Dagur - 17.06.1986, Side 2

Dagur - 17.06.1986, Side 2
2 - DAGUR - 17. júní 1986 —viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON' BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Dýrmæt eign en ekki sjálfsögð í dag eru 42 ár liðin síðan stórhuga menn stofnuðu íslenska lýðveldið formlega að Þingvöllum 1944. 17. júní hefur æ síðan ver- ið stór dagur í lífi íslensku þjóðarinnar. Allir sem vettlingi geta valdið skarta sínu feg- ursta og gera sér ýmislegt til hátíðabrigða. Reyndar hafa veðurguðirnir ekki alltaf verið í hátíðarskapi á íslenskum tyllidögum og fólk er nánast farið að ganga út frá því sem gefnu að þeir séu í slæmu skapi. Enginn læt- ur það þó aftra sér frá því að gera sér glaðan dag. Þegar við höldum þjóðhátíðardaginn há- tíðlegan skulum við minnast þess hversu verðmætt það er að vera sjálfstæð þjóð. Sjálfstæðið fékkst ekki baráttulaust. Frelsi er það dýrmætasta sem hver ein- staklingur á - frelsi til orða og athafna. Lýð- ræðið felur það í sér að öll getum við haft og höfum áhrif á það hvernig þjóðfélaginu er stjórnað. Eflaust gera sér ekki allir grein fyr- ir mikilvægi þessara réttinda. Sumum finnst sjálfsagt að fá að kjósa og segja sína skoðun og hafa þannig áhrif á gang mála. Þeim hin- um sömu finnst einnig sjálfsagt að búa við réttarkerfi sem gerir öllum jafnhátt undir höfði. Á íslandi eru allir jafnir gagnvart lögunum og þar með er tryggt að mannrétt- indi einstaklinga verða ekki fótum troðin. Því miður er ástandið ekki svo gott alls staðar. Fjölmiðlar fræða okkur á því að víða um heim geisa blóðugar styrjaldir sem snúast einmitt um þessi, að við teljum, sjálfsögðu mannréttindi. Fólk er tilbúið til að fórna öllu, jafnvel lífinu sjálfu, fyrir frelsið og sjálfstæð- ið, fyrir lýðræðið. Því skulum við aldrei gleyma. Aldrei er þjóðerniskenndin jafn sterk og þennan dag, aldrei komast íslendingar nær því að vera ein órofa heild, með sömu stefnu og sama markmið. Það er ekkert sem skygg- ir á gleðina og hátíðleikann. Öll vandamál eru lögð til hliðar og látin bíða næsta dags. Þjóðin öll á afmæli. Slíkt tilefni krefst veg- legrar veislu. Dagur óskar öllum til ham- ingju með daginn. BB. Erlingur Kristjánsson: KA maður í húð og hár - tekinn tali „Ætli ég hafí ekki verið 7 ára þegar ég byrjaði í fótboltan- um, þá sem hægri bakvörður. Nú síðan hef ég spilað alveg viðstöðulaust og alltaf sem miðvörður. Ég hef reyndar sóst stíft eftir því að komast fram, en ekkert gengið. Það sama er um handboltann að segja, ég byrjaði þar um leið og ég hafði aldur til og hef ver- ið með síðan. Að vísu hef ég ekki getað æft síðastliðin tvö og hálft ár vegna þess að ég stundaði nám við Iþrótta- kennaraskólann að Laugar- vatni. En það er nú þannig með það að ég hef sennilega aldrei spilað eins vel og þessi tvö_ár.“ Það er Erlingur Kristjánsson sem segir svo frá upphafi íþrótta- ferils síns. Erlingur, sem er góð- kunnur þeim er með íþróttum fylgjast, er nú á leið til Noregs þar sem hann mun leika með 1. deildar liðinu Fredriksborg Ski í handbolta. - Það liggur beinast við að spyrja Erling að því hvernig það atvikaðist að hann er nú á leið til Noregs. „Um miðjan maí þá hafði Helgi Ragnarsson sem þjálfaði KA fyrir tveimur árum sam- band við mig. Hann hafði heyrt að mig langaði að komast út og prófa eitthvað nýtt. Nú ég tók mér um mánaðartíma til að hugsa málið, varð mér úti um upplýsingar og ákvað svo að slá til. Það hafði mikil áhrif á mig að það voru margir sem hvöttu mig til að fara út og reyna. Svo skipti náttúrlega miklu máli að mig hefur alltaf langað að fara erlend- is. Og því ekki að nota tækifær- ið?“ - Býður þetta lið eitthvað umfram það sem KA hefur að bjóða? „Þetta lið býður engu betur en 1. deildar lið hérna heima á ís- landi. í Noregi verður mér séð fyrir bíl, húsnæði og vinnu. Það eru engir peningar með í spilinu. Svo er annað sem ég geri mér vel grein fyrir og það er það að norska deildin er engu betri en sú íslenska þannig að handboltalega séð mun ég kannski ekki læra mikið. En eins og ég sagði áðan þá skiptir meira máli fyrir mig að komast erlendis, læra nýtt tungu- mál og skoða mig svolítið um.“ - Nú hefur þú lokið íþrótta- kennaraskólanum hér heima, hyggur þú ekkert á framhalds- nám í Noregi? „Jú, reyndar hef ég hugsað mér að fara í framhaldsnám í íþróttakennslu í Noregi, ég var of seinn að sækja um fyrir þetta ár en næsta vetur kemst ég inn og síðan hef ég hugsað mér að taka tvö ár. Annað árið verður almenns eðlis en það seinna sér- hæfing annað hvort í knatt- spyrnu- eða handknattleiksþjálf- un.“ - Nú verður Logi Einarsson einnig erlendis næsta vetur, kem- ur þessi mannamissir ekki hart niður á KA-liðinu? „Jú, það skilst mér á þeim. En við erum ekkert farnir frá KA fyrir fullt og allt. Þegar við kom- um heim, þá reynslunni ríkari, munum við spila fyrir KA. Nú, svo er náttúrlega aldrei að vita nema að ég komi fyrr heim en til stendur. Ef mér líkar ekki vel við aðstæðurnar þarna þá kem ég heim eins og skot.“ - Nú fyrir skömmu gagnrýndi Þorleifur Ananíasson félagaskipti sem þessi og sagði þetta vera einu leiðina fyrir menn til þess að komast í blöðin. Ert þú sammála þessu? „Ég veit það nú ekki.Það er hugsanlega eitthvað til í þessu. Varla þó þetta með blöðin (hlær). Annars er það þannig með þessi ævintýri að þau ganga sjaldnast upp. Menn eru oft komnir heim eftir nokkrar vikur þannig að það þarf ekki að gera stórmál úr þessu. . .ég vona líka að Leibbi hafi ekkert verið að skjóta á mig sérstaklega.“ - Ef þú kemur til með að klára íþróttaskólann í Noregi og þá t.d. á knattspyrnusviði gætirðu þá hugsað þér að koma heim og þjálfa? „Já að sjálfsögðu. Ég þjálfaði 5. fl. hjá KA í fyrra sumar og núna þjálfa ég þriðja. Það er- alveg svakalega gaman að þjálfa þessa stráka, ánægjan skín hrein- lega út úr hverju sparki. Það sem heitir illska er hreinlega ekki til hjá þeim. En samt sem áður þá er mikill munur á þessum tveimur aldurshópum. Það er ýmislegt annað en fótbolti farið að heilla eldri strákana og það má eigin- lega segja að þar komi í ljós hverjir muni hætta og hverjir muni halda áfram og standa sig.“ - Hvernig var það með þig á þessum árum, hugsaðir þú aldrei um að hætta í fótboltanum? „Jú, ég velti því oft fyrir mér. T.d. langaði mig oft til að nota sumarfríið til að ferðast en félagsskapurinn í kringum fót- boltann hefur hreinlega alltaf verið svo góður að ég hef ekki viljað hætta. Ég var á tímabili orðinn mjög leiður á handboltan- um, það var um það leyti er ég fór suður - hætti að æfa og spilaði bara og upp úr því fór ég að hafa gaman af þessu aftur. Ég held að þetta hafi bjargað handboltanum hjá mér.“ - Nú hefurðu alltaf leikið á fullu bæði í fótbolta og hand- bolta. Stendur ekkert til að ein- beita sér einungis að annarri greininni? „Blessaður vertu ég hef alltaf ætlað að gera það en aldrei kom- ið því í verk. Ég ákvað eitt sinn að velja fótboltann en síðan þegar handboltinn byrjaði vant- aði oft mannskap þannig að ég gat einhvern veginn ekki skorast undan merkjum. Nú svo segja strákarnir í handboltanum að fót- boltinn sé svo lélegur þannig að einhvern veginn þá hef ég aldrei komið því í verk að velja, ég held ég geti það ekki. Þetta skiptist alltaf á að ganga vel og illa þann- ig að þetta dregur mig alltaf áfram. “ BV

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.