Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 11. júní 1986 Sigurður Guðmundsson íþróttakennari í Reykjaskóla forstöðumaður sumarbúðanna. Að Reykjum í Hrútafírði eru starfræktar sumarbúðir fyrir krakka á aldrinum níu til fjórtán ára. Það er Héraðssamband Austur- og Vestur-Húnvetninga ásamt Héraðssambandi Strandamanna sem standa sameiginlega að rekstrinum. En þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík samvinna er höfð um rekstur sumarbúða. Forstöðumaður námskeiðanna er Sigurður Guðmundsson íþróttakennari við Reykjaskóla og hann er einnig aðalhvata- maður þess að út í þessa tilraun var farið. Sigurður sagði að upphaflega hefði verið meiningin að einungis yrðu þarna börn af svæði héraðssambandanna í Húnavatnssýslum en síð- ar hefði verið ákveðið að bjóða Strandamönnum að vera með og það hafi sýnt sig að sú ákvörðun hefði verið hárrétt því nærri helmingur þátttakendanna er úr Strandasýslu. dráttarvél og ríkir geysigóð stemmning í vagninum, mikið sungið og grínast. Ég spurði Sigurð hvort það væri ekki nýtt á verkefnaskrá í sumarbúðum að vera með tölvu- kennslu? „Petta er nýjung, að hafa tölv- urnar með í daglegri dagskrá og eins er með blaðaútgáfuna hún er algjör nýjung." - Segðu mér frá blaðaútgáf- unni. „Við erum með aðstöðu hér í kjallaranum þar sem krakk- arnir hafa nokkrar ritvélar og þau sem eiga að vera í blaðahópnum í það og það skiptið vinna þar við að vélrita textann, en síðan fá þau aðstoð við myndatökur og framköllun. Þau vinna þetta yfir- leitt þannig að þau fá myndirnar fyrst og semja svo textann út frá þeim. Á hverju námskeiði er unnið eitt blað sem krakkarnir taka svo með sér heim, en í blað- inu eru myndir af öllum sem voru á námskeiðinu ásamt heimilis- föngum, svo að þau geta auð- veldlega haldið við þeim kunn- ingsskap sem varð á námskeið- inu.“ Sumarbúðir í Reykjaskóla Nú stendur yfir þriðja og síð- asta námskeiðð að þessu sinni en upphaflega var meiningin að þau yrðu aðeins tvö, en eftir að upp- lýsingar um sumarbúðirnar höfðu verið sendar í grunnskólana í sýslunum, bárust svo margar umsóknir að ákveðið var að bæta einu námskeiði framan við. Fyrsta námskeiðið stóð því aðeins í sex daga en hin síðari í átta daga. Að meðaltali hafa ver- ið 47 krakkar á hverju nám- skeiði. Leiðbeinendur á námskeiðun- um eru fimm, Sigurður er fyrir hönd V.-Hún. Sigríður Þórarins- dóttir skólastjóri í Broddanesi og séra Baldur R. Sigurðsson prest- ur í Hólmavík eru fulltrúar Strandamanna og frá A.-Hún- vetningum eru tvær ungar og upprennandi íþróttakonur Krist- jana Jónsdóttir frá Skagaströnd og Una Marsibil Lárusdóttir frá Blönduósi. „Reynslan af þessu er það góð að við ætlum að reyna að semja við ríkið um afnot af skólanum allan júnímánuð næsta ár,“ sagði Sigurður. Varðandi kostnaðinn við rekst- urinn sagði hann að hver krakki þyrfti að greiða 4900 krónur og síðan væri styrkur frá ungmenna- samböndunum sem næmi 15 þús- undum á samband en auk þess ætluðu þeir að reyna að fá styrk úr sýslusjóðunum, en vonandi þyrfti þess ekki nema í þetta eina skipti en fjárþörfin væri auðvitað mest í upphafi. Þá sagði Sigurður að U.M.F.Í., Í.S.Í og Æskulýðsr- áð ríkisins veittu einhvern styrk til sumarbúðanna. inu og heima við hús ef þau treysta sér ekki í útreiðartúr.“ - Svo eruð þið með kvöldvöku á hverju kvöldi, er ekki erfitt að finna alltaf upp eitthvað nýtt fyrir hvert kvöld? „Nei það er ekkert vandamál, engin vöntun á hugmyndum. En annað hvert kvöld spilum við bingó sem hefur vakið mikla hrifningu hjá krökkunum, vinn- ingar eru ekki stórir en það er heldur ekkert aðalatriði hjá krökkunum.11 - í reglum er bannað að vera með gos eða sælgæti og á dag- skránni er liður sem segir „tekið til í herbergjum". Hvernig geng- ur að framfylgja þessu eða að fá þau til að borða það sem er á matseðlinum hverju sinni? „Þetta hefur allt saman gengið vel. Auðvitað eru krakkar innan um sem eru ekki vanir því að þurfa að búa um rúmin sín eða laga til í kringum sig en þeir gera Sigrún Sævarsdóttir Hólmavík, Ragnheiður Sandra Ómarsdóttir Skagaströnd, Ái það rétt eins og aðrir á meðan Aðalbjörg Signý Sigurðardóttir frá Hrafnabjörgum í Svínadal sögðu að það væri þeir eru hér. Og í svona stórum ®fluðu að koma aftur næsta sumar. - En svo farið þið í útreiðar- túra, ekki hafið þið 50 hross, eða hvað? Nei nei, við fáum lánuð hross hér í nágrenninu og það fara 10 krakkar í einu. Og það fara allir á hestbak, líka þeir óvönu, við teymum bara undir þeim í gerð- Það var geysilegt fjör hjá sjómönnunum enda allir í björgunarvestum og því færir í allan sjó. Una Marsibil Lárusdóttir 16 ára leiðbeinandi á námskeiðunum hópi eru alltaf einhverjir sem vilja ekki borða þetta eða hitt en það er ekkert vandamál þeir fá sér þá bara eitthvað annað sem á boðstólum er.“ - Á dagskránni er liður eftir hádegi sem heitir ekkert heldur er merktur með spurningar- merkjum, hvað táknar það? „Þetta er tími sem við notum til ýmiss konar hluta, t.d. er einn daginn farið í heimsókn á sveita- bæi og skoðað kúabú og kindabú á Brautarholti og svínabú er líka skoðað, krökkunum finnst nú lyktin vond en þau hafa mjög gaman af grísunum. Það hefur komið í ljós að tiltölulega fá þeirra hafa séð svín svo þetta er nýnæmi fyrir þau. Síðan förum við í kirkju þar sem er stutt æsku- lýðssamkoma sem séra Baldur sér um. í bakaleiðinni förum við svo í Staðarskála og fáum svala- drykk og súkkulaði sem er eina sælgætið sem neytt er á tímabil- inu. Þessar ferðir förum við í stórum vagni sem dreginn er af - Á dagskránni er liður nefnd- ur bátar, eruð þið með útgerð? „Já það má segja það, við leggjum net hérna í Hrútafjörð- inn og einnig er nokkuð reynt við stangaveiði. Aflinn hefur að vísu verið nokkuð tregur nema þá helst marhnútar, allt upp í 36 einn daginn, en þó veiðist alltaf eitthvað af silungi. Það er eins með bátinn og annað hérna það er skipt um áhöfn með skipstjóra og öllu saman, daglega. „Við höfum líka farið í báts-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.