Dagur - 11.06.1986, Side 2
2 - DAGUR - 11. júní 1986
-viðtal dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik),
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
JeiðarL
Gull og grænir skógar
Á þessum tíma árs er talsvert um að auglýst
sé eftir kennurum til starfa við grunnskól-
ana. Það hefur reynst mjög erfitt fyrir stjórn-
endur skóla úti á landsbyggðinni að fá
kennara með full kennsluréttindi til starfa og
hafá mörg sveitarfélög þurft að grípa til þess
ráðs að bjóða ýmis hlunnindi til þess að
lokka kennara út á land. Þessa dagana kepp-
ast skólanefndir og skólastjórar í dreifbýlinu
við að bjóða kennurum gull og græna skóga
ef þeir flytji burt af mölinni og út á land, en
höfuðborgarsvæðið hefur fram til þessa verið
eina svæðið á landinu þar sem kennara-
ráðningum er tiltölulega vel borgið.
Reyndar hafa fleiri opinberir starfsmenn
en kennarar fengið slík boð utan af landi og
má þar nefna hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða. Fríðindin eru mismunandi mikil eftir
sveitarfélögum. Umsækjendum er boðinn
flutningsstyrkur, lítil eða engin húsaleiga,
lágur húshitunarkostnaður, mötuneyti og
síðast en ekki síst mikil yfirvinna.
Það er eðlilegt og óeðlilegt í senn að sveit-
arfélög skuli fara þessa leið til að freista þess
að fá hæft starfsfólk til vinnu. Það er eðlilegt
út frá sjónarhóli þeirra sem stjórna viðkom-
andi skólum og sjúkrastofnunum, því
reynsla undanfarinna ára sýnir að öðruvísi fá
þeir ekki fólk til starfa.
Hins vegar er það langt í frá eðlilegt að
sveitarfélög taki á þennan hátt þátt í að
greiða laun sem ríkið á með réttu að greiða.
Hér er um hreinar yfirborganir að ræða og sú
staðreynd, að sveitarfélög eru farin að aug-
lýsa yfirborganir opinberlega, sýnir betur en
nokkuð annað að það launakerfi sem opin-
berir starfsmenn búa við er fyrir löngu búið
að ganga sér til húðar. Laun þeirra eru of lág
en það fæst ekki viðurkennt opinberlega af
réttum aðilum. Því verða sveitarfélögin að
hlaupa undir bagga og bæta í launaumslögin
ef þau vilja fá fólk til starfa. Þessar yfirborg-
anir hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir
mörg sveitarfélög, sérstaklega þau smærri,
en stjórnendur þeirra eiga ekki annarra
kosta völ.
Það er kominn tími til þess fyrir löngu að
endurskoða launakjör opinberra starfs-
manna og búa svo um hnútana að laun
þeirra séu í samræmi við það sem gerist og
gengur í þjóðfélaginu. Þá munu þessi gylli-
boð sveitarfélaga heyra sögunni til. BB.
Viðtal dagsins að þessu sinni er
við varaformann félags psori-
asis- og exemsjúklinga á Akur-
eyr. „Hann“ er reyndar
kvenkyns og heitir Margrét
Jónsdóttir. Það eru e.t.v. ekki
margÍL' sem hafa heyrt minnst á
þetta l élag, enda er það tiltölu-
lega nýstofnað hér norðan
heiða, þótt slíkt félag hafi all-
Iengi verið starfandi á höfuð-
borgarsvæðinu. Það lá beinast
við að spyrja fyrst hvernig
stofnun félagsins hefði borið
að.
„Félagið var stofnað árið 1983
og aðal hvatamaðurinn að stofn-
un þess var Hjörtur Fjeldsted,
sem nú er reyndar látinn. Strax á
fyrsta fundi félagsins var kjörin
stjórn og hana skipaði mjög dug-
mikið fólk sem kom miklu til
leiðar. T.d. kom það því til leiðar
að sett var á laggirnar göngudeild
fyrir psoriasis- og exemsjúklinga.
Þessi göngudeild hefur aðsetur á
Bjargi og hún hefur náttúrulega
breytt mjög miklu fyrir okkur því
engin slík aðstaða var fyrir hendi
áður. Það má kannski koma fram
að þessi göngudeild var ekki
stofnuð fyrir tilstuðlan ríkisvalds-
ins heldur voru það ýmis félaga-
samtök og sjúkrasjóðir sem
lögðu þar hönd á plóginn. En eft-
ir að við fengum aðstöðu á Bjargi
varð miklu auðveldara að þrýsta
á hið opinbera og í dag er rekstur
deildarinnar orðinn þáttur í
rekstri Bjargs."
- Hvernig starfar þessi göngu-
deild?
„Göngudeildin er opin fjóra
tíma á dag og við hana starfar
sjúkraliði í hálfu starfi og auk
þess erum við með húðsjúk-
dómalækni sem er þar svona einu
sinni til tvisvar í viku. Þarna fer
fólk fyrst og fremst í ljósaböð en
á þessari deild er mjög fullkom-
inn ljósaskápur. Einnig getur
fólk fengið áburðarmeðferð, það
getur komið á hverjum degi eða
sjaldnar, allt eftir Jjörfum hvers
og eins.“
- Eru þetta þá ekki dýrar
meðferðir?
„Nei, þær eru ókeypis og ég vil
því nota tækifærið og hvetja fólk
til að nýta sér þessa þjónustu. Ég
veit að það er mikið af sjúkling-
um sem ekki kemur þarna, sumir
vita einfaldlega ekki af þessari
þjónustu, hún hefur kannski ekki
verið nógu vel kynnt, og aðrir
hafa sig ekki út í þetta af ein-
hverjum ástæðum. Margir eru
„Margir eru
mjog feimmr
- segir Margrét Jónsdóttir, varaformaður
Félags Psoriasis- og exemsjúklinga
mjög feimnir, vilja ekki viður-
kenna að þeir séu með psoriasis
fyrr en í algert óefni er komið en
það er mjög slæmt vegna þess að
þessum sjúkdómi fylgir t.d. oft
liðagigt sem getur farið illa með
fólk. Þetta fólk vill ekki ganga í
félagið eða samtökin af hræðslu
við að það spyrjist út að það sé
með psoriasis. Þessi hræðsla eða
feimni á sér mjög eðlilegar orsak-
ir. Margir vita mjög lítið, jafnvel
ekkert, um sjúkdóminn og ef
sjúklingur bregður sér í sund eða
gufubað þá er starað á hann í for-
undran. Menn eru líka hræddir
um að smitast en sú hræðsla er
með öllu óþörf þar sem psoriasis
getur alls ekki smitast.“
- En hvað getur fólk gert ef
meðferðin á göngudeildinni dug-
ar ekki?
„Það er engin önnur aðstaða
hér þannig að eina ráðið er að
fara í meðferð í Reykjavík, en
þar er mjög góð aðstaða, t.d. er
þar legudeild þar sem fólk getur
lagst inn og fengið meðferð, aðal-
lega Ijósaböð og áburðarmeð-
ferðir eins og hér en munurinn er
að þetta eru samfelldar meðferð-
ir sem taka lengri tíma og eru því
árangursríkari. Einnig hjálpar
þetta fólki sem þjáist af streitu
því það getur lagst inn og tekið
því rólega í nokkra daga, en það
er margt sem bendir til þess að
psoriasissjúklingum geti versnað
ef þeir eru mjög strekktir. Þessi
legudeild er því mjög góð og það
er mín von að ein slík eigi eftir að
komast í gagnið hér.“
- En aftur að félaginu sjálfu,
er þetta fjölmennt félag?
„Nei, það er ekki fjölmennt
hér, a.m.k. ekki enn sem komið
er. Félagar eru rétt á annað
hundrað og af þessum félögum
eru langflestir sjúklingar, en
félagið er öllum opið. Það segir
sig auðvitað sjálft að eftir því sem
fleiri eru í félaginu, því sterkara
er það og því hvet ég alla psorias-
issjúklinga, og aðra sem vilja
okkur vel, til að ganga í félagið.
Árgjöldin ættu ekki að verða
neinum fjötur um fót því þau eru
ekki nema 500 krónur á ári. Ég
held að ástæðan fyrir því að
félagið er ekki fjölmennara sé
aðallega það sem ég nefndi áðan,
þ.e.a.s. annað hvort veit fólk
ekki um félagið eða þá að það er
feimið.
Mestur kraftur síðustu stjórnar
fór í að koma göngudeildinni á
laggirnar og það er vissulega lofs-
vert að það skyldi takast. Nú hef-
ur svo verið kjörin ný stjórn og
við ætlum fyrst og fremst að beita
okkur fyrir aukinni kynningu á
félaginu og reyna að auka tengsl-
in milli fólksins í því, t.d. með
því að gefa út fréttabréf annað
slagið. Einnig má búast við því
að við reynum að hafa einhverjar
skemmtanir eða annað slíkt í
framtíðinni til að kynna félagið
sem flestum. Því eins og ég sagði
áðan þá er það hagur fólksins að
sem flestir séu í félaginu, eða
a.m.k. viti af þjónustunni sem
því stendur til boða.“
- Að lokum Margrét, ertu
bjartsýn á framhaldið?
„Já, ég er bjartsýn, ég get ekki
verið annað. Ég veit að þetta
félag á rétt á sér því þörfin fyrir
það fer sífellt vaxandi, og ég er
viss um að það á eftir að verða
mikil fjölgun í því og þetta verð-
ur á endanum stórt og dugandi
félag sem tekið verður mark á.“
JHB