Dagur - 11.06.1986, Síða 3

Dagur - 11.06.1986, Síða 3
11. júní 1986 - DAGUR - 3 Skógerð Iðunnar á Akureyri 50 ára: Hefur framleitt 2.600.000 pör af skóm á þessum tíma Fyrir 17. júní Nýkomið: Föt og stakir jakkar frá -|rfalbe »g ROY ROBSON® Einhneppt, tvíhneppt. Tískusnið, venjuleg snið, yfír- stærðir. Stakar buxur, köflóttar og einlitar. Silkibindi með og án klúta, slaufur og lindar og m.fl. Væntanlegt í vikunni: Skyrtur frá goLdress Ný sending af hálsbindum WW' m/klút. Sumarstakkar köflóttir, einlitir frá Ivalmelinel Svört tvíhneppt föt frá Falbe og m.fl. Ath. Pantanir fyrír máisaum er ekki hægt að afgreiða fyrr en íbyrjun ágúst v/sumaríeyfa. Klæðskeraþjónusta. Smókingleiga VISA Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Bændur - Verktakar Til sölu tómar stáltunnur Smjörlíkisgerð sími 21400. Skógerðin Iðunn á Akureyri er 50 ára á þessu ári. - Akvörðun um stofnun verksmiðjunnar var tekin á aðalfundi Sam- handsins í júní 1936. í gögnum má sjá að bygging verksmiðju- húss tók ekki nema fjóra mán- uði og kostaði á þeim tíma 33.300 gamlar krónur. Fyrstu starfsmenn verksmiðjunnar voru ráðnir í desember 1936. Skóverksmiðjan var byggð til að fjölga atvinnutækifærum og fullnýta innlend skinn. Krepp- unni var að ljúka á þessum tíma, atvinnuleysi hafði verið viðloð- andi og fátt um nýjungar í atvinnulífinu. Um tíma var skó- iðnaður blómlegur hér á landi, í stríðinu og árin þar á eftir. Skó- gerðin á Akureyri er nú eina skógerðin hérlendis og hefur ver- ið svo um allmörg ár. Frá stofnun verksmiðjunnar og til 1969 fram- leiddi verksmiðjan eingöngu skó úr íslensku leðri. Leðurvinnsla lagðist af 1969 og hefur frá þeim tíma verið nær eingöngu fram- leitt úr innfluttu leðri. Arið 1969 brann skóverksmiðjan en var strax endurbyggð. Skóiðnaður er vandasöm og erfið iðngrein sem krefst sérþjálf- aðs starfsfólks. Nú starfa um 65 manns í skóverksmiðjunni og hefur margt starfsfólk mjög lang- an starfsaldur hjá verksmiðjunni. Hefur verksmiðjan haft á að skipa góðu starfsfólki í gegnum árin. í lok áttunda áratugarins voru uppi hugmyndir um að hætta rekstri - Verksmiðjan synd almenningi á föstudag og laugardag verksmiðjunnar. Frá því var horfið og var hafin öflug vöru- þróun og verksmiðjan endur- skipulögð. Tók verksmiðjan þá upp nýtt vörumerki ACT og hef- ur ACT nafnið verið notað á alla skó frá skóverksmiðjunni frá þeim tíma. Auk þess framleiðir verksmiðjan skó fyrir Axel Ó., sem seldir eru undir nafninu Puffins. Verksmiðjan hefur á að skipa sérmenntuðum hönnuðum. Lögð er áhersla á að fylgjast með tískustraumum og eru skósýning- ar sóttar reglulega í leit að nýjum hugmyndum. ACT skór eru seldir í yfir 100 verslunum hér á landi. Fram- leiðslan hefur farið vaxandi hin seinni ár og var árið 1985, 63.500. Utlit er fyrir að í ár verði fram- leidd 70.000 pör af skóm. Alls hefur skógerðin framleitt yfir 2,6 milljón pör á þessum 50 árum. Myndin er tekin í Skógerð Iðunnar í gær. Arnarneshreppur Kjörfundur til sveitarstjórnar og sýslunefndarkosn- inga sem fram eiga að fara laugardaginn 14. júní 1986 verður haldinn á Freyjulundi og hefst kl. 10.00 f.h. Kjörstjórn. í tilefni afmælisins verður verksmiðjan opin almenningi n.k. föstudag og laugardag kl. 9 til 16. Þar gefst kostur að sjá starfsfólk verksmiðjunnar að störfum, skoða skóminjasafn er geymir sýnishorn af hálfrar aldar framleiðslu verksmiðjunnr og fá sér hressingu. Vinabæja- mót á Blönduósi Um næstu mánaðamót verður haldið á Blönduósi vinarbæja- mót Blönduóss og vinabæja frá Norðurlöndunum, en þeir eru: Moss í Noregi, Karlstad í Svíþjóð, Nokia í Finnlandi og Horsens í Danmörk. Um er að ræða æskulýðsmót þar sem þátttakendur eru á aldr- inum 16 til 25 ára. Búist er við að 50 manns verði í hópnum sem mun koma til Blönduóss I. júlí og dvelja til 5. júlí. Hópurinn mun gista í grunn- skólanum á staðnum en á meðan á dvölinni stendur verður farið í skoðunarferðir um nágrennið og gestunum sýndir markverðir staðir, þá er í athugun hvort ekki verði unnt að bjóða gestunum á hestbak í samvinnu við hesta- menn á Blönduósi og nágrenni. Slík vinabæjamót hafa verið haldin árlega en nú mun vera í athugun að þau verði haldin ann- að hvert ár. G.Kr. Erum fluttir í Frostagötu 3b Kæliskápa- og frystikistu viðgerðir. Uppsetning á kæli- og frystikerfum. Viðgerðir * Nýsmíði * Efnissala Kæliverk sf. Frostagötu 3B • Akureyri • 'Sími

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.