Dagur - 17.06.1986, Síða 3

Dagur - 17.06.1986, Síða 3
'Aii&t im’i< Tf' -- P9U0ACI -- v 17. júní 1986 - DAGUR - 3 Þórður Sverrisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Eimskips og Jenný Gunnarsdóttir „tölvusérfræðingur“ við nýju tölv- una- Mynd: BB Akureyri: Eimskipafélagið eykur þjónustuna Á föstudaginn náöist talsvert stór áfangi í þjónustu Eim- skipafélags Islands á Akureyri. Þá var afgreiðslan á Akureyri tengd beint inn á tölvukerfi Eimskipafélagsins. Meö þess- um áfanga mun öll þjónusta fyrirtækisins við Norðlendinga batna til muna auk þess sem þetta flýtir afgreiðslu verulega. Nýja tölvan er mjög fullkomin. Meö henni er hægt aö kalla fram á augabragði ýmsar upplýsingar sem koma viðskiptavinunum til góða. Möguleikarnir eru niargir en sem dæmi má nefna að menn geta fengið að vita hvort þeir eigi sendingu í þvt skipi sem er vænt- anlegt, hvaða vörur sé um að ræða og í hvaða gámi þær séu. Fljótlega eftir að skip Eimskipa- félagsins leggja úr höfn, hvort sem er erlendis eða innanlands, eru allar slíkar upplýsingar komnar inn í aðaltölvu félagsins. Aðalskrifstofa Eimskipafélags- ins er í Pósthússtræti en bein tölvutenging er við afgreiðslurnar í Sundahöfn, Hafnarfirði og nú síðast Akureyri. Skip frá Eim- skipafélaginu hafa viðkomu á Akureyri vikulega. Skrifstofu- stjóri Eimskips á Akureyri er Stefán Tryggvason. Til að fagna þessum áfanga sem nú hefur náðst bauð Eim- skipafélagið nokkrum viðskipta- vinum til samsætis á föstudaginn og kynnti Þórður Sverrisson aðstoðarframkvæmdastjóri Eim- skips breytingarnar. BB. Sumarferð Iðju Lúxusferð um landið þvert Sumarferðin verður dagana 24. til 29. júlí næstkomandi Ferðaáætlun: 24. júlí: Flogið til Hafnar í Hornafirði, brottför frá Akureyrarflugvelli kl. 22.20. 25.-28. júlí: Dagsferðir, um Lón, Álftafjörð, Ham- arsfjörð, Nes og Mýrar, auk þess möguleikar á bátsferðum á Breiða- merkurlóni og Hornafjarðarósi og snjóbílaferð um Vatnajökul. 29. júlí: Frjáls dagur á Höfn fram til heimferðar frá Hafnarflugvelli kl. 18.25. Verð kr. 11.500,- fyrir manninn. Innifalið: Flug, lúxushótel, fullt fæði og skoðunar- ferðir með leiðsögn. Lúxusferð - Lúxusaðbunaður Hafið samband við skrifstofuna fyrir 27. júní. Ferðanefndin. Síldarverksmiðjan í Krossanesi auglýsir eftir skrifstofustjóra Æskilegt er að umsækjendur séu viðskiptafræðingar eða hafi sambærilega menntun, en menn með góða starfsreynslu koma þó til greina. Upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækisins að Glerárgötu 30 Akureyri og umsóknir sendist þangað fyrir 24. þ.m. Passíukórinn með tónleika - í Skemmunni á miðvikudagskvöld Miðvikudaginn 18. júní kl. 20.30 heldur Passíukórinn vor- tónleika sína í íþróttaskemm- unni á Oddeyri. Tónleikarnir eru tileinkaðir 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga, sem hefur styrkt tónleikahaldið verulega. Að þessu sinni verð- ur flutt oratorian „Sköpunin“ eftir Haydn. Joseph Haydn (1732-1809) var einn af stóru snillingum tónlistar- sögunnar. Hann samdi meðal annars fjölda þekktra strengja- kvartetta og aðra kammertónlist, en auk þess frægar oratoriur. Sköpunina samdi hann á efri árum, en hún var frumflutt árið 1798. Verkið er mjög fallegt og er oft talið hápunktur á tón- smíðaferli Haydns, enda hefur það notið mikilla vinsælda allt frá því að það var fyrst flutt. Textinn fjallar um sköpun heimsins og er að mestu eyti byggður á Paradís- armissi Miltons svo og sköpunar- sögunni í Gamia textamentinu. Flytjendur auk Passíukórsins eru einsöngvararnir Sólrún Bragadóttir sópran, Michael J. Clarke tenór og Bergþór Pálsson bassi, ásamt kammersveit skipuð hljóðfæraleikurum frá Akureyri og Reykjavík. Hjónin Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson hafa undanfarin ár verið við söngnám í Bandaríkjunum. Pau héldu söngtónleika víða um land síðastliðið sumar. Michael J. Clarke er Akureyringum að góðu kunnur af söng, fiðluleik, kór- og hljómsveitarstjórn. Roar Kvam stjórnar flutningnum, en hann hefur stjórnað Passíukórnum frá stofnun hans árið 1972. Ollum er vinna með öðrum - lega á þeim verkefnu hverjum og einum ofviða. Án samvinnu og samstöðu manna allra hefði íslensku þjóði seint tekist að brjóta á bak attui^ áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944, Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meiraen 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.