hátt. Það verður mjög góð lífhöfn þar sem mörg stærri skip geta legið. Sjálf- stæðismenn vildu úthluta heild- verslun Valdemars Baldvinsson- ar lóð á þessu svæði, nánar tiltek- ið þar sem Sanavöllurinn er nú. Ég er viss um að það hefðu verið stórkostleg mistök að láta heild- verslun hafa lóð á hafnarsvæð- inu, því það veitir ekkert af þessu plássi undir hafnaraðstöðuna. Fyrir utan Torfunef er búið að hanna mjög skemmtilega smá- bátahöfn og einnig hefur komið fram hugmynd að skemmtilegri smábátahöfn þar sem gamla Höepfnersbryggjan er nú. Þar gæti skapast mjög góð aðstaða til ýmissa tómstundaiðkana, svo sem seglbrettasiglinga. Þá er ónefnd smábátahöfnin sem verið er að vinna að í Sandgerðisbót. Ég tel að búið sé að skipu- leggja hafnarmálin svo viðunandi sé og næsta skref er að vinda sér í framkvæmdir af auknum krafti.“ - Eitthvað að lokum? „Við framsóknarmenn ætlum sem fyrr að vinna vel og gera virkilega góða hluti næsta kjör- tímabil, sérstaklega í atvinnu- málunum. Ég skora á Akureyr- inga að kjósa Framsóknarflokk- inn á laugardaginn og tryggja Kolbrúnu Þormóðsdóttur öruggt sæti í bæjarstjórn. Þar þarf hlutur kvenna að vera stór. Við ætlum að gera góðan bæ betri fyrir Akureyringa og aðra sem hér vilja búa. BB. Útihurðir, gluggar og gluggagrindur Framleidum útihurðir, glugga og giuggagrindur af mismunandi gerðum, kaupandi getur valið um ýmsar viðartegundir, svo sem teak, oregon pine, mahogni, furuo.fi. Gluggaviðgerðir Allar hurðir og gluggagrindur eru með innfræst- um þéttilista. Sérsmíðum eftir ósk kaupanda. Gerum verðtilboð. Bílskúrshurðir Bílskúrshurðajárn ___1TRÉSMIBJAN BDRKURf Fjölnisgötu 1a Akureyri Sími 96-21909 Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ ' fSSiásS •jk. SMARPVISKON L---] 10:00 /5 Wb \/ VKfeo-Vnfo video m/þráðfj arstýringu kr. 36.980- staðgreitt yideo m/fiarst. kr. 36.980- UOlClSCCir staðgreitt JVC video m/fjarstýringu kr. 44.980- JVC staðgreitt video Hi Fi. Stereo m/fjarst. kr. 65.940- staðgreitt Einnig gott úrval af sjónvörpum verð frá kr. 31.330. Staðgreitt 20“ SÍMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.