Dagur - 11.06.1986, Side 5
11. júní 1986 - DAGUR - 5
Uesendahornið.______
Mega unglingar
selja tóbak?
Gamall Brekkugötubúi skrifar.
Fyrst langar mig til að koma
með fyrirspurn til Tóbaksvarna-
nefndar. Mega unglingar, sem
ekki hafa náð 16 ára aldri, vinna
við afgreiðslustörf í verslunum og
selja tóbak þegar þeir hafa ekki
einu sinni náð aldri til að kaupa
það? Þetta gera þeir og mér
finnst það bæði rangt og skrítið.
í öðru lagi langar mig til að vita
hvort Akureyrarbær ætli virki-
lega ekki að láta laga kantana
fyrir framan húsin neðst í
Brekkugötunni. í»að er til
skammar fyrir bæinn að þetta
skuli sjást ár eftir ár, moldar-
drullan ofan á gangstéttinni, ef
gangstétt skyldi kallast. Bærinn
ætti að sjá sóma sinn í að bæta úr
þessu fyrir 17. júní, eða á ekki
bærinn að laga til alveg eins og
fólk lagar til við hús sín?
Ég vonast svo eftir svari fljót-
lega.
Dagur hafði samband við
Gróðrarstöðina á Akureyri og
þar varð fyrir svörum Björgvin
Steindórsson. Hann sagði að
reglan væri sú að lóðareigendur
ættu út að köntunum, þótt þeir
vildu oft ekki viðurkenna það.
Hann sagðist þó telja þessu hátt-
að á annan veg í þessu tilfelli, þar
sem Brekkugatan hefði verið
breikkuð á þessum stað fyrir
nokkru og gatnagerð bæjarins
hefði átt að sjá um að ganga frá
eftir sig. Á því hefði hins vegar
verið nokkur misbrestur þar sem
gatnagerðin væri nokkuð á eftir
áætlun. Ekki náðist í Hilmar
Gíslason bæjarverkstjóra vegna
þessa máls og ekki heldur neinn
úr Tóbaksvarnanefnd varðandi
fyrri spurninguna.
Athugasemd
til hestamanna
- á Akureyri
Bóndakona úr Eyjafirði hringdi.
Mig langar til að koma á fram-
færi athugasemd til hestamanna
frá Akureyri, en þeir voru æði
margir staddir hér á Melgerðis-
melum um helgina. Það er verið
að leggja varanlegt slitlag á veg-
inn hérna í Hrafnagilshreppnum
og það er stranglega bannað að
fara á hestum um veginn á meðan
það er gert og einnig nokkuð
marga daga á eftir. Það var því
búið að biðja þessa ágætu menn
að fara hér að austanverðu og
langflestir gerðu það, en því mið-
ur ekki nógu margir, því aðfara-
nótt mánudags fór stór hópur
hestamanna ríðandi yfir þetta
svæði.
Ég verð að segja það eins og
er, að mér finnst ansi hart, loks-
ins þegar hillir í almennilega vegi
hérna, að hestamenn geti ekki
setið á strák sínum heldur þurfi
að fara hér ríðandi um og
skemma fyrir. Það má þó ekki
gleymast að langflestir virtu það
sem þeir höfðu verið beðnir um,
en hinir voru samt of margir.
Bílstjórar
sýnið aðgát
Það virðist hafa farið fram hjá
allt of mörgum ökumönnum, að
sundnámskeið yngri barna eru
hafin í Sundlaug Akureyrar.
Skipt er um hópa á hálf tíma
fresti frá kl. 9.00 til kl. 18.30. Því
er stöðugur straumur barna að og
frá sundlauginni allan daginn.
Gangbrautin yfir Þingvallastræti
er vel merkt með blikkandi ljósi.
Þrátt fyrir það sýna allt of margir
ökumenn vítaverðan skort á að-
gát á þessum stað.
Ég hef beðið ásamt nokkrum
börnum í óratíma eftir lagi að
komast yfir. Ég hef horft á fjölda
bílstjóra aka þarna fram hjá á
hraða, sem hæfir alls ekki þessum
stað. Allt of fáir bílstjórar stoppa
til að hleypa börnum yfir. Eg
skora því á alla bílstjóra að sýna
þarna sérstaka aðgát sem og á
hverjum þeim stað, sem búast má
við umferð barna.
Elín S. Jónsdóttir.
Til hamingju
sveitastjóma-
menn.
Vtð óskum ykkur alls hins besta á nýju
kjörtímabili um leið og við hvetjum ykkur til
að vinna markvisst að öryggismálum og
slysavörnum.
Leggið okkur lið í baráttunni gegn allt of
tíðum óhöppum og slysum.
AUK hf. 104.2/SlA