Dagur - 10.06.1986, Page 8

Dagur - 10.06.1986, Page 8
8 - DAGUR - 10. júní 1986 Skriðuhreppur Kjörfundur vegna sveitarstjórnar- og sýslunefndar- kosninga veröur haldinn að Melum laugardaginn 14. júní og hefst hann kl. 11 f.h. Kosning er óhlutbundin. Kjörstjórn. ✓ Aburðarkaupendur Áburdarafgreiðslur vorar á Akureyri og Sval- barðseyri verða lokaðar frá og með mánudegin- um 16. júní nk. Kaupfélag Eyfírðinga. Prestskosning veröur í Laugalandsprestakalli laugardaginn 14. júní nk. Kosningin fer fram á kjörstööum hreppanna, samtímis kosningu til sveitarstjórnar þennan dag. Umsækjandi er séra Hannes Örn Blandon, prestur í Ólafsfiröi. Kosningarétt hafa þeir, sem náö hafa sextán ára aldri á kjördegi. Prófastur. Útboð Víkurbakarí Dalvík óskar eftir tilboði í að byggja bakarí að Hafnarbraut 5, Dalvík. Útboðsgögn verða afhent í Víkurbakarí og á Teikni- stofu Hauks Haraldssonar Kaupangi Akureyri gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuö þriöjudaginn 24.06 1986 kl. 11.00 á Teiknistofu Hauks Haraldssonar. Víkurbakarí Dalvík. Útboð Bröttuhlíðarskóli óskar eftir tilboðum í múrhúð- un, gluggabreytingar o.fl. á húsi sínu að Bröttu- hlíð 6, Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Har- aldssonar Kaupangi og opnuð á sama stað mánu- daginn 23.06 1986 kl. 11.00. Bröttuhlíðarskóli Bröttuhlíð 6, Akureyri. Pétur Snæbjörnsson hóf störf sem hótelstjóri á Hótel Húsa- vík þann 15. maí sl. Pétur fæddist á Húsavík 1959 en ólst upp í Mývatnssveit í Reynihlíð þar sem fjölskylda hans annast hótelrekstur. Síðustu tíu ár segist hann hafa haft hótelmál sem einstefnu. Hann nam mat- reiðslu og hlaut meistararétt- indi 1983, starfaði við gesta- móttöku og hjá Tonnna- hamborgurum þar til hann fór til náms í Noregi 1983. Þar stundaði Pétur nám í eldhús- stjórnun og hótelrekstri í Stav- anger. Að námi loknu vann Pétur í Hollywood og á Hótel Borg í Reykjavík, þar til hann hóf störf sín á Húsavík og að sjálfsögðu vaknar sú spurning hvort hann sé ekki kominn í samkeppni við sína eigin fjölskyldu við rekstur Hótel Húsavíkur. „Auðvitað, á vissan hátt er ekki hægt að neita því að menn verða að berjast, en fyrst og fremst hlýtur þetta að auka möguleika á samstarfi, bættum rekstri og betri rekstrarhagræð- ingu beggja fyrirtækjanna. Pað mætti reka þau meira saman á margan hátt.“ - Hvernig líkar þér á Húsa- vík? „Mér líkar náttúrlega vel, í þingeysku lofti er alltaf gott að vera, ég hélt að ég væri búinn að ropa því öllu upp en það er nú ekki. Það er gott að vera hérna.“ - Hvernig hefur þér verið tekið? „Mér hefur verið mjög vel tekið, finnst allt mjög jákvætt.“ - Hvað er helst á döfinni á hótelinu í dag? „Það er heilmikið að gerast, farnir að tínast hér inn hópar. Ráðstefna hófst á sunnudag og stendur til 12. júní, þá kemur strax ferðamannahópur og síðan annar um helgina svo segja má að traffíkin sé byrjuð þessa dag- ana.“ - Eru góðar horfur fyrir sum- arið? „Mjög þokkalegar, annars veit maður aldrei fyrr en eftir á hvernig það fer.“ - Hefur þú ekki fitjað upp á einhverjum nýjungum? „Við erum fyrst og fremst að reyna að gera hótelið meira aðlaðandi fyrir bæjarbúa og fá þá til að koma hingað. Við erum að reyna að fá þá til að prófa að koma hér inn og það gengur bara ekkert illa. Við vorum með fjölskyldudag sem var nokkuð vel sóttur, einnig höfðum við kosningavöku og síð- an ítalskan sunnudag, þá var rólegra en samt alveg ágætt. Pétur Snæbjörnsson. Mynd: IM. „Líkar vel í þingeysku lofti“ - Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri á Húsavík Við vorum með sjómanna- dagsmatseðil og ætlum að hafa eitthvað fyrir bæjarbúa alltaf á sunnudögum, ókeypis ís og hálft gjald fyrir börnin." - En hugmyndir fyrir næsta vetur? „Við erum með hugmyndir um að halda sjóstangaveiðimót í haust. Það er alveg ljóst að vetur- inn verður að byggja á heima- markaði. Það er of dýrt að fljúga hingað. Þannig að það verður aldrei neitt sem við lifum á. Við verðum að gera eitthvað næsta vetur til að fólk vilji koma hingað, hvort sem um nám- skeiðahald eða eitthvað annað verður að ræða til að fá fólk til að dvelja hérna. í sambandi við Hlíðskjálf höfum við rætt um að fá fólk til að koma þangað til að syngja eða spila kvöld og kvöld til að auka fjölbreytnina." - Ertu bjartsýnn á framtíð hótelsins? „Já, það er góður grundvöllur fyrir henni, hins vegar er ekki sama hvernig á málum er haldið og það verður að gera vel, svo er spurningin hvernig mönnum tekst það.“ IM Jonas Robertsson. á grasvelli Þórs við Glerárskóla. Komið og sjáið spennandi leik. mitre Spilað verður með MITRE-bolta frá Hoffelli hf. Ármúla 36, Reykjavík. VÖR£ BATASMIOJA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.