Dagur - 11.06.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 11. júní 1986
„vel rekin unglingavinna
- er hagur bæjarfélagsins“ segja Ingibjörg Auðunsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir
„Viö teljum að mjög mikils-
veröum áfanga hafi verið náð,
þar sem tekist hefur samvinna
milli Fræðsluskrifstofu Norð-
urlandsumdæmis eystra og
Akureyrarbæjar um ráðningu
uppcldisfræðilega menntaðs
manns sem gegnir starfi for-
stöðumanns unglingavinnunn-
ar yfír sumarið, en yfír vetur-
inn mun hann sjá um starfs-
fræðslu í grunnskólum,“ sögðu
þær Ingibjörg Auðunsdóttir og
Sólveig Gunnarsdóttir sem
báðar eru í Skrúðgarðanefnd
Akureyrarbæjar.
Kristján Jósteinsson félagsráð-
gjafi hefur verið ráðinn í starfið
og Valdimar Pétursson garð-
yrkjumaður hefur verið ráðinn
aðstoðarforstöðumaður.
í október á síðasta ári var á
fundi skrúðgarðanefndar lagt til
að stofnaður yrði starfshópur
sem tæki að sér að fara ofan í
málefni Vinnuskólans og koma
með tillögur til úrbóta. Var það
samþykkt á bæjarstjórnarfundi í
nóvember. I starfshópnum voru
Ingibjörg Auðunsdóttir, formað-
ur skrúðgarðanefndar, Sólveig
Gunnarsdóttir og Davíð Stefáns-
son.
í greinargerð sem starfshópur-
inn skilaði kemur fram að miklar
umræður hafi farið fram um
Vinnuskólann á síðasta kjörtíma-
bili og að bæjarstjórn Akureyrar
hafi sýnt skólanum mikinn skiln-
ing sem m.a. hafi komið fram í
auknu fjármagni til skólans.
Ástæður fyrir auknu framlagi til
Vinnuskólans eru einkum tvær.
Annars vegar aukinn fjöldi ungl-
inga er sótt hefur þangað vinnu,
svo og launahækkanir. Árið 1979
voru umsóknir 248, en árið 1985
voru þær 404, nú í ár eru
umsóknir um 480. Hins vegar er
það að nefna að fram til ársins
1984 var reiknað með að allir
unglingar Vinnuskólans ynnu hjá
öðrum og öfluðu tekna sem svar-
aði til tveggja vikna launa. En
vegna samdráttar í nýfram-
kvæmdum Garðyrkjudeildar hef-
ur reynst erfitt að ná þessum
markmiðum.
í greinargerðinni er talsvert
fjallað um hvert sé markmið með
starfrækslu unglingavinnu, það
hafi aldrei legið ljóst fyrir hvert
markmiðið skyldi vera og ekkert
skriflegt til þar um.
Starfshópurinn komst að þeirri
niðurstöðu að hlutverk og mark-
mið unglingavinnu séu þau helst,
að gefa unglingum tækifæri á
sumarvinnu, þegar eftirspurn eft-
ir unglingum í vinnu á almennum
vinnumarkaði sé takmörkuð. í
unglingavinnunni er aðallega
unnið við fegrun og hirðingu á
vegum sveitarfélagsins. Pá segir
að um leið og unglingarnir kynn-
ist atvinnulífinu sé það þroskandi
fyrir þá. Þeir kynnast þeim siðum
og reglum sem gilda úti á „vinnu-
markaði fullorðinna“. Sumir
telja unglingavinnuna æskilega
sem nokkurs konar „verndaðan
vinnustað“ þar sem óharðnaðir
unglingar fá að kynnast vinnunni
og eru búnir undir það að starfa
við strangar kröfur og reglur sem
vinnumarkaðurinn setur. Það
hefur verið talið betra að þessi
aldurshópur vinni og geri gagn í
sumarfríinu, fremur en að mæla
göturnar og slæpast.
„Ef hlutverk og markmið
Vinnuskólans eru þessi þá er ljóst
að þeim hefur ekki verið sinnt
sem skyldi nema að hluta. Sér-
staklega á það við um Vinnuskól-
ann sem vinnustað þar sem ungl-
ingar eiga að kynnast reglum hins
almenna vinnumarkaðar svo og
að skila sanngjörnum og eðlileg-
um vinnuafköstum,“ segir í
greinargerðinni.
Um leiðir til úrbóta segir að
enda þótt það kunni að reynast
erfitt í reynd að gera miklar
breytingar á núverandi Vinnu-
skóla til hins betra þá bendir
starfshópurinn á nokkrar leiðir til
úrbóta sem jafnframt miða að því
að draga úr umsvifum Vinnuskól-
ans sem stofnunar.
Lagt var til að nafninu yrði
breytt í Unglingavinnu. Þá er lagt
til að vinna unglinganna verði
gerð virkari og kröfur um vinnu-
framlag verði aukið. Ákveðið
verði fyrirfram hversu miklum
tíma verði varið til félagsmála og
annars frítíma. Jafnframt verði
stefnt að því að laun unglinganna
verði sem næst kauptaxta ungl-
inga hjá Einingu. „Það er sann-
gjarnt og hvetjandi að ungling-
arnir hafi sömu laun í unglinga-
vinnunni fyrir virkari vinnutíma
og unglingar á sama aldri hjá öðr-
um stofnunum bæjarins,“ segir í
greinargerðinni. En vegna aukins
fjölda unglinga sem sóttu um
vinnu í unglingavinnunni var
ekki hægt að ná þessu markmiði.
Ákveðið var að laun 13 ára ungl-
inga yrðu 60 krónur, 14 ára 70
krónur og 15 ára 80 krónur.
Þá var ákveðið að stytta vinnu-
tímann þannig að 13-14 ára ungl-
ingar (í hálfsdagsvinnu) vinni
hálfri klukkustund skemur en
áður var og hjá 15 ára unglingum
(í heilsdagsvinnu) um eina
klukkustund á dag.
Vænlegustu leiðina til breyt-
inga taldi starfshópurinn að
breyta unglingavinnunni í nokk-
urs konar „atvinnumiðlun“. Sem
flestum 15 ára unglingum verður
komið í vinnu til stofnana og
fyrirtækja bæjarins. Þannig yrði
síðasta ár unglinganna í ungl-
ingavinnunni í nánari tengslum
við atvinnulífið.
Nú er fyrsti hópurinn í ungl-
ingavinnunni kominn til starfa og
farinn að hreinsa til allt það rusl
sem safnast hefur saman í vetur.
Víða um bæinn má sjá ungling-
ana við vinnu og gætum við
bæjarbúar gert okkur í hugarlund
hvernig bærinn liti út ef vinnu-
framlag þeirra kæmi ekki til.
„Það er hagur bæjarfélagsins
að hafa vel rekna unglingavinnu.
Það er mikilvægt fyrir unglingana
að hafa eitthvað fyrir stafni. Ef
okkar hugmyndir ná fram að
ganga ættu unglingarnir að hafa
það á tilfinningunni að þeir gerðu
bæjarfélaginu mikið gagn með
vinnu sinni og þá er vel.
Árni Steinar Jóhannsson garð-
yrkjustjóri og hans starfsmenn
hafa haldið utan um starfsemi
unglingavinnunnar á undan-
förunum árum. Það er erfitt
verkefni að reka fyrirtæki með
um 500 starfsmönnum, en þeim
hefur tekist það ákaflega vel,“
sögðu þær Ingibjörg og Sólveig.
-mþþ.
Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar
Vantar starfsmann
hálfan daginn f.h. Umsóknir með aldri, menntun
og fyrri störfum berist skrifstofunni fyrir 17. júní
1986.
Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar
Gránufélagsgötu 4 • Pósthólf 46 ■ 602 Akureyri.
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra á Skagaströnd er laust
til umsóknar.
Umsóknir berist skrifstofu Höfðahrepps fyrir 25.
júní nk.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í símum 95-
4707 og 95-4648 og oddviti í símum 95-4719 og
4651.
GÚMMÍVIHNSlANhf.
Rangárvöllum • Akureyri
Sími 96-26776
óskum eftir lagfhentum starfs-
manni til framleiðslustarfa sem
fyrst.
U;n framtíðarstarf er að ræða.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir starfskrafti í Vöruhús KEA.
Upplýsingar veitir vöruhússtjóri
eða deildarstjóri í
Herra- og vefnaðarvörudeild.
Ekki í síma.
Sparíð í innkaupunum
flmmtudag 12. júní frá kl. 3-6 e.h.
morgunmat frá Gott fæði.
Granola ★ Músli ★ Morgungull.
Kynningarverð.
Leiðin UgguríB-98, þar erhagkvæmnin
Ath. Lokað á laugardögum vegna yflrvinnubanns.
Opið til kl. 7 e.h. á föstudögum.
Kjörbúð KEA
Byggðavegi 98