Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 9
11. júnf 1986 - DAGUR - 9 íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Markasúpa á Þórsvelli er Þór sigraði IBV 4:3 í 1. deild „Ég er ánægður með þetta sér- staklega fyrri hálfleik, en þá spiluðum við mjög vel og átt- um leikinn, hefðum átt að skora flmm til sex mörk. Seinni hálfleikur var að vísu ekki eins góður við drögum okkur alltaf aftur þegar við komumst yfir og virðumst hreinlega missa einbeitinguna. En ég er bjartsýnn á næstu leiki, þetta hlýtur bara að vera að koma hjá okkur.“ Petta sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs eftir sigurleikinn gegn ÍBV í gærkvöldi. Vestmannaeyingar komust í 1-0 strax á 2. mín. er Bergur Ágústs- son rak boltann upp vallarhelm- ing Þórs og renndi fyrir markið þar sem Ómar Jóhannsson kom á fullri siglingu og skoraði auðveld- lega. En þar með var lokið þætti Vestmannaeyinga í fyrri hálfleik. Þórsarar sóttu það sem eftir var hvað þeir gátu, sköpuðu sér mýmörg færi en tókst ekki að skora. Á 35. mín. lenti Bjarni Sveinbjörnsson í samstuði við tvo Vestmanneyinga með þeim af- leiðingum að krossband slitnaði í hnéi hans og mun Bjami að öllum líkindum ekki leika meira í sumar. Hlynur Birgisson kom inn á fyrir Bjarna og hafði hann ekki leikið nema í 30 sek. er hann náði að jafna fyrir Þór. Halldór Áskelsson splundraði þá vörn ÍBV og renndi út á Hlyn sem skoraði af stuttu færi. 5 mín. seinna fengu Þórsarar víti er Sig- uróla Kristjánssyni var hrint inni í vítateig. Jónas Róbertsson tók spyrnuna og skoraði örugglega. Aðeins tvær mín. voru liðnar af seinni hálfleik er Þórsarar juku muninn í 3-1. Kristján Kristjáns- son tók stutta hornspyrnu, Hall- dór skallaði aftur fyrir sig á Nóa Björnsson sem skorar glæsilega með hjólhestaspyrnu. Stórglæsi- legt mark! Eftir markið slökuðu Þórsarar á og ÍBV komst betur inn í leik- inn. Á 52. mín. minnkaði ’ Ingi Sigurðsson muninn með lausu skoti utan úr teig. Eftir þetta varð dálítill barningur á miðjunni en Þórsarar þó heldur hættulegri upp við markið. A 68. mín. kom Halldór ÍBV vörninni enn einu sinni í opna skjöldu hann sendi góða send- ingu á Jónas sem var óvaldaður inni í vítateig og skoraði örugg- lega. Staðan orðin 4-2 fyrir Þór. En Eyjamenn gáfust ekki upp og 10 mín. seinna minnkuðu þeir muninn er Baldur Guðnason brá Jóhanni Georgssyni inni í víta- teig og var umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði. Það sem eftir lifði leiksins reyndu Vestmanna- eyingar að jafna en Þórsurum tókst að halda fengnum hlut. í stuttu máli sanngjarn sigur Þórsara sem yfirspiluðu ÍBV algjörlega í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki eins góður - einbeitingin virtist detta niður hjá strákunum og áhugann virtist vanta, sérstaklega hjá vörninni sem gerði of oft glapleg mistök. Bestir í liði Þórs voru: Halldór Áskelsson, og Baldvin Guð- mundsson. í liði ÍBV voru þeir skástir Jóhann Georgsson og Bergur Ágústsson. Ágætur dómari leiksins var Sveinn Sveinsson. -BV Halldór Áskelsson lék mjög vel með Þór í gærkvöldi. Hér sést hann í baráttu í vítateig Eyjamanna. Mynd: KG A Landsbankahlaupið: Mjög góð þátttaka Landsbankahlaupið fór fram á Akureyri á laugardag. Það var stjórn F.S.L.A sem hafði veg og vanda af hlaupinu. Hlaupið var frá Landsbankanum á Akureyri, norður Brekkugötu, niður í Glerárgötu, til suðurs með íþróttavellinum, suður Hólabraut og í mark við Ráð- hústorg, samtals 1,5 km. Hlaupið var ætlað börnum fæddum á árunum ‘75 og ‘76. Var mjög góð þátttaka eða samtals um 70 keppendur en í Rcykjavík mættu aðeins 150 keppendur i hlaupið. Var keppt í sveina- og meyjaflokki og var þremur fyrstu keppendunum í hvorum flokki veitt verðlaun. Þá fengu allir þátttakendurnir viðurkenningu. Einnig var dregið úr númerum keppenda um tvær kjörbækur með 2.000,- króna innistæðu og hlutu þær, Katrín Jóhannesdóttir og Kristín H. Krisijánsdóttir. Annars urðu úrslit í hlaupinu þessi: Sveinaflokkur: 1. Ómar Kristinsson 5:47,40 2. Kristján Örnólfsson 5:47,60 3. Páll Tómas Finnsson 5:54,60 Meyjaflokkur: 1. Linda B. Sveinsdóttir 6:26,00 2. Helga Ólafsdóttir 6:36,60 3. Halla B. Arnarsdóttir 6:54.00 Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona og „íþróttamaður Akureyrar“ 1985 leiddi hlaupið í upphafi og fylgdi svo þeim síð- ustu að marklínu. Lögreglan á Akureyri aðstoðaði við fram- kvæmd hlaupsins með því að vera með menn á öllum gatna- mótum sem hlaupið var um. Bjarni Sveinbjörnsson leikmaður Þórs sést hér borinn af velli eftir samstuð við tvo Eyjamenn. Bjarni er sennilega úr leik í sumar þar sem annað kross- band í hnéi slitnaði í átökunum. Mynd: KGA. Mjólkurbikarinn: KA-Leiftur og KS-Tindastóll - í kvöld kl. 20.00 í kvöld veröa nokkrir leikir í 2. umferð Mjólkurbikarkeppn- innar í knattspyrnu. Meðal leikja er viðureignir KA og Leifturs á Akureyri og KS og Tindastóls á Siglufirði. KA lagði Völsung að velli í 1. umferð, Leiftur lagði Reyni Árskógsströnd, KS Höfð- strending og Tindastóll Magna. KA og KS verða að teljast lík- legri til sigurs í kvöld. En bæði liðin eiga heimaleiki gegn liðum í 3. deild. Þó getur allt gerst í kvöld eins og svo oft áður í bikar- keppninni. Það er einmitt í þeirri keppni sem hin ótrúlegustu úrslit líta dagsins ljós. Ég sló á þráðinn til Óskars Ingimundarsonar þjálfara Leift- urs og spurði hann hvernig leikurinn gegn KA legðist í þá á Ólafsfirði. „Hann leggst bara bærilega í okkur. Við munum leika til sigurs í kvöld sem endranær. Fyrirfram eigum við minni mögu- leika en KA, þeir eru 2. deildar- lið á leið í þá 1. og á heimavelli en við gefum ekkert eftir og reyn- um að gera okkar besta. Við lít- um á þennan leik sem góða æfingu, aðstæður góðar og mót- herjinn góður. Ef okkur tekst að vinna í kvöld þá fáum við sigurvegarana úr leik KS og Tindastóls í næstu umferð og þá heima.“ Nú standið þið vel að vígi í 3. deildinni. Ertu ánægður með lið- ið til þessa? „Já þetta hefur gengið nokkuð vel. Þessir leikir sem við höfum verið að vinna hafa verið mjög jafnir en einhvernveginn þróast þannig að við höfum náð að sigra. Deildin er jafnari í ár en hún var í fyrra og ég á von á geysiharðri keppni. Ég held að það verði Þróttur, Reynir og Tindastóll sem verði erfiðust við að eiga og þau lið eigum við öll eftir,“ sagði Óskar. Leikur KA og Leifturs í kvöld fer fram á grasvelli KA við Lundarskóla og hefst kl. 20 eins og leikur KS og Tindastóls á Siglufirði. Sigurvegararnir í l.andsbankahlaupinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.