Dagur - 11.06.1986, Síða 7
11. júní 1986 - DAGUR - 7
Þau voru að vinna að blaðinu en þegar þau voru spurð hvort þau ætluðu
kannski að verða blaðamenn seinna varð lítið um undirtektir nema tveir sem
sögðust ætla að verða sjómaður og hinn lyfjafræðingur „því þeir græða svo
mikið“, sagði hann.
krökkunum handbolta auk þess
sem hann stjórnar handbolta-
keppni. Eftir kvöldmat hefur
hann svo sýnt þeim myndband
um handknattleik og útskýrt leik-
inn. Okkur finnst við hafa verið
mjög heppin að fá Þorbjörn með
okkur í þetta og hann hefur átt
hylli krakkanna óskipta þegar
hann hefur verið hér.“
- Hvernig hefur krökkunum
líkað hérna hjá ykkur, hafið þið
fengið einhver viðbrögð þeirra
við þessu öllu saman?
„Eg held að þeim hafi yfirleitt
líkað mjög vel og sem dæmi get
ég sagt þér að okkur hafa borist
kort og skeyti frá krökkum sem
hafa verið hér þar sem þau þakka
fyrir sig og segjast hlakka til að
koma næsta sumar. Svo að ég
held þeim hljóti að hafa líkað
afskaplega vel.“
Sigurður sagði að allir leið-
beinendurnir væru að fást við
þetta í fyrsta skipti og að sínu
mati hefði góð samstaða og já-
kvætt hugarfar þeirra allra gert
það að verkum að námskeiðin
hefðu tekist mjög vel. „Við höf-
um því hug á að halda þessari
starfsemi áfram næsta vor, og
:a Rúnarsdóttir Skagaströnd og
eðislega gaman þarna og sumar
ferð yfir fjörðinn og síðan geng-
um við inn á Laxárdal síðan kom
rúta og sótti okkur og keyrði til
baka. Svo höfum við notað þenn-
an tíma til að fara í Byggðasafn,
tarzanleik í leikfimisalnum,
gönguferðir og ýmsar íþrótta-
keppnir."
- Svo er það trompið ykkar,
Þorbjörn Jensson handknatt-
leiksmaður, hver er hans hlutur í
þessu?
„Þorbjörn kemur einu sinni á
hvert námskeið og kennir
vonandi fáum við tækifæri til
þess.“
Þegar krakkarnir fara heim af
námskeiðinu fá allir viðurkenn-
ingarskjal og að sjálfsögðu blaðið
en auk þess eru seldir bolir
merktir héraðssamböndunum og
sumarbúðunum, og allir krakk-
arnir hafa keypt sér einn slíkan á
300 krónur.
Sigurður sagðist að lokum vilja
koma á framfæri þökkum til allra
sem gerðu þeim kleift að hefja
þessa starfsemi.
Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Gunnarsson.
„Eg veit nokkum
vegin hvað það er
sem fólk gerir rangt“
- segir Jónína Benediktsdóttir
Flestir, ef ekki allir, lands-
menn hafa heyrt minnst á Jón-
ínu Benediktsdóttur. Ef ein-
hverjir ekki vita, þá sér hún
um morgunleikfimi Ríkisút-
varpsins og rekur eigin heilsu-
ræktarstöð, þar sem hún hefur
m.a. tekið handknattleiks-
landsliðið í kennslustund eins
og frægt er orðið. Nú fyrir
skömmu fréttist af Jónínu þar
sem hún var að taka upp þætti
sína í útvarpshúsinu á Akur-
eyri, og að sjálfsögðu var
undirleikari hennar með í för-
inni, en hann heitir Gunnar
Gunnarsson og mun vera inn-
fæddur Akureyringur. En
hvers vegna er Jónína farin að
taka upp þætti sína hér norðan
heiða?
„Ég er nú bara stödd hér í
sumarfríi, en maður sleppur
aldrei alveg frá vinnunni.“
- Nú sé ég að þú hefur ekkert
fólk með þér sem gerir æfingar-
nar, fer þetta aldrei þannig fram?
„Jú, jú, ég hef oft haft fólk
með mér en það var bara svo
stuttur tími til stefnu núna að það
hreinlega gafst ekki tími til að
útvéga þátttakendur. Hins vegar
hef ég það mikla revnslu í leik-
fimikennslu að ég veit nokkurn
veginn hvað það er sem fólk gerir
rangt. Ég loka því bara augunum
og ímynda mér að hér inni sé fullt
af fólki og þannig gengur þetta.“
- Nú man ég að þú varst með
tónlist af plötum í þessum þáttum
til að byrja með en nú virðist það
vera úr sögunni. Hvað kom til?
„Mér voru settar ákveðnar
skorður varðandi lagaval sem ég
var í sjálfu sér mjög ósammála.
En þar sem ég er aðeins starfs-
maður hjá Ríkisútvarpinu þá
varð ég að hlýða og úr því sem
komið var fannst mér þægilegra
að vera bara með einn undir-
leikara."
- Eru þessir þættir aldrei í
beinni útsendingu?
„Jú, það kemur fyrir og mér
finnst það mun skemmtilegra, en
það fylgja því ákveðnir tæknileg-
ir örðugleikar. Þær útsendingar
hafa hins vegar gengið mjög vel,
jafnvel betur en hitt. Ég hef líka
haft það þannig, að upptökurnar
eru sjaldnast fínpússaðar og
gallalausar. Ef ég geri mistök í
upptöku þá tek ég ekki yfir þau
heldur reyni að afsaka mig og
held svo áfram. Ég held að þátt-
urinn verði bara líflegri fyrir
vikið, hann er ekki alveg „sótt-
hreinsaður".
- En notfærir fólk sér þessa
þætti?
„Já ég er alveg viss um það, ég
hef fengið margar sannanir fyrir
því. Ég fæ mikið af bréfum þar
sem fólk biður um upplýsingar,
segir hvað það er ánægt með,
hvað það er óánægt með o.s.frv.
Sumir eru óánægðir, t.d. vegna
þess að þeir heyra illa, það er
stundum vandamál að stilla sam-
an píanóið og röddina. Einnig
var kvartað yfir því að æfingarnar
væru gerðar á of miklum hraða
en ég er búin að bæta úr því og
held að það geti ekki verið
vandamál lengur.
Hvað varðar endurnýjun á æf-
ingunum þá hjálpar það mér mik-
ið að ég rek eigið fyrirtæki þar
sem ég er með svokallaða
„aerobic" leikfimi og þar verð ég
að fylgjast með öllum nýjungum.
Ég les blöð og bæklinga um þetta
efni og fer erlendis til að læra nýj-
ar æfingar og þetta kemur mér að
góðum notum í morgunleikfim-
inni.“
- Af því að þú minnist á fyrir-
tækið þitt þá minnist ég þess að
þú tókst landsliðsmennina í
handknattleik í gegn fyrir síðustu
heimsmeistarakeppni.
„Jú, það er rétt og þú getur rétt
ímyndað þér hvað þetta var
gaman. Þetta byrjaði nú bara
þannig að Bogdan kom til mín og
bað mig að taka landsliðsmenn-
ina í þrekþjálfun. Ég hélt nú að
hann væri að grínast, en samt
sem áður vissi ég að „aerobic“
leikfimin er það erfið að jafnvel
bestu íþróttamenn geta átt í erf-
iðleikum með hana. En ég komst
svo að því að Bogdan var fyllsta
alvara með þetta, þannig að ég
setti upp „prógramm" sem lands-
liðsmennirnir okkar fóru eftir.
Ég er nú gömul handboltakona
sjálf þannig að ég vissi hvaða
atriði það voru sem þurfti að
leggja sérstaka áherslu á, það er
fyrst og fremst hraði, og þá hraði
yfir langan tíma í einu, það þýddi
ekki að fara að setja þá í svona
hægari maraþonhlaup eins og oft
er í tímunum hjá mér. Æfingarn-
ar byggðust því á keyrslu í rúm-
lega klukkustund í senn og ég
held mér sé óhætt að segja að
þeir voru að niðurlotum komnir
eftir æfingarnar.
Ég veit að „aerobic" er orðin
þáttur í grunnþjálfun hjá flestum
handbolta- og fótboltaliðum er-
lendis, þannig að Bogdan vissi
náttúrulega alveg hvað hann var
að fara.“
- En aftur að morgunleikfim-
inni, áttu von á að verða jafn
lengi í þessu starfi og forveri
þinn?
„Nei, það verð ég örugglega
ekki. Ég reikna með því að verða
í þessu svona u.þ.b. eitt ár í
viðbót. Ég er samt mjög ánægð í
starfi, þetta hefur verið reglulega
skemmtilegt. En ég verð líka að
viðurkenna að ég hefði viljað
hafa þessa þætti öðruvísi, en
íhaldssemin er nokkuð mikil í
þessari stofnun, það er erfitt að
fá fram breytingar.“
- Jæja Jónína, eitthvað að
lokum?.
„Ég vona bara að það komi
ekki meiri snjór.“ JHB