Dagur - 10.06.1986, Side 6
6 - DAGUR - 10. júní 1986
10. júní 1986- DAGUR-7
Garðyrkjufélag Akureyrar,
Skógræktarfélag Eyjafjarðar
og Garðyrkjudeild Akureyrar-
bæjar í samvinnu við Lysti-
garðinn hyggjast standa fyrir
miðsumarhátíð í Lystigarðin-
um þann 21. júní. Hátíð þessi
er haldin til að afla fjár til hús-
bygginga í Lystigarðinum. Á
síðasta ári voru steyptir sökkl-
ar undir Eyrarlandsstofu og
áhaldahús, en á þessu ári voru
engar fjárveitingar á fjárlögum
Akureyrarbæjar til áframhald-
andi framkvæmda.
Blaðamaður Dags brá sér í
Lystigarðinn fyrir skömmu og
ræddi við Olgu Loftsdóttur for-
mann Garðyrkjufélags Akureyr-
ar, Axel Knútsson forstöðumann
Lystigarðsins og Árna Steinar
Jóhannsson garðyrkjustjóra
Akureyrarbæjar.
Þau sögðu að hugmyndin að
miðsumarhátíðinni hefði komið
fram á sfðastliðnum vetri er ljóst
var að ekki fengist framkvæmda-
fé. „Það eru vissir hlutir hérna að
drabbast niður. Málin hafa ein-
faldlega þróast svona, en það
þarf að taka á þessu,“ sagði Árni
Steinar.
Axel sagði að þeir sem ynnu í
garðinum væru orðnir langþreytt-
ir á húsnæðis- og hreinlætis-
aðstöðu á staðnum. „Það er ótal
margt sem gera þarf. Við þurfum
nýtt gróðurhús, það gamla er
orðið ónýtt. Girðing í kringum
garðinn er að mestu ónýt. Það
þarf að endurhanna og byggja
nýjar tjarnir. í fyrra var hafist
handa við byggingu nýrra húsa og
þótti okkur skynsamlegast að
Ijúka því verki áður en byrjað er
á öðrum,“ sagði Axel.
Vinnuaðstaða í Lystigarðinum
er vægast sagt bágborin. í húsi
því sem starfsfólk hefur til um- •
ráða er kaffistofa í minna lagi, ef
tekið er mið af því að að jafnaði
vinna í garðinum 10-12 manns
yfir sumartímann. Kaffistofa
starfsfólks er jafnframt eina
vinnuaðstaða sem grasafræðingi
er boðið upp á. Þegar líður að
kaffitíma þarf að sópa plöntum
saman og byrja síðan aftur að
afloknum kaffitíma.
Á síðasta ári gaf vatnsveitan
Lystigarðinum nýja vatnslögn,
áður hafði rafveitan gefið lýs-
ingu í garðinn. „Þetta var rausn-
arlega gert og ber að þakka,“
sagði Axel.
Á miðsumarhátíðinni sem
halda á í Lystigarðinum verða
seldar veitingar, menn geta sest
niður með kaffibolla og kleinur,
flatbrauð með hangikjöti og
gosdrykk. Slappað af og hlustað
á tónlist, en meiningin er að fá
hljómsveit á staðinn.
Á staðnum verður hægt að ná
tali af Halldóri Jóhannssyni
landslagsarkitekt og mun hann
veita fræðslu um skipulag garða.
Kristján Þorvaldsson garðyrkju-
maður verður einnig á staðnum
og mun hann reyna að leysa úr
spurningum fólks um blóm og
runna í görðum.
Skógræktin mun selja lerki-
plöntur í búntum, þannig gæti öll
fjölskyldan farið upp í Nausta-
borgir hið nýja svæði Kjarna og
gróðursett sinn eigin skógarreit,
en þar mun verða maður frá
skógræktinni og leiðbeina fólki.
Skógræktin mun einnig selja
stærri plöntur, og síðast en ekki
síst fjölærar plöntur úr garði
Hólmfríðar Sigurðardóttur fyrr-
um forstöðumanns Lystigarðsins.
Eitt og annad um Lystigarðinn:
Það var 31. ágúst 1919 sem fyrst var haldin skemmtisamkoma í Lystigarðinum og í tengslum við hana
var blóma- og matjurtasýning, sú fyrsta sem sögur fara af hér á landi. Laugardaginn 21. júní standa
Garðyrkjufélag Akureyrar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Garðyrkjudeild Akureyrarbæjar í sam-
vinnu við Lystigarðinn fyrir miðsumarhátíð í Lystigarðinum. Hátíðin er haldin til að afla fjár tii hús-
bygginga í garðinum.
Á síðasta ári voru steyptir sökklar
undir Eyrarlandsstofu og áhalda-
hús, en á þessu ári eru engar fjár-
veitingar til áframhaldandi fram-
kvæmda. Aðstandendur miðsumar-
hátíðarinnar vonast til að geta hald-
ið áfram frekari framkvæmdum. Á
teikningunni sést hvernig þetta mun
líta út í framtíðinni.
ar voru þá í garðinum 780 teg-
undir erlendra og um 160 tegund-
ir innlendra tegunda, auk allra
sumarblóma um 40 tegundir. Þá
hafði verið sáð til um 200 teg-
unda frá fjölda landa, allt norðan
frá Grænlandi og suður til Eld-
lands og austan úr Asíu. Árið
1958 var einnig hafist handa við
að skapa votlendisplöntum skil-
yrði í garðinum og árið 1961 voru
ker fyrir vatnaplöntur í íslensku
deildinni orðin 5.
Grasagarðurinn á Akureyri
mun vera nyrsti grasagarður i
Evrópu og einn af nyrstu grasa-
görðum heims. Eitt af hlutverk-
um grasagarða er að stuðla að
framförum í skrúðgarðarækt
almennings og hefur Lystigarður-
inn á Akureyri tekið sér það hlut-
verk á hendur og er það eitt af
mikilvægustu verkefnum hans.
Með stofnun grasagarða bæði á
Akureyri og í Reykjavík skapað-
ist aðstaða til skipulegs innflutn-
ings nytja- og skrauptplantna.
Árlega er sáð hundruðum nýrra
tegunda í Lystigarðinum. Leit að
er. Á milli 425 og 450 tegundir
íslenskra jurta eru nú til í Lysti-
garðinum.
Aðsóknin að Lystigarðinum
eykst jafnt og þétt ár frá ári. Ætla
má að langflestir ferðamenn bæði
innlendir og erlendir komi við í
garðinum. 1 grein sem Margrethe
Schiöth ritaði í Hlín árið 1945
segir hún: „Mín innilegasta ósk -
og vonandi allra bæjarbúa - er sú
að Lystigarðurinn megi dafna og
blómgast sem best í framtíðinni
og verða Akureyrarbæ til sóma,
og til yndis og ánægju fyrir aldna
og óborna. Ef sú von rætist þá
rnunu uppfyllast óskir þeirra sem
fyrst lögðu hönd á plóginn."
Eins og fram kemur í upphafi
greinar þessarar er nú fyrirhugað
að halda miðsumarhátíð í Lysti-
garðinum laugardaginn 21. þessa
mánaðar. Er það von þeirra sem
að hátíðinni standa að bæjarbúar
fjölmenni, kaupi veitingar, trjá-
plöntur og fjölærar jurtir og úr
geti orðið ánægjulegur útivistar-
dagur fjölskyldunnar í Lystigarð-
inum og í Naustaborgum.
Texti: Margrét Þóra Þórsdóttir
Myndir: Kristján G. Arngrímsson
í suðausturhorni Lystigarðsins er íslenska flóran komin niður í ný beð.
Á ferð okkar um Lystigarðinn
kom fram að fjöldi ferðamanna
sækir garðinn á hverju sumri og
sagði Olga að margir kæmu ein-
göngu til að skoða garðinn.
„Lystigarðurinn hefur geysilega
mikið aðdráttarafl og hann hefur
mikla þýðingu fyrir þetta bæjar-
félag. Þess vegna er mikið atriði
að vel sé að honum búið,“ sagði
Olga.
Við skulum aðeins rifja upp
sögu Lystigarðsins. Helga Aðal-
geirsdóttir hefur skrifað heil-
mikla ritgerð um sögu garðsins,
en það var lokaritgerð hennar við
Garðyrkjuskóla ríkisins.
Lystigarðurinn á Akureyri var
fyrsti almennings- og skemmti-
garður sem komið var upp hér á
landi. Enda hafði Akureyri lengi
verið í fararbroddi með ræktun
og gróður. Um upphaf Lysti-
garðsins segir að fjórar húsfreyj-
ur í bænum, þær Anna Stephen-
sen, Alma Thorarensen, María
Guðmundsson og Sigríður Sæ-
mundsen hafi sótt um landspildu
undir skrúðgarð handa almenn-
ingi sumarið 1909 og var
norðurhluti Eyrarlandstúns, 3 og
'/2 dagslátta látin í þessu skyni.
Stofnfundur Lystigarðsfélagsins
var haldinn 1. maí 1910 og sóttu
hann á milli 20 og 30 manns.
Um upphaf þessa segir að erfitt
sé að gera sér grein fyrir þeirri
miklu bjartsýni sem þurfti til að
setja á stofn almenningsgarð á
þessum tíma. Landið hafi í raun
og veru verið trjálaust og það
sem eftir var af birkiskógum
landsins hafi verið í svo slæmu
ásigkomulagi að flestum fannst
það vera fullkomlega vonlaust
að tré gætu vaxið á íslandi. En
konurnar hófust handa fullar
áhuga og áriö 1912 var Lystigarð-
urinn opnaður almenningi.
Á þessum tíma áttu margir
Akureyringar fallega garða, en
þeir voru aðeins eigendum sínum
til ánægjú. Almenningur sem
ekki hafði efni á að koma sér upp
eigin skrúðgarði fór á mis við
þessa ánægju. Þetta sáu og skildu
hinar akureyrsku konur mætavel
og sögðu að bærinn þyrfti að
eignast stóran skemmtigarð þar
- haldin þann 21. júní
Um 10-12 manns vinna ■ Lystigaröinum yfir sumartímann. Og nú er sumarið
vonandi loksins komið. Þessar ungu stúlkur voru að undirbúa garðinn fyrir
miðsumarhátíðina sem haldin verður í garðinum laugardaginn 21. júní næst-
komandi.
erlendum plöntutegundum sem
hæfa íslenskum aðstæðum er
endalaus.
Ekki er nákvæmlega vitað
hversu margar tegundir trjáa eru
í garðinum, en mestu var sáð af
birki, reynivið og lerki til að
byrja með. Alaskaöspin hefur
I hins vegar tekið yfirhöndina nú
I hvað sáningu varðar. Á milli 2 og
3 þúsund tegundir fjölærra blóma
; eru í garðinum.
Höfuðáhersla er nú lögð á safn
íslenskra plantna í Lystigarðin-
um og segja má að öll flóra
íslands finnist í garðinum. Einnig
er mikil áhersla lögð á að heim-
skauta- og fjallaplöntur séu til
sýnis í garðinum. Reynt hefur
verið að halda íslensku flórunni
eins heilli og nákvæmri og unnt
í ritgerð Helgu kemur fram að
það danska fólk sem hér bjó hafi
átt mikinn þátt í því að Lysti-
garðurinn varð að veruleika.
Anna Schiöth sem og tengdadótt-
ir hennar Margrethe unnu ósleiti-
lega að uppbyggingu garðsins.
Anna féll frá árið 1921 og tók þá
Margrethe við forustunni. Gott
samstarf var með henni og Vil-
helmínu Sigurðardóttur Þór sem
var gjaldkeri garðsins. Segja má
að frá árinu 1926 hafi öll stjórn
garðsins legið á þeirra herðum.
Voru þær ávallt sammála um að
vinna bæri að því að Lystigarður-
inn gæti orðið sönn prýði fyrir
Akureyrarbæ.
Um Margrethe Schiöth skrifar
Steindór Steindórsson árið 1962:
„Störf sín öll í garðinum vann frú
Schiöth sem sjálfboðavinnu.
Garðurinn var í senn hugsjón
hennar og yndi. Daglega vann
hún klukkustundum saman,
skipulagði, gróðursetti og hlúði
að hinum viðkvæma gróðri. Hún
þreifaði sig áfram frá ári til árs
um hvaða plöntur myndu dafna
best. Oft ræktaði hún þær heima
í einkagarði sínum um skeið,
meðan þær voru að gerast land-
vanar. Það er ýkjulítið mál, að
öll þau ár sem hún annaðist garð-
inn hafi hún farið höndum um
nær hverja plöntu, sem í honum
óx. Af þessum sökum varð garð-
urinn persónulegri, en títt er um
almenningsgarða. Hann var
gerður af alúð og umhyggju einn-
ar konu, og er vitnisburður um
menningu hennar og hugar-
far. . .“
Það var árið 1911 sem hafist var
handa. Bletturinn í Eyrarlands-
túninu var girtur, mældur sundur
í beð og herfað, sáð og vökvað,
trjám og plöntum var plantað í
hundraðatali. Garðurinn var í
fyrstu um 1 hektari á stærð, en er
nú tæpir 4 hektarar.
31. ágúst 1919 var í fyrsta sinn
haldin skemmtisamkoma í garð-
inum og í tengslum við hana var
blóma- og matjurtasýning, sú
fyrsta sem sögur fara af hér á
landi. Blómasýningin sannaði að
hægt var að rækta margt hér
norður í kuldanum, ef alúð og
nákvæmni héldust í hendur.
Ekki er hægt að skrifa um
Lystigarðinn án þess að minnast
Jóns Rögnvaldssonar frá Fífil-
gerði. Hann var fyrst ráðinn
garðyrkjumaður við Lystigarðinn
árið 1925. Árið 1930 hóf Jón
plöntusöfnun sem leiddi til þess
að í garði hans í Fífilgerði voru
nær 500 íslenskar og erlendar
plöntutegundir árið 1955.
Lystigarðurinn á Akureyri var
gerður að grasagarði auk þess að
vera almenningsgarður árið 1957.
þá um sumarið keypti Fegr-
unarfélag Akureyrar plöntusafn
Jóns til eignar og umráða og var
því komið fyrir í garðinum um
sumarið. Safnið hafði þá að
geyma 636 tegundir. Var
plöntunum raðað niður grasa-
fræðilega eftir því sem við varð
komið og bráðabirgðanafnspjöld
sett við tegundirnar.
Árið 1958 hafði Jón komist í
sambönd og plöntuskipti við all-
marga botaniska garða. Skrásett-
sem öllum yrði leyft að dveljast
hvenær sem væri. í kjölfarið
var Lystigarðsfélag Akureyrar
stofnað. í annarri grein í lögum
félagsins segir: Tilgangur félags-
ins er að koma upp garði í Akur-
eyrarbæ, bænum til prýði og
almenningi til skemmtunar.
Garðurinn sé skreyttur trjám og
blómum og leikvellir og lystihús
séu þar almenningi til afnota svo
fljótt sem því verður við komið.
Gosbrunnurinn ■ Lystigarðinum var byggður á árunum 1959-60. Orðinn gamall og lúinn.
Húsnæðismál starfsfólks Lystigarðsins eru í ólestri, og aðstaða langt fyrir neðan þær kröfur sem gerðar eru um aðbúnað á
vinnustöðum. Þetta er eina húsið sem starfsfólk Lystigarðsins hefur til umráða, en búið er að steypa sökkla undir Eyrar-
landsstofu sem flytja á í garðinn. Fjárveitingar til frekari framkvæmda hafa ekki fengist.
EyrarlandflBtofa
Miðsumarhátíð